Þjóðviljinn - 16.12.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.12.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. desember 1983 bókmenntir Fiskurinn og Norðfjörður Norðfjörður - saga útgerðar og fisk- vinnslu. Höfundur: Smári Geirsson skóla- meistari. Útgefendur: Samvinnufélag útgerðar- manna (Sún) og Síldarvinnslan hf. (S.V.N.) f Neskaupstað. Hér er'um að ræða bók sem rétt er að vekja athygli á. Eins og segir í formálum höfundar og útgefenda er bókin gefin út til að minnast á- kveðinna tímamóta hjá útgefend- um á árinu 1982, en þá varð Sún 50 ára og S. V.N. 25 ára. Bókin er 377 bls. að stærð í stóru broti og skiptist í fjóra meginhluta er bera heitin: I. Útgerð II. Fiskvinnsla á fyrri tíð III. Samvinnufélag útgerðar- manna í Neskaupstað IV. Síldarvinnslan hf. Bókinni er síðan skipað í fjölda undirkafla og kemur þessi að- gengilega uppsetning fram í efnis- yfirliti, sem er mjög ítarlegt. Ná- kvæm tilvísanaskrá og heimilda- skrá fylgir í bókarlok. Smári hefur starfað í fjögur ár að gerð verksins og hefur greinilega unnið þetta rit af aiúð og samvisku- semi. Og þolinmæði og elju þarf áreiðanlega í ríkum mæli til að standa svo vel að heimildasöfnun. Það var og mikið happ að bókin var ekki einskorðuð við sögu Sún og S.V.N. eins og í upphafi mun hafa verið ætlunin. Hinn sögulega baskgrunn hefði þá vantað og við stæðum uppi með nokkurskonar skýrslu en ekki bók. En bók er það og hún segir okkur í máli og mynd- um frá öllu því helsta sem varðar norðfirska sjávarútvegssögu frá upphafi. Þráðurinn er rakinn frá bjargarleysi á miðri síðustu öld gegnum kynni við veiðar og vinnslutækni Færeyinga og Norð- manna fyrir meira en eitt hundrað árum, en þá hófu þær þjóðir útgerð frá Austfjörðum. Þau kynni voru misvei þokkuð á sínum tíma, en hafa áreiðanlega haft mikil áhrif á þróun og framvindu í austfirskum sjávarútvegi. Síðan liggur leiðin inní 20. öldina og „mótorarnir“ koma. Frásagan gerist marg- slungnari og frá ýmsu er greint. Tíminn rennur fram og við skynjum á ljósari hátt en áður af hverju við stöndum í þeim sporum sem við stöndum nú hér innan fjal- lahringsins. Fiskvinnsluaðferðum er greinilega lýst eins og þær voru á hverjum tíma. Sömuleiðis bátum og búnaði, veiðarfærum, veiðiað- ferðum o.fl. Kreppan kemur og af- leiðingum hennar fyrir Norðfirðina og norðfirskan sjávarútveg eru gerð góð skil. Og þá er gróðursett- ur sá sproti sem í dag er burðarás norðfirsks atvinnulífs, Sún. Já, þetta er margslunginn vefur sem rakinn er ailt fram á Iíðandi stund á skýran og ljósan hátt. Tveir síðari hlutar bókarinnar segja frá tilurð og rekstri stóru fyrirtækjanna tveggja sem atvinnu- líf Norðfirðinga byggir að mestu á í dag. Þessir hlutir eru ekki síður fróðlegir en hinir fyrri. Og fyrir okkur, sem lifum og hrærumst í hringiðunni í dag að því er okkur fínnst, er margt að finna sem við ekki vissum áður. Margt birtist í nýju ljósi og við fáum að sjá ýmis- legt frá nýju sjónarhorni. Þessi endalausa barátta sem hefur að markmiði að tryggja og efla grund- völl norðfirsks atvinnulífs, er rauði þráðurinn í sögu fyrirtækjanna og verður lesandanum skýr. Auðvitað tekst misjafnlega til eins og gengur, en viðleitnin virðist alltaf hafa ver- ið fyrir hendi. Um heildarárangur Magni Kristjánsson skrifar þarf ekki að deila. Bókin skýrir frá hvernig að mikilvægum ákvörðun- um var staðið og á hispurslausan hátt er skýrt frá skoðanaágreiningi. Við sitjum í huganum marga fundi og réttum upp hendi með eða á móti. Og sögunni sleppir (því henni er engan veginn lokið) árið 1982. Sún, sem Lúðvík Jósepsson, stjórnarformaður, segir í formála að