Þjóðviljinn - 16.12.1983, Qupperneq 11
Föstudagur 16. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐAll
Hvað fer inn í tölvuskrá erfðafrœðinefndar um œttir íslendinga?
Aðeins nöfn og dánarmein
segir Ólafur Jensson,
lœknir, einn nefndarmanna
„Mér vitanlega hafa Banda-
ríkjamenn ekki fengið að-
gang að þessum tölvu-
skrám, en maðurgetur
aldrei svarið fyrir það. Sá
möguleiki er náttúrulega
fyrir hendi að teknar hafi
verið tölvuútskriftir af
tæknifólki sem brotið hefur
trúnað, svona söfn eru
aldrei örugg“. Þetta sagði
Ólafur Jensson læknir í
samtali við Þjóðviljann í
gær en hann er einn nefnd-
armanna í svokallaðri erfða-
fræðinefnd sem undanfarin
18 ár hefur unnið að því
að tengja alla íslendinga,
sem fæddir eru eftir 1840, í
eina ættarskrá í þeim til-
gangi að rannsaka arfgengi
sjúkdóma og eiginleika.
Mikil leynd hefur veriðyfir
þessari starfsemi og hefur
hún til skamms tíma verið
kostuð af ríflegum fjárstyrk
frá opinberum aðilum í
Bandaríkjunum.
Það mun hafa verið Níels
heitinn Dungal prófessor sem
beitti sér fyrir því að nefndin var
sett á legg og ásamt dr. Sturlu
Friðrikssyni útvegað peninga,
fyrst frá Kjarnorkunefndinni
bandarísku en síðan frá líffræði-
deild Orkumálaráðuneytis
Bandaríkjanna. Ólafur var
spurður að því hvaða hag þessir
bandarísku aðilar hefðu af þess-
um rannsóknum.
- Meginforsendur fyrir þess-
um fjárstyrk var áhugi þeirra á
erfðafræðirannsóknum eftir
stríðið, sérstaklega í tengslum við
notkun á kjamorku í stríði og
friði. Þessi áhugi tengdist m.a. af-
leiðingum árásarinnar á Hiros-
hima. Bandaríkjamenn settu
mikið fé í þessar rannsóknir víða
um heim.
- En hafa Bandaríkjamenn
notið góðs af þessum rannsókn-
um?
- Ekki að öðru leyti en því að
þeir hafa haft aðgang að vísinda-
greinum, sem skrifaðar hafa ver-
ið í kjölfar rannsóknanna, og
fengið í hendur framvinduskýrsl-
ur um starfsemina.
- Eru sjúkraskýrslur um ein-
staklinga færðar inn í tölvu-
skrána?
- Nei,þaðeruíhenniákaflega
litlar persónuupplýsingar. Það
eina sem er fært inn er nafn við-
komandi og dánarmein hans.
Þannig er hægt að tengja ákveðin
dánarmein inn í ættirnar. Allar
sérskrár, t.d. um krabbameins-
sjúklinga og geðsjúklinga eru
utan við þetta kerfi, en hins vegar
er auðvelt að tengja þær því.
- En hvernig stendur á því að
erfðafræðinefndin hefur húsnæði
inni á geðdeild landspítalans?
- Það stafar af því að Banda-
ríkjamenn eru nú hættir að
Ólafur Jensson: Auðvelt að misnota
trúnaður.
upplýsingar ef brotinn er
styrkja þessar rannsöknir og við
höfum í staðinn reynt að fá pen-
inga af fjárlögum til starfseminn-
ar og skipa henni þar sem hún
gæti notið húsnæðis. Við erum
smátt og smátt að fá fastari tengsl
við heilbrigðisráðuneytið og þess
vegna höfum við fengið þarna
inni.
- Hvernig var þessi nefnd
skipuð upphaflega?
- Það er nú eins og sagt er:
Hver skipaði landnámsmennina?
