Þjóðviljinn - 12.01.1984, Page 15
•í.vjsL , jy*'s,‘n r.i‘! V/’i-lí /OOl ? - /«!';* U
Fimmtudagur 12. janúar 1984' ÞJÓÐVILJINN — SÍ£)A 15
RUV 1
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum
degi. 7.25 Leiktimi.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð - Torfi Ólafsson talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Skóladag-
ar“ eftir Stefán Jónsson. Pórunn Hjartar-
dóttir les (4).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.)
10.45 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum.
Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson.
11.15 Suður um höfin. Umsjón: Þórarinn
Björnsson.
11.45 Tónleikar.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning-
ar. Tónleikar.
14.00 „Brynjólfur Sveinsson biskup" eftir
Torthildi Þorsteinsdóttur Hólm Gunnar
Stefánsson les (13).
14.30 Á frívaktinni. Sigrun Sigurðardóttir
kynnir óskalög sjómanna.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar. Jörg Baumann og
Klaus Stoll leika Dúó í D-dúr fyrir selló og
kontrabassa eftir Gioacchino Rossini /
Gunnar Kvaran leikur Svítu nr. 1 i G-dúr fyrir
selló eftir Johann Sebastian Bach /
Rögnvaldur Sigurjónsson leikur etýður, vals
og ballöðu eftir Frédéric Chopin.
17.10 Síðdegisvaka.
18.00 Af stað með Tryggva Jakobssyni.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt
mál. Erlingur Sigurðarson flytur.
19.50 Við stokkinn. Stjórnendur: Guðlaug
Maria Bjarnadóttir og Margrét Ólafsdóttir.
Þórhallur L. Sigurðsson (Laddi) f einu af
mörgum gerfum sínum.
20.00 Leikrit: „Frost á stöku stað“ eftir R.D.
Wingfield. Þýðandi: Karl Ágúst Úlfsson.
Leikstjóri: Benedikt Árnason. Leikendur:
Helgi Skúlason, Hákon Waage, Andri
Clausen, Karl Ágúst Úlfsson, Sigurjóna
Sverrisdóttir, Kristján Viggósson, Saga
Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Örn Árnason,
María Sigurðardóttir, Þórhallur L. Sigurðs-
son og Kristján F. Magnússon.
21.40 Einsöngur i útvarpssal: Eiður Á.
Gunnarsson syngur sjö lög úr „Svana-
söng" Schuberts; Daníel Daníelsson þýddi
Ijóðin. Ólafur Vignir Albertsson leikur á pí-
anó.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Ljóð og mannlíf. Umsjón: Einar Arn-
alds og Einar Kristjánsson. Lesari með um-
sjónarmönnum: Sigriður Eyþórsdóttir.
23.00 Siðkvöld með Gylfa Baldurssyni.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
JB
e!“i o —
RUV 2
Arnþrúður Karlsdóttir, einn af morgun-
hönum annarrar rásar.
10-12 Morgunvaktin. Alltaf er sama fólkið
á vaktinni. Þetta hljóta að vera miklir morg-
unhanar.
14-16 Jón Axel og Pétur Steinn sjá um
þáttinn. Ungir strákar sem áður hafa verið
með þætti á Rás 1.
16- 17 Rokkrásin. Snorri Skúlason og
Skúli Helgason, nemendur Mennta-
skólans í Reykjavík, sjá um rokkið.
17- 18 Vinsælu gömlu rökklögin, valin af
Berta Möller söngvara og löggu.
Húsnæðisfrumvarpið
Tilrœði við láglaunafólk
Rétt fyrir jól fengu launþegar
hér á landi ljótan jólaglaðning,
en þá lagði félagsmálaráðherra
fram nýtt frumvarp tii laga um
Húsnæðisstofnun ríkisins.
Gengur þetta frumvarp á skjön
við þau félagslegu markmið sem
Framsóknarflokkurinn byggir,
eða réttara sagt byggði á, því að
með stjórnarforystu í leiftursókn-
arstjórn þeirra Alberts, Geirs og
Steingríms er komin mikil slag-
síða á félagshyggju Framsóknar-
flokksins.
Þykir mér þetta fruntvarp ólíkt
því sem ég hélt að félagsmálaráð-
herra vildi, þ.e. að bæta kjör
þeirra sem verst eru settir í
þjóðfélaginu, og er líklegt að
krumla Alberts skattpíningarráð-
herra hafi komið þar nærri.
