Þjóðviljinn - 01.12.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 01.12.1983, Blaðsíða 11
íþróttir V > <». « - • Fimmtudagur 1. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Umsjón: Víðir Sigurðsson Myndböndín sem sönn- unargögn? Jafntefli í Oxford! Efsta liðið í 3. deild ensku knatt- spyrnunnar, Oxford United, náði óvænt jafntefli við risana Manc- hester United, 1:1, á heimavelli sín- um, Manor Ground, í 4. umferð mjólkurbikarsins. Öllu heldur mætti segja að Man. Utd. hefði náð jafntefli því Oxford var mun betri aðilinn allan tímann. Mark Hughes kom United yfir snemma leiks en skoski bakvörðurinn Bobby McDonald, sem áður lék með Manchester City, jafnaði fyrir heimaliðið rétt áður en fyrri hálf- leik lauk. Úrslit í mjólkurbikarnum í gær- kvöldi og fyrrakvöld: 3. umferð: Birmingham-Notts County..........0:0 Fulham-Liverpool.................0:1 4. umferð: Arsenal-Walsall..................1:2 Rotherham-Wimbledon..............1:0 Ipswich-Norwich..................0:1 Oxford U.-Manch. United..........1:1 Stoke-Sheff ield Wed.............0:1 W.B. A.-Aston Vtlla..............1:2 West Ham-Everton.................2:2 Sigur 3. deildarliðs Walsall gegn Arsenal á Highbury var gífurlega óvæntur. Stuart Robson skoraði fyrir Arsenal í fyrri hálfleik en Mark Preece og Ally Brown fyrir Walsall í þeim síðari. Liverpool tókst að leggja Ful- ham í þriðju tilraun. Graeme So- uness skoraði eftir sendingu Craig Johnston þegar fjórar mínútur voru eftir af framlengingu. Birm- ingham og Notts County verða hins vegar að mætast í fjórða sinn en sigurvegarinn þar mætir Liverpool í 4. umferð. Leicester vann góðan sigur, 2:1, á Southampton í 1. deildinni í gær- kvöldi. Þar með eru nýliðarnir í fyrsta skipti komnir úr fallsæti í vet- ur, hafa 13 stig en neðar eru Stoke með 12 stig, Watford með 10 og Wolves með 7. Talsvert var af leikjum í skoska deildabikarnum en þar er leikið í riðlum. Úrslit urðu þau að Mot- herwell, lið Jóhannesar Eðvalds- sonar, tapaði 0:3 heima fyrir Dundee United, Rangers sigraði St. Mirren 1:0 á útivelli, Celtic lagði Kilmarnock 1:0 á útivelli, Aberdeen sigraði Dundee 2:0 á úti- velli, Hibernian sigraði Airdrie 3:0 á útivelli og Hearts vann Clyde- bank 3:0 á útivelli. Þá gerðu Mea- dowbank og St. Johnstone0:0 jafn- tefli og Alloa vann Morton 1:0. - VS Miklar líkur eru-á að á ársþingi KSA á Húsavík um helgina verði samþykkt að hægt verði að nota myndbönd sem sönnunargögn í uiálum sem fara fyrir aganefnd. Laga- og reglugerðarnefnd KSÍ mun leggja fram tillögu þess efnis, svo og Akurnesingar. Eins og sagt var frá hér í blaðinu í sumar, var Leiftri frá Ólafsfirði synjað um að nota myndband máli sínu til stuðnings eftir að einum Verða 9 lið í suðvesturriðli 3. deilar í knattspyrnu 1984 en aðeins 7 í norðausturriðlinum? Margt bendir til að svo verði þar sem and- staða liða af suðvesturhorninu gagnvart annarri skiptingu er mikil. Þar sem tvö suðvestanlið, Fylkir og Reynir, féllu í 3. deild í haust hefur skiptingin milli svæð- anna raskast og til að hafa 8 lið í hvorum riðli þarf að leita nýrra leiða. Helst hefur komið til tals að eitt lið af suðvestursvæðinu leiki í Síðasti leikurinn í 1. deild karla í borðtennis fyrir jól fór fram í síð- ustu viku og áttust þar við tvö efstu liðin frá því í fyrra. Úrslit urðu þau að A-lið KR sigraði A-lið Víkings örugglega, 6-0. Staðan er þá þessi: KR-A.................4 4 0 0 24- 5 8 Örninn-A.............2 2 0 0 12- 4 4 Víkingur-A...........3 2 0 1 12- 6 4 KR-B.................3 0 0 3 6-18 0 Víkingur-B............4 0 0 4 3-24 0 A-lið UMSB hefur forystu í leikmanna liðsins hafði verð vikið af leikvelli á óútskýranlegan hátt. Þá samrýmdist það ekki reglum ag- anefndar og leikmaðurinn fór í leikbann en á myndbandinu kom greinilega fram að brottrekstur