Þjóðviljinn - 22.12.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 22.12.1983, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 22. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Spánn sigraði 12-1...! Spánverjar þurftu að sigra Möltu með ellefu marka mun til að komast í úrslit Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu. Omögu- legt sögðu flestir, en þeim spænsku tókst það í gærkvöldi, unnu Möltu 12-1 í Sevilla á Spáni og steini lostn- ir Hollendingar sitja heima eftir með sárt ennið. Spánverjar tóku forystu meö marki Carlos Santillana á 16. mín- útu en dauðaþögn sló á áhorfendur 8 mínútum síðar þegar Degiorgio jafnaði, 1-1. Santillana skoraði strax tvö til viðbótar en með 3-1 í hálfleik var vart nokkur Spánverji sem trúði á kraftaverkið. Rincon skoraði á 47. mínútu, 4- 1, en Spánn átti enn langt í land. Um miðjan hálfleikinn komu fjög- ur spænsk mörk á lítið fleiri mínút- um, Maceda með 2 og Rincon með 2, staðan 8-1. Þá þurfti fjögur enn og þau komu á síðasta korterinu, Santillana, Rincon, Sarabia og Juan Senor bættu við mörkum og stórsigur, 12-1, var í höfn. Wales féll enn út í stórkeppni þegar Júgóslavía sigraði Búlgaríu 3-2 í Split í Júgóslavíu í gær. Jafn- tefli eða eins marks sigur Búlgaríu hefði komið Wales í úrslitin og staðan var 2-2 fram á síðustu mín- útu. Þá tókst Radanovic að skora sigurmark Júkkanna, 3-2, og Frakklandsferðin bíður þeirra. Búlgarir höfðu komist yfir með marki Iskrenov, Susic kom Júgó- slavíu í 2-1 með tveimur mörkum en Dimitrov jafnaði, 2-2. Wales virtist komið í gegn, en Radanovic undirritaði farseðlana á síðustu stundu. - VS. • • Oruggur Framsigur Fram vann all auðveldan sigur á Reyni, 32-24, í 2. deild karla í handknattleik f Sandgerði í gær- kvöldi. Fram komst f 4-0 í upphafi og eftir það var aldrei spurning um úrslit en staðan í hálfleik var 18-11, Fram í hag. Staðan í 2. deild: ÞórVe 8 0 0 179-131 16 Fram 9 7 1 1 203-169 15 Brelðablik 8 6 0 2 166-139 12 Grótta 9 6 0 3 195-176 12 HK 3 0 6 160-181 6 ÍR 3 0 6 138-167 6 Fylkir 1 1 7 156-186 3 ReynirS 9 0 0 9 185-233 0 -VS Steve Hunt í bann Steve Hunt, miðvallarspilarinn kunni hjá Coventry, hefur verið dæmdur í tveggja íeikja bann af enska knattspyrnusambandinu fyr- ir að slá Steve Williams, South- ampton, f leik liðanna fyrir skömmu. Coventry hefur einnig refsað Hunt, dæmt hann í 750 punda sekt. -VS Wenzel vann Hanny Wenzel frá Liechtenstein sigraði í svigkeppni heimsbikarsins á skíðum á Ítalíu í gær. Hún varð 0,33 sek. á undan Irene Epple frá V. Þýskalandi. Wenzel er áfram þriðja í stigakeppni kvenna, Epple er önnur en Erika Hess frá Sviss er í fyrsta sæti. -VS íþróttir Tómas Holton, Val, og Hreinn Þorkelsson, ÍR, í sérkennilegu návígi fyrr í vetur. Lið þeirra hafa dreift stigaskorun mest allra í úrvalsdeildinni í vetur. Mynd: -eik Juve fylgist með Shaw yfír jólin ítalski knattspyrnurisinn Ju- ventus hefur áfram góðar gætur á miðherjanum markheppna hjá Aston Villa, Gary Shaw, þrátt fyrir að hann hafi ekki getað leikið í tvo mánuði vegna meiðsla. Shaw hefur undanfarna daga verið að koma sér í leikæfingu á ný og hefur spilað með varaliðinu og „þriðja-liðinu" hjá Aston