Þjóðviljinn - 03.01.1984, Page 1
DJÚÐVIUINN
„Þjóðin má
aldrei gleyma
sinni fortíð“,
sagði Vigdís
Finnbogadóttir
forseti Islands
m.a. í ávarpi
sinu á nýjársdag.
Sjá 9
januar
þriðjudagur
49. árgangur
1. tölublað
Þessi myndarlega bygging er einskonar forstofa að húsasamstæðu þeirri sem íslenskir aðal verktakar eiga við Vesturlandsveg, en þar hefur fyrirtækið fjárfest gróða sinn á liðnum árum í
steinsteypu. Allar vélar, tækiog varahlutitilstarfsemisinnarflyturfyrirtækiðinntollfrjálstog enginn aðili i landinu hefur eftirlit með þeim innflutningi. (Ljósm.: -eik).
Hver er innflutningur íslenskra aðalverktaka?
Enginn veit neitt
Hver vísar á annan og engin svörfást
Eitt stærsta fyrirtæki lands-
ins, íslenskir aðalverktakar á
Keflavíkurflugvelli, flytur inn öll
sín tæki, bifreiðar, hjólbarða og
varahluti tollfrjálst. Samt sem
áður hefur enginn aðili á íslandi
yfirlit yfír það hve mikið magn
aðalverktakar flytja inn til
landsins. Þjóðviljinn leitaði til
tollyfírvalda, varnamáladeildar,
ríkisendurskoðunar og Hagstofu
íslands og í ljós kom að enginn
fylgist með þessum tollfrjálsa
innflutningi.
Að sögn Hannesar Guðmundssonar
hjá Varnarmáladeild er það samkvæmt
milliríkjasamningi íslands og Banda-
ríkjanna varðandi fyrirtæki sem vinna
fyrir hernámsliðið að íslenskir aðal-
verktakar njóta þessara hlunninda.
Það vekur hinsvegar furðu í þessu sam-
bandi að enginn aðili í landinu fylgist
með þessum innflutningi.
Hjá fulltrúa tollstjóra í Reykjavík
fékk Þjóðviljinn þær upplýsingar, að
skjöl varðandi innflutning aðalverk-
taka færu til varnamáladeildar, þar sem
skrifað væri uppá þau og varan síðan
afhent samkvæmt þeirri uppáskrift.
Hannes Guðmundsson í varna-
máladeild sagði þetta rétt vera, en
varnamáiadeild hefði ekki hugmynd
um hve mikill þessi innflutningur væri
og benti á að tala við tollyfirvöld á
Keflavíkurflugvelli.
Ólafur I. Hannesson fulltrúi lög-
reglustjóra á Keflavíkurflugvelli, sem
jafnframt er tollstjóri, sagði embættið
ekki hafa tölur um innflutt magn, þær
lægju áreiðanlega ekki á lausu, en benti
þó á þann möguleika að ríkisendur-
skoðun hefði þessar tölur.
Hjá ríkisendurskoðun ræddi Þjóð-
viljinn við Sigurjón Ágústsson. Hann
sagði að tollpappírar yfir innflutning
aðalverktaka væru að sjálfsögðu innan
um aðra íslenska tollpappíra, en óger-
legt væri að leita í þeim stafla til að
finna þetta úí. Sagði Sigurjön engar
tölur liggja á lausu yfir þennan inn-
flutning.
Síðasta hálmstráið var svo Hagstof-
an, en þar gaf Hildur Thorarensen okk-
ur þær upplýsingar að hjá Hagstofunni
. væri ekki skráður tollfrjáls innflutning-
ur, aðeins tollskyldur.
- S.dór.
Starfsmaður í „ríkinu“ leysir frá skjóðunni
Auglýsmgar í útibúunum
Umboðsmenn gefa afgreiðslumönnum vín og fá sínar tegundir auglýstar í staðinn!
Umboðsmenn áfengistegunda til-
kynna stundum verslunarstjórum
þjá „ríkinu“, að þeir ætli að gefa
afgreiðslufólki flösku af tilteknu
áfengi. í staðinn er tegundin sett á
áberandi stað í augsýn viðskipta-
vina eða þá að afgreiðslumenn
bendi sérstaklega á þessa tegund.
I>etta er í grófum dráttum gangur
þess kerfis sem umboðsmenn hafa
komið sér upp hjá „ríkmu“, segir
starfsmaður sem unnið hefur við
afgreiðslu hjá „ríkinu“ bæði í
Reykjavík og úti á landi.
Afgreiðslumaðurinn lýsir í við-
tali við Þjóðviljann gagnkvæmu
greiðakerfi á bakvið borðin í „rík-
inu“. Maðurinn mótmælir þeirri
fuilyrðingu forstjóra ÁTVR að
auglýsingar þekkist ekki í verslun-
unum. Hann segir frá alls konar
gjafavörum sem afgreiðslufólk fær
frá umboðsmönnum auk áfengis.
Þá eru þess dæmi að umboðsmenn
bjóði í veislur til að „kynna“ teg-
undir sínar. Barþjónum og af-
greiðslumönnum er þá gjarnan
boðið.
Þannig tíðkast margháttuð
auglýsingastarfsemi sem hingað til
hefur verið stungið undir stól hjá
saksóknara ríkisins þrátt fyrir
skýlaus ákvæði í lögum um bann
við auglýsingum á áfengi.
-óg.
Sjá bls. 2
Dr. Jakob Jónsson
sýnir í þessu alþýðlega
verki mannlegt innsæi
og guðfræðilega yfir-
sýn, segir séra Gunnar
Kristjánsson á Rcyni-
völlum í umsögn um
Tyrkja-Guddu.