hafi verið fjárhagslega veik en félagslega sterk samtök þegar þau voru stofnuð fyrir hálfri öld, hefur á einn eða annan hátt mótað það atvinnulíf sem við Norðfirðingar búum við í dag. Bókin greinir frá þessu öllu og við skyggnumst um í huganum. Smári hefur dregið saman mikið af rituðum heimildum og leitað víða fanga eins og sjá má í heim- ildaskrá. Sömuleiðis hefur hann rætt ítarlega við fjölda manns um hin ýmsu efni til að fylla útí mynd- ina. Með grufli sínu hefur hann fundið fjölmargt áður óþekkt um norðfirska sögu. Bókin skerpir því skilning á fortíðinni og er góð sagn- fræði. Orðréttar samtímatilvitnan- ir eru víða felldar inní textana og á fjórða hundrað myndir prýða bók- ina. Þetta tvennt gerir frásögnina meira lifandi og aðgengilegri al- menningi til fróðleiks og skemmtunar. Þeir sem tengjast á einn eða annan hátt Norðfirði svo og allir sem láta sig sjávarútveg ein- • hverju varða ættu að verða sér úti um eintak. Ég get ekki látið hjá líða að geta þess hvað orkaði hvað sterkast á mig úr bókinni. Bókin staðfestir að fiskveiðar, vinnsla, sala fiskafurða og allt er lýtur að sjávarútvegi er háð óvenjumiklum sveiflum. Markaðir hrynja og rísa á ný, nýir finnast. Veiði og vinnsluaðferðir breytast. Glæstustu skip hvers tíma úreldast og fiskistofnar koma og fara. Það er sjaldan rjómalogn í sjávarútvegi, heldur byr eða á brattann að sækja. Fyrirtækjunum Sún og S.V.N. hefur oftast tekist bærilega að aðlagasig breyttum að- stæðum og oftar en hitt haft kjark til að hafa frumkvæði. Ef svo hefði ekki verið hefðu þau ekki átt merk- isafmæli í fyrra, heldur væru ef til vill með öllu gleymd. Það er ósk mín og von að eftir- komendur fái framhald þessarar bókar í hendur að 50 árum liðnum. Magni Kristjánsson. Eldgos og manneskjur Þar er líka Kalli, stútfullur af bylt- ingarfrösum. En ekkjan Sólveig, móðir Andra, er komin á land upp og heldur áfram að seiða til sín karla með blómlegu holdi... Agnar Þórðarson: Kallaður heim Skáldsaga Almenna bókafélagið 1983 Sagan gerist í Vestmannaeyja- gosinu og fréttir af framsókn eld- sins og viðureign við hann fléttast með reglubundnum hætti saman við tíðindi af helstu persónum sög- unnar. Þær eru reyndar ekki marg- ar en nokkuð eins og jafnréttháar: þetta er ekki saga af einum manni Húsdýrin okkar Magnus H. Gíslason skrifar í fyrra kom út hjá Bjöllunni bók- in Húsdýrin okkar, eftir þá Stefán Aðaisteinsson, sem samdi textann og Kristján Inga Einarsson, sem tók myndirnar, en þær eru 70 og allar í lit. Þessi barnabók var í sér- flokki enda varð sú raunin á að hún seldist upp á örfáum vikum. Nú er bókin komin út öðru sinni og munu margir fagna því, sem „misstu af strætisvagninum“ í fyrra. f bókinni er lýst 8 húsdýrum: kindinni, geitinni, svíninu, hestin- um, kúnni, hundinum, kettinum og hænunni. Þess er jafnan getið hvað foreldrin og afkvæmið nefn- ast, á hverju dýrin lifa og til hvers þau eru notuð. I bókinni er að finna alhliða fróðleik um þessi dýr, framreiddan á mjög skemmtilega skýran og auðskilinn hátt og er hún einkum sniðin við áhugasvið barna frá 6-10 ára aldri. Málið á bókinni er skýrt og auðskilið, áhersla lögð á að allt heiti sínu rétta nafni en þau orð, sem börnin hafa ekki kynnst áður, eru ýtarlega skýrð þar sem þau koma fyrir. Því er bókin mikill fróðleiksbrunnur fyrir þau börn, sem ekki hafa áður kynnst húsdýr- unum nema af orðspori eða alls ekki. Þeim opnast þarna nýr heimur, sem þau hafa áreiðanlega bæði gagn og gaman af að kynnast. Þeim börnum, sem daglega um- gangast húsdýrin, mun líka þykja fengur að fá þarna fallega bók um þessa vini sína. Myndirnar í bókinni eru fágæt- lega