Þjóðviljinn - 12.01.1984, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 12.01.1984, Qupperneq 11
Fimmtudagur 12. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 íþróttir Hodgson áfram á Siglufirði Englendingurinn Bill Hodgson hefur verið ráðinn þjálfari hjá 2. deildarliði Siglfirðinga í knatt- spyrnu þriðja árið í röð. Undir hans stjórn komst KS í 2. deild fyrir tveimur árum og hélt velii þar sl. sumar og vel það. Siglfirðingar hafa misst Hafþór Kolbeinsson, sinn besta mann, til KA á Akureyri og óvíst er hvað Björn Ingimarsson gerir, en hann er fluttur á höfuð- borgarsvæðið. Þá kvað Runólfur Birgisson, formaður KS, hættu á að þeir misstu fleiri leikmenn. Aft- ur á móti væri mjög líklegt að Jón Orvar Arason, markvörðurinn öflugi úr Sandgerði, gengi til liðs við KS, og ekki væri loku fyrir það skotið að fleiri leikmenn bættust í hópinn fyrir vorið. - VS Leikdagar ákveðnir Leikdagar íslenska landsliðsins í undankeppni HM í knattspyrnu hafa verið ákveðnir. Byrjað verður hér heima gegn Wales 12. septemb- er í haust, leikið ytra við Skota 17. október og Wales 14. nóvember. A næsta ári, 1985, koma Skotar 28. maí og Spánverjar 11. júní og ís- land leikur sinn síðasta leik, á Spáni, þann 22. september 1985. Weissflog sigursœll Jens Weissflog frá Austur- Þýskalandi sigraði í fjórðu skíða- stökkskeppni heimsbikarsins í röð á Ítalíu í gær. Hann stökk 87 og 90,5 m og var eini keppandinn til að fara yfir 90 metra markið. Horts Bulau frá Kanada varð annar og Klaus Ostwald frá Austurríki þriðji. -VS Fyrstu stig Sandgerðinga Don Howe. Howe ráðinn Don Howe var í gær ráðinn fram- kvæmdastjóri enska knattspyrn- ufélagins Arsenal og stýrir hann liðinu út þetta keppnistímabil. Howe hefur haldið um stjórntaumana til bráðabirgða síð- an Terry Neill var rekinn í desemb- er og undir hans stjórn er Arsenal ósigrað í 5 deildaleikjum. Hann hefur verið þjálfari hjá Arsenal samtals í 14 ár. -VS Enska bikarkeppnin: Norwich heimsæk- ir Tottenham Úrslit eru ráðin um 30 sæti af 32 í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Fjögur réðust í gær- kvöldi og þá eiga einungis eftir að mætast Scunthorpc-Leeds og Coventry-Wolves í þriðja sinn. Merkasta niðurstaðan varð sú að Tottenham mætir Norwich á heimavelli Tottenham, White Hart Lane, í London, en þessi lið unnu leiki sína í gærkvöldi. Úrslit urðu þessi: Norwich City-Aston Villa.....3-0 Oxford United-Burnley........2-1 Tottenham-Fulham.............2-0 W.B.A-Rotherham United.......3-0 Fulham átti í fullu tré við Totten- ham til að byrja með og engu mun- Dalheim eina 5? viðmiðunin“ „Við höfum ekkert frétt um þetta ísraelska lið, það gæti þess vegna verið mest allt landsliðið þeirra, en ég hef ekki trú á að það sé eins slakt og andstæðingar FH fyrr í vetur. Eina viðmiðunin er sú að Maccabi EI Zion sló út sænsku bikarmeistar- ana Dalheim í 2. umferð og þótt Dalheim leiki í 2. deild í Svíþjóð gefur það vissar vísbendingar,“ sagði Þorvarður Höskuldsson hjá handknattleiksdeild KR í samtali við Þjóðviljann. Báðir leikir KR og Maccabi í 8- liða úrslitum Evrópukeppni bikar- hafa í handknattleik fara fram hér á landi, sá fyrri í Laugardalshöllinni annað kvöld, sá síðari á sunnudags- kvöldið. Möguleikar KR hljóta að teljast all góðir þótt liðið eigi nokk- uð erfitt uppdráttar á yfirstandandi íslandsmóti. ísraelarnir voru vænt- anlegir hingað í gærkvöldi en Þor- varður reiknaði ekki með að verða mikils vísari um þá, hann hefði beðið þá um að taka með sér mynd af liðinu en þeir töldu sig tæpast