Þjóðviljinn - 01.12.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 01.12.1983, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 1. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 frá lesendum Á grundvelli rannsókna síðari ára ætti að vera hægt að taka skynsam- legar ákvarðanir um friðun, ítölu, styttingu beitartíma á útjörð og stóraukna landgræðslu og skógrækt sem bændur tækju ríkan þátt í. Félagshyggja í landbúnaði Niðurlag greinar Þorvaldar Arnar Arnasonar RUV® 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurtregnir. Morgunorð - Róbert Sigurðsson talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Katrín“ eftir Katarína Taikon Einar Bragi les þýð- ingu sina (13). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Pingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr). Tónleikar. 11.00 Messa í Háskólakapellu Sólveig Anna Bóasdóttir guðfræðingur prédikar. Séra Jón Helgi Þórarinsson þjónar fyrir altari. Organ- leikari: Jón Stefánsson. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 14.00 „Friður, frelsi, mannréttindi", hátíð- ardagskrá stúdenta í Háskólabíói. 1. Gunnar Jóhann Birgisson, formaður 1. des. nefndar, setur hátíðina. 2. Ávarp Háskólar- ektors, Guðmundar Magnússonar. 3. Ein- leikur á gítar, Pétur Jónsson. 4. Borgarstjór- inn í Reykjavík, Davíð Oddsson, flytur hátíð- arræðu. 5. Guðjón Guðmundsson og Is- landssjokkið flytja frumsamið efni. 6. Matthí- as Jóhannessen les úr eigin verkum. 7. M. K. kvartettinn syngur. 8. Samleikur á píanó og fiðlu: Hrönn Geirlaugsdóttir og Guðni Þ. Guðmundsson. 9. Ræða stúdents: Ólafur Árnason flytur. 10. Karlakórinn Fóstbræður syngur. - Kynnir: Bergljót Friðriksdóttir. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Tilkynningar. Tónleikar. 17.10 Sfðdegisvaka 18.00 Af stað með Tryggva Jakobssyni. 18.10 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál. Erlingur Sigurðarson flytur þáttinn. Tónleikar. 20.00 Halló krakkar! Stjórnandi: Jórunn Sig- urðardóttir. 20.30 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands i Háskólabfói Stjórnandi: Klaus Peter Seibel. Sinfónia nr. 3 í F-dúr op. 90 eftir Johannes Brahms. - Kynnir: Jón Múli Árnason. 21.20 „Þú sem vindurinn hæðir...“ Guðrún Guðlaugsdóttir ræðir við Gunnar M. Magn- úss rithöfund. (Áður útv. 7. júni 1981). Tón- leikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins 22.35 Fimmtudagsumræðan Umsjón: Ævar Kjartansson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. í kvöld kl. 20.30 veröur útvarpað frá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Háskólabíói. Flutt verður Sinfónía nr. 3 í F-dúr op. 90 eftir J. Brahms. Stjórnandi er Klaus-peter Seibel en Jón Múli kynnlr. Ævar Kjartansson stjórnar fimmtudagsumræðunni kl. 22.35 Gróðureyðing og verndun gróðurs í byggð og ábyggð tengist mjög landbúnaðinum. Gróður- eyðing ræðst að nokkru af eldgos- um, öskufalli, flóðum, köldu loftslagi og því hve fáar tegundir hafa náð að nema hér land. Menn eiga þó drjúgan þátt í eyðingu gróðurs og jarðvegs. Ofbeit sauðfjár og hrossa vegur þar þyngst eftir að skógarhögg til eldiviðar- og kolagerðar lagðist af. Um aldir hélst bústofn lands- manna í skefjum vegna þess hve erfitt var að afla vetrarforða. Þetta hefur gjörbreyst á þessari öld vegna ræktunar, vélvæðingar og tilkomu fóðurbætis og tilbúins áburðar. Bústofn landsmanna hefur margfaldast og beitarálag einnig. Þótt vetrarbeit hafi minnkað vegur það lítið upp á móti þessu. Það þarf að fækka Útvarp kl. 21.20 „Þú, sem yindurinn hæðir...