góðar. Hefur aldrei áður hér á landi birst jafn glæsilegt safn lit- mynda af húsdýruiium og þarna er að finna. Aftast í bókinni er atriðis- orðaskrá og eykur það enn á gildi hennar. Uppsetningu annaðist Kristján Ingi Einarsson, litgreiningu Prent- myndastofan hf. og setningu Prent- stofa G. Benediktssonar. Bókin er prentuð í Belgíu. -mhg né heldur af heilu samfélagi. Há- varður er nefndur til sögu, mið- aldra maður af konsúlsætt í Eyjum, sem hefur starfað lengi í Banda- ríkjunum, en er tekinn við helsta útgerðarfyrirtækinu á staðnum Árni ____________Bergmann_____________ skrlfar þegar gosið hefst. Hann er eftir við björgunarstörf - einnig skáldið Andri, sem kann að yrkja barátt- uljóð um Víetnamstríðið, en veit ekki hvernig hann ætti að taka á þorskastnði við Breta. Sara er mætt til Eyja, frænka Hávarðs og nákomnari Andra en þau grunar. Höfundur vill bersýnilega halda uppi spennu í þessari bók með því að segja færra en fieira um persón- urnar, opna ekki alveg á leyndar- mál þeirra - og svo með því að láta eldgosið verða að mögnuðu undir- spili, halda uppi einskonar galdri í mannlífinu. Útkoman er nokkuð misjöfn. í raun fer svo, að lesand- inn áttar sig best á Sólveigu, sem flýr á land upp, en kannski einna síst á Hávarði, þeim sem var „kvaddur heim“. Með hans dæmi er daðrað við dulrænu, spásagnir og þá forneskju, að kannski sé mannfórn eina leiðin til að stöðva náttúruhamfarir. Dulræni þáttur- inn fer reyndar eitthvað úrskeiðis, lesandinn á erfitt með að taka hann Einar Bragi í þrjátíu ár Iðunn hefur gefið út Ljóð Einars Braga, safn frumortra og þýddra Ijóða frá meir en þrjátíu ára skáld- ferli. Myndir í bókina gerði Ragn- heiður Jónsdóttir myndlistarmað- ur. Þetta er flmmta bókin í flokki Ijóðasafna helstu samtíðarskálda sem Iðunn gefur út. Einar Bragi er eitt fremsta 6g kunnasta ljóðskáld sinnar kynslóð- ar og var á sínum tíma einn hinn skeleggasti málsvari nýs ljóðstíls. Um hann segir svo í kynningu for- lags á ljóðasafninu: „Einar Bragi er ef til vill sá í hópi hinna svonefndu atómskálda, frömuða nýs ljóðstfls á íslandi um mija öldin, sem gætt hefur ljóð sín mestum lýrískum þokka. Hann er í senn hand- genginn rómantísku skáldamáli sem hann beitir með perósnulegum hætti og kunnáttusamur í meðferð óbundis ljóðaforms. Hann hefur til að mynda flestum betra vald á hinni vandasömu list prósaljóðs- ins... Ljóð hans bera vitni um þrot- lausa rækt við viðkvæmustu og kröfuhörðustu grein skáldskapar, fágæta smekkvsi og harða ögun máls og myndgerðar. Þýddu ljóðin eru til marks um hve vel Einar hef- ur að því unnið að kynna erlenda nútímaljóðlist á fslandi. Þýðing- alvarlega. Ekki bara vegna trú- leysis, heldur vegna hins hvunn- dagslega stflsmáta sem einkennir söguna lengst af. Hitt getur svo al- veg gengið, að umhyggja Hávarðar fyrir fuglum himinsins, sem fellur eðlilega að samviskusemi hans, gerir hann líklegra fórnarlamb slyss en marga aðra. Höfundur treystir langmest á samtöl til að koma persónum til skila. Þau eru einatt lipurlega skrif- uð, en þó með þeim galla, að í þeim er of mikið uppfyllingarefni. Samtal Sólveigar og nýs eigin- manns hennar við úrilla tengda- móður á elliheimili sýnir best hvað Agnari getur verið til lista lagt í þeim efnum - en enginn samtöl leyfa lesandanum að komast nánd- ar eins nálægt „gestunum" dular- fullu, sem komnir eru heim, Há- varði og Söru frænku hans, hass- stúlku með dulargáfur. arnar njóta sömu alúðar og hinn frumorti skáldskapur. Þær eru margar gerðar með slíkri hind að lesandinn skynjar þær sem alís- lenskan skáldskap."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.