Þjóðviljinn - 22.12.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.12.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. desember 1983 ,£egar vonin ein er eftir" Skilaboð til Söndru Leikstjórn: Kristín Pálsdóttir Handrít: Guðný Halldórsdóttir Kvikmyndun: Einar Bjarnason Tónlist: Gunnar Reynir Sveinsson, Bubbi Morthens Förðun og búningar: Ragnheiður Harvey Hljóðupptaka: Böðvar Guðmunds- son Leikmynd: Hákon Oddsson Framieiðandi: Umbi sf. Sýningarstaður: Háskólabíó Miðaldra rithöfundur fær „tækifæri lífs síns": hann á að skrifa kvikmyndahandrit um Snorra Sturluson fyrir ítalskt kvikmyndafélag. Hann sendir eiginkonu sína til Hawai, fær lán- aðan sumarbústað og ræður til sín ráðskonu, sem á að elda ofan í hann hollan og næringarríkan mat meðan hann vinnur ótrufiað- ur að verkefni sínu. Einsog gefur að skilja fer þetta þó á annan veg, og fyrsta vísbendingin um það er sú einfalda staðreynd að.ráðs- konan kann ekki að elda - ekki einu sinni hafragraut. Hún er hinsvegar dugleg að prjóna og hefur þar að auki til að bera eitthvað dularfullt og tmflandi sem verður þess valdandi að rit- höfundurinn snýr við blaði í lífi sínu. Skilaboð til Söndru er kvik- mynduð skáldsaga og ber þess nokkur merki. Hún ber þess einnig merki að vera byggð á skáldsögu eftir höfund sem var fyrst og fremst leikskáld. Þetta er engan veginn sagt myndinni til hnjóðs - bókmenntir þurfa ekki að vera neitt verri grunnur að byggja á kvikmynd en veru- leikinn sjálfur, einsog dæmin sanna. Mér sýnast aðstandendur þessarar myndar hafa unnið mjög skynsamlega úr þeim efnivið sem skáldsaga Jökuls bauð upp á. Eitt þeirra atriða myndarinnar sem mér hafa orðið minnisstæð er mjög „bókmenntalegt", en jafn- framt svo nauðsynlegt fyrir fram- ' ám JVÍ&^. ' % % \ "'•¦*2k Wm^ X \ ¦#&* % ¦'¦.•..&0I1 -""" ,*> .:i£, ' mm ~*^ • '¦¦ ^\ ^^1 "Pw? "}/,' 'í : ¦ """ *''-^tSrn^ tev * ¦""^^ I i *>-, • <$*M '' f i-m lœp'-*^/??' "'J f/' ;-: '"'^ff W^mk'?-- '~ X.^M «v^;- Rithöfundurinn og draumur hans (Bessi Bjarnason og Asdís Thoroddsen). vindu s'ögunnar og útfært á svo' skemmtilegan hátt að það stend- ur fyllilega fyrir sínu sem kvik- 'mynd: þetta er atriðið þar sem Jónas rithöfundur (Bessi Bjarna- son) er að rifja upp bernsku sína i mjög hnitmuðuðum texta og kvikmyndavélin sýnir okkur reykvíska stofu frá uppvaxtarár- um hans, þar sem rjúpan hans Guðmundar frá Miðdal gegnir aðalhlutverki. Það er vitaskuld í samtölum myndarinnar sem leikskáldið Jökull er í essinu sínu - og skiptir þá ekki máli að orðalaginu hefur verið breytt lítillega til að setn- ingar verði þjálli í munni leika- ranna. Þetta eru skemmtileg samtöl og eiga stóran þátt í að gera myndina að þeirri ágætu skemmtun sem hún er. Til viðbótar við þá skemmtun sem frá Jökli er komin fáum við svo dágóðan skammt af gaman- semi þeirra sem gerðu kvikmynd- ina. Skóladæmi um þá gaman- semi er sú frábæra hugmynd að fá Birnu Þórðardóttur til að leika rannsóknarlögreglumann - og reyndar sú útreið sem lögreglan fær í myndinni og fellur einkar vel tnn í þá umræðu sem á sér stað um þessar mundir um lögregluna og aðferðir hennar. Ekki svo að skilja að Skilaboð til Söndru sé eintómt grín. Mér virðist myndin innihalda nægi- lega mikið