Það alvarlegasta við frumvarp-
ið er, að þeir sem kaupa íbúð í
verkamannabústöðum verða að
borga út 20% af heildarverði
íbúðar en það var 10% áður. Það
hefur í för með sér að sá sem fær
úthlutað fjögurra herbergja íbúð
þarf að snara út 400 þúsundum
króna í stað 200 þúsunda áður og
erspurning, hvernigfólk með 141
þúsunda króna meðalárstekjur
geti reitt þá upphæð frant. Einnig
er fleirum t.d. námsmönnum og
húsnæðissamvinnufélögum m.a.
Búseta veittur réttur til lán-
veitinga úr Byggingasjóði verka-
manna án þess að séð sé fyrir
auknu fjármagni til sjóðsins.
Þetta hefur það í för með sér að
minna fé verður veitt í Verka-
mannabústaðakerfið en verið
hefur, en það er eina von fjölda
fólks til að losna út úr vítahring
húsaleiguokursins.
Má því segja að frumvarpið sé
skref afturábak og verður laun-
þegahreyfingin að slá skjaldborg
um þessi réttindi sín, gegn fram-
sókn „leiftursóknarfrjálshyggju-
liðsins“ í stjórnarflokkunum
gegn frjálsum lýðréttindum hins
vestræna þjóðskipulags.
Ekki er þó allt slæmt sem í hinu
nýja húsnæðismálafrumvarpi er.
Frumvarpið, ef að lögurn verður,
kemur frekar en gömlu lögin
gerðu í veg fyrir allskonar brask
með Verkamannabústaðina sem
því miður hefur alltof oft við-
gengist og þekki ég unt það nokk-
ur dæmi. Þess vegna er nýja
frumvarpið ekki alslæmt.
Skora ég á fyrrverandi flokks-
bróður ntinn, hæstvirtan félags-
málaráðherra Alexander Stef-
ánsson að breyta frumvarpinu
• þannig að fólk borgi aðeins 10%
út í Verkamannabústöðunum en
ekki 20% eins og gert er ráð fyrir í
nýja frumvarpinu og er það að-
eins sjálfsagt af félagshyggju-
flokksmanni að gera það í þeirri
harkalegu aðför að andlegu
heilbrigði og lífshamingju fólks
sem virðist vera „primus motor“
hjá vissum öflum í þjóðfélaginu.
Virðingarfyllst.
Jóhann Þórhalísson
kennari
Mín
skoðun
Lengst af hefur það verið
skoðun mín, að allir menn séu
bornir jafnir. Þó misjafnlega
gangi með jafnréttið síðar í lífs-
hlaupinu, væri það önnur saga.
Því miður er þetta ekki lengur
rétt, því þegar við fæðingu, er
nýburanum mismunað, með mis-
jafnlega háum greiðslum, vegna
fæðingarorlofsforeldranna. Þessi
rangindi bitna auðvitað þegar, á
hinu nýfædda barni, með því að
sá tími sem foreldrið getur verið
frá vinnu, er skertur miðað við þá
sem fá hæstu orlofsgreiðslurnar.
Þó hygg ég, að enginn geti borið á
móti því að barnsfæðing sé sami
viðburðurinn í lífi fólks, hvort
sem móðirinn er í B.S.R.B.,
B.H.M. eða bara kornung skóla-
stúlka, sem ekki hefur viljað
þiggja þá þjónustu að láta eyða
fóstri sínu.
En svona eru nú lögin og regl-
urnar er manni sagt. Mér er bara
ómögulegt að átta mig á því,
hvernig gáfaðir, og í flestum til-
fellum góðir menn, geta sest nið-
ur og samið svona ólög. Hitt má
svo auðvitað skoða og deila um,
hversu háar þessar orlofs-
greiðslur eigi að vera. En sam-
kvæmt ofangreindum rökum eiga
þær að vera jafnháar í krónutölu
til allra kvenna.
Sömu laun
í fœðingaorlofi
til allra kvenna
Ég vil því skora á þá menn sem
til þess hafa vald, að lagfæra þeg-
ar þessi mistök, sem greinilega
hafa orðið við gerð þessara laga.
Það er ósköp einfalt, og ekki far-
ið fram á mikið, semsagt: Sömu
laun í fæðingarorlofi til allra
kvenna.
Sjúklingaskatturinn
Og þar sem ekki er nú á bæta-
ndi óréttlætið og ójöfnuðinn í
þessu þjóðfélagi, ofbýður manni
þessi umræða stjórnvalda um
sjúklingaskattinn. Auðvitað á að
spara í opinberum rekstri. En
, það á ekki að gerast með þeim
hætti að draga fólk í dilka, eins og
stjórnarandstæðingar bentu á og
rökstuddu í sjónvarpsþættinum
Þingsjá sem fjallaði um þessi mál.
