Þjóðviljinn - 22.12.1983, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 22.12.1983, Blaðsíða 20
DJÚÐVHMN Fimmtudagur 22. desember 1983 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aöalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er hægt að ná i afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Fjórði samningafundur starfsmanna Álversins um kaup og kjör í dag Erum að brjóta ísinn segir Sigurður T. Sigurðsson varaformaður Hlífar - Verkalýðs- félögin í Straumsvík hafa lagt fram kröfur um sama kaupmátt og árið 1982 „Við lögðum fram á síðasta fundi tillögur í sambandi við hækkun launa sem miða að því að ná sama kaupmátti og var að jafnaði á árinu 1982. Það var ekki útfært nánar á þessum fundi, en þetta er sú lína sem verkalýðshreyfingin hefur ver- ið að velta fyrir sér og við höfum nú lagt á borðið“, sagði Sigurður T. Sigurðsson varaformaður Verka- mannafélagsins Hlífar í Hafnar- firði aðspurður um síðasta samn- ingafund verkamanna í Alverinu í Straumsvík og forráðamanna Ál- versins. Þrír samningafundir hafa verið haldnir og sá tjórði verður haldinn í dag. Alls eiga 9 verkalýðsfélög að- ild að heildarkjarasamningi við Ál- verið. Ellert Schram enn óráðinn um þingsetuna: „Enginn kallað eftir mér“ „Ekki uppörvandi ef enginn spyr nema Pjóðviljinn“ „Það hefur enginn kallað eftir því að ég fari inn á þing og meðan slíkt kall kcmur aðeins frá blaðamanni Þjóðviljans, er það ekki mjög uppörv- andi“, sagði Ellert B. Schram, ritstjóri á DV, þegar Þjóðvilj- inn spurði hann í gær hvort hann hygðist taka sæti sitt á þingi eftir jólaleyfi. „Eg hef leyfi a.m.k. fram yfir jólaleyfi þingmanna, þannig að það er þö nokkur tími til stefnu“, sagði Ellert. „En það hefur í rauninni ekk- ert verið ákveðið með það ennþá.“ - Nú birtirðu harðorðan leiðara gegn sjúklingaskattin- um á dögunum, sem fer þvert á þá stefnu sem Þorsteinn Pálsson boðaði í sjónvarpinu á þriðjudag. Ætlarðu ekki að nota tækifærið og berjast gegn skattinum á þinginu? „Ég get alveg haft •mínar skoðanir og barist fyrir þeim á þeim vettvangi sem DV er, og það getur alveg eins verið þörf fyrir mig þar. Það er svo margt sem maður hefur skoðun á og ég hef aldrei legið á minni skoðun á hlutunum. Hins veg- ar hefur ekkert verið ákveðið enn um sjúklingaskattinn og ég er ekki viss um að hann verði að veruleika. Það mál myndi heldur ekki ráða úr- slitum um það hvort ég fer inn á þingið, - það er miklu stærra mál en svo.“ - ÁI. „Það eru ýmis önnur mál sem við höfum velt upp í þessum við- ræðum. Aðallega er það fjöldi starfsmanna sem miklar deilur stóðu um í sumar sem leið en þeim málum þarf að koma alveg á hreint. Stóra málið er auðvitað kaupið. Það er ekki langt síðan við höfðum lagalega heimild til að hefja þessar viðræður, en þær eru þó komnar af stað núna“, sagði Sigurður. „Það sem hefur kannski tafið fyrir er að menn hafa verið að bíða eftir að eitthvað kæmi fram hjá stjórnvöldum. Menn áttu von á einhverju mótvægi gegn þessum hrikalegu launaskerðingum. Það hefur hins vegar sýnt sig að stjórnvöld bjóða launafólki uppá enn þyngri skattaálögur í kaupbæti við kjaraskerðinguna. Það er allt á sama veginn. Það er greinilegt að hugur manna hefur breyst mikið til Launin Það er okkar meginkrafa, segir Magnús E. Sigurðsson „Okkar kröfur felast í leiðrétt- ingu á launum mcð hliðsjón af brot á Þessa dagana gengur ungt fólk í Garðabæ hús úr húsi með undir- skriftarskjöl og innheimtublokkir og innritar fólk til nýju heimilis- læknanna tveggja, sem hafa opnað læknastofur í húsi bæjarins, sem í framtíðinni er ætlað að hýsa hcilsu- gæslustöð. Hefur þetta tiltæki mælst misjafnlega fyrir, margir bæjarbúar eru þegar með sína stjórnarinnar nú á síðustu vikum. Margir vildu gefa stjórninni tíma en nú hafa menn orðið fyrir gífur- legum vonbrigðum með þá óbil- girni sem stjórnvöld sýna launa- fólki með því að bæta skattahækk- un ofan á kjaraskerðinguna. Hafið þið verið í einhverju sam- starfi við ASÍ? „Það er sama og ekkert til að tala um. Við höfum alveg siglt annan þeirri kjaraskerðingu sem launa- fólk hefur almennt orðið fyrir auk ýmissa annarra leiðréttinga á okk- ar samningamálum. Einu viðhorf atvinnurekenda voru að bera fram þær hugmyndir VSI að bjóða fólki að éta undan sér fæturnar. Það kom ekki annað fram af þeirra hálfu“, sagði Magnús E. Sigurðs- son formaður Félags bókagerðar- manna, en samninganefnd þeirra heimilislækna í Hafnarfirði og sjá enga ástæðu til að skipta um lækni. Auk þess hefur verið bent á að þessi innritun sem kemur í kjölfar hefð- bundinna tilkynninga og dreifirita í hús í Garðabæ, stríði gegn siða- reglum lækna og Læknalögunum. „Ég vona að þessi auglýsinga- herferð sé ekki á vegum læknanna sjálfra, enda er hún ekki í anda sjó, en útkoman að lokum hefur alltaf verið keimlík.