Villa. Hann er bjartsýnn á að geta leikið með Villa í jólatörninni þar sem leiknar verða fjórar umferðir á sjö dögum. Útsendarar Juventus eru í viðbragðsstöðu, þeir ætla að fylgj- ast með Shaw yfir hátíðirnar ef hann leikur. Villa ætlar sér að halda í Shaw og hefur boðið honum fimm ára samning með frábærum kjörum. Juventus er þó talið geta boðið enn betur, og í þeim herbúðum er stefnan sú að Shaw taki við af Pól- verjanum Boniek sem nánast ör- ugglega yfirgefur félagið í vor. Gary Shaw - frá í tvo mánuði vegna uppskurðar — samt í sviðsljósinu Punktar úr ensku knattspyrnunni: Umsjón: Víðir Sigurðsson Þessir hafa skorað í úrvalsdeildinni: Flestir fyrir ÍRog Val Tólf leikmenn hafa skorað stigin fyrir Val og f R en aðeins níu Njarð- víkingar hafa komið knettinum í körfuna í fystu tíu umferðum úr- valsdeildarinnar í körfuknattleik á þessum vetri. Þetta kemur í Ijós þegar skoðaður er listi yfír stiga- skorara í deildinni sem við birtum hér, liðin eru talin upp í röð eftir stöðu þeirra að loknum tíu umferð- um. Njarðvík (789 stig): Valur Ingi- mundarson 273, Gunnar Þorvarð- arson 138, Sturla Örlygsson 109, ísak Tómasson 84, Ingimar Jóns- son 51, Kristinn Einarsson 41, Júl- íus Valgeirsson 34, Árni Lárusson 33 og Ástþór Ingason 33. KR (723): Jón Sigurðsson 157, Garðar Jóhannsson 116, Guðni Guðnason 112, Páll Kolbeinsson 96, Ólafur Guðmundsson 50, Ág- úst Líndal 49, Kristján Rafnsson 42, Geir Þorsteinsson 41, Þor- steinn Gunnarsson 34 og Birgir Guðbjörnsson 26. Valur (816): Kristján Ágústsson 208, Jón Steingrímsson 158, Torfi Magnússon 145, Tómas Holton 97, Leifur Gústafsson 76, Valdimar Guðlaugsson 48, Jóhannes Magn- ússon 32, Einar Ólafsson 22, Björn Zoega 21, Hannes Hjálmarsson 4, Helgi Gústafsson 3 og Páll Arnar 2. Haukar (707): Pálmar Sigurðs- son 229, Hálfdán Markússon 122, Ólafur Rafnsson 104, Reynir Krist- jánsson 83, Kristinn Kristinsson 73, Eyþór Árnason 31, Henning Henningsson 26,. Sveinn Sigur- bergsson 25, Einar Bollason 13 og Guðlaugur Ásbjörnsson 1. Keflavík (667): Þorsteinn Bjarnason 180, Jón Kr. Gíslason 179, Óskar Nikulásson 100, Björn Víkingur Skúlason 71, Guðjón Skúlason 31, Pétur Jónsson 31, Sig- urður Ingimundarson 31, Hafþór Óskarsson 25, Hrannar Hólm 17 og Guðbrandur Stefánsson 2. ÍR (740): Hreinn Þorkelsson 156, Gylfi Þorkelsson 142, Hjörtur Oddsson 115, Ragnar Torfason 94, Kolbeinn Kristinsson 50, Jón Jör- undsson 49, Benedikt Ingþórsson 48, Bragi Reynisson 30, Kristján Oddsson 28, Stefán Kristjánsson 20, Kristján Einarsson 6 og Karl Guðlaugsson 2. -VS Vel sloppið hjá KR gegn ÍS KR mátti þakka fyrir sigur á 1. deildarliði stúdenta, 62-58, í bikar- keppni KKÍ í Hagaskólanum í gær- kvöldi. KR var yfír allan tímann, en undir lokin áttu Stúdentar góða möguleika á að jafna. Það tókst ekki, og KR er komið í 1. umferð keppninnar. IS náði forystu í byrjun, 12-0, en ( KR komst fljótlega yfir og hélt for- I ystunni eftir það. Staðan breyttist í 25-16 og var síðan 40-32 í hálfleik. ÍS minnkaði muninn í 45-44 í síðari hálfleik, KR komst vel yfir á ný og staða var 59-52 þegar skammt var til leiksloka. Stúdentar drógu á, 60- 56, þegar tvær mínútur voru eftir. KR gat fengið