“ Þannig hljóðar yfirskrift við- tals, sem Guðrún Guðlaugsdóttir fréttamaður átti við Gunnar M. Magnúss rithöfund og er það á dagskrá útvarpsins í kvöld. Gunnar M. Magnúss er nú fast við 85 ára aldursmörkin, fæddur á Flateyri við Önundarfjörð 2. des. 1898. Hann er kennara- menntaður innan lands og utan og stundaði kennslu hátt í tvo áratugi, að ég hygg. Hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um stjórnmál og margháttuð mannfélagsmál, komið þar mikið og víða við sögu og gegnt ótal trúnaðarstörfum á þeim vett- vangi. Gunnar er einn af okkar mikilvirkustu rithöfundum. Fyrsta bók hans mun hafa komið út 1928 og síðan hver af annarri allt til þessa dags. Eru bækur hans a.m.k. orðnar fast að 60 sauðfé og hrossum eða stytta beitartímann verulega með aukinni nýtingu ræktaðs lands. Síðari kosturinn þýðir aukna ræktun. Helst ætti að brjóta hrjóstrugt land til ræktunar (sanda og mela) en leyfa vel grónu landi að halda sér og nýta það hóflega til beitar. Núverandi aðgerðir til friðunar Þrjátíu og eins árs gamall Austur-Þjóðverji, Jochen Ull- mann, sendi okkur línu og biður um samband við fólk með sömu áhugamál og hann. Hann vinnur í verksmiðju, sem framleiðir kæli- skápa og helstu áhugamál hans eru: bréfskák, póstkort, frí- merki, fótbolti, tónlist o.fl. Hann Gunnar M. Magnúss. talsins, auk annarra ritsmíða. Er efni bókanna hið margbreytileg- asta: barna- unglingabækur, lengri og styttri skáldsögur, ævi- sögur, viðtalsbækur, sagnfræði, lands og uppgræðslu duga hvergi. Hvort tveggja þarf að auka og bændur þurfa að hafa verulegt frumkvæði að því hvorutveggja. Umræða og fræðsla meðal þeirra gæti leitt til þeirrar félagslegu vakningar sem til þarf. Á grund- velli rannsókna síðari ára ætti að vera hægt að taka skynsamlegar ákvarðanir um friðun, ítölu, styttingu beitartíma á útjörð og stóraukna landgræðslu og skóg- rækt, sem bændur tækju ríkan þátt í og legðu m.a. til búfjárá- burð. Förum ótroðnar slóðir Megin hagsmunamál bænda er það, að núverandi einkahokur verði smám saman leyst af hólmi með félagsbúskap. Félagsbúin þyrftu ekki að vera svo ýkja stór, en gætu sameinast mörg saman um ýmsa þætti þjónustu, (véla- verkstæði, fóðurverksmiðjur, til- raunastöðvar o.fl.), sem rekin væru með lýðræðislegu sam- vinnuformi, þar sem starfsfólki væru tryggð völd. Með samyrkju af þessu tagi næst aukin vinnuhagræðing og verkaskipting og betri nýting tækja og húsa. Þá opnast mögu- leikar á því að bændur tækju frí eins og aðrar stéttir þjóðfélags- ins. Félagsbúskapurereina leiðin til að auka sjálfstæði bænda gagnvart stórfyrirtækjum og hinu gerræðislega ríkisvaldi, sem við búum nú við. Ef lýðræðislegu ríkisvaldi væri komið á, myndu félagsbúin væntanlega eiga sína fulltrúa þar, sem tækju m.a. þátt í verðákvörðun landbúnaðaraf- urða og aðfanga til landbúnaðar. Það þarf mikið átak í rann- sóknum, tilraunum og leiðbein- ingum til að finna hentug skipu- lagsform fyrir samyrkju. Það þarf raunar að þróa nýtt skipul- agsmynstur manna á milli. Þann- ig rannsóknum hefur ekki verið sinnt. Finna