hans hafði verið ástæðulaus. Það er full ástæða til að fagna tillögu þess- ari og samþykkt hennar á þinginu á Húsavík yrði tvímælalaust til bóta fyrir knattspyrnuna. norðausturriðli en slíkt hefur mikið fjármálastapp í för rpeð sér. Kostn- aði þyrfti að dreifa milli félaganna og þar greinir menn á um aðferðir. Eins og málin standa, virðist skynsamlegast að fjögur sunnanlið leiki í riðli með 4 austanliðum og 5 sunnanlið með 3 norðanliðum. Ársþing KSÍ á Húsavík um helg- ina verður að taka málið upp og móta stefnu fyrir framtíðina. Hvað skeður ef jafnvægið raskast enn frekar næsta haust og 10 lið verða suð-vestanlands en aðeins 6 fyrir kvennaflokki og staðan þar er þessi: UMSB-A................3 3 0 9- 2 6 Örninn-A..............3 3 1 11- 3 6 UMSB-C................2 11 4-4 2 UMSB-B................2 11 3-3 2 Víkingur..............3 1 2 3-7 2 Örninn-B..............4 0 4 1-12 0 í 2. deild karla er staðan afar jöfn en lið HSÞ hefur enn ekki haf- ið keppni. Röðin er þessi: Örninn-C...........4 1 3 0 21-15 5 Þegar myndbandamál Ól- afsfirðinga var á döfinni sl. sumar var ein röksemdin gegn notkun þeirra „verndun“ dómara. Hvernig bregðast þeir svartklæddu við vídeóvæðingunni? norðan og austan? Engin tillaga í þessu efni barst hins vegar á tilsett- um tíma fyrir þingið. Komi hún fram á þinginu sjálfu, eins og lík- legt er talið, þarf að byrja á að leita afbrigða til að málið verði tekið fyrir; 2/3 þingheims verða að vera því samþykkir. Verði ekkert gert á þinginu, kemur til kasta mótanefndar að taka ákvörðun. Hvort sem verður, er brýnt að tekin verði ákveðin og stefnumark- andi afstaða, þetta mál má ekki leika lengur í lausu lofti. -VS! Örninn-B.............3 1 2 0 16-12 4 UMFK.................3 2 0 1 12- 8 4 Víkingur-C...........4 2 0 2 17-20 4 KR-C................2 1 1 0 11- 8 3 HSÞ..................0 0 0 0 0- 0 0 Víkingur-D...........4 0 0 4 10-24 0 í unglingaflokki er leikið í tveimur riðlum og er staðan þann- ig: A-riöill: Öminn-B................3 3 0 9- 0 6 KR-A...................3 3 0 9- 2 6 Vikingur-C.............2 113-32 Rúmenía í úrslit Rúmenar tryggðu sér sæti í úr- slitum Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu í gær með því að ná 1:1 jafntefli gegn Tékkum í Prag. Ion Geolgau kom Rúmenum yfir um miðjan síðari hálfleik en Milan Lu- bovy jafnaði fýrir Tékka undir lok- in. Tékkar urðu að vinna til að komast í úrslitin. Rúmenar fengu 12 stig, Svíar 11 og Tékkar 10 stig í 5. riðli. Ítalía hefur 3 stig og Kýpur 2 en þessar tvær þjóðir mætast á Ítalíu í síðasta leik riðilsins síðar í mánuðinum. ______________- VS CurtLs til Sout- hampton Enska 1. deildarliðið Southamp- ton keypti í gær velska landsliðs- manninn Alan Curtis frá Swansea City. Kaupverðið var 70 þúsund pund og Swansea hefur því fengið 150 þúsund á tveimur dögum fyrir tvo landsliðsmenn, seldi Jeremy Charles til QPR í fyrradag eins og áður hefur verið frá greint. Þeir Charles og Curtis eru báðir uppald- ir hjá Swansea, hófu að leika með liðinu í 4. deild og fóru með því alla leið í efsta sæti 1. deildar um tíma fyrir tveimur árum. Nú er draumurinn á enda, Swansea situr langneðst í 2. deild og verður að selja stjörnurnar til að lifa af. - VS Dregið hjá Val Þann 18. nóvembersl. vardregið í ferðahappdrætti körfuknatt- leiksdeildar Vals. Vinningar komu á eftirtalin númer: 491, 521, 576, 695, 1135, 1326, 1801 og 1996. Nánari upplýsingar í símum 11134 og 74543. B-riðill: Vikingur-B........'