Þjóðviljinn - 12.01.1984, Page 5
W»QÍ 'iiii'j'jf.i il 'pf/.M ii --
Fimmtudagur 12. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
Dönsku kosningarnar
Hvað mótar afstöðu kjósenda?
Atkvœðaskriðið varð á milli borgaralegu flokkanna
innbyrðis, en breyttar þjóðfélagsaðstœður gœtu einnig
skapað atkvœðaskrið á milli hœgri og vinstri
Þegar vinda lægir að
afloknum kosningunum í
Danmörku kemur í Ijós að
þrátt fyrir allt tilstandið hefur
fátt í rauninni breyst, og ekk-
ert sem hefur afgerandi áhrif
á framvindu danskra stjórn-
mála. Um hægri sveiflu er
ekki hægt að tala, þótt borg-
araflokkarnir vinni 2 þing-
sæti af Jafnaðarmönnum, og
Jafnaðarmannaflokkurinn er
áfram stærsti stjórnmála-
flokkurinn í Danmörku með
57 þingsæti af 175.
Breytingarnar sem áttu sér stað
eru allar á hægri vængnum, þar sem
íhaldsflokkurinn gleypti röskan
helming atkvæða Framfaraflokks
Glistrups og tæpan helming at-
kvæða Miðdemókrata undir for-
ystu Erhards Jakobsen. Fylgishrun
Miðdemókrata mun gera þeim erf-
itt fyrir um áframhaldandi stjórn-
arþátttöku með íhaldsflokknum og
mjög er nú óvíst hvort Framfara-
flokkur Glistrups muni veita fjór-
flokkastjórn þeirri sem Schlúter
stýrði áframhaldandi stuðning.
Jafnvel þótt Miðdemókratar haldi
áfram aðild að fjórflokkastjórmnni
(eftir að hafa misst 7 af 15 þingsæ t-
um) mun stuðningur Radíkala
flokksinsekkinægjatilþingmeiri -
hluta, heldur mun Schlúter áfram’
þurfa að leita eftir samkomuiagi
við Framfaraflokk Glistrups. Jafn-
aðarmenn og sósíalíski þjóðar -
flokkurinn hafa samanlagt 78 þing-
sæti og vantar 10 upp á hreinan
meirihluta. Það er því ekki útilok-
að að kosningarnar leiði til nýrrar
minnihlutastjórnar Jafnaðar-
manna er hefði meirihluta á þingi
með stuðningi Sósíalíska þjóðar-
flokksins og Radíkala flokksins,
þótt sá meirihluti væri að vísu
naumur.
Vinstri sósíalistar, sem hafa ver-
ið mjög uppteknir af innri vanda-
málum síðasta árið og haldið uppi
opinberum deilum um flokkskenn-
ingu Leníns og annað fræðilegt
góðmeti á undanförnu ári héldu
þrátt fyrir allt fyrra kjörfylgi og
hlutu 5 þingsæti. Þau verða einnig
lögð á vogarskál vinstra armsins,
og þegar á heildina er litið verður
að segja að vinstri armurinn í
dönskum stjórnmálum hafi staðið
af sér þetta áhlaup hægrimanna
framar vonum.
Breytt hegðun
kjósenda
Danska blaðið Information
bendir á það í leiðara á kosninga-
daginn að þótt ekkert bendi til þess
að afgerandi breyting verði á milli
hægri og vinstri í dönskum
stjórnmálum við þessar kosningar,
þá sé engu að síður orðin sú
breyting á dönskum kjósendum frá
því sem áður var, að verkamenn
kjósa ekki sjálfkrafa Jafnaðar-
mannaflokkinn, bændur Vinstri-
flokkinn og embættismenn og at-
vinnurekendur íhaldsflokkinn.
Hin daglega reynsla kjósandans í
starfi er ekki jafn ákvarðandi um
hvar hann setur krossinn á kjör-
klefanum og áður, heldur ræður
hin öra upplýsingamiðlun og fram-
koma hinna pólitísku leiðtoga á
leiksviði þjóðarinnar í sjónvarpinu
meiru þar um. Kosningabaráttan í
Danmörku snerist öðrum þræði
um valið á milli Schlúters og Ank-
ers Jörgensen. Slíkt val fól jafn-
framt í sér vissa grundvallarafstöðu
hvað varðaði það velferðarþjóðfé-
lag sem danskir jafnaðarmenn hafa
átt drýgstan þátt í að byggja upp á
undanförnum áratugum með hina
félagslegu samábyrgð að leiðar-
ljósi. Sú efnahagskreppa sem hrjáð
hefur danskt efnahagslíf undanfar-
in ár hefur orðið prófraun á hina
félagslegu samheldni í þjóðfé-
laginu, þar sem borgaraflokkarnir
höfða til hinna eigingjörnu og smá-
borgaralegu viðhorfa meðal
launþega.