Þetta var upphaflega hópur
áhugamanna sem ákvað að
hrinda þessari starfsemi í gang og
síðan hefur hann stafað eins og
eilífðarvél. Hagstofustjóri og
landlæknir voru upphaflega í
nefndinni til að tryggja samvinnu
við ríkisvaldið og hafa aðgang að
gögnum. Reynt var að tryggja
henni sess með því móti að Há-
skóli íslands samdi reglugerð um
starfsemi hennar án þess að
skuldbinda sig til að styrkja hana
fjárhagslega.
- Hverjir skipa nú nefndina?
- Sjálfur tók ég sæti í henni
1972 og kom þá í stað landlæknis.
Aðrir eru Magnús Magnússon
prófessor, sem kom upphaflega
inn fyrir Reiknistofnun Háskóla
íslands, Ólafur Bjárnason pró-
fessor, sem tók sæti Níelsar
Dungal, og Tómas Helgason pró-
fessor. Dr. Sturla Friðriksson er
framkvæmdastjóri. •
- Hvernig er nefndin launuð?
- Við höfum fengið smávegis
nefndarþóknun og hefur hún far-
ið í gegnum gjaldkera Háskóla
Islands og verið gefin upp til
skatts.
-GFr
Jón á Hafrannsókn og séra
Jón á Framkvœmdastofnun
Misskipt í
tölvumálum
Viö 2. umræöu fjárlaga
gagnrýndi Hjörleifur Guttorms-
son þau vinnubrögð, að á sama
tíma og þingmönnum ergert
að sýna aðhald og skammta
naumt til mikiisverðra mála
leika ýmsar opinberar og
hálfopinberar stofnanir lausum
hala og ráðstafa háum fjár-
hæðum án þess að það komi til
kasta Alþingis eða þingkjörinna
stjórna.
Benti hann á Seðlabanka-
bygginguna sem augljóst
dæmi í þessu sambandi á
sama tíma og stöðvuð er t.d.
bygging þjóðarbókhlöðu.
Annað dæmi tók Hjörleifur og
vakti það mikla athygli þing-
manna.
Hafrannsóknastofnun hefur
óskað eftir fjárveitingu til að stofn-
unin geti keypt sér nýja tölvu til að
vinna úr víðtækum gögnum varð-
andi fiskstofna og veita
stjórnvöldum fiskveiðiráðgjöf.
Hefur stofnunin haft augastað á
japanskri tölvu með tilheyrandi
hugbúnaði, sem kostar samtals um
7 milljónir króna. Fjárveitinga-
nefnd leggur til að stofnunin fái að-
eins 1.5 milljónir til tölvukaupa á
fjárlögum 1984, og er sú upphæð
miðuð við, að Hafrannsóknastofn-
un kaupi gamla tölvu af Fram-
kvæmdastofnun ríkisins. Telja
starfsmenn Hafrannsókna-
stofnunar að með því sé
aðeins tjaldað til einnar nætur, þótt
þessi tölva bæti úr núverandi ást-
andi.
En hvað er að gerast í tölvumál-
um Framkvæmdastofnunar ríkis-
ins, sem nú er að losa sig við 5 ára
gamla tölvu? Hjörleifur upplýsti,
að þeir við Rauðarárstíginn hefðu
þegar fest kaup á sömu japönsku
tölvunni og Hafrannsóknastofnun
er neitað um, og taldi Hjörleifur sig
hafa ástæðu til að ætla, að þessi
tölvukaup hefðu verið ákveðin án
vitneskju þingkjörinnar stjórnar
Framkvæmdastofnunar. Beindi
hann fyrirspurn um þetta sérkenni-
lega mál til Stefáns Guðmunds-
sonar stjórnarformanns Fram-
kvæmdastofnunar og Tómasar
Árnasonar „kommissars“, en þeir
svöruðu engu á þessum fundi.
