Þjóðviljinn - 16.12.1983, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 16.12.1983, Qupperneq 13
Föstudagur 16. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 gáfur fengu vel notið sín, þó eigi væru menntaskilyrði slík sem síðar varð. Um tvítugsaldur stundaði Halldór nám við Hvítárbakka- skólann og einnig við héraðs- skólann í Reykholti. Þá gerðist hann barnakennari um fjögra ára skeið með góðum árangri, síðast í Þverárhlíð í Mýrasýslu, en fluttist þá til Akraness, ásamt konu sinni Rut Guðmundsdóttur frá Helga- vatni, hinni mætustu ágætis konu, og þar fæddust þeim synirnir tveir, Sigurður húsasmíðameistari, starfsmaður hjá Reykjavíkurborg og Birgir kaupmaður í Reykjavík. Á Akranesi réðst Halldór til vél- virkjanáms hjá hinu kunna fyrir- tæki Þorgeirs Jósepssonar, og lauk þar tilskyldum prófum. Á Akra- nesi tók Halldór mikinn þátt í fé- lagsmálum og var dugmikill á því sviði sem öðrum. Eftir að Halldór flutti til Reykjavíkur tók hann sér margt fyrir hendur, svo sem versl- unarstörf ýmis konar, bókband og myntsöfnun, svó eitthvað sé nefnt. Vandað bókasafn átti hann og las mikið góðar bækur, svo sem er einkenni margra íslendinga, er eigi hafa notið skólagöngu, svo sem þeir hefðu kosið. - Var heimili þeirra hjóna einkar fallegt og hlý- legt, m.a. prýtt fallegum málverk- um frúarinnar. Var þar gott að koma, erida oft gestkvæmt í góðum fagnaði. Að lokum vil ég þakka mági mínum og hans fjölskyldu alla vin- semd á liðnum árum, og þá ekki síst við börn okkar og þeirra fjöl- skyldur, sem nú, eins og við, sakna þessa hispurslausa og vel gerða frænda, sem nú er allur og varð reyndar aldrei gamall. Guðmundur Björnsson. „En hver mun geyma arfinn okkar ef við gieymum sjálf?“ Síðan mér barst sú harmafregn að Halldór Þorsteinsson væri horf- inn á vit feðra sinna hefir þetta stef Guðmundar Böðvarssonar hljóm- að fyrir innri eyrum mínum. Hall- dór Þorsteinsson geymdi arfsins dýra af slíkri trúmennsku, alúð og ást að maður fór jafnan af fundi hans viss um að íslendingar væru merkilegt fólk, basl þeirra hér í þessari verstöð í ellefu hundruð ár sætti tíðindum í veraldarsögunni og eilífðarvandamálið, unga fólkið, væri líklega heldur skárra en kyn- slóð okkar ætti skilið. Halldóri kynntumst við hjónin einmitt á þeim vettvangi þar sem unnið var að því að koma ungu fólki til nokkurs þroska. Hann var í Fræðsluráði Akraness þegar okkur bar þar að garði, vaskur maður, hreinskiptinn, skopvís. - Óvenju- legt mannval skipaði bekki í ráðinu því. Forystu gegndi öndvegis- drengurinn, Sveinn Kr. Guðmundsson, og með honum voru auk Halldórs, Þórhallur bæjarfógeti Sæmundsson, Sigurð- urVigfússonog Sverrir Valtýsson. Mér er til efs að annars staðar hafi menn gengið jafnheilir og ótrauðir að störfum sem þeir gerðu. Og það var gaman að vinna með þeim. Þó olli það kannski mestu um að náin kynni tókust við Halldór að við áttum sameiginlegan vin, Þór- leif rithöfund Bjarnason. Á heimili þeirra Þórleifs og konu hans, Sig- ríðar Hjartar, litum við Halldór Þorsteinsson fyrst. Þangað kom hann beint úr smiðju Þorgeirs og Ellerts, galvaskur, og manni komnum úr Stykkishólmi fannst hann standa augliti til auglitis við sjálfan Peppóne; „bæði af honum gustur geðs og gerðarþokki stóð.