Þjóðviljinn - 22.12.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.12.1983, Blaðsíða 11
______________________________________________________________Fimmtudagur 22. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Bergsteinn Jónsson skrifar Undir hnífi í haustslátrun Það var mikið slys sem henti þegar stefna núverandi ríkisstjórnar var leidd til öndvegis, og því réðu margir samverkandi þættir. Allt frá þeim tíma er þessi stjórn tók við völdum, hafa blikur verið á himni þeirra sem störfin vinna í þjóðfélaginu, þ.e. þeirra sem bera þjóðfélasbygginguna á herðum sér og borga skatta af sinni þénustu, en éta ekki og drekka úr óskiptu. Slysið Það var mikið slys fyrir þetta fólk, þegar ríkjandi stefna var leidd til öndvegis og réðst af mörgum samverkandi þáttum. í fyrsta lagi, glópska þess strit- vinnufólks, sem kaus Sjálfstæðis- flokkinn, en þeir hljóta að hafa verið all margir, því aðeins fáir til- tölulega auðgast á stefnu hans. Þó reyndust minna en 40% fylgja þessari stefnu og var nokkuð rök- rétt framhald af því að hafa áður eindregið hafnað leiftursókninni frægu á dögunum. í öðru lagi, og það sem úrslitum réð var að vinstriflokkar sumir hverjir reyndust hægrisinnaðir þegar á hólminn kom og vildu hreinlega ekki vera viðriðnir myndun vinstri stjórnar. Sumir menn sögðu að ekki væri orðinn tími til siíkrar umræðu. Hafa menn heyrt aðra eins bölvaða ómynd. Það var ekki tími til að bjarga slysi, af því að það var fljótlegra að fara framaf. í þriðja lagi, er nú Sjálfstæðis- flokkurinn kominn í aðstöðu til að framfylgja stefnu sinni í ríkara mæli en oft áður. Af hyggindum sínum sigldu fyrri leiðtogar hans oft á milli skers og báru og mátu stundum manngildi meira en pen- inga. Nú sitja aftur á móti við völ- inn menn, sem segjast ætla að framfylgja stefnunni undanbragð- arlaust og hafa svo sannarlega greint þar rétt frá. Það er auðvitað dögum oftar búið að greina fólki frá því hvað slíkt muni hafa í för með sér fyrir allan almenning og með þeim árangri þó að meir en 60% kjósenda við síðustu kosning- ar hafa gert sér þetta ljóst og kusu það sem þeir töldu vera til vinstri. Stjórnarmyndun Allir vita hvað síðan hefir gerst. Tveir af gömlu flokkunum Alþfl. og Framsfl. reyndust ekki áhuga- samir um myndun vinstristjórnar meðan tími var til, héngu í þeim viðræðum með ólund í fáa daga og urðu frelsinu fegnir þegar þeir höfðu sett þær viðræður í strand. Alþfl. sá fram á að hann myndi ekki fá annað eins af ráðherrum og í viðreisnarstjórninni sálugu og hættu þar með, enda sögðu þeir tímann hlaupinn að verða skjól- stæðingum að liði. Framsfl. slapp ekki svona vel. Formaður hans ákvað að láta til skarar skríða, snúa baki við sínu vinstra alþýðufylgi og bæta öðrum íhaldsflokki við þann sem fyrir var. Það var þannig, sem stefna Sjálf- stæðisflokksins var sett á.stall, þeg- ar meir en 60% kjósenda höfðu ný- lega hafnað henni. Uppskeruhátíð Haustið er tími uppskerunnar. Þá taka bændur til hirðingar árang- ur erfiðis síns í ýmsu formi og geyma til vetrar, þykir að vonum gleðilegt ef vel hefur verkast. Þá er haldin uppskeruhátíð. Á þessu hausti fékk fólk dálítið fjöl- breyttari uppskeru en oft áður, slíks er von, á liðnu vori hafði það ekki aðeins sáð til jarðargróðurs, heldur og til nýrrar ríkisstjórnar og nú var einnig sá ávöxtur fullburða. En nú brá svo við að það voru ekki sáðmennirnir, sem hátíðina héldu, heldur ávöxturinn sjálfur og óska- barnið var ekki í neinum vafa hvert ætti að senda reikning veisluhald- anna. Þau útgjöld verður foreldrið að annast eins og venjulega. Umskiptingurinn Fyrir skammsýni sumra kjós- enda, eins og áður sagði og bein svik flokka við sitt fólk, stóðu menn á þessu hausti andspænis draug, sem þeir höfðu sjálfir átt það í að vekja upp. Draugur þessi er svo magnaður að fólk ræður ekki við að senda hann af sér og leikur hann lausum hala um fjós þess og hlöður, tyllir sér á bitana og fitar sig óspart af striti annarra. Boðskapurinn Húrra, segir ófreskja og boð- skapurinn hljóðar eitthvað á þessa leið, þegar innihaldið fer að skilj- ast: Sjá í dag er yður umskiptingur fæddur, sem drottnar