“ Má orða það sem svo að þið séuð að brjóta ísinn að þessu sinni? „Já, það má segja það.“ Hvernig lýst ykkur á framhald viðræðna? „Það er bjart yfir áliðnaði þessa dagana og við erum því alls ekki svartsýnir. Það sama gildir að mínu mati um alla aðra samningagerð ef átti sinn fyrsta fund með ríkissátta- semjara og fulltrúum prentsmiðju- eigenda vegna nýrra kjarasamn- inga fyrr í þessari viku. Mágnús sagði að engar prósentu- tölur hefðu verið lagðar fram af hálfu bókagerðarmanna. „Við sækjum eftir leiðréttingu launa okkar og allur almenningur veit hversu mikið er búið að skerða Codex edicus, sem eru siðareglur lækna“, sagði Þorvaldur Veigar Guðmundsson, formaður Lækna- félags íslands. Hann sagði ljóst að læknarnir tveir hefðu rétt til að setja sig niður í Garðabæ og opna þar stofur, en Læknalögin frá 1969 setja mjög þröngar skorður við auglýsingastarfsemi lækna. „Læknafélögin haf barist gegn því málið er skoðað ofaní kjölinn. Stjórnvöld hafa þegar lækkað kaupið um 25-30% á sama tíma og þjóðartekjur hafa lækkað um rúm 10%. Það er búið að sækja meira en nóg í vasa launþega. Heilbrigð skynsemi segir mér, að það sé fyrir löngu kominn tími til að leiðrétta kjör launafólks, ég tala ekki um þeirra lægst launuðu. Annað getur ekki kallast heilbrigð skynsemi", sagði Sigurður. - lg. launin. Hann sagði að bókagerðar- menn ættu fulla samleið með ASÍ í komandi samningagerð og fleiri verkalýðsfélögum og fullt samstarf væri haft við þá aðila. „Okkar fólk er orðið ákaflega hvekt út í stjórnvöld vegna þessar- ar stórfelldu kjararýrnunar. Það er búið að sauma illilega að því um leið og dregið hefur úr aukavinnu. Við höfum orðið áþreifanlega varir við það á vinnustaðafundum að undanförnu að fólk er orðið þreytt og biturt út í stjórnvöld." Ákveðið hefur verið að halda annan fund með deiluaðilum hjá sáttasemjara innan hálfs mánaðar. -•g- að það verði sjálfkrafa tilfærsla sjúklinga á milli lækna, þó nýir settu sig niður", sagði hann, „en hið opinbera hefur aftur viljað hafa það svo þegar heilsugæslustöðvar eru opnaðar. Hér virðist vera unn- ið að því að flytja sjúklinga frá ein- um lækni yfir til annars, það er mjög slæmt og ég trúi þvf ekki að læknarnir sjálfir standi fyrir þessu“, sagði hann. Það er bæjarstjórnarmeirihluta Garðabæjar hins vegar mikið hagsmunamál að fá sem flesta sjúklinga yfir til nýju læknanna tveggja, Bjarna Jónassonar og Sveins Magnússonar, þar sem bæj- arsjóður greiðir allan kostnað við húsnæði þeirra, 22 þúsund krónur í rekstrarstyrk mánaðarlega og 44 þúsund krónur á mánuði í kauptryggingu. Kauptrygging fer lækkandi eftir því sem sjúklingum þeirra fjölgar. Bæjarstjórn Garðabæjar aug- lýsti þessar nýju læknastofur sem heilsugæslustöð þegar þær voru opnaðar 25. nóvember sl. og gerði héraðslæknirinn Jóhann Ág. Sig- urðsson athugasemd við það. Hann ítrekaði opinberlega að hér væri aðeins um venjulegar lækna- stofur eða læknamiðstöð að ræða, ekki heilsugæslustöð. Miklar deilur urðu í bæjarstjórninni þegar meirihlutinn ákvað að hverfa frá uppbyggingu heilsugæslustöðvar og taka upp fyrrgreint kerfi, - tvo lækna á launum hjá bænum. -ÁI. _ S Fiskþjófnaður í Isbirninum Rannsóknarlögreglu ríkisins barst sl. þriðjudagskvöld kæra frá nokkrum forsvarsmönnum Is- bjarnarins á hendur samstarfs- manni sínum. Kæran er á þá lund að um nokkurt skeið hafi þessi maður tekið talsvert magn af fiski og selt það í heimildarleysi. Ekki er vit- að hversu mikið magn er hér um að ræða en að sögn Hallvarðs Einvarðssonar rannsóknarlög- reglustjóra er hér um að ræða talsvert magn og svo mikið að forsvarsmenn ísbjarnarins hafi telið sig knúna til að kæra. Þeir vörðust þó allra frétta af málinu þegar Þjóðviljinn hafði samband við þá í gær. Strax og kæran barst rannsóknarlögreglunni var settur mikill kraftur í rannsókn málsins. Hinn kærði var handtekinn og stóðu yfirheyrslur í allan gærdag. -hól. Samningar bókagerðarmanna komnir í gang verði leiðrétt Lœknamálin í Garðabœ: Sj úklingasöfnunin siðareglum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.