Þjóðviljinn - 03.01.1984, Page 7
Þriðjudagur 3. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
Myndmál
komið út
3. hefti kvikmyndablaðsins
Myndmál hefur nýverið litið dags-
ins ljós. Myndmál hóf göngu sína
fyrr á nýliðnu ári og er ætlað að
flytja efni sem áhugavert telst í
heimi kvikmynda og myndbanda,
innanlands sem utan.
í þessu jólablaði Myndmáls ættu
kvikmyndaáhugamenn og aðrir
unnendur bíómynda og mynd-
banda að finna sitthvað við sitt
hæfi. Óskar Þórisson skrifar ýtar-
lega grein um kvikmyndaferil Da-
vid Bowie, sagt er frá kvikmynd-
inni „War Games“ og hversu nærri
raunveruleikanum hún kemst,,
fjallað er um eina bestu mynd
Charlie Chaplin „Borgarljós",
greint frá athöfnum Hrafns Gunn-
laugssonar þessa dagana og komið
inná jólamynd Sjónvarpsins „Hver
er...“ sem Hrafn stýrði. Sagt er frá
fyrirætlunum Þráins Bertelssonar
og félaga, aðstandenda „Nýs Lífs“
um tökur tveggja bíómynda fyrir
vorið og einnig geta lesendur
fræðst um jólamyndir kvikmynda-
húsanna en sjaldan hefur verið um I
eins auðugan garð að gresja og
þetta árið. Fyrir vídeóvini er birtur
listi yfir nýtt efni á myndböndum
og margt fleira má finna í blaðinu.
íslend-
ingur í
áhrifa-
stöðu
Bandarísk fyrirtæki, sem sjá um |
sölu og dreifingu á frystum matvæl-
um hafa með sér samtök, sem ná til
allra Bandaríkjanna. Skipta að-
ildarfyrirtæki þeirra þúsundum.
Á þingi samtakanna, sem haldið
var í Chicago í haust, var Guðjón
B. Ólafsson framkvæmdastjóri
Iceland Seafood Corporation, kos-
inn í stjórn samtakanna. Jafnframt
var Guðjón kosinn í framkvæmda-
nefnd og formaður sérstaks ráðs,
sem fer með málefni veitingahúsa.
-mhg
Gunnsteinn Karlsson. Gunnsteinn
biður að koma áleiðis þeim boð-
um, að hefðu einhverjir undir
höndum skjöl eða minjar, sem
tengdust starfi eða sögu Sambands-
ins eða samvinnuhreyfingarinnar,
og vildu koma því frá sér í örugga
varðveislu, þá væri safnið reiðubú-
ið til að veita öllu slíku viðtöku.
-mhg
Skjalasafn Sambandsins
Nokkur undanfarin ár hefur að undirbúa skráningu upplýsinga
Sambandið komið fyrir skjölum um allt safnið fyrir tölvugeymslu.
sínum, bókum og ýmsum öðrum Gunnar Grímsson, fyrrverandi
minjum allt frá upphafi starfs síns kaupfélagsstjóri, vann ötullega að
og fram á þennan dag á einum stað í þessum málum fyrstu árin en nú-
safni í Holtagörðum. Núna er verið verandi forstöðumaður safnsins er
Sérleyfisleið
laus til umsóknar
Sérleyfisleiðin Neskaupstaður - Eskifjörður
- Reyðarfjörður - Egilsstaðir er laus til um-
sóknar.
Umsóknir skulu sendar Umferðarmáladeild,
Umferðarmiðstöðinni, Reykjavík, fyrir 20.
janúar 1984. Með umsóknum skulu fylgja
upplýsingar um bifreiðakost umsækjenda.
Skipulagsnefnd fólksflutninga
Umferðarmáladeild
Meðferðarheimili
einhverfra barna
Trönuhólum 1, Reykjavík
óskar að ráða starfsmenn til vaktavinnu sem
fyrst. Þroskaþjálfa-, fóstru- eða önnur upp-
eldisfræðileg menntun æskileg.
Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma
79760.
Þú getur
.oróió
cinn af
m
ymiungs-
höfum á
næstaári
En til þess að það geti gerst þarftu að eiga miða.
Hann kostar 100 kr. á mánuði. Eigir þú miða getur allt gerst. — það er bara
spuming um heppni þína hvort og hvenær þú hlýtur vinning.
Nú er hæsti vinningur 1 milljón.
Hvemig væri að slást í hópinn.
Við drögum þann 10. janúar.
Happdrætti SÍBS