víti, Jón Sigurðsson þjálfari ákvað að sleppa því og KR missti síðan boltann. Gunnar Jóak- imsson, KR-ingurinn gamli, minnkaði muninn í 60-58. KR klúðraði næstu sókn en Jón Sig- urðsson komst óvænt strax inní sendingu, lék óáreittur upp að körfu Stúdenta og tryggði sigur KR, 62-58. KR-liðið var frekar jafnt, Guðni Guðnason og Þorsteinn Gunnars- son áttu góðan leik og Geir Þor- steinsson ágætan. Björn Leósson, fyrrum ÍR-ingur, er búinn að finna sig hjá Stúdentum og var þeirra langbesti maður. Eiríkur Jóhann- esson átti góðan fyrri hálfleik og Guðmundur Jóhannsson komst vel frá leiknum í hcild. Stig KR: Guðni 12, Þorsteinn 10, Birgir 8, Jón 8, Ólafur 7, Geir 7, Kristján 5, Páll 3 og Agust 2. Stig ÍS: Björn 18, Guömundur 12, Kristinn 9, Eiríkur 8, Karl 5, Gunnar 4 og Árni 2. -Frosti Toshack aftur til Swansea? Snýr John Toshack aftur til Swansea City, félagsins sem hann yfirgaf fyrir sex vikum á botni 2. deildar ensku knattspyrnunnar eftir að hafa leitt það frá botni 4. deildar upp á topp 1. deildar á mettíma? Þessi möguleiki virðist vera sterklega fyrir hcndi, fjöl- margir innan félagsins vilja fá hann aftur og hann er talinn líklegastur í framkvæmdastjórastöðuna lausu ásamt John Barnwell, fyrrum framkvæmdastjóra Wolves, sem var rekinn frá gríska félaginu AEK fyrir stuttu. Talandi um Wolves, þá er hér lítið dæmi um hörmulegt gengi liðs- ins á botni 1. deildarinnar í vetur. Fyrir stuttu var haldin vítaspyrnu- keppni á æfingu liðsins til að finna út hver væri heppilegastur til að taka vítaspyrnu í leik. Sigurvegar- inn? Jú, sjálfur franikvæm 'astjór- inn, Graham Hawkins! Aston Villa hefur orðið fyrir miklu áfalli. Miðvallarspilarinn snjalli, Gordon Cowans, leikur ekkert með liðinu það sem eftir er vetrar. Cowans fótbrotnaði illa í æfingaleik í ágúst og reiknað var með að hann kæmi í slaginn á ný nú um áramótin. Komið hefur í ljós að brotið hefur gróið illa saman þann- ig að Cowans verður tæpast með fyrr en næsta leiktímabil hefst eftir átta mánuði. Steve Bell heitir enskur unglinga- landsliðsmaður sem er fastamaður í 2. deildar liði Middlesborough. Hann hefur vakið mikla athygli og Norwich, Ipswich og Chelsea slást um pilt en líklegt er talið að kaupverð hans verði ekki undir 200 þúsund pundum. Sunderland er á höttunum eftir hverjum einasta framherja sem fal- ur er þessa dagana. Nú er það aðal- markaskorari Huddersfield, Mark Lillis. Aston Villa hefur líka áhuga á honum. Brighton hefur boðið í hinn unga framherja Luton, Ray Daniel, sem skoraði sitt fyrsta deildamark fyrir félagið fyrir stuttu. Ipswich leitar að markverði og þar er efstur á lista Alan Judge sem leikur með 4. deildarliði Reading. John Byrne heitir einn af marka- hæstu leikmönnum 4. deildar en hann leikur með toppliði deildar- innar, York City. Stíl hans er líkt við hinn gamalkunna Rodney Marsh, og Watford, Stoke og Notts County ganga öll á eftir honum með grasið í skónum. Arsenal hefur bæði Pat Jennings og John Lukic til að verja mark sitt en vill samt ná í hinn efnilega Andy Goram frá Oldham. -VS Gordon Cowan ;ikur tæpast meí Aston Villa fyn ; eftir 8 mánuði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.