hafa tíma til að fara í myndatöku! - VS aði að 2. deildarliðið tæki foryst- una eftir 23 mínútur þegar Gordon Davies þrumaði af fítonskrafti í þverslá. Þá tók Tottenham loks við sér og á 35. mínútu kastaði Gra- ham Roberts sér fram í vítateig Fulham og skallaði í gegnum þvöguna í netið, 1-0. Aðeins sex mínútum síðar voru úrslitin nánast ráðin, Steve Archibald skoraði þá, 2-0, með hörkuskoti af stuttu færi, og Fulham var aldrei líklegt til að vinna upp þann mun. Mick Channon, hinn 35 ára gamli fyrrum landsliðmaður Eng- lendinga, kom Norwich á bragðið í fyrri hálfleiknum gegn Aston Villa. I síðari hálfleik bættu þeir Peter Mendham og Keith Bertschin og Englandsmeistararnir 1981 og Evr- ópumeistararnir 1982, Aston Villa, eru þar með fallnir útúr bikar- keppninni á fyrstu hindrun. Oxford, efsta lið 3. deildar, held- ur áfram sigurgöngu sinni og hefur ekki tapað í þeim 12 bikarleikjuni sem það hefur leikið á keppnis- tímabilinu. Liðið fær nú heimaleik í 4. umferð gegn 4. deildarliði Blackpool. WBA átti ekki í vand- ræðum með 3. deildarlið Rother- ham og leikur heima gegn Leeds eða Scunthorpe. -VS KA sneri dæminu við í síðari hálfleik KA vann Þór 19:15 í fyrri leik liðanna í Akureyrarmótinu, meistaraflokki karla, í handknatt- leik í fyrrakvöld. Þór leiddi 10:9 í hálfleik en þegar tíu mínútur voru eftir hafði KA náð yfirburðastöðu, 18:12, ekki síst fyrir framgöngu Magnúsar Gauta í markinu sem var besti maður vallarins. Sigurður Pálsson skoraði 4 mörk fyrir Þórsara, Guðjón Magnússon og Gunnar M. Gunnarsson 3, Baldvin Hreiðarsson og Kristinn Hreinsson 2 og Hörður Harðarson 1. Magnús Birgisson skoraði 4 mörk fyrir KA, Jón Kristjánsson, Erlingur bróðir hans og Sigurður Sigurðsson 3 hver, Jóhann Einars- son 2, Jóhannes Bjarnason, Ragn- ar Gunnarsson, Logi Einarsson og Þorleifur Ananíasson 1 hver. - K&H/Akureyri Islandsmótið í innanhússknattspyrnu 1984: Tvískipt að þessu Reynir úr Sandgerði fékk sín fyrstu stig í 2. deild karla í hand- knattleik á sunnudagskvöldið, vann þá HK 23:21 í Digranesi í Kópavogi. Óvænt úrslit sem vekja vonarneista hjá nýliðunum sem eru að leika í fyrsta skipti í 2. deild og höfðu tapað fyrstu níu leikjunum. Friðgeir sá besti Ólafsfirðingar völdu á dögunum besta knattspyrnumann bæjarins árið 1983. Fyrir valinu varð miðju- maðurinn Friðgeir Sigurðsson sem átti drjúgan þátt í velgengni Leifturs sl. sumar en liðið vann þá 4. deildina. - VS Dregið hefur verið í riðla í ís- landsmótinu í innanhússknatt- spyrnu sem haldið verður í tvennu lagi í þetta skiptið, 21.-22. janúar og 25.-26. febrúar. Leikið er í fjór- um deildum karla og einni deild kvenna en 64 lið taka þátt í karla- flokki, 14 í kvennaflokki. Þannig skipuðust lið niður í riðla í hinum einstöku deildum: 1. deild: A-riðill: FH, Þróttur Reykjavík, Skalla- grímur Borgarnesi og Siglufjörður. B-riðiII: Akranes, Víkingur Reykjavík, Þróttur Neskaupstað og Keflavík. C-riðill: Týr Vestmannaeyjum, Fram, KR og ísafjörður. D-riðill: Fylkir Reykjavík, Njarðvík, Breiðablik og Valur. 2. deild: A-riðill: Léttir Reykjavík, Víðir Garði, Austri Eskifirði og Reynir Sand- gerði. B-riðill: Leiftur Ólafsfirði, Þór Vestmannaeyjum, Ármann Reykjavík og HSÞ-b Mývatns- sveit. C-riðiIl: KA Akureyri, Afturelding Mos- fellssveit, Stjarnan Garðabæ og Grindavík. D-riðiIl: Þór Akureyri, Haukar Hafnar- firði, Árroðinn Eyjafirði og Magni Grenivík 3. deild: A-riðill: HSS Ströndum, Einherji Vopnafirði, Víkingur Ólafsvík og Bolungarvík. B-riðiIl: ÍR Reykjavík, Augnablik Kópa- vogi, Súían Stöðvarfirði og Efling S. Þingeyjarsýslu. C-riðill: Snæfell Stykkishólmi, Grótta Seltjarnarnesi, ÍK Kópavogi og HV Akranesi. D-riðill: Leiknir Fáskrúðsfirði, Selfoss, Stefnir Suðureyri og Tindastóll Sauðárkróki. 