Þjóðviljinn - 22.12.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.12.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. desember 1983 Umferðin í miðborg- inni síð- ustu daga fyrir jól Leiðbeiningar frá lögregluyfirvöldum í Reykjavík Bauð Ólafi Þ. Þórðarsyni orðið, segir Ingvar Gíslason Þá var hann far- inn úr salnum“ „Það er ofsagt að ég hafi neitað að gefa Ólafi Þ. Þórðarsyni flokksbróður mínum orðið á um- ræddum fundi neðri deildar. Þor- steinn Pálsson hafði orðið og var nýbyrjaður sína framsögu þegar Ólafur kvaddi sér hljóðs og ég vildi ekki taka orðið af Þorsteini“, sagði Ingvar Gíslason forseti neðri deildar alþingis er hann hafði sam- band við Þjóðviljann í gær. Eins og skýrt var frá í baksíðu- frétt í blaðinu í gær, brást Ólafur Þ. Þórðarson reiður við þegar honum var ekki heimilað að taka til máls í neðri deild aðfaranótt þriðjudags er Þorsteinn Pálsson mælti þar fyrir frumvarpi formanna stjórnmála- flokkanna um breytingar á kosn- ingalögum til alþingis. Þeytti Ólafur þingskjölum í loft upp, skellti hurðum og rauk út úr þing- j húsinu í fússi miklu. „Ég bauð Ólafi formlega orðið j þegar Þorsteinn hafði lokið máli sínu, en þá var hann farinn úr saln- um“, sagði Ingvar Gíslason. „Það er því ekki rétt að ég hafi neitað honum alfarið um orðið“. -Ig Ólafur Þ. Þórðarson í þungum þönkum. Að venju munu talsverðar breytingar verða á umferð um mið- borg Reykjavíkur síðustu dagana fyrir jól. í frétt frá Umferðarnefnd Reykjavíkur og lögreglunni í Reykjavík er vakin athygii á helstu breytingunum og skal það hér tí- undað: Þá ræddi Þjóðviljinn við Örlyg Hálfdánarson framkvæmdastjóra Amar og Örlygs og kvað hann söluna greinilega minni en oft áður en þó hefði mikill uppgangur verið síðustu daga. Öm og Orlygur gefur út 33 tátla í ár og söluhæsta bókin hjá forlaginu er „Landið þitt ísland“ eftir þá Steindór Steindórsson frá Hlöðum og Þorstein Jósefsson. -hól. 1. Laugavegi verður lokað fyrir umferð annarra ökutækja en strætisvagna á Þorláksmessu. Aðeins erheimild til vörudreif- ingar milli kl. 19 og 20. Leigu- bifreiðar og bílar fatlaðara hafa undanþágu. 2. Gjaldskylda verður í stöðumæla fyrrgreinda tvo daga á meðan verslanir eru opnar. Þá verða bifreiðastæði í Tollhúsinu við Tryggvagötu og bifreiðageymsla við Kalkofsveg opin á sama tíma, án gjaldskyldu. 3. Starfsmenn verslana og annarra fyrirtækja í miðborginni eru hvattir til að leggja bifreiðum sínum fjær vinnustað en venju- lega fram að jólum. Er þá sér- staklega bent á bifreiðastæði milli Vatnsstígs og Frakkastígs á lóð Eimskips, sem Reykjavíkur- borg hefur á leigu. 4. Vakin er athygli á því að vinstri beygja af Barónsstíg og hægri beygja af Vitastíg inn á Lauga- veg eru bannaðar á mánudögum og föstudögum á milli kl. 16 og 18 til að greiðafyrirakstristrætis- vagna á Laugaveginum. 5. Lögreglan veður með aukna löggæslu, þar sem þess er mest þörf í borginni fram að jólum, og þannig greiða fyrir og að- stoða fólk í þeirri miklu umferð sem fram undan er. 6. Fólk er almennt hvatt til að not- færa sér strætisvagnana sérstak- lega dagana fram að jólum til að létta á umferð og spara sér tíma og erfiðleika við leit áð bifreiða- stæðum. 