ekki aðeins yfir borg Davíðs, heldur yfir landinu öllu. Þér munuð heyra þyt- inn af ránfuglinum og hvininn af ljá sláttumannsins, sem sníða mun við rót allt það, sem þér hafið áunnið frá byrjun. Fyrst skuluð þér leggja á altari mitt 'h launa yðar og svo helming, annars mun land yðar snúast undir fótum yðrum og farast því óhóf mitt er dýrt, borgið ég skipa, ég er yður fæddur og krefst umsjár yðar. Næst skuluð þér af- henda mér réttinn til samninga um laun yðar, enginn geymir betur slík leikföng en ég. Þá skuluð þér falla frá dýrtíðar uppbótum á laun yðar og aldrei skulu þær verða hærri en ég segi. Þannig fæ ég mina reikninga greidda án frekari fyrirhafnár. Þér skuluð láta af hendi við mig félags- leg réttindi yðar, sem þér hafið byggt upp á liðnum áratugum með launatengdum gjöldum, þá vil ég smátt og smátt fá í minn hlut hefð- bundna frídaga ársins og sumarfrí yðar ofl., sem ég kalla pakkadót. Ég á vini bæði í austri og vestri, sem hafa leiðbeint mér í að meðhöndla slíkt. Það eru mínir menn. Ef þér verðið veikur skuluð þér borga úr buddu yðar meðul bæði og spítalagjöld, ekki allt í fyrstu, þetta smá kemur. Ef reikningur yðar er tómur er yður bent á að drepast, það á fyrir yður að liggja hvort sem er. Já, það er uppskeruhátíð á miðj- um vetri, nýmæli í frjósemissögu landsins. Sjá ég hef brotið blað, búpeningur yðar allur er undir hnífi mínum, þann hníf munar í feitt. Ég mun eta mína jólasteik, skála í víni, sem ég segist vera á móti og fá mér vindil á Iengd við göngustaf, nýjar buxur með víðari streng, þú skalt hinsvegar fá þér sultaról (ekki út úr tryggingum) því nú þarf að spara. Efist ekki um mitt réttlæti, þar sem ég sit á kirkjubekk í kjól og hvítu líni og tek þátt í að biðja fyrir anda yðar þá hann sleppur úr alls- lausum skrokk, að hann verði leiddur um grænar grundir, og að vötnum þar sem hann má næðis njóta. Launin verða óendanlega stór fyrir að hafa borið mig á hönd- um yðrum. Stjórnarjól Eitthvað á þessa lund hljómar jólaboðskapur þeirrar stjórnar sem fólk meðvitað, ómeðvitað, hefir kallað yfir sig. Umskiptingur, verndari tilberanna, sem liggja á ósæðinni fyrir ofan okkur og drekka blóð þjóðarlíkamans úr óskiptu. Til þess að landið snarist ekki á hvolf undan þessum ófögn- uði, verður fólk að láta af hendi laun sín og félagsleg réttindi, sem eru ávinningur verkalýðsbaráttu frá fyrstu tíð. Og slíkt er mat ráðamanna á gáf- um almennings að fólki er boðið að taka út af sameignar reikningum sínum til að bæta í launaumslagið. Þetta er kaldranalegt háð og fá- heyrð ósvífni, en kannske gott að það, sem inni fyrir er komi fram, ef verða mætti til þess að kjósendum verði ljóst að betra er að fara af gát með atkvæðið sitt. Að snúast til varnar Það leikur vonandi ekki á tveim tungum að nú verður fólk að snúast til varnar, því fremur sem ellefta stund er. Við höfum ekkert leyfi til að láta af hendi ávinninga kynslóð- arinnar á undan, síst bardagalaust. Uppbygging mannsæmandi lífs- kjara frá öllum almenningi, ára- tuga löng barátta, liggur undir hnífi. Það er haustslátrun hjá íhald- inu og eins og venjulega á þeim bæ er það fátæka mannsins einasta lamb, sem á að skera. Þú verður að gera það skiljanlegt launamaður að til þess verður að leggja niður þig fyrst. Menn verða að átta sig á því nú, þó seint sé, að hér er um að ræða, hvorki meira eða minna en baráttuna fyrir lífsmöguleikunum sjálfum. Þú verður að gera skiljanlegt, að þótt mikilvægt sé að lækka verð- bólguna er það þó fólkið, fyrirvinn- urnar sjálfar, sem hafa fyrsta rétt. Að lækka verðbólgu án tillits til aðferða er meir en hæpið. Ef það á að gerast með því að reka fólk í fang atvinnuleysis þúsundum sam- an en halda öðrum á hungur- mörkuðum, með recept upp á ól, sigur í því stríði, verðbólgan mun standa á sínum stað, þegar og þá, alþýða manna nær rétti sínum. Þessi bardagi er, umfram allt, hin eilífa styrjöld auðmagnsins við verkafólk um skiptingu þess, sem aflað er, þar sem hvert tækifæri er notað til að setja vinnandi hendur útí horn svo tilberinn geti legið á spenanum. Launafólk verður að átta sig á því að þessi bardagi er háður gegn