Þjóðviljinn - 22.12.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.12.1983, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 22. desember 1983 ' ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Síðasta málið sem þing afgreiddi Skipulegar aðgerðir gegn fíkniefnum Tillaga um skipulegar aðgerðir gegn ólöglegum innflutningi og dreifingu ávana- og ftkniefna var síðasta mál sem alþingi afgreiddi fyrir jólahlé. í þingsályktuninni er skorað á dómsmálaráðherra að koma nú þegar á samstarfshópi löggæslu og tollgæslumanna er samræmi og skipuleggi auknar að- gerðir gegn innflutningi og dreif- ingu eiturlyfja og athugi jafnframt nýjar aðferðir við rannsókn fíkni- efnamáia. Þingmenn alira flokka fluttu þessa tillögu sem samþykkt var samhljóða, en fyrsti flutningsmað- ur var Jóhanna Sigurðardóttir. Hún fékk einnig samþykkta ásamt Eiði Guðnasyni breytingartillögu við afgreiðslu fjárlaga þess efnis að öllum upptækum hagnaði af sölu ávana- og fíkniefna yrði varið til fyrirbyggjandi aðgerða gegn frek- ari dreifingu og sölu slíkra efna hérlendis. í áðurnefndum samstarfshópi munu eiga sæti fulltrúrar lögreglu- og tollgæsluyfirvalda sem nú starfa að ávana- og fíkniefnamálum og er lagt til að hópurinn skili niðurstöð- um og tillögum til úrbóta eigi síðar en 1. mars á næsta ári. í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að samkvæmt könnun sem framkvæmd var í skólum landsins á árinu neyta um 20% þeirra sem eru á aldrinum 15-30 ára kannabisefna. í ár hafa verið gerð upptæk 20 kg af kannabisefnum og um 600 gr af amfetamíni en heilbrigðis- og tryggingarráðuneyt- ið áætlar að ársneysla hér innan- lands á kannabisefnum sé um 3 tonn og er þá gengið út frá þeirri könnun í skólum landsins sem áður var nefnd. -lg. Svntlii í Ábo Norræna húsið valdi þrjá ís- lenska listamenn til þess að taka þátt í sýningum undir heitinu „teiknari mánaðarins“ á Listasafn- inu í Ábo. Gylfi Gíslason sýndi þar í október, Valgerður í nóvember og Edda Jónsdóttir sýnir nú í desemb- „Teiknari mánaðarins" var fyrst aðeins byggð á finnskum lista- mönnum, en safnstjórn Lista- safnsins í Ábo ákvað að leita einnig til listamanna annarsstaðar á Norð- urlöndum og hófu íslendingar þá sýningarröð. Áttaþúsund og fimm- hundruð til tíuþúsund manns koma í Listasafnið í Ábo á mánuði og Valgerður Bergsdóttir, Gylfi Gísla- son og Edda Jónsdóttir. hefur „teiknari mánaðarins" verið meðal vinsælustu sýninga safnsins. Sýningum íslendinganna hefur verið mjög vel tekið. -ekh „Þetta var besta jólagjöfin,“ sagði Ragnar Fjalar Lárusson prestur í Hallgrímskirkju þegar silfurmunirnir komu í leitirnar. Hér kemur hann fyrir silfurkrossinum á altarinu. Jónas frá Hriflu gaf Hallgrímskirkju þennan kross til minningar um konu sína. Karl Sigurbjörnsson horfir á. Ljósm.: - eik. Þrír menn sitja inni vegna innbrotsins í Hallgríms- kirkju. Þýfið allt komið í leitirnar: , ,Besta jólagjöfin4 4 sagði Ragnar Fjalar Lárusson þegar RLR skilaði silfurmununum Rannsóknarlögregla ríkisins handtók seint á þriðjudaginn þrjá menn sem grunaðir eru um aðild að innbrotinu í Hallgrímskirkju að- fararnótt laugardagsins síðasta, en þá hurfu úr kirkjunni allir silfur- munir hennar, þ.