Breyttir
áhrifavaldar
Information bendir á að þeir fé-
lagsfræðingar sem kannað hafa
hegðun kjósenda í kjörklefunum
greini á milli þeirra áhrifavalda
sem hafa langtímavirkni og þeirra
sem hafa skammtímavirkni. Lang-
tíma áhrifavaldar um afstöðu kjós-
enda eru félagslegir og efnahags-
legir hagsmunir, fjölskylduhefð og
meðvituð upplýsing um hina efna-
hagslegu stýringu þjóðfélagsins.
Skammtíma áhrifavaldar eru per-
sónuleg áhrif einstakra stjórnmála-
manna og ákveðin tímabundin
málefni sem kosningar kunna að
snúast um. Þær breytingar sem
verða á fylgi flokkanna á síðari
árum hafa að mati blaðsins fyrst og
fremst stafað af skammtíma áhrifa-
völdum, enda hafa hlutföllin á milli
hægri og vinstri verið nokkuð stöð-
ug í dönskum stjórnmálum. Og
það kemur í ljós í nýafstöðnum
kosningum, að skammtímaáhrifa-
valdarnir verkuðu fyrst og fremst á
hægri væng danskra kjósenda. En
blaðið bendir jafnframt á að ýmis
alvarlegustu vandamál samtímans
gangi þvert á hefðbundna félags-
lega og pólitíska skiptingu þjóðfé-
lagsins, og slík vandamál gætu þeg-
ar frammí sækir orðið til þess að
skapa atkvæðaskrið einnig á milli
hægri og vinstri. Þau vandamál sem
hér um ræðir varða umhverfismál,
náttúruauðlindir, kjarnorkuvæð-
ingu og vígbúnaðarkapphlaup svo
dæmi séu tekin.
Nýjar kröfur
Þessi breytta staða gerir nýjar
kröfur til verkalýðsfélaganna og
verkalýðsflokkanna sérstaklega,
þar sem þeir geta ekki gengið út frá
því sem vísu að sækja atkvæði sín til
verkalýðshreyfingarinnar.
Þess hefur orðið vart meðal
hinna hefðbundnu verkalýðs-
flokka í sunnanverðri Evrópu á
síðari árum að þeir hafa þjáðst af
nokkurri hugmyndafræðilegri
kreppu og skorti á traustri sjálfs-
ímynd á meðan flokkar sósíalista,
sem hafa verið óbundnir af
gömlum hefðum, hafa verið í sókn
og jafnframt verið fljótari að til-
einka sér ný viðhorf á sumum svið-
um. Sú kreppa sem hrjáð hefur
kommúnistaflokkana í sunnan-
verðri álfunni stafar ekki eingöngu
af þeim klafa sem hin sovéska
ímynd sósíalismans hefur reynst
þessum flokkum, heldur ekki síður
af því að þeir hafa ekki áttað sig
nægilega fljótt á þeim breytingum
sem stjórnmálabaráttan hefur
tekið í álfunni á undanförnum
árum samfara breyttum þjóðfé-
lagsaðstæðum. í þessu sambandi
liggur beinast við að vísa til koinm-
únistaflokka Frakklands og Spán-
ar, sem glatað hafa miklu fylgi yfir
til sósíalistaflokkanna og eru ekki
lengur leiðandi í verkalýðshreyf-
ingunni. Grikkland er annað
dæmi, og vísbendingu um hið sarna
má sjá á Ítalíu, þótt ítalski komm-
únistaflokkurinn haldi enn vel
stöðu sinni sem leiðandi afl verka-
lýðshreyfingarinnar. Kosningarnar
í Danmörku eru ekki dæmigerðar
um þessa þróun, en þær sýna okkur
þó, að danski jafnaðarmanna -
flokkurinn á nokkuð í vök að verj-
ast, og að sú samstaða sem hann
hefur átt drýgstan þátt í að skapa
um félagslega samábyrgð í þjóðfé-
laginu á jafnframt undir högg að
sækja.