Vald peninganna er mikið og alls-
Fólki er mismunað strax við fæðingu.
staðar. Það teygir loppur sínar
meira að segja inn á sjúkrastofn-
anirnar sem yrði þó enn frekar
með því að leggja á þennan skatt.
Ef við skoðum þessa umræðu alla
mjög vel, áttum við okkur á því,
að eina leiðin frá þessari geigvæn-
legu stefnu ríkisstjórnarinnar, er
að efla Alþýðubandalagið svo
mjög, að stefna þess megi betur
njóta sín í þjóðfélaginu framveg-
is.
0639-2784
ÁG.
Um lesendabréf
Raddir þjóðfélagsþegnanna
eru mikilvægar í öllum málum.
Þjóðviljinn hefur mikinn áhuga á
að heyra frá fólki. Skoðanir og
ábendingar eru vel þegnar í þess-
um dálki sem ber yfirskriftina
„frá lesendum“.
Nú viljum við skora á þig les-
andi góður, að hringja til okkar í
síma 81333 eða skrifa okkur.
Láttu okkur vita hvað þér liggur á
hjarta.
Við mununi leggja áherslu á að
birta bréf og upphringingar sent
til okkar koma ef þau eru rituð
undir fullu nafni. Birting nafna er
þó ekkert skilyrði nema þegar
_deilt er á ákveðna nafngreinda
einstaklinga.
Ef lesendur óska svara við
spurningum sínum verður þeirra
leitað og munu birtast jafnhliða
bréfunum.
Laddi í
aðal-
hlutverki
Fimmtudaginn 12. jan. kl.
20.00 verður flutt í útvarpinu sak-
amálaleikritið Frost á stöku stað
eftir hinn kunna enska leikrita-
höfund R. D. Wingfield. Þýðing-
una gerði Karl Ágúst Úlfsson en
leikstjóri er Benedikt Árnason.
Efni leiksins er í stuttu máli
þetta:
Ókunnur maður, sem ekki vill
segja til nafns, hringir í neyðar-
síma lögreglustöðvarinnar í
Denton og tilkynnir að stúlka
hafi orðið fyrir árás úti í Denton-
skógi þá um nóttina.
Þetta er upphaf heldur ónæðis-
samrar viku hjá Frost leynilög-
reglumanni og samstarfsmönn-
um hans því fleiri óhugnanlegir
atburðir fylgja í kjölfarið.
Leikendur eru: Þórhallur L.
Sigurðsson, Kristján Franklín
Magnús, Helgi Skúlason, Hákon
Waage, Andri Örn Clausen, Karl
Ágúst Úlfsson, Sigurjóna Sverr-
isdóttir, Kristján Viggósson,
Saga Jónsdótir, Pálmi Gestsson,
Örn Árnason og María Sigurðar-
dóttir.
bridge
Bridge er margslungiö spil, þvi flókn-
ara, eðlilega, sem menn eru lesnari i
fræðunum.
Eftirfarandi spil kom fyrir í „léttum dúr“
á Sendibílastöðinni:
Norður
S K9752
H -
T 97643
L G72
Vestur Austur
S DG S 10843
H 107643 H AKD9852
T 85 T -
L KI083 L D5
Suður
S A6
H G
T AKDG102
L A964
N/S voru með „kveðjur á öllum" og
runnu því greiðlega í 6 tígla. A/V mátu
varnarmöguleika sína góða og slepptu
því fórninni.
Suður (Baldur Bjartmarss.) var því
sagnhafi og útspiliö hjarta.
Baldur gerði sitt besta, trompaði, tók
trompin. Þá tvo efstu í spaða og trompaði
spaða. Þegar liturinn brotnaði ekki sá
Baldur aðeins örlitla glætu. Hann tók lauf
ás og spilaði meira laufi og vestur vildi
tryggja sinni hlið slaginn, svo hann stakk
upp kóng.
I lagi, svo langt sem það nær.
Aðeins meiri rútina í spilinu hefði fært
N/S unnið spil án nokkurra varnarmis-
taka. Laufin þurfa aöeins að vera 4-2
með skiftum háspilum eða KD. Farið er
inn í borö á tromp níu og spaöa enn
spilað og trompað. Nú er laufi spilað og
er þá sama hvor varnarspilara á slaginn.
Tekið skal fram að sagnhafi „sá"
lausnina sjálfur eftirá.
Þetta spil er að sjálfsögöu „beint upp
úr bókinni". Það færir sín laun að vera
lesinn í Bridge, sem i öðrum fræðum.
Tikkanen
í stríði og ástum er allt leyfilegt en
oftast of dýrt.
Gœtum
tungunnar
Sagt var: Þessi vegur er mikið
lengri en hinn.
Rétt væri: ... miklu lengri.