Þjóðviljinn - 12.01.1984, Side 7

Þjóðviljinn - 12.01.1984, Side 7
„Það þarf að fara allt aftur til Grágásar til að finna fyrstu dæmin um tryggingaákvæði í lögum en það mun hafa verið um miðja 19. öldina, sem farið var að stofna vátryggingarfélög hér á iandi. Elsta starfandi tryggingafélagið á Islandi er Bátaábyrgðarfélag Vestmanna- eyja, en það er stofnsett árið 1806“, sögðu þau Erlendur Lárusson for- stöðumaður tryggingaeftirlitsins og lögfræðingur þess Guðný Björnsdóttir í spjalli við blaða- mann Þjóðviljans. Rekstur íslenskra tryggingafé- laga er háður umfangsmiklu eftir- liti til að tryggja að hagur allra þeirra sem skipta við félögin sé ekki fyrir borð borinn. Trygginga- eftirlitið skal hafa náið eftirlit með rekstri tryggingafélaganna svo og öllum fjárhag þeirra til að sjá um að þau séu fær um að standa við skuldbindingar sínar. Komi í ljós að eigið fé þeirra er ófullnægjandi getur eftirlitið krafist þess að þau auki þar við ellegar ef svo er ekki gert lagt til að viðkomandi félag verði svipt starfsleyfi. Eru nokkur dæmi um að tryggingaeftirlitið hafi þurft að hafa slík afskipti af fé- lögum, þegar þau hafa ekki upp- fyllt lágmarkskröfur um eigið fé. í öðru lagi skal tryggingaeftirlitið hafa eftirlit með öllum skilmálum tryggingafélaganna og iðgjöldum þannig að vátryggingaverndin sem í boði er sé á sanngjörnu verði og miðuð við hagsmuni og þarfir Fimmtudagur li.'jánuar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Rekstur íslenskra tryggingafélaga Erlendur Lárusson og Guðný Björnsdóttir hjá Tryggingaeftirlitinu: Hér á landi er víðtækt eftirlit með starfsemi tryggingafélaganna, þar sem neytendaverndin er í fyrirrúmi. STUNDUM GROÐI — STUNDUM TAP hinna tryggðu. Einnig skal stofn- unin hafa eftirlit með tjón- auppgjöri þannig að starfsemin sé rekin á heilbrigðum grundvelli og að sanngjarnar bætur séu boðnar þeim sem rétt eiga á. N ey tendaverndin í fyrirrúmi Lög um vátryggingastarfsemi á íslandi eru í raun fyrst og fremst lög um neytendavernd og kemur það markmið vel fram í þeim megin- þáttum sem tryggingaeftirlitið byggir á. Fyrir nokkru tók trygg- ingaeftirlitið upp nýjan þátt í sinni starfsemi sem kallast neytenda- þjónusta tryggingaeftirlitsins. Við báðum þau Erlend og Guðnýju að skýra okkur frá þeim þætti starf- seminnar: „Neytendaþjónustan hefur verið starfrækt frá því í ársbyrjun 1981. Þar er almenningi gefinn kostur á að leita til eftirlitsins með fyrir- spurnir og kvartanir sem snerta vátryggingar. Á síðasta ári leituðu um 200 manns til neytendaþjónust- unnar og má segja að um helming- ur þeirra hafi verið með fyrirspurn- ir af ýmsu tagi um tryggingamál en hinn helmingurinn kvartanir yfir ákvörðun eða afgreiðslu trygg- ingafélags". Getur fólk leitað til ykkar hve- nær sem er? „Við veitum þessa þjónustu þrjá daga í viku, þ.e. miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga á milli kl. 10 og 12. Þessi þjónusta hefur greinilega sýnt að það er þörf á ein- hverjum hlutlausum aðilja til að veita upplýsingar og ráðgjöf og einnig að stuðla að lausn ágrein- ingsatriða ef þau koma upp“. Tap á bifreiða- tryggingunum Nú kvarta tryggingafélögin sí- fellt yfir því að þau tapi á bifreiða- tryggingunum. Er þetta rétt? „Eitt af hlutverkum trygginga- eftirlitsins er að reikna út iðgjalda- þörf mismunandi trygginga hjá fé- lögunum og okkar niðurstaða hef- ur verið sú hin síðari árin að trygg- ingafélögin hafi ekki fengið að hækka iðgjöld vegna bifreiðatrygg- inga eins og nauðsynlegt var. Það hefur því verið tap af þeim við- skiptum og má nefna sem dæmi að árið 1982 námu iðgjöld íslenskra segja talsmenn trygginga- eftirlitsins, Erlendur Lárusson og Guðný Björnsdóttir tryggingafélaga vegna bifreiða- trygginganna samtals 179 miljón- um króna, en bætur vegna tjóna 199 miljónum króna. Þá er ótalinn kostnaður vegna umræddra trygg- inga sem áætlaður er um 7 millj.kr. Vissulega er auðvelt að skilja það að bifreiðaeigendum finnist ið- gjöld bifreiðatrygginganna vera há en menn verða einnig að gera sér ljóst að forsenda þess að trygg- ingafélög geti staðið við skuld- bindingar sínar er að tekjur þeirra séu nægjanlega háar. Það er eitt af okkar hlutverkum að tryggja að svo sé og við höfum oft lagt til hærri iðgjöld af bifreiðatryggingum en ráðherra hefur fallist á. I fyrsta skipti um margra ára skeið gerðist það í fyrra að iðgjöld voru hækkuð eins og við höfðum lagt til, en vegna verðstöðvunarlaga sem meira og minna voru í gildi allt frá árinu 1972, fengust ekki umbeðnar hækkanir á iðgjöldum bifreiða- trygginga. En hlutverk okkar er einnig að sjá til þess, að iðgjöld séu sanngjörn, okkur er ætlað að þræða hinn gullna meðalveg í þess- um efnum.