Þjóðviljinn - 03.01.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.01.1984, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 3. janúar 1984 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík Árshátíð og þorrablót Árshátíö og þorrablót Alþýðubandalagslns í Reykjavík verður laugardaginn 28. janúar 1984. Þegar eru bókanir tarnar að berast og eru menn hvattir til að skrá sig fyrir miðum sem allra fyrst. í fyrra komust færri að en vildu. Dagskrá og skemmtiatriði auglýst síðar. - Skemmtinefnd ABR Alþýðubandalagið á Akureyri Árshátíð Árshátíð Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldin laugardaginn 21. janúar nk,- Glæsileg dágskrá með heimsþekktum skemmtikröftum. Látið skrá ykkur sem fyrst til þátttöku hjá Ragnheiði í síma 23397 eða Óttari í síma 21264. Nánar auglýst síðar. Skemmtinefndin. Alþýðubandalagið Grundarfirði Opinn fundur um sjávarútvegsmálin Alþýðubandalagið í Grundarfirði boðar til fundar um viðhorfin í sjávarútvegsmálum og kvótakerfið í samkomuhúsinu í Grundarfirði fimmtudagskvöldið 5. janúar næstkomandi kl. 20.30. Framsögumaður Skúli Alexandersson alþingis- maður. Fyrirspurnum svarað að aflokinni fram- sögu. Stjórn AB í Grundarfirði. Skúli Æskulýðsfylking Alþýöubandalagsíns Ungt fólk í Kópavogi! Jæja, nú kýlum við á að stofna eitt stykki Æskulýðsfylkingu AB. í Kópavogskaupstað. Undirbúningsstofnsetningarmannfagnaðurinn verður háður í Þinghól félagsmiðstöð AB. í Kópavogi. Félagsmiðstöðin er í tölusettu húsi nr. 11 við Hamraborg. Fundurinn hefst kl. 20.30 að stáðartíma. - Hópnefndarráð. Auglýsing frá ríkisskattstjóra Vísitala jöfnunarhlutabréfa Samkvæmt ákvæðum 5. og 6. málsl. 1. mgr.9 gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt hefur ríkis- skattstjóri reiknað út vísitölu almennrar verðhækkunar í sambandi við útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1984 og er þá miðað við að vísitala 1. janúar 1979 sé 100. 1. janúar 1980 vísitala 156 1. janúar 1981 vísitala 247 1. janúar 1982 vísitala 351 1. janúar 1983 vísitala 557 1. janúar 1984 vísitala 953 Við útgáfu jöfnunarhlutabréfa skal annars vegar miða við vísitölu frá 1. janúar 1979 eða frá 1. janúar næsta árs eftir stofnun hlutafélags eða innborgunar hlutafjár eftir þann tíma, en hins vegar við vísitölu 1. janúar þess árs sem útgáfa jöfnunarhlutabréfa er ákveðin. Reykjavík 2. janúar 1984 Ríkisskattstjóri Blaðberi óskast strax Frostaskjól Granaskjól Sporðagrunn UODVIUINN Sími 81333 Til sölu 30 rúmlesta fiskiskip smíðað árið 1976. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fisk- veiðasjóðs Islands í síma 28055 og hjá Vald- imar Einarssyni í síma 33954. Tilboð óskast send Fiskveiðasjóði Islands fyrir 16. janúar 1984. Fiskveiðasjóður íslands Maðurinn minn og faðir okkar Þórarinn Sigurðsson Hraunbrún 22, Hafnarfirði verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni föstudaginn 6. janúar kl. 13.30. Guðrún Sigurbergsdóttir Einey Guðríður Þórarinsdóttir Sigurbergur Þórarinsson. Minning____________________ Sigríður Angantýsdóttir verkakona Kynni okkar Sigríðar hófust fyrir tæpu ári. Við áttum þá samleið í kvennabaráttunni, hittumst fyrst í hópstarfi Kvennalistans