.....3 3 0 9-4 6 KR-B.....................2 2 0 6-1 4 UMFK.....................2 113-3 2 Víkingur-A...............4 1 3 8-9 2 Örninn-A.................3 0 3 0-9 0 Keppni hefst aftur í kvenna- flokki um jólin, í unglingaflokki 8. janúar, og í 1. og 2. deild karla þann 3. febrúar. -VS Hvernig verður 3. deildin 1984? Níu lið í öðrum en aðeins sjö í hinum? KR og UMSB í efstu sætunum KR-C. 2 0 2 2- 6 0 Örninn-C................4 0 4 0-12 0 Þróttarar í Reykjavík búa sig nú undir að halda uppá 35 ára afmæli félags síns, Knattspyrnufélagsins Þróttar, sem er á næsta ári. íþrótta- starfið stendur með blóma í öllum greinum, í blaki, handknattleik og knattspyrnu. Ný deild, borðtennis- deild, hefur verið stofnuð, og stefnt er að áframhaldandi fram- kvæmdaátökum á félagssvæðinu við Holtaveg. Alls staðar í 1. deild í öllum íþróttagreinunum sem Þróttur hefur haft á stefnuskrá sinni undanfarið eru aðalflokkarn- ir í 1. deild. Blakdeildin náði þeim einstaka árangri síðasta vetur að sex flokkar hennar á íslandsmóti náðu sex gullverðlaunum. í 19 innanlandsmótum hrepptu blak-. menn Þróttar, í karla- og kvenna- flokkum, 13 gullverðlaun, fjögur silfursæti og þurftu aðeins tvisvar að sætta sig við neðri sæti. í haust varði meistaraflokkslið karla Reykjavíkurmeistaratitil sinn átt- unda árið í roð. Handknattieiksdeildin hélt sæti Þróttur 35 ára sínu í 1. deild karla í vor og er nú í sókn í deildinni. 5. flokkur karla náði titli Reykjavíkurmeistara síð- asta vetur. Kvennalið f 2. deild er í baráttu um 1. deildarsæti og allir yngri flokkar deildarinnar eru í mikilli framför. Knattspyrnudeild Þróttar vann öruggan sigur í 2. deild í fyrra og hélt sæti sínu í 1. deild í sumar eftir hörkubaráttu. 5. flokkurkarlanáði silfri á fslandsmótinu í fyrra og 4. flokkur lék í úrslitum í sumar. Félagsaðstaða og útiaðstaða er að sjálfsögðu í Þróttarheimilinu og á félagssvæðinu við Holtaveg. I innigreinum fær félagið aðallega inni í íþróttahúsi MS við Skeiðar- vog, en einnig þarf að sækja í Laugardalshöll, Seljaskóla og Hagaskóla. Ljósin komin, næst girðingin og grasið Þróttarar kveiktu í fyrravetur á flóðljósum við malarvöllinn á fé- lagssvæði sínu. Þau eru fullkomnari en önnur slík ljós hér enn sem komið er, og hægt að bæta þau. En ætlunin er að breyta mal- arvellinum í gervigrasvöll innan fárra ára, enda ógerningur að þröngt félagssvæðið þjóni þörfun- um öðruvísi. Félagsheimili Þróttar, yfir 700 fermetrar á tveimur hæðum, var múrhúðað í haust. Þróttheimar Æskulýðsráðs leigja efri hæðina fyrir félagsmiðstöð hverfisins. En félagið hefur þegar sprengt utanaf sér neðri hæðina og er komið í húsnæðishrak. Stórátök eru framundan við að girða félagssvæðið og umbylta mýrartúni f grasvöll, sem gera verður með skyndiátaki vegna landþrengslanna. Þá er það gervi- grasið og loks fullnaðargerð lítils vallar sem henta mun fyrir tennis, handknattleik og fleiri greinar. Ljóst er að það sem ógert er á félagssvæðinu mun kosta talvert á þriðja tug miljóna. Og Þróttarar bíða einnig eftir aðstöðu í fyrirhug- uðu íþróttahúsi við Langholts- skólann eins og íbúarnir í hverfinu. Ný deild stofnuð Borðtennisdejld hefur nú verið stofnuð og starfar í nafni Þróttar með stjórnarheimild, en næsti að- alfundur félagsins fjallar endan- lega um málið. Þessi deild sprettur í raun upp úr starfi Þróttheima. Auk íþróttadeildanna hefur sér- stök kvennadeild um árabil starfað að margvísle^gum stuðningi við fé- lagsstarfið. A döfinni er að mynda öfluga, almenna deild styrktarfé- laga og stuðningsmanna. Stjórn Þróttar Á aðalfundi félagsins nýverið var Herbert Guðmundsson kjörinn formaður annað árið í röð. Vara- formaður er Henning Finnboga- son, ritari Baldur Þórðarson, gjaldkeri Birna Garðarsdóttir, meðstjórnandi Hallvarður S. Ósk- arsson, varastjórendur Skúli Björnsson og Guðjón Oddsson. Formaður blakdeildar er Valdimar S. Jónasson, formaður handknatt- leiksdeildar (í umboði aðalstjórn- ar) Baldvin Óskarsson, formaður knattspyrnudeildar Ómar Siggeirs- son, formaður borðtennisdeildar Björgvin Hólm Jóhannesson og formaður kvennadeildar Gróa Yngvadóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.