Hjörleifur kvaðst ekki geta
metið þörf Framkvæmdastofnunar
fyrir nýja tölvu, en þetta mál birtist
í sérkennilegu ljósi, þegar undir-
Hjörleifur Guttormsson: Sérkennilegt þegar undirstöðustofnun sjávarút-
vegsins er vísað á gamla mola sem hrökkva af borðum embættismanna hjá
Framkvæmdastofnun.
stöðustofnun sjávarútvegsins væri
neitað um nýja tölvu og vísað á
gamla mola sem hrökkva af borð-
um embættismanna
kvæmdastofnun.
hjá Fram-
-ekh.
Útgerðarráð BÚR
Mótmælir valdi ráð-
herra í kvótamálinu
Útgerðarráð BÚR samþykkti í
gær svohljóðandi tiliögu Sjálfstæð-
isflokksins varðandi fiskveiðikvót-
ann:
„Flest bendir til þess að Alþingi
muni nú á næstu dögum samþykkja
frumvarp til laga sem nú hefur ver-
ið lagt fram um breytingar á lögum
nr. 81 frá 31. maí 1976 um veiðar í
fiskveiðilandhelgi íslands sbr. lög
nr. 38, 28. maí 1981.
Útgerðarráð telur að nauðsyn-
legt sé að draga úr hættunni á of-
veiði á íslandsmiðum og þá sér-
staklega með hliðsjón af ástandi
þorskstofnsins um þessar mundir,
en telur það jafnframt orka tvímæl-
is að sjávarútvegsráðherra skuli
fengnar jafn víðtækar heimildir til
skiptingar afla eftir tegundum á
einstökum fiskiskipum eins og gert
er ráð fyrir í frumvarpinu. Útgerð-
arráð beinir þeirri eindregnu
áskorun til þingmanna Reykjavík-
ur að þeir gæti þess að ekki verði
gengið á hagsmuni þessarar stærstu
verstöðvar landsins við útfærslu
málsins."
Tillaga þessi var samþykkt méð
öllum greiddum atkvæðum, en
fulltrúi Alþýðubandalagsins í ráð-
inu, Sigurjón Pétursson, óskaði
þess að fá eftirfarandi bókað:
„Um leið og ég samþykki þessa
tillögu, þá vil ég láta það álit mitt í
ljós að ég tel þær hugmyndir um
kvótaskiptingu, sem byggja á
ákveðnu aflamagni á skip án tillits
til þeirra breytinga er kunna að
verða á skipstjórn þess, áhöfn eða
útgerð, með eindæmum vitlausar
og lýsi mig alfarið andvígan þeim.“
Jólafrumsýning
Þjóðleikhússins
Miða-
sala
hafin
í gær hófst í Þjóðleikhúsinu
miðasala á jólafrumsýninguna á
Tyrkja-Guddu eftir Jakob Jónsson
frá Hrauni.
Leikstjóri sýningarinnar er Ben-
edikt Árnason, tónlist er eftir Leif
Þórarinsson, leikmynd og búninga
gerði Sigurjón Jóhannsson og lýs-
ingu annast Ásmundur Karlsson.
Steinunn Jóhannesdóttir leikur
Guddu og Sigurður Karlsson sr.
Hallgrím. AIls koma yfir 30 manns
fram í sýningunni.
Fleiri
friðar-
hreyfingar
skora á
Alþingi
Þjóðviljinn skýrði frá því í gær
að fjöldi friðarhreyfinga hefði
skorað á Alþiugi að samþykkja til-
lögu um að ísland greiddi atkvæði
með frystingartiliögu Mexikó og
Svíþjóðar á allsherjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna.
í upptalningu Þjóðviljans féllu
niður nöfn friðarhóps kvenna í
Starfsmannafélaginu Sókn, friðar-
hóps einstæðra foreldra. Einnig
skrifaði friðarhópur fóstra undir
áskorunina en í frétt blaðsins var
talað um friðarsamtök fóstra.