þarf leiðir til að koma á samyrkju og raunveru- legri, lýðræðislegri samvinnu, þar sem bændur verði sjálfir dríf- andi afl. segist hafa teflt bréfskák við marga vini um víða veröld og vill gjarnan komast í samband við ís- lendinga líka. Heimilisfang hans er: Jochen Ullmann, 9373, Ehrenfriedersdorf, Annaberger Str. 15, DDR leikrit, ljóð - og mætti þó enn einhverju bæta við framhaldið. - Viðtali þessu var áður útvarpað 7. júní 1981. -mhg skák Karpov að tafli - 243 Anatoly Karpov og ungstirnið Harry Kasparov mættust í tyrsta sinn við skák- borðið á hinu svokallaða „Sovéska Ol- ympíumóti", sem haldið var fyrri part árs 1981.1 þessu móti tóku þátt fjögur lið. A - B - landslið Sovétríkjanna, Unglinga- landsliö Sovétríkjanna og öldungalandslið Sovétríkjanna. Þetta varð allra skemmtilegasta keppni og ekki spilltu þar um stórskemmtilegar skákir Karpovs og Kasparovs. Þeir tefldu auðvitað á 1. boði, Karpov fyrir A-liðið og Kasparov fyrir unglingaliöið..Þarna skaut snillingurinn frá Baku Karpov ref fyrir rass því samanlagt var útkoma hans betri. Kasparov hlaut 4 vinninga af 6 mögulegum, vann Smyslov tvisvar, Romanishin einu sinni, tapaði hinni skákinni, en gerði jafntefli við Karpov I báðum skákunum. Fyrri skákin var æs- ispennandi: Karpov - Kasparov Staðan sem kom upp eftir 35. leik Karpovs g3 - g4 bíður upp á mikla spennu. Heimsmeistarinn vargreinilega á höttunum eftir sigri því hann átti þess kost að endurtaka leiki með 35. Ha7 Df5 36. Ha8 Dc5 37. Ha7 o.s.frv. Hann reyndi hinsvegar að notfæra sér afar nauman tíma hins unga andstæðings. Hér missti Kasparov, að eigin sögn, af leið sem hefði gefið honum góða vinn- ingsmöguleika. 35. .. Dd6? (Einkennandi tímahraks-leikur. Með 35. - Db4 kemst hvítur I mikinn vanda. T.d. 36. Ha7 d3! 37. Dxf7+ Kh8 38. Df3 d2 39. Ha8 Kg8 og svatur vinnur eða 36. h3 h6! 37. Kg2 Hc7! og svartur stendur bet- ur.) 36. Hd8 Db4 ' 37. Hd7 h6?! (37. - d3! strax kom sterklega til greina þó hvítur haldi jöfnu með 38. Dxf7+ Kh8 39. Hd3 o.s.frv.) 38. Dxf7+ Kh7 39. g5! Db1! 40. g6+ Dxg6 41. Dxg6+ Kxg6 - og hér sömdu keppendur um jafntefli enda ekkert meira úr stööunni að hafa. Stórskemmtileg baráttuskák sem vakti feiknarlegá athygli. bridge Spilið í dag er ekki af flóknari tegund- inni. Þó gæti það vafistfyrir ýmsum, sem ekki hafa hlutina á hreinu I úrspilinu: G3 D108762 G6 653 K6 ÁKG95 ÁD ÁKDG Norður/Suður hafa rennt sér i 6 hjörtu, spiluð I Suður. Útspil Vesturs er laufatía. Hvernig hagarðu úrspilinu? Hvort er bleikur eða rauður, gætirðu sjálfsagt hugsað? Hvorugur, þvi með „gamla sorry Grána" aöferðinni vinnum við okkar spil á nákvæman hátt. Tökum útspilið, einu sinni tromp (báðir með), rennum laufunum og hendum einum spaða úr blindum. Síðan inn I borð á hjarta, út með spaðagosa (sennilega kemur daman), nú við reynum kónginn sem drepinn er með ás. Eitthvað til baka og við förum inn I borð á nýjan leik og reynum tígulsvíningu (hún heppnast I þessari þraut). Ef tigulsviningin mis- heppnast, nú þá fellur bara spilið (meðal- skor), því enginn gerir betur en þú í þessu spili, þ.e.a.s. komi ekki út tígull eða spaði i byrjun. Tikkanen Tómleikinn verður að koma úr djúpinu til þess að verða að list- rænni eyðimörk. Óskað eftir bréfaskiptum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.