4. deild: A-riðill: Neisti Djúpavogi, Vaskur Akur- eyri, Hafnir og Stokkseyri. B-riðiII: Valur Reyðarfirði, Fram Skaga- firði, Eyfellingur og Leiknir Reykjavík. C-riðiII: Tálknafjörður, Hvöt Blönduósi, Árvakur Reykjavík og Vorboðinn Eyjafirði. D-riðill: Víkverji Reykjavík, Reynir Ár- skógsströnd, Þór Þorlákshöfn og Hveragerði. Kvennaflokkur: A-riðiIl: Isafjörður, Stokkseyri, Akra- nes, KA og Hveragerði. Lava-loppet 1984: „Góðar undirtekt- ir erlendis frá66 Lava-loppet, skíðagangan alþjóðlega sem haldin var hér á landi í fyrsta skipti sl. vetur, fer fram í Bláijöllum þann 7. apríl. Trimm- nefnd ÍSI hefur þegar staðið fyrir talsverðri kynningu erlendis. „Við reiknum með góðri þátttöku crlendis frá og búumst við um 200 þátttakendum í allt. Undirtektir ytra hafa verið mjög góðar og eigum við t.d. von á stórum hópi frá Frakklandi, en þaðan kom enginn keppandi í fyrra,“ sagði Astbjörg Gunnarsdóttir, formaður Trimmnefndar ÍSÍ, í gær. - VS Ingemar Stenmark 75. sigur Stenmark Ingemar Stenmark vann sinn 75. sigur í heimsbikarkeppninni á skíðum í fyrradag er hann sigraði í stórsvigi í Adelboden í Sviss. Hu- bert Strolz frá Austurríki varð ann- ar, Pirmin Zurbriggen frá Sviss þriðji og Marc Girardelli frá Lux- enrburg fjórði. Hjá Phil Mahre, hinum bandaríska handhafa heinrsbikarsins, gekk enn allt á afturfótunum, hann féll í fyrri um- ferð og var þar með úr leik. Prentvillur Prentvillupúkinn frægi geystist hér um sali í gær og ataðist meira í íþróttasíðunni en áður í ntanna minnum. Einna mesta óskundann gerði hann með því að breyta Grenivík í Grindavík, 3. deildarlið Magna er frá Grenivík eins og al- þjóð veit. Þá lækkaði hann hæsta skor vetrarins í handboltanum um heil 9 mörk, Árrnann vann Ögra 49:18 en ekki 40:18. Loks ruglaði hann úrslitum í ensku knattspyrn- unni og felldi niður én rétt hljóðar síðari málsgreinin ígreininni „Wat- ford áfram" á þessa leið: Önnur úrslit í gær: Birmingham-Sheff. Utd. 2:0 (Harford og Wright skoruðu), Newport-Plymouth 0:1, Bristol City-Notts County 0:2, Scunthorpe-Leeds 1:1, Swindon- Carlisle 3:1, Wolves-Coventry 1:1 (Eves/Peake). Púkinn kom reyndar víðar við en önnur brek hans voru léttvægari. sírnii B-riðill: Fylkir, Víðir, Breiðablik, Fram og Víkingur. C-riðill: Armann Kirkjubæjarklaustri, KR, Valur og Efling. Að þessu sinni verður leikið eftir breyttu fyrirkomulagi í karlaflokki sem samþykkt var á ársþingi KSÍ f desember. Engin úrslitakeppni verður í 2. 3. og 4. deild, né heldur um fall úr 1. deild. Þess í stað fer efsta liðið í hverjum riðli beint upp í næstu deild fyrir ofan en neðsta liðið fellur viðstöðulaust í næstu fyrir neðan. í 1. deild verður að sjálfsögðu úrslitakeppni fjögurra efstu liða um meistaratitilinn að vanda, undanúrslit og síðan úrslita- leikur. í undanúrslitum mætast annars vegar sigurvegarar í A- og D-riðlum og hins vegar í B- og C- riðlum. Sigurvegararnir þar leika síðan úrslitaleik mótsins. I kvenna- flokki verður sama fyrirkomulag og áður, sigurvegararnir í riðlunum þremur leika einfaldlega stigak- eppni urn íslandsmeistaratitilinn. Breiðablik er núverandi fslands- meistari, bæði í karla- og kvenna- flokki. Keppt verður í kvenna- flokki, 2. og4. deild 21.-22. janúar og 1. og 3. deild 25.-26. febrúar. - VS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.