“ Halldór Þorsteinsson var Austfirðingur. Hann var fæddur 23. júlí 1912 í Stöðvarfirði, sonur hjónanna, Guðríðar Guttorms- dóttur, prests í Stöð, Vigfússonar, og Þorsteins Mýrmanns, kaup- manns og bónda á Óseyri. Halldór ólst upp eystra en hélt innan við tvítugt vestur til Borgarfjarðar og var þar við nám á Hvítárbakka og í Reykholti. Hann hóf síðan kenns- lu, fyrst í heimabyggð sinni, síðan í Húnaþingi og loks í Þverárhlíð í Borgarfirði. Mérsegjagamlirnem- endur hans, greindir menn og gegnir, að hann hafi verið af- bragðskennari og minnist þeir hans jafnan með hlýju þakklæti. - Árið 1937 lét Halldór af kennslu, fluttist til Akraness og lauk þar námi í vél- virkjun og síðar pípulagningum. Á Skaga vann hann alla tíð hjá Þor- geiri Jósefssyni og gegndi auk þess fjölþættum félagsmálastörfum. Halldór Þorsteinsson kvæntist 5. október 1935 hinni ágætustu konu, Rut Guðmundsdóttur, bónda á Helgavatni í Þverárhlíð, Sigurðs- sonar. Kona Guðmundar og móðir Rutar var Anna Ásmundsdóttir. Tvo syni eignuðust þau Rut og Halldór, Sigurð og Birgi, og eru þeir báðir kvæntir heimilisfeður í Reykjavík, atorkumenn og drengir góðir. - Árið 1962 fluttust þau hjónin til Kópavogs og síðan fyrir þrem árum til Reykjavíkur. Hér syðra stundaði Halldór lengst af verslunarstörf en auk þess lærði hann bókband og batt allmikið, einkum fyrir vini og kunningja. Svo langt náði hann í þeirri list að hann gyllti bækur og tókst vel. Hann var bókavinur og því gott að vita hann fara höndum um kver og kiljur og notalegt a renna augum yfir gyllta kili úr smiðju hans. Halldór Þorsteinsson batt með ýmsum hætti bagga sína öðrum hnútum en samferðamenn. Þó að hann væri alþýðusinni ákafur og ódeigur í baráttu var hann jafnan auðkenndur í flokki. Hann hvarf ekki í hópinn. Hjarðhvötin, sem auglýsendur og áróðursmenn nota til að stjórna venjum fólks og við- horfum, mótaði aldrei afstöðu Halldórs Þorsteinssonar. Hann gerði sér Ijóst að enginn meðaljón er til; hins vegar hafa ýmsir hag af því að ginna menn til að trúa að svo sé. Niðursoðin og stöðluð fjöl- miðlamenning, ef menningu skyldi kalla, vann aldrei á óspilltri tilfinn- ingu hans fyrir sönnum verð- mætum. Innantómt gaspur og blaður, gervilíf og gervilist voru eitur í beinum hans, sjálfshafning og sýndarmennska voru honum andstyggð. Seint hefði hann tekið pjáturfugl fram yfir næturgalann eða sólskríkjuna. - Þessi sanna og upprunalega mennska, þessi ósvikna dómgreind, ásamt glað- beittri einurð og notalegri kímni- gáfu gerðu Halldór ekki einungis að skemmtilegum félaga heldur og góðum og traustum vini. Við hjón- in eigum margar kærar minningar frá samvistum við hann og Rut, bæði á fögru heimili þeirra og ann- ars staðar. En Rut, alúðleg, greind og listfeng, var í raun það sem kon- um tekst misjafnlega: betri helm- ingur manns síns. Og nú hefir Halldór Þorsteins- son lokað dyrum að baki sér. Hann er horfinn af sjónarsviði voru - og er ekki lengur einn vörslumanna þess arfs sem gerði nokkrum tug- þúsundum fólks kleift að halda reisn sinni hvernig sem veröldin veltist í hörmungum langra alda og dimmra. Við þessi vegaskil hljóma enn hendingar eftir skáldið góða, Guðmund Böðvarsson, fyrir eyrum - um leið og huga er rennt til konu þeirrar borgfirskrar sem Halldór vissi sig eiga mest að þakka: „Mitt ljóð og þitt og þeirra ljóð, sem þögn og gleymska felur, mun verða heyrt af hirði þeim er hjörð að kvöldi telur, hann þekkir hjarta hvers og eins og hann mun sjá og skilja að vísan mín og vísan þín hún var þó okkar Lilja.