af alvöru og lífsháska - jafnvel örvæntingu - til að flokk- Ingibjörg Haraldsd. skrifar um kvikmyndir ast undir tragíkómedíur. Þar á leikur Bessa Bjarnasonar stóran hlut að máli. Hann er einn af þessum fágætu leikurum sem geta leikið á tvo strengi í einu, komið manni til að hlæja og gráta í sömu andrá. Vissulega er hlát- urinn ofar á baugi en gráturinn í þessari mynd - og kannski væri nær sanni að tala um kankvís bros en beinlínis skellihlátur. En Bessi sýnir okkur líka inn í dapurlegan heim miðaldra manns sem er að missa fótfestuna. Jónas rithöfundur er af þeirri kynslóð sem ólst upp við gamalt gildismat og rjúpuna hans Guð- mundar frá Miðdal, en stóð svo allt í einu frammi fyrir því að ný kynslóð kom og reif niður allt sem honum og hans jafnöldrum hafði verið kennt að líta á sem náttúrulögmál. Menningin var píp og þjóðfélagið svindl, einsog þaö er orðað. Kynslóð Jónasar brást við með því að halda áfram pípinu og svindlinu en fleygja rjúpunni á haugana. Með þessum orðum Jökuls sem komast einkar vel til skila í myndinni er gefin raunsönn og hnitmiðuð lýsing á umbrotasömu tímabili í sögu þjóðarinnar. Tvær kynslóðir koma við sögu í myndinni, og kannski fjallar myndin (og sagan) fyrst og fremst um kynslóðabilið fræga- árekstr- ana milli þessara tveggja kyn- slóða, ólíkt gildismat þeirra. Sál- arkreppa og uppgjör Jónasar er í raun uppreisn gegn þeirri spill- ingu og andlegri fátækt sem hann hefur hrærst í fram að þessu - en hvað tekur við? Uppreisnin er um leið uppgjöf, flótti. Kynslóð Söndru virðist ekki ýkja gæfuleg heldur. Sjálf er Sandra (Ásdís Thoroddsen) eins- konar lilja vallarins, afslöppuð persóna sem lætur hverjum degi nægja sín þjáning og ferðast um þjóðfélagið einsog það komi henni akkúrat ekkert við. En það fylgir henni ýmislegt. „Við erum partur af Söndru", segir smá- krimminn Þorlákur (Tolli) þegar hann ryðst inn í friðsæld sumar- bústaðarins ásamt félögum sín- um. Kobbi (Andrés Sigurvins- son) er líka partur af Söndru - nýkominn frá Kaupmannahöfn með stuð í pípunni og tekur að sér hússtörfin fyrir vinkonu sína. Jónas virðist ekki hafa mikið að sækja til þessarar kynslóðar, þessa unga íslands, en samt er það Sandra sem verður hans eina von í lokin. Veik von - og tákn- ræn fyrir uppgjöf hans og flótta. Persónan Sandra er talsvert flókin og virðist vefjast fyrir mörgum. Kannski ættum við að hugsa okkur að hún sé afkomandi Úu í Kristnihaldinu? Ásdís Thor- oddsen skilar þessu hlutverki af stakri prýði, finnst mér. Hún er sjálfri sér samkvæm út í gegn. Fjarræn og jarðbundin í senn, einsog Úa. Hún gerir ekkert, en hún er. Yfirleitt þykir mér vel hafa tek- ist til með val á leikurum í hlut- verk. Rósa Ingólfsdóttir leikur alveg ótrúlega fráhrindandi eiginkonu Jónasar, og Bryndís Schram er alveg mátulega galin í hlutverki skólasystur hans. Elíasi Mar tekst að skapa persónu sem í fyrstu er brjóstumkennanleg, en verður svo viðurstyggileg - og þetta gerir hann án þess að mæla orð af vörum! Þannig mætti lengi telja, en vert er að minnast sér- staklega á þá Tolla Morthens og Andrés Sigurvinsson sem báðir eru mjög sannfærandi í sínum ólíku hlutverkum. Notaleg tónlist Gunnars Reynis Sveinssonar og Bubba Morthens lét mjög