á m. forláta silfur- kross sem Jónas frá Hrifiu gaf kirkjunni tii minningar um konu sína, 97 silfurbikarar sem notaðir eru við altarisgöngur, oblátuaskja og sitthvað fleira. Auk silfurntuna höfðu þjófarnir á brott með sér messuvín og hluta ef embættisbún- aði sóknarpresta Hallgrímskirkju þeirra Ragnars Fjalars Lárussonar og Karls Sigurbjörnssonar. 15 þúsund kreditkort í gangi hér á landi: 15% viðskipta með kreditkortum Nú munu vera eitthvað í kring- um 15 þúsund greiðslukort í gangi hér á landi og hefur aðsóknin í kort- in aukist dag frá degi. Hlutur Kred- itkorta sf. er meiri á þessum mark- aði því korthafar fyrirtækisins eru að sögn Gunnars Bæringssonar um níu þúsund talsins. Talið var líklegt að eftir lokun í gær yrðu korthafar Visa Island um 6 þúsund talsins. Þjóðviljinn leitaði í gær til nokk- úrra verslana og þar kom fram að notkun kreditkortanna er orðin al- menn í flestum tegundum verslana. í Miklagarði sagði Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri að síðustu daga og vikur hefðu viðskiptin verið greidd að 12-15% með kreditkort- um. í gær hófst nýtt úttektartímabil hjá Euro-card kortþegum með ein- daga 5. febrúar. Var jafnvel búist við því að kaupæði gripi um sig meðal almennings. Því var þó ekki að heilsa og kemur það heim og saman við ummæli Gunnars Bær- ingssonar forstöðumanns Kredit- korta sf. að kortþegar færu varlega í viðskipti með kortin þó þess fynd- ust einnig dæmi um það gagnstæða. Fjölmörgum neitað um kort „Undanfarna daga hefur verið allt vitlaust að gera hjá okkur og hafa af þeim sökum borist kvartanir vegna þess hversu erfitt er að ná í okkur símleiðis. Við höfum verið með eins sólarhrings afgreiðslu- frest á kortum,“ sagði Gunnar Bæringsson. Afgreiðslufrestur á kortum Visa Island mun vera nokkru lengri. Gunnar sagði að ekki allir fengju kort sem um þau bæðu, „viðskiptaferill hvers um- sækjanda er rannsakaður," sagði hann. -hól. Fulltrúar Rannsóknarlögreglu ríkisins afhentu þeim Ragnari og Karli silfurmunina í gær. Sagði Ragnar Fjalar m.a. við það tæki- færi að betri jólagjöf hefði hann vart getað hugsað sér. „Það er ljóst að eftir þennan at- burð munum við endurskoða eftir- litsmál Hallgrímskirkju," sagði Karl Sigurbjörnsson prestur í sam- tali við Þjóðviljann í gær. „Það má ekki aftur gerast að munir, sem í raun eru ómetanlegir til fjár, séu hafðir á brott með jafn auðveldum hætti og hér hefur gerst. Við vorum að sjálfsögðu mjög slegnir yfir þessu og ég hygg að svo hafi verið með þorra almennings í landinu. Margt af því sem stolið var hafði verið fært kirkjunni að gjöf, elstu silfurmunirnir voru 30 ára garnlir. Þeir yngstu er hingað komnir á síð- asta ári. Við erum ákaflega glaðir yfir því að allt er komið í leitirnar og viljum þakka þeim lögreglu- mönnum sem að rannsókninni unnu góð stöf,“ sagði Karl að lok- um. Vegna stöðu rannsóknarinnar á þessu máli vildu fulltrúar RLR ekkert upp gefa hvar þýfið fannst, en bent var á það í kjölfar yfir- heyrslna sl. þriðjudag. Þó er vitað að það fannst í húsi í Reykjavík. -hól. Guniial Gunnl :ÓttW 'i Stdndór 1 FRlÐR»PAt.L]ÓNSSO« '***»’ tóksathan- — ,; suður sssssr* "rl ' Út og s ir úwarps^-^t, páUJónsson ú nii eftir y rtilegar *eI^r Guðmandsson m Bernúarður G gdóuiIi S°n’m?TálmaSóttm Guðm on, Elm Einarsson, son, GVöm^r Helg^son, Gunn Lóttir, GunnJólfsdóttir, Oddny t, Margret Jons 0mar r, Ólafur n Sunneva Jc ídór Sterndorssor , K)aI vandið ^VAUÐ,— ÞAÐ GERUM VIÐ bókaútgáfan bobgabtún'I S'. 18860 - 22^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.