fyrir síð- ustu kosningar. Sigríður gaf sig af heilum hug í þá baráttu, framlag hennar var ómetanlegt. Hún miðl- aði okkur af langri reynslu sinni og þekkingu, m.a. á málefnum kvenna í fiskvinnslu. Aftur lágu leiðir okkar Sigríðar saman, þegar við nokkrar konur hófum undirbúning að ráðstefnu um kiör kvenna á vinnumarkaðn- um. I þann hóp var Sigríður sjálf- sögð. Eftir ráðstefnuna fylgdi undirbúningur að stofnun Samtaka kvenna á vinnumarkaðnum í kjöl- farið. í öllu þessu starfi var Sigríður einstaklega góður vinnufélagi. Hún tók aldrei að sér verkefni, án þess að skila því til fullnustu, en það er ómetanlegur kostur í barátt- u,sem unnin er í tómstundum. Það var þó ekki aðeins áreiðanleiki Sig- ríðar, sem gerir hana ógleyman- lega okkur samstarfskonum henn- ar. Það var að sjálfsögðu fyrst og fremst manneskjan Sigríður-glað- vær, tillögugóð, jákvæð og hjálp- söm, sem við minnumst með trega. Kynnin voru stutt, en þau voru góð. Eftir stöndum við einum góð- um félaganum færri. Við kveðjum Sigríði með sökn- uði, konu, sem gekk ótrauð og sigurviss til fylgis við réttlætismál- stað eigin kyns. Guðrún Jónsdóttir Kaj-Munk kvöldi Dagskránni um Kaj Munk, sem fyrirhuguð var á dánardegi hans á Freyr „60-70% þjóðarinnar álíta... að það sé þjóðhagslega hagkvæmara að gefa út dagblöð og reka tísku- verslanir en slá gras og framleiða mjólk“, segir Þorkell Guðbrands- son á Sauðárkróki í síðasta tbl. Freys, en í bréfí til blaðsins ræðir Þorkell um rekstrar- og afurðalán til iandbúnaðarins, greiðsiuerfíð- leika bænda og áróðurinn gegn landbúnaðinum. Jónas Jónsson búnaðarmála- stjóri skrifar forystugreinina að þessu sinni og nefnir: „Snúum vörn í sókn“. Rætt er við Tómás Helga- son frá Hnífsdal en hann á trúlega stærra safn landbúnaðarbóka en nokkur annar íslendingur. Birt er erindi um hross og beitarmál, sem Egill Bjarnason flutti á Landsþingi L.H. Þórarinn Lárusson hjá Rækt- unarfélagi Norðurlands ritar greinina „Meðaltöl og stefnumörk- un“. Þorkell Bjarnason og Páll Bjarki Pálsson segja frá Stóðhesta- stöð Búnaðarfélags íslands. í grein um lurkakatla er bent á hagkvæmni þess að nota úrgangstimbur til kyndingar þar sem það er fyrir hendi. Greint er frá ýmsum af- greiðslum Framleiðsluráðs á fundi þess23. nóv. sl. ogloks erljóð.sem Egill Jónasson á Húsavík orti á að- alfundi Kaupfélags Þingeyinga 1954. -mn8 Samvinnan Síðasta hefti Samvinnunnar 1983 hefst á forystugrein ritstjórans „Samtök almennings í landinu" og er þar vikið að hinni þrálátu áráttu Mbl. að reyna að koma auðhrings- stimpli á samvinnuhreyfínguna. Birtur er kafli úr bókinni „Eysteinn í eldlínu stjórnmál- anna.“ Sagt frá opnun Mikla-1 garðs, hinnar nýju stórverslunar samvinnumanna. Gunnar Stefáns- son ritar grein um þýska skáldið Heine og hið fræga Loreleikvæði hans. Birtar eru íslensku þýðing- arnar á ljóðinu, eru þær ekki færri j en 7 og hafa þar engir aukvisar lagt i hönd að verki: Hannes Hafstein, Steingrímur, Matthías, Gísli | Brynjólfsson, Magnús Ásgeirsson, Karl Isfeld og Þórir Bergsson. Birt- ar eru myndir af þýðendunum. Mikið má þó vera ef sú mynd sem sögð er af Þóri Bergssyni er ekki af Þórleifi Bjarnasyni rithöfundi. Birt er