Þjóðviljinn - 03.01.1984, Side 4

Þjóðviljinn - 03.01.1984, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN' Þriðjudagur 3. janúar 1984 PIOÐVIUINN Málgagn sósfalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir. Rltstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bflstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsia, afgreíðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Ráðið gegn atvinnuleysinu: Að gera verkalýðs- hreyfinguna sam- seka? Þegar sjónvarpið sýndi um áramótin yfirlit yfir helstu innlenda atburði ársins 1983 var rifjað upp viðtal við Steingrím Hermannsson forsætisráðherra sem tekið var á fyrsta degi hinnar nýju stjórnar. Til að svara ásökunum um hina miklu kjaraskerðingu, sem fólst í bráðabirgðalögunum, greip forsætisráðherrann til þess ráðs að benda á að örugg atvinna fyrir alla væri aðal- stefnumál ríkisstjórnarinnar, þar eð „atvinnuleysið væri stærsta kjaraskerðingin“ eins og Steingrímur komst að orði. Kjaraskerðing bráðabirgðalaganna væri réttlætanleg vegna þess að hún kæmi í veg fyrir hina stóru kjaraskerðingu sem fælist í atvinnuleysi. Hálfu ári síðar blasir við að kjaraskerðingin í sumar veitti ekkert atvinnuöryggi. Viðvörunarorð forystu- manna ASÍ og BSRB um að hún myndi skapa vítahring atvinnuleysis og sívaxandi kjaraskerðingar hafa reynst rétt. Spádómur forsætisráðherrans var hins vegar rang- ur. Við áramótin hafa þúsundir heimila í landinu orðið atvinnuleysinu að bráð. Næstu mánuði munu skrárnar yfir hina atvinnulausu lengjast og lengjast. Meginrétt- lætingin fyrir kjaraskerðingunni í sumar hefur reynst alger blekking. Áramótagreinar formanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sýna að þeir gera sér grein fyrir því að flokkar þeirra standa nú berskjaldaðir. Þeir hafa skorið kaupmáttinn niður um fjórðung. Þeir hafa svipt verkalýðshreyfinguna samningsrétti. Þeir hafa nú tekið atvinnuna frá þúsundum landsmanna. Atvinnuleysið afhjúpar gjaldþrot kjaraskerðingarstefnunnar sem var hornsteinn stjórnarsamstarfsins. Formennirnir telja greinilega nauðsynlegt að búa til fortjöld sem dylji þá staðreynd að þeir standa nú stefnulausir á sviðinu. Steingrímur Hermannsson og Þorsteinn Pálsson boða báðir í áramótagreinum sínum að ráðið gegn atvinnuleysinu skuli vera að skipa atvinnumálanefnd þar sem verkalýðshreyfingin eigi fulltrúa. Slík nefnd á síðan „að gera tillögur til úrbóta“ að sögn forsætisráð- herra. Þorsteinn Pálsson tekur í sama streng og bætir við að slík nefndarstörf kæmu launafólki meira að gagni en launahækkanir. Ríkisstjórnin virðist því vera búin að koma sér upp hernaðaráætlun þar sem störf fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar í atvinnumálanefnd eigi bæði að koma í stað launahækkana og þjóna þeim tilgangi að frýja ráðherrana ábyrgð á atvinnuleysinu. Sökinni yrði komið yfir á atvinnumálanefndina. Hún eigi að leysa vandann. Haldi atvinnuleysið áfram sé það atvinnu- málanefndinni og þar með fulltrúum verkalýðshreyf- ingarinnar að kenna. I umræðum um þátttöku verkalýðshreyfingarinnar í slíkri atvinnumálanefnd er gjarnan vísað til þess sem kallað er „fordæmið frá atvinnuleysisárunum á árat- ugnum 1960-1970“. Nefndirnar sem þá störfuðu með þátttöku verkalýðshreyfingarinnar voru annars eðlis. Þáverandi ríkisstjórn hafði ákveðið að veita verulegu fjármagni til atvinnuuppbyggingar í einstökum lands- hlutum. Verkalýðshreyfingunni var boðin aðild að því að ákveða hvernig þessu fjármagni yrði ráðstafað. Full- trúar launafólks fengu strax í upphafi vald yfir atvinnu- fjármagninu. Nú er ekkert slíkt á döfinni. Ríkisstjórnin ætlar ekki að veita nýrri atvinnumálanefnd neitt vald. Hún á bara að veita ráðherrunum fjarvistarsönnun frá eigin úr- ræðaleysi. - ór. klippt petta verður fyrirmyiular WMJMsK ? 1 m varplueiw Styrmir og Matthías meðan allt lék í lyndi. Á landsfundi Sjáifstæðisflokksins. (Ijósm. eik). Morgunblaðsunginn í frægri grein sem Styrmir Gunnarsson skrifaði fyrir lands- fund Sjálfstæðisflokksins í haust, kvað ritstjórinn Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum. Morgunblaðið ætl- aði sér að vera óháð flokknum, næsti formaður Sjálfstæðis- flokksins yrði blaðafulltrúi og Styrmir gaf fyllilega í skyn að for- maðurinn gæti ekki vænst neinnar flokkslegrar fyrirgreiðslu frá Morgunblaðinu. Fljótlega kom í ljós, að þessar væntingar Styrmis, um að Morg- unblaðið myndi öðlast sjálfstæð- ari tilveru óháð Sjálfstæðis- flokknum, voru ekki annað en óskhyggja blaðamannsins, sem varð dæmd til að láta í minni pok- ann fyrir pólitískum hagsmunum Sj álfstæðisflokksins. Svo virðist sem hænsnabús- sjónarmið Matthíasar