því fyrst og fremst og ekki gegn verðbólgunni, þó reynt sé að láta líta þannig út. Þess eru líka dæmi og sum nýleg, að þeir, sem níðast á fólki, reyni að finna þjóð sinni sameiginlegan andstæð- ing til að berjast við og draga at- hyglina frá sjálfum sér. Sök hvers? Verðbólgan er ekki sök launa- fólks. Vísitala launa væri óþekkt, ef verðbólgan væri ekki til staðar. Þessi vísitala var aldrei annað en nauðvörn svo fólk stæði ekki einn góðan veðurdag uppi launalaust. Það er skuggalegt hvað margir virðast vera farnir að trúa því að afleiðingin sé orsök, það sem snýr fram það snúi aftur og nú verði fólk að fara að borga fyrir eigið ofát. Ætlar nokkur að velkjast í vafa að þarna er lesið upp úr öfugmæla- bók? Aðgerðir ríkisstjórnarinnar lýsa afdráttarlaust mati valdhafanna á því fyrir hvern þjóðfélagið er rek- ið. Það er ekki rekið fyrir fólkið fyrst og fremst, til þess að það hafi vinnu og líði vel og geti búið við félagslegt öryggi. Þetta mun koma enn betúr í ljós þegar vélmenni eru að meira eða minna leyti tekin við störfunum. Hver ber þá ábyrgð á þeim, unnu þau áður? Þá er heldur hætt við að hundurinn segi ekki ég og kötturinn segi ekki ég. Það ríður allt á því að fólk sé vel áttað og meðvitað um stöðu sína, viti að það er vinnan, sem skapar allt, ekkert verður öðruvísi til. Ef einhver á að Ieysa mannshöndina af hólmi, verður fólkið sjálft að eiga þá tækni. Ekkert meira eða minna. í því kerfi, sem við búum við eignast svokallaðir atvinnurekendur allar tækniframfarir, sem eru þá þeir einu, sem ekkert hafa til matarins unnið. Uppfinningamenn hafa gert framfarirnar mögulegar og arð- semi vinnunnar séð um kostnaðar- hliðina. Atvinnurekendur eru svo í hlutverki gammsins. Þeir fá pen- ingana þína, launamaður, lánaða í bönkunum og breyta þeim í atvinnutæki og skrá á sitt nafn. Viljir þú fá lífvænleg laun leggja þeir atvinnutækinu, það er skráð á þeirra nafn, enda þótt þú hafir lagt til kaupverðið. Haldi fólk áfram að láta leika svona með sig hlýtur það að stefna málum sínum í blindgötu og þess má einmitt sjá merki í dag. Það hlýtur að spyrja: Fyrir hvern er þjóðfélagið og landið? Og biðja um skýr svör. Sagan Það er bagalegt að geta ekki sýnt íslendingum nútímans, á skjánum, kjör þeirra, sem landið byggðu á öldum áður og við höfum tekið við úr hendi þeirra. Hungruð og. klæðalítil þraukaði þessi þjóð við ysta haf. Sjálfstæðisvitund hennar var rík. Þeir, sem fyrst sáu árangur baráttunnar koma sér nær hafa stundum verið kallaðir „aldamóta- menn“. Þeir áttu sína „heiðbláu , drauma“. Einn þeirra var hin mikla orka, sem þeir sáu fólgna í fallvötnunum. Þeir hefðu vafalaust ekki trúað því að hún yrði falboðin útlendum auðhringum undir kostnaðarverði yrði baggi á herð- um almennings, sem stritast við að vinna fyrir mismuninum. Hvort er þetta óráð eða landráð? Og vel á minnst, hver hefir efni á að selja útflútningsvörur sínar undir framleiðsluverði? Við þessu framferði hlýtur þjóðin að heimta skýr svör. Hvað halda menn, svona í allri alvöru, að íhaldsmenn myndu kalla það ef sósíalistisk stjórn á íslandi gerði samning við Rússa um að selja þeim sjávaraf- urðir undir kostnaðarverði og tækju mismuninn af matarreikn- ingum almennings í landinu? Ég er ansi hræddur um að þar væru fundnir, kannske nokkuð langþ- ráðir, landráðamenn og væri ekki nema von. Hvað er nú það að vera með lík í lestinni hjá því að vera með landráðamenn í áhöfninni? Umbúðalaust, samningarnir við Alusuisse líkjast, því miður, meir landráðum en óráði. Það er beðið um eitt svar enn: Hvað fá menn fyrir að gera svona samninga? Launafólk, sem borgar slíka brúsa verður að taka í taumana, taka rekstur þjóðarbúsins í eigin hendur, og binda endi á afætubú- skap á íslandi í eitt skipti fyrir öll. Þetta hefir forhert borgarastétt löngum kallað kommúnisma. Vei þeim, sem ekki þekkja sann- leikann af sannleikanum, en kjósa að finna honum ný heiti. „Launafólk sem borgar brúsann verður að taka í taumana, taka rekstur þjóðarbúsins í sínar eigin hendur, og binda endi á afœtubúskap á íslandi í eitt skipti fyrir öll“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.