þriðja verðlaunaritgerðin í verð- launakeppni Sambandsins, „Sú leið er ein til lífsins gæða“ og er hún eftir Eyjólf Sturlaugsson. Sagt er frá kaupfélagsstjórafundinum í ár. Rínarsteinar nefnist frásögn eftir Önnu Maríu Þórisdóttur. Ljóð eru í ritinu eftir þá Sigfús Kristjánsson og Valgeir Sigurðsson og smásaga eftir Leif B. Lillegárd f þýðingu Matthíasar Eggertssonar. morgun 4. janúar hefur verið frest- að. Guðrún Ásmundsdóttir leikari undirbýr þessa dagskrá um hinn mikla, danska prédikara og skáld, sem myrtur var af nasistum fyrir 40 árum. Guðrún mun flytja hana ásamt fleiri listamönnum í Hall- grímskirkju við fyrsta tækifæri. Þetta er einn liður í fjölbreyttu Eiðfaxi Út er komið síðasta hefti af Eiðfaxa 1983. Árni Þórðarson ritar forystugrcinina og ræðir þar m.a. um erindi það, sem Egill Bjarnason ráðunautur flutti á Landsþingi L.H. og raunar er birt í blaðinu. I grein Arna kemur m.a. fram, að haustið 1982 voru sett á 53.649 hross. Fjórðungur þeirra var á þéttbýlissvæðunum. Ýtarlega er sagt frá Landsþingi L.H. og rætt við fjóra fulltrúa þar, þá Kristján Jónsson, Hóli í Hvammssveit, Braga Björgmunds- son, Bolungarvík, Þorstein Stef- ánsson Dalvík og Gunnlaug Skúla- son, Laugarási. Þá er áðurnefnt er- indi Egils Bjarnasonar, sem hann nefnir „Fjöldi hrossa og dreifing." Kristinn Hugason kennari á Hól- frestað listalífi á vegum Listvinafélagsins, en í byrjun aðventu hófst 2. starfsár þess. Enn er hægt að gerast styrkt- arfélagi, gíróseðlar liggja frammi í kirkjunni og þá er hægt að fá heimsenda. Náttsöngur verður að vanda sunginn annað kvöld í Hallgríms- kirkju og hefst klukkan 22.00. um skrifar um hrossrækt, (fyrri grein) og fjallar þar einkum um frjósemi. Viðtal er við þá kunnu kempu og hestamann Þorgeir í Gufunesi. ÓlafurR. Dýrmundsson landnýtingarráðunautur skrifar um innlendar hrossabeitartilraunir. Sigurbjörn Bárðarson tekur saman kappreiðaannál 1983. Jón Sigurðs- son bóndi í Skollagróf á þarna smá- grein er hann nefnir: „Leitið ekki að hreyfingargetu hrossanna frami í faxi“. Sagðar eru fréttir af hesta- mannafélögum: Þyti í V- Húnavatnssýslu, Fáki, Glað í Dölum og Hring á Dalvík. Einar Öder Magnússon, Gunnar Ágústs- son og Hreggviður Eyvindsson segja frá íslenskum hestum í Kana- da. Erling Sigurðsson skrifar um fjórðungsmótið á Melgerðismelum í sumar. Enn eru í blaðinu ýmsar styttri fréttir og ekki þarf að minna á myndirnar. -mhg Flensborgarskóli Innritun í öldungadeild Flensborgarskóla fer fram dagana 4. - 6. janúar kl. 14-18. Innritunargjald er kr. 1700,-. Skólameistari. Réttindi til hópferðaaksturs Skipulagsnefnd fólksflutninga með langferð- abifreiðum hefur ákveðið að auglýsa laus til umsóknar réttindi til hópferðaaksturs á árinu 1984. Umsækjandi um leyfi til hópferðaréttinda skal í umsókn skýra frá bifreiðakosti sínum þ.e. fjölda, stærð, gerð, aldri og skrásetning- arnúmerum þeirra bifreiða, er hann ætlar að nota til flutninganna. Athygli er vakin á að sérleyfishafar þurfa einnig að sækja um hópferðaréttindi. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 1984. Skipulagsnefnd fólksflutninga Umferðarmáladeild

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.