Slíkt er verðugt umhugsunarefni
fyrir verkalýðssinna hér á landi
jafnt og í Danmörku og kallar jafn-
framt á hugmyndalega nýsköpun
innan verkalýðshreyfingarinnar
andspænis vaxandi kreppu og mis-
rétti í þjóðfélaginu. ólg.
Búseti sœkir um lóðir:
„Vonumst eftir svari sem fyrst“
„Við vonumst eftir svari við um-
sókn okkar sem allra fyrst - það má
alls ekki dragast fram á næsta ár að
fá úthlutað lóðum, því þetta er það
stórt félag og mikill hugur í fólki,“
sagði Páll Gunnlaugsson, arkitekt,
í samtali við blaðið í gær, en Páll
hefur verið í forsvari fyrir
skipulags- og lóðahóp húsnæðis-
samvinnufélagsins Búseta. Búseta-
fólk hefur sótt um 150-200 lóðir
undir íbúðir í fjölbýli til yfirvalda
Reykjavíkurborgar.
Borgarráð Reykjavíkur fjallaði
um umsókn Búseta á fundi sínum
sl. þriðjudag og vísaði henni síðan
til borgarverkfræðings til umfjöll-
unar. Húsnæðissamvinnufélagið
Búseti var stofnað í nóvember sl.
og ætlar að byggja íbúðir með bú-
seturéttarfyrirkomulagi, sem hefur
í för með sér, að félagar leigja hjá
félaginu en eignast ekki íbúðirnar.
Félagssvæði Búseta nær yfir höfuð-
borgarsvæðið og hreyfing er komin
á með lóðaumsóknir í nágranna-
sveitafélögum Reykjavíkur.
Stofnfélagar Búseta eru 2.100, en
daglega gengur nýtt fólk í félagið
og telur það nú nálægt 2.500
manns.
„Við gerum okkur vonir um að
fá lóðir í nýja miðbænum og í Graf-
arvogi. Eins og ég sagði áðan von-
um við að eitthvað gerist í málinu
mjög fljótlega“, sagði Páll Gunn-
laugsson ennfremur.
ast
Húsnæðissamvinnufélagið Búseti var stofnað í nóvember 1982 og var myndin tekin á stofnfundinum. Búsetafólk hefur nú sótt um fjölbýlishúsalóðir
til borgaryfirvalda.
Húsgögn í matsal Rafmagnsveitunnar
s
Islenskt tilboð var lægst
Hjá Rafmagnsveitum Reykjavík-
ur voru í gær opnuð tilboð í hús-
gögn matsalar nýs húss sem fyrir-
tækið tekur brátt í notkun á horni
Suðurlandsbrautar og Grensásveg-
ar. Lægsta tilboðið var frá inn-
lendum aðila upp á tæplega
500.000 krónur en það hæsta var
upp á rúmlega 700.000 krónur.
Að sögn Hauks Pálmasonar hjá
Rafmagnsveitum Reykjavíkur er
hér um að ræða 33 matboð og 135
stóla. Tilboðin sem bárust voru 8
talsins. Eru þau nú í skoðun hjá
arkitektum hússins.
Talsverðrar óánægju hafði gætt
hjá húsgagnaframleiðendum með
hve stuttur frestur var gefinn til að
afhenda umrædd húsgögn. Tilboð
voru auglýst á milli jóla og nýárs að
sögn Sveinafélags húsgagnasmiða
en ætlast til að vörunni yrði skilað
20. mars nk. Þá væru gerðar kröfur
um sérstaka útfærslu á borðunum
þar sem greinilega væri stuðst við
tiltekin dönsk húsgögn.
Haukur Pálmason kvað engar
óánægjuraddir hafa komið fram
hvað þessi atriði varðaði, hvorki
eftir að auglýsing birtist né þegar
tilboðin voru opnuð í gær. Bæði
innlendir framleiðendur og innf-
lytjendur hefðu gert tilboð í þessi
húsgögn og hefðu allir verið þess
albúnir að afhenda þau á tímabi-
linu 1.-20. niars nk.
Hið nýja og glæsilega húsnæði
Rafmagnsveitu Reykjavíkur verð-
ur tekið í notkun 1. apríl í vor og
flyst þá öll starfsemi fyrirtækisins
frá Hafnarhúsinu og að hluta úr
nokkurra ára byggingum þess við
Ármúla.
- v.