“ 26 félög starfandi Nú eru allmörg tryggingafélög starfandi á íslandi. Getur markað- urinn borið allan þann fjölda með góðu móti? „Því er erfitt að svara. I dag eru 26 tryggingafélgög starfandi í landinu en það segir ekki alla sög- una því mörg þeirra tengjast inn- byrðis og mörg þeirra eru mjög lítil. Þá starfa 12 þessara félaga samkvæmt sérstökum lögum. Alls 11 félög eru hlutafélög og 3 eru gagnkvæm félög. Þar af eru 5 einungis með líftryggingar og aðrar persónutryggingar. Samkvæmt sérlögum starfa 6 bátaábyrgðarfé- lög, eitt félag er með endurtrygg- ingar eingöngu, og 5 félög og stofn- anir auk þess, þ.e. Brunabótafélag íslands, Hústryggingar Reykjavík- urborgar, Samábyrgð íslands á fiskiskipum, Tryggingastofnun ríkisins og Viðlagatrygging ís- lands“. Þrenns konar skyldutryggingar Nú er mikill fjöldi trygginga í boði. Hvað af þeim eru skyldu- tryggingar? „Það sem snýr að almenningi í þeim efnum samkvæmt lögum, í fyrsta lagi ábyrgðartryggingaöku- tækja. Öllum þeim sem eiga bif- reiðar er skylt að ábyrgðartryggja þær. í öðru lagi er skylda að bruna- tryggja húseign sína og í 3ja lagi er öllum skylt að taka sk. viðlaga- tryggingu á brunatryggðar eignir o.fl. en hún gildir gagnvart tiltekn- um náttúruhamförum. Eru iðgjöld innheimt með brunatryggingum og hjá sveitarfélögum. Þá er skylt að vátryggja öll fiskiskip minni en 100 rúml. Þá má nefna slysatryggingu launafólks sem er bundin sam- kvæmt almennum kjarasamning- um aðila vinnumarkaðarins". Nú eru margar tryggingar í boði fyrir almenning. Hafa tryggingafé- lögin einhverja upplýsingaskyldu um alla þá möguleika sem bjóðast? „Þeim ber að sjálfsögðu siðferði- leg skylda til þess. Þetta eru þjón- ustufyrirtæki. í 40 grein laga um vátryggingastarfsemi er ákvæði sem segir að starfsemi sölumanna félaganna skuli vera í anda góðra viðskiptahátta og að þeim beri að veita viðskiptavinum glöggar og réttar upplýsingar. Auk þess er svo neytendaþjónusta okkar fyrir hendi þannig að kaupendur trygg- inga hafa allgóða möguleika á að afla sér upplýsinga um mögu- leikana sem fyrir hendi eru. Þá má ekki gleyma útgáfu alls kyns bæk - linga svo og auglýsinga í blöðum og öðrum fjölmiðlum sem trygg- ingafélögin standa fyrir“. Stundum tap - stundum hagnaður Svona að lokum: stendur hagur íslenskra tryggingafélaga með blóma nú um stundir? „Afkoma hinna ýmsu vátrygging- argreina hefur verið mjög mismun- andi á undanförnum árum. Sem dæmi um greinar með lág tjóna- hlutföll má nefna brunatryggingar lausafjár, atvinnuslysatryggingar launafólks, farmtryggingar og brunatryggingar fasteigna. Þarna hafa tjónahlutföll verið lág oft á tíðum þótt sveiflur hafi verið milli • ára. Allnokkur hagnaður hefur einnig verið af t.d. almennum ábyrgðartryggingum, og al- mennum slysatryggingum. Síðan er svo hægt að nefna trygginga- flokka þar sem tryggingafélögin hafa tapað verulega í viðskiptum og má nefna ábyrgðartryggingar og húftryggingar ökutækja, nokkra flokka skiptatrygginga, glertrygg- ingar og framrúðutryggingar bif- reiða. Mest hefur tapið þó verið í erlendum endurtryggingum. Samkvæmt lögum um vátrygg- ingastarfsemi er gert ráð fyrir því að jafnvægi ríki á milli iðgjalda og tjónagreiðslna ásamt kostnaði. Því miður hefur ekki verið unnt að tryggja þetta jafnvægi í öllum greinum og liafa ýmsar utanað- komandi aðstæður valdið því. Má nefna áhrif verðstöðvunarlaga og afskipti stjórnvalda ásamt verð- bólgu undanfarinna ára, svo og, að gagnasöfnun í vátryggingastarf- semi hefur til skamms tíma verið það takmörkuð hér á landi að ekki hefur með mikilli nákvæmni verið unnt að meta grundvöll hinna ýmsu greina. Markaðurinn er einnig það lítill, að afkoman er háð töluverð- um sveiflum milli ára. Það er eitt af hlutverkum tryggingaeftirlitsins að sjá svo um að gjaldþol tryggingafé- laganna sé nægilegt á hverjum tíma og að þau séu í stakk búin til að uppfylla skyldur sínar gagnvart þeim sem tryggja. Það væri til lítils að tryggja eigur sínar eða líf hjá fyrirtæki sem ekki getur staðið við skuldbindingar sínar þegar á þarf að halda". Við þökkum þeim Erlendi Lár- ussyni forstöðumanni tryggingaeft- irlitsins og Guðnýju Björnsdóttur lögfræðingi kærlega fyrir spjallið um leið og við hvetjum alla lesend- ur Þjóðviljans til að kynna sér vel alla skilmála um vátryggingar. Og gleymið ekki smáa letrinu! -v.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.