vel í mínum eyrum. Kvikmyndataka og klipp- ing virtust mér snurðulaus, og hljóðið var að mestu leyti gott. Skilaboð til Söndru er skemmtileg kvikmynd, full af notalegn Klmm og segir oKKur jafnframt þónokkuð um okkur sjálf og þjóðfélagið sem við búum í - engin stórtíðindi kannski, en ýmislegt sem vert er að gefa gaum. Myndin er gerð af fólki sem kann vel til verka. Þótt Skila- boð til Söndru sé fyrsta kvik- myndin sem Kristín Pálsdóttir stjórnar, verður ekki sagt að byrjendabragur hái henni - enda hefur Kristín fengið góða skólun hjá Sjónvarpinu og sér þess merki. Ég vil klykkja út með stuttum skilaboðum til þeirra Kristínar og Guðnýjar hand- ritshöfundar: Áfram stelpur! Ingibjörg Haraldsdóttir. Sjálfstæður sprengikraftiir Karl Marx og Fríðrik Engels: Þýska hugmyndafræðin. Mál og menning, 1983, 128 bls. Gestur Guðmundsson þýddi og gaf út. Þýska hugmyndafræðin er mikið ritverk, sem Marx og Engels sömdu á árunum 1845-46 í þeim tilgangi að gera upp við þýska heimspekinga samtímans, einkum róttæka hegelsinna. Verkið var ekki gefið út fyrr en árið 1932. Það er gott framtak hjá Gesti Guð- mundssyni og forlaginu að koma ritinu nú á framfæri við íslenska lesendur, og það þótt hér komi að- eins á prent inngangskaflar þessa mikla ritverks. Gestur hefur samið mikinn og fróðlegan eftirmála að bókinni, þar sem rakin er staða verksins á þróunarbraut Marx og fleira, sem varpar ljósi á textann. Helsta hugmyndin sem liggur til grundvallar þessum upphafsköfl- um Þýsku hugmyndarfræðinnar er að varasamt sé að taka orð heimspekinga og annarra fræði- manna of alvarlega. Fyrst verði maður nefn;lega að gæta að efnis- legri stöðu þeirra, stéttarstöðu og þróunarstigi samfélagsins. Þessi hugmynd var í þungamiðju hjá Marx alla tíð. Höfundarnir taka sem dæmi að konungsvald, aðall og borgarastétt togast á um völdin í samfélaginu, og þá er smíðuð kenningin um skiptingu valdsins og var látin líta út sem eilíft lögmál (bls. 48). Samkvæmt Marx og Eng- els verður heimspekikenning ekki. hrakin með rökum einum: „Hug- hyggjuþvaður er einungis hægt að leysa upp með því að kollvarpa í Árni Sigurjónsson skrifar um bækur raun þeim afstæðum samfélagsins sem þvaðrið er sprottið úr". (37). Sagnfræðingar verða skv. þeim að átta sig á muninum á því sem sögu- skeið heldur um sjálft sig og því sem það er í raun (52). Marx og Engels rekja þróun þjóðskipulags gegnum aldir af mikilli þekkingu og draga ályktanir af því. Eftirtektarverðastir í því sambandi eru hugmyndir þeirra um verkaskiptingu. Þeir höfðu áður notað hugtakið firring eins og hegilsinnar, en í Þýsku hugmynda- fræðinni ræða þeir frekar um verkaskiptingu til að forðast hegel- ismann og til að leggja áherslu á hina efnislegu hlið fyrirbærisins. Hugmyndin er nokkurn veginn sú að verkaskipting, sem menn gang- ast undir nauðbeygðir, felur í sér bæklun og kúgun. Framleiðsluöflin eru þá farin að drottna yfir lífi manna. Eitt meginhlutverk komm- únískrar byltingar er skv. þeim að afnema verkaskiptingu að því leyti sem hún kemur fram sem kúgun. Bylting verður að sögn þeirra þeg- ar firringin er orðin óbærileg, meirihluti mannkyns eignalaus, framleiðsluöflin háþróuð og tilvera mannsins heimssöguleg (með þessu síðasta