Þjóðviljinn - 20.12.1983, Page 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS 1983
góðu menn, sem vígðir eru tii þess að
útbreiða og kenna boðskap frelsarans
frá Nazaret sáu allt í einu, í gegn um
ljósið sem kveikt var, að mikil hætta er
á ferðum fyrir mannkynið allt. Þeir
snérust gegn voðanum með öflugum
friðarboðskap. Þeir boðuðu frið á
jörðu sem einu lausnina, sem komið
gæti til greina okkur öllum til bjargar.
Fagnandi tók mannfjöldinn undir.
Víðsvegar voru farnar friðargöngur
miljóna manna og mótmælafundir voru
haldnir gegn kjarnorkuvá. Fólk hópað-
ist út á götur og stræti og bað um frið,
hrópaði um frið. Svo öflug varð þessi
hreyfing að sumir valdsmenn breyttu
um tón í ræðum sínum. Þannig getur
enn hið góða sigrað.
Það er ekki nýtt í veraldarsögunni að
fram hafa komið boðberar sann-
leikans, hins góða og fagra. Þeir hafa
komið þegar mest á reið, þegar hættan
var mest. Þeir hafa þrýst á rofann, sem
kveikir ljósið, ljós guðs, sem lýsir um
alla jörð. Við skulum hafa þetta hug-
fast á þessum jólum og ganga í lið með
þeim, sem útbreiða eftir mætti kenn-
inguna um frið á jörðu. „Frið læt ég
eftir hjá yður.Minn frið gef ég yður“
sagði Jesús og frá er sagt í guðspjalli
Jóhannesar 14. kap. 27. versi.
Jólin eru friðarhátíð. Þau koma til
okkar þegar vetrarmyrkrið er svartast.
Þau eru hátíð frelsarans, sem fæddist
um þessar mundir í þennan heim. Þá
var kveikt á friðarljósi þessa heims,
ljósi sem aldrei má slokkna og aldrei
slokknar ef við stöndum um það vörð.
Það er ljós hins góða, ljós guðs, en
hann er allsstaðar nálægur ef við leitum
hans og viljum þiggja gjafir hans án
eigingirni og sjálfselsku.
Á þessum jólum sem nú fara í hönd,
skulum við sameinast þeim tugmiljón-
um manna um allan heim, sem biðja
um frið, frið, frið.
Guð gefi okkur öllum
gleðileg jól.
Stefán H. Halldórsson
JÓLIN
eru tími hvíldar og friðar.
í tilefni þeirra sendir
Alþýðusamband íslands launafólki
og samherjum þess óskir um
gleðileg jól og farsæld á komandi ári.
I
Jólahugleiðing
eftir Stefán H. Halldórsson
Tíminn líður. Sumarið er gengið hjá
garði og haustið að baki. Við erum nú
stödd í mesta skammdegi ársins, í
vetrarveðrum, stundum stríðum. En ef
við höfum augun opin sjáum við af og
til í heiðan himin með tindrandi stjörn-
um og bragandi norðurljósum. Allt í
kring um okkur er sjáanleg undrafeg-
urð náttúrunnar. Jafnvel íregninu, sem
fell.ur í dropatali á stéttina eða á gang-
stíginn heima. Jafnvel í storminum sem
þýtur við gluggann má heyra mar-
graddaða hljóma. Allt er þetta okkar
heimur, okkar tilvera, ljúf og þýð eða
hörð og grimm en alltaf fögur.
Við lifum og hrærumst í þessum
heimi, sem guð gaf okkur í upphafi.
Sem guð gaf okkur segi ég. Og hvers
vegna segi ég það? Jú, vegna þess að
allt, sem okkur er gefið er frá guði
komið, hinu ósegjanlega volduga og
góða afli, sem í öllu alls staðar býr. Við
sjáum það ekki með okkar augum. En
við finnum það ef við leitum og beitum
hugarorku okkar til þess. Því fleiri sem
saman koma og stilla huganum að sama
marki til bænar um betra og
fullkomnara líf, þeim mun meiri verður
árangurinn. Dr. Helgi Pjeturss, sá
mikli vísindamaður kallaði þetta stillil-
ögmálið. Eitt er víst og staðfest af
mörgum að með hugarorku einni sam-
an geta menn gert ótrúlega hluti. Ég
hef aldrei heyrt talað um það, að hægt
sé að beita þessu afli til þess að gera
öðrum illt eða valda skaða. Það er því
allt af hinu góða og frá guði komið.
Guð er hið góða afl, sem getur bjargað
frá böli og illum tíðaranda, bjargað
villtum hugsunum og athöfnum
manna.
Ef við reynum að kveikja ljós, þá
notum við til þess eldfæri eða straum-
rofa. Með öðrum hætti kviknar ekki
ijós og við sitjum áfram í myrkrinu.
Hið sama gildir um guðsljósið. Ef mað-
urinn er orðinn svo fullkominn og
máttugur í allri sinni tæknivæðingu að
hann þarf ekki framar að leita til æðri
máttarvalda, þá heldur hann áfram að
sitja í myrkri ótta og skelfingar við sín
eigin verk. Við höfum dæmin fyrir
augunum. Alltaf er verið að setja upp
fleiri og fleiri drápstæki, fullkomin
tækniundur, sem eytt geta öllu lífi á
jörðinni á svipstundu. í skugga þessar-
ar óheillaþróunar og við þessar aðstæð-'
ur sest vonleysi og kvíði að miljónum
manna. Af þessum sökum breytist at-
ferli og hugsun manna ósjálfrátt. Eng-
inn getur verið glaður undir þrúgandi
ótta, sem lamar alla frjálsa hugsun.
Hér breytir engu um þó að fávísir menn
reyni að réttlæta ástandið eins og það
er nú. Aldrei, aldrei á sögulegum tíma
hefur heimurinn verið í meiri hættu en
nú. Þetta eru staðreyndir sem allir vita
en sumir vilja ekki skilja.
Stefán H. Halldórsson
Enginn sigrar í þeim hildarleik, sem
framundan er. Enginn af valds-
mönnum heimsins mun sigra. Þeir hafa
engir reynt að kveikja á Ijósi guðs. Þess
í stað hafa þeir látið blind gróðaöfl
leiða sig með svipuðum hætti og Hitler
gerði fyrir 50 árum. Man enginn lengur
þá tíð, þær hörmungar sem heimurinn
leið fyrir tilverknað blindra afla? Sömu
öflin eru enn að verki. Aðeins önnur
andlit og umfram allt önnur og þúsund
sinnum hættulegri tækni.
Um margra áratuga skeið hafa starf-
að veikburða friðaröfl í heiminum. Þau
hafa ekki átt upp á pallborðið hjá ráð-
andi öflum þjóðanna. En nú alveg á
síðustu tímum bættist þeim öflugur
liðsauki. Hinn frjálslyndari armur
kirkjunnar tók undir friðarboð-
skapinn. Einhver hefur komið við rof-
ann og kveikt ljós í myrkum heimi. Þeir