“ __ Olafur Haukur Arnason. Halldór Þorsteinsson hafði lengi verið fjölskylduvinur hjá tengda- fólki mínu á Akranesi þegar ég gekk þar fyrst um garða. Það gengu sögur af honum og konu hans Rut Guðmundsdóttur í fjölskyldunni Allar báru þær, og sú kátína sem jafnan ríkti er þær voru sagðar, með sér að jafnt ungum sem eldri í Stillholti 13 var einstaklega hlýtt til þessa vinafólks síns. Og svo brá við að þegar fundum mínum og þess- ara heiðurshjóna bar fyrst saman fannst mér að ég fengi strax fulla hlutdeild í þessari fornu vináttu Halldór Þorsteinsson var aðals- maður í verkalýðsstétt. Þar réðu ekki erfðir á titlum og veraldar- góssi heldur stolt hugarfar sem hann hafði áunnið sér í verkalýðs- baráttunni. Hann var talandi tákn um þá reisn sem frumherjarnir hvöttu verkafólk að temja sér. Hann var í rauninni hámenntaður maður á alþýðlega vísu, vel að sér til munns og handa, og hafði á sér hefðarsnið jafnt í klæðaburði sem framgöngu. Að vera á veislu með Halldóri var lífsnautnin sjálf. Mörgum mun vera minnisstæð veisla sú er hann hélt í fjölskyldubúðum Alþýðu- bandalagsins á Laugarvatni er hann varð sjötugur í fyrrasumar. Einnig er í minnum hafður snilldar- legur upplestur hans úr Sjálfstæðu fólki á sama stað í sumar. Mér eru þó meira í mun kvöldstundir tvær er við áttum saman, önnur á heim- ili Halldórs og Rutar fyrir tveimur árum, og hin á heimili mínu í haust. í fyrra sinnið var slíkur höfðingja- bragur á öllu að engu hefðu glæstir veislusalir þar við bætt, og fólk allt leyst út með gljáðum steinum og bókagimsteinum í lokin. í seinna sinnið vorum við orðin þess áskynja að hugsanlega yrðu sam- fundir við Halldór ekki fleiri. En samt lifir fyrst og fremst sú minning eftir þetta kvöld að þarna hafi jafn- aldrar setið á tali og farið vel á með. Þrátt fyrir að samanlagður aldur okkar hjóna væri jafnhár og aldursár Halldór hattaði ekki fyrir viðhorfum liðins tíma, stöðnun eða afturhaldssemi í orðræðum Rutar og Halldórs. Við máttum satt að segja hafa okkur öll við að standa þeim á sporði í frjálslyndi og nú- tímalegum hugsunarhætti. Enda þótt Halldór væri stundum þrá- kelknin uppmáluð og vildi halda fast í kenninguna, þá gleymdi hann aldrei að hlusta og taka mið af um- hverfinu. Hann var raunsær og glaðbeittur baráttumaður og hefði aldrei tímt að láta breytingar fram hjá sér fara. Það var hluti af lífs- nautn hans að standa með breytingunum. Halldór Þorsteinsson féll frá ungur í anda og fyrir vináttu hans erum við þakklát. Við Steinunn færum Rut, sonunum og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Einar Karl Haraldsson. Framhald á bls. 16 Ymsar bækur Poppbókin ífyrsta sæti eftir Jens Kr. Guömunds- son. Fyrsta bókin sem fjall- ar almennt um íslenska poppmúsík. Frásagnir poppstjarnanna Bubba, Ragnhildar, Egils Ólafs, Sigga Pönkara o.fl. hafa vakið mikla athygli og um- tal. 25 poppsérfræðingar veljabestu plöturnar. Fjall- að er um texta, gagnrýni, tilbrigði í dægurmúsík o.m.fl. Fjöldi mynda og teikninga af popstjörnum. Þetta er bókin sem popp- áhugafólk á öllum aldri biður um. 192 bls. Verð aðeins kr. 592.80. Ólympíuleikar ii að fornu og ««»•«• nýju eftir Dr. Ingimar Jónsson námsstjóra íþróttakennslu. Saga Olympíuleikanna er rakin í máli og myndum. Sérstaklega er greint frá þátttöku íslendinga. Þetta er óskabók íþróttamanns- ins. 232 bls. Verð kr. 790.40. Æskan Laugavegi 56 Sími 17336i Opið til kl. 10 í kvöld i Nýkomin húsgögn frá STÓLAR - BORÐ OGRÚM Munið okkar hagstæðu greiðsluskilmála E EUROCARD Jón Loftsson hf. Hringbraut 121Sími 10600|

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.