er átt við að einstak- lingarnir séu ekki lengur staðbund- nir, þ.e.a.s. þessi þróun segi til sín alls staðar á jörðinni). Stóriðjan gerir söguna að heimssögu segja þeir (66), og hún hefur gert vinn- una að óbærilegri kvöð í stað þess að vera skapandi og ánægjulegur verknaður. Eigi öreigarnir að njóta sín persónulega verða þeir að kollvarpa n'kinu, skv. bókinni. Stefnan sem þeír Marx og Engels voru að berjast gegn var fyrst og fremst sú hughyggja sem Hegel og eftirmenn hans höfðu haldið fram. Þeir segja að þýsk söguritun hafi náð „hreinastri" mynd sinni í sögu- speki Hegels, en í henni fólst að raunverulegir og jafnvel pólitískir hagsmunir skiptu engu máli, held- ur aðeins hugsanirnar einar. Hegel hafði áhuga á „framvindu hugtaks- ins" (51) eða sjálfsbirtingu Andans í sögunni; en allur slfkur hugtaka- flaumur er tóm blekking að dómi Karl Marx Marx og Engels. Með riti sínu veittust þeir jafnframt að borgara- legri efnishyggjum, sem hafði komið fram hjá Ludwig Feuer- bach, pg sögðu hana allt af bundna hugtökum (sértekningum), auk þess sem hún væri aðeins skoðandi og því ekki umbyltandi. Utgáfa Þýsku hugmyndafræð- innar hefur gildi sem er af tveimur rótum runnið. Annars vegar gefst mönnum hér kostur á að skilja þró- un Marx betur, enda er bókin með- al „umbrotaverka" hans, og hér koma fram ýmsar hugmyndir sem hann átti eftir að vinna úr síðar. Hins vegar hefur bókin sjálfstæðan sprengikraft: Hún vekur upp bylt- ingarstefnuna og hina róttæku mannúðarsinnuðu gagnrýni, sem felst í ritum Marx, hvað svo sem hefur orðið um þessa þætti austan- tjalds og meðal sósíaldemókrata. Undanfarin ár hefur mátt greina tvö svið þýðingarmest í marxískum fræðum. Annað er pólitíska hag- fræðin, en þar hafa menn m.a. not- að stærðfræðilegar. aðferðir á hag- kenningar Marx, borið þær saman við aðra klassíska hagfræði, beitt henni við haglýsingu á samtíman- um o.s.frv. Hins vegar er straumur sem kenna má við menningarg- agnrýni (sbr. Frankfúrtskólinn), sem tekur mið af þeirri hugmynd, sem kemur einmitt mjög vel fram í Þýsku hugmyndafræðinni, að veruleikinn, starf manna og hlutr- ænt umhverfí, mótar vitund þeirra mjög. Eins og Gestur Guðmunds- §on skrifar: „Marx var efnishyggju- maður og áleit að veruleikanum verði ekki breytt með því einu að menn geri sér nýjar hugmyndir um hann. Hins vegar segir þekkingar- fræði hans að allar hugmyndir mannanna vísi til veruleikans. (...) allar segja hugmyndirnar einhverja sögu um raunveruleikann. Vanda- mál gagnrýnandans er að túlka þessa tilvísun rétt". (108). Ég hef ekki borið þýðingu Gests Guðmundssonar saman við frum- texta, en mér þykir hún lipurleg að flestu leyti (mig langar þó að nefna að ég tel allar lýtalækningar á nafni Fríedrichs Engels óþarfar). Text- inn er ekki auðveldur, og eru hafð- ar orðaskýringar aftast til að hjálpa lesandanum. Sumt er þar skýrt að þarflausu (jafnvel flest) en annað vantar (firring, dólgsleg efnishyg- gja); viðleitnin er þó í sjálfri sér góð. Eftirmáli Gests er mjög til fyr- irmyndar og gerir bókina sýnu frambærilegri. Áhugamenn um stjórnmál og heimspeki eru hér með hvattir til að kynna sér þetta litla rit. Árni Sigurjónsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.