Johannes- sen hafi orðið ofan á, en hann hefur einsog kunnugt er kallað Þorstein Pálsson Morgunblaðs- unga. Allavega hefur Þorsteinn frá formannskjörinu verið einsog púta á priki í Mogganum og gagg- að reglubundið í það blað einsog forverar hans. Endanleg staðfesting Nei, greinilegt er að Morgun- blaðinu hefur ekki tekist að rífa sig úr viðjum flokksbandanna, máske aldrei staðið til. Um áramótin kom svo Formannsgreinin í Morgunblað- inu einsog endranær um áramót. Sú birting var hin endanlega staðfesting þess, að sambandi Morgunblaðsins og Sjálfstæðis- flokksins hefur ekki verið að neinu leyti slitið, Stýrmir hefur orðið undir en Matthías Johannessen ofan á. Og einsog segir í kvæðinu; eina breytingin er sú að Geir Hallgrímsson heitir nú Þorsteinn Pálsson. Kekkjóttur hafragrautur Þorsteinn Pálsson gerir sér vel grein fyrir nauðsyn þess að vera í ylnum undir verndarvæng skálds- ins í ritstjórasæti Morgunblaðs- ins. Enda byrjar hann grein sína á tilvitnun í „Nýliðann á heiðurs- launabekknum“, þó vér aðrir að- dáendur skáldsins teljum að Þor- steinn hafi ekki getað verið seinheppnari í tilvísun. Þorsteinn leggur nefnilega út af eftirfarandi línum Matthíasar: „að við séum ekki lengur kekkirnir í ofsöltum hafragraut þjóðfélagsveislunnar“ Síðan fimbulfambar formaður- inn með þessa líkingu og segir kekkina vera „fjárfestingarmis- tök“. Ofseltan í grautnum er „óð- averðbólgan" og þannig áfram. En það má með sanni segja að Þorsteinn Pálsson og flokkurinn hans hafi matreitt kekkjóttan graut ofan í landsmenn. Landsmönnum hótað Öll er þessi grein Þorsteins hin skrýtnasta; einsog kekkjóttur grautur. Ekki væri hann formað- ur flokks atvinnurekenda ef hann kynni ekki að láta skfna í tenn- urnar. Þannig segir formaður sem er orðinn meiri stjórnarsinni en ráðherrarnir í ríkisstjórninni: ,JMöguleikar tQ launabreytinga ráðast aflauna- og gengisforsend- um fjárlaganna. Verði farið út fyrir þau mörk hlýtur pólitískt upplausnarástand að sigla í kjöl- farið. Sjálfstæðisflokkurinn get- ur að minnsta kosti ekki beygt sig undir það, að aðilar vinnumark- aðarins brjóti stjórnarstefnuna á bak aftur“. Hvað er maðurinn að segja? í fyrsta lagi að kaup sé ekki samningsatriði aðila vinnu- markaðarins heldur sé ákvarðað í fjárlögum ríkisstjórnarinnar! í öðru lagi, að ef aðilar vinnumark- aðarins semji um kaup og kjör á einhvern mannsæmandi hátt, þá sé Sjálfstæðisflokknum og hans hátign Þorsteini Pálssyni að mæta! Og hverju er svo Þorsteinn Pálsson að hóta landsmönnum ef samið er um mannsæmandi kaup og kjör? Nei, ekki gat formaður Sjálf- stæðisflokksins látið sér nægja að bjóða lesendum Morgunblaðsins uppá kekkjóttan hafragraut, heldur þurfti hann endilega að vera viðbrenndur líka! Þjóðviljinn telur hins vegar að Styrmir hafi haft rétt fyrir sér þegar hann kvað um nauðsyn þess að Sjálfstæðisflokkurinn haslaði sér völl fyrir utan Morg- unblaðið. En engu að síður er greinilegt að sjónarmið Matthías- ar Johannessen og flokkseig- endafélagsins hafa orðið ofan á í þessu efni; kekkjóttur hafra- grautur! -óg Tryggja friðinn með ofstœki Merkilegt var að heyra ára- mótaávarp forsætisráðherra og lesa áramótagrein hans í Tíman- um, þarsem hann hefur höndlað og framkvæmt þvert á það sem hann sagði um áramótin. Verstar voru þessar mótsagnir í mikilvægasta málaflokknum, nefnilega friðarmálunum. Stein- grímur sagði að ísland skipaði sér á bekk með friðelskandi þjóðum sem vildu afvopnun o.s.frv. Hér talaði forsætisráðherra ríkis- stjórnar sem hefur á alþjóðavett- vangi skipað sér á bekk með þeim ofstækisfýllstu, fulltrúi ríkis- stjórnar sem ein af átta sat hjá í atkvæðagreiðslu um stöðvun framleiðslu kjarnorkuvopna. „Okkur ber skylda til að leggja okkar af mörkum til að vel megi fara“, skrifaði forsætisráðherra í Tímann, þarsem hann fjallaði um tortímingahættuna sem vofir yfir mannkyni. Ég fordæmdi ekki innrásina á Grenada, sagði utanríkisráð- herra Steingríms stoltur á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins sl. haust og undirlægjuháttur og eymingjadómur ríkisstjórnar hefur trúlega aldrei verið átakan- legri hér á landi og einmitt með núverandi ríkisstjórn. Og er sam- anburðurinn þó ekki alltaf sem fallegastur. En það er umhugsun- arefni hve Steingrími reynist auð- velt að segja eitt en framkvæma annað. Hitt var og eftirtektarvert, að Þórarinn Þórarinsson sá ástæðu til þess að fjalla um sjálfstæðis- baráttuna á gamlársdag í leibára méð þeim hætti að meiaðsegja Framsóknarráðherrunum ætti að vera ljóst að núverandi utanríkis- tefna býður hættujn heim. Meira um það síðar. _ óg.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.