4% húsaleigu- hækkun Leiga fyrir íbúðar- og atvinnu- húsnæði samkvæmt ákvæðum í bráðbirgðalögum nr. 48 1983 á að hækka um 4% frá og með janúar- byrjun 1984 miðað við desember- leigu. Janúarleigan helst óbreytt næstu mánuði þ.e. í febrúar og mars, segir í frétt frá Hagstofu ís- lands. Bóksalan gengur betur Ortröðin viðjólainnkaupin er oft mikil og þá er gott að hafa hjálplega lögregluþjóna innan seilingar. -Ljósm. eik. en búíst var við Bóksala virðist hafa dregist heldur saman miðað við árið í fyrra sem þó var heldur slakt í samanburði við undangegnin ár. Ástæðan fyrir tregari sölu nú liggur fyrst og fremst í lakari efna- hag almennings og samkeppni við aðrar vörur í jólagjafa listanum. Bókin heldur þó enn óumdeildu forskotí sínu sem vinsælasta jól- agjöfín. Það var samdóma álit forsvars- manna þeirra forlaga sem Þjóðviljinn ræddi við í gær að bóksalan hefði farið fram úr vonum manna. Langflestir forleggjarar hafa lagt út í vertíðina með varúð, gefið út færri titla en áður. Bókaverð hefur ekki hækkað miðað við aðrar vörur en á móti kemur að plötur eru nú tiltölulega mun ódýrari en voru áður í svipuðum verðflokki. Var það hald margra að plötverðið heíði áhrif á bóksölu. „Þetta virðist horfa mun betur við en íyrir nokkrum vikum síðan. Inn í bóksöluna spila atriði sem fáir gefa gaum t.d. veðurfarið. Við höfum ver- ið einstaklega heppnir með veður undanfarið og því hefur okkur tekist að koma bókum fljótt og vel út á landsbyggðina", sagði Anton Öm Kjæmested framkvæmdastjóri bóka- klúbbs Almenna bókafélagsins í spjalli við Þjóðviljann í gær. Anton sagði að ekki væri um nein metsölujól hjá forlaginu að ræða, m.a. vegna þess að titlar væm nokkm færri en oft áður. Hann kvað menn almennt noldcuð sátta við þessa bókavertíð. Þær bækur sem best hafa gengið hjá AB em ljóð- abók Vilmundar, „Bjami Benedikts- son“ og „Bréf til Sólu“. Bóksalan tók seint við sér „Það sem einkennt hefur bóksöl- una í ár e.r það hversu seint hún tók við sér. Venjan er sú að salan er mest síðustu dagana fyrir jól, en engu að síður hefur salan verið dræmari nú en á sama tíma í fyrra“, sagði Anna Gígja Guðbrandsdóttir hjá Iðunni. Iðunn er með 70 nýja titla. Sölu- hæstu bækumar em „Sitji Guðs eng- lar“ eftir Guðrúnu Helgadóttur, „Öldin okkar“ eftir Gils Guðmunds- son og Skæmliðamir eftir Alistair McLean. 32 nýjir titlar hjá Mál og menningu Hjá Máli og menningu fengust þær upplýsingar að bóksalan væri með nokkuð svipuðu móti og í fyrra, e.t.v. heldur minni þó enn væri ekki hægt að ráða í endanlegar sölur bóka. Ólafur Ólafsson framkvæmdastjóri sagði að það hefði m.a. einkennt þessa bóka- vertíð að ekki hefði komið fram nein stórkostleg metsölubók eins og þegar Sigurður A. Magnússon kom fram með „Undir kalstjömu“ sem seldist í u.þ.b. 10 þúsund eintökum. Nú teldist það mjög gott kæmist bók í 3 - 4 þús. eintök. Söluhasstu bækumar hjá Mál og menningu nú í ár em „Fjórtán bráðum fimmtán“ eftir Andrés Ind- riðason og „Jakobsgh'ma“ eftir Sigurð A. Magnússon. Næstar koma „Þar sem djölfaeyjan rís“ eftir Einar Kára- son og „Vfk milli vina“ eftir Ólaf Hauk Símonarson. Happdrætti Þjóðviljans Enn er hægt að gera skil! Dregið hefur verið en númerin innsigluð hjá borgarfógeta. Vinningsnúmerin birt innan skamms. Greiða má með gíró 6572 í aðalbanka Alþýðubankans Laugavegi 31

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.