Þjóðviljinn - 04.02.1984, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4.-5. febrúar 1984
skammtur
Af kynhvörfum
Amma heitin - blessuö sé minning hennar - sagði
nokkuð oft að vegir guðs væru órannsakanlegir. Eg
heyrði hana fyrst segja þetta, þegar verið var að ræða
umsvif Mússólínis í Abessíníu og allt það blóðbað,
næst þegar Jónas frændi gekk í stúku og síðan nær
daglega öll stríðsárin og lái henni hver sem vill.
Eg býst við að það hafi verið nokkuð til í því hjá
gömlu konunni, að vegir guðs séu órannsakanlegir.
Kannske eru þeir það enn, þótt vísindunum hafi óum-
deilanlega fleygt fram síðan hún dó, blessunin.
Stundum, þegar ég gerist heimspekilegur úr hófi,
þá hugsa ég sem svo: „Allir vegir eru vegir guðs. Nú,
og ef þeir eru órannsakanlegir, hvaða tilgangi þjóna
þá vísindin yfirleitt?" Svo þegar ég er búinn að hugsa
þetta til enda, hugsa ég næst: „Þó einhverjum kunni
að finnast þetta hundalógikk, þá hefði Sören Kierke-
gaard sennilega kunnað að méta það“.
Og svo hætti ég að hugsa um vegi hins alvitra
vegamálastjóra, sem amma sagði að stýrði stjarnaher
og stjórnaði veröldinni. Síðan fer ég að velta vöngum
yfir einu og öðru í lífinu og tilverunni, sem ég botna
hvorki upp né niður í.
Það sem hefur valdið mér einna mestum heilabrot-
um uppá síðkastið er fyrirbrigði, sem á kjarngóðri
íslensku hefur verið nefnt „kynhvörf", en það skilst
mér að sé tilhneiging fólks til að gangast ekki við
kynferði sínu. Karlmenn kasséra kallinum í sérog taka
upp „píkulegt" látæði, en konur safna vöðvum og rífa
kjaft. Ég held, að þetta sé að verða einhverskonar
„heimsósómi", þó ég viti nú, satt best að segja, varla
hvað „heimsósómi" er.
Ég fór að pæla í þessum ósköpum, þegar ég rakst á
það í blaðagrein, að hljómplötur með listamanni
nokkrum útí hinum stóra heimi hefðu selst á síðasta ári
í tuttuguogfimm miljónum eintaka, eða eins og segir í
blaðinu: „15 miljonen Singels und 10 miljonen LPs
verkauft".
Listamaðurinn kvað vera það sem kallað er „pop-
star" og nefndur Boy George.
Hann var á síðasta ári kjörinn „verst klædda kona í
heirni".
Og nú heldur sjálfsagt einhver að ég ætli að fara að
rausa útaf versnandi heimi, en það er alls ekki
meiningin. Boy George er áreiðanlega „indælis
manneskja“, eins og amma sagði stundum, þegar
hún var að tala um morðingja.
Jæja, en ef við hugsuðum okkur nú, að fyrirbrigðið
væri bæði karl og kona í senn, eða eins og sagt er á
penu máli: „viðrini, skoffín og tvítóla", væri þá ekki
ærin ástæða til að gleðjast með honum yfir atgervinu
og jafnvel öfunda hann svolítið?
Framangreindir líkamsburðir ættu að geta veitt hon-
um tvöfalda ánægju í lífinu, og „njóti hann á meðan á
nefinu stendur", eins og kellingin sagði.
Mergurinn málsins er bara sá, að mér er gersam-
lega fyrirmunað að botna upp né niður í því, hvernig
þetta kynlausa fenómen er orðið að dáðasta kúnstner
veraldarinnar í dag.
Vinsælasta poppstirnið af veikara kyninu er, skilst
manni, Annie nokkur Lennox, sem enginn veit hvort er
karl eða kona, eins og vera ber. Þessi karlkona flaggar
í list sinni öllu því, sem helst má prýða okkur
karlrembusvínin, nema kannske því eina, sem við
höfum framyfir konur og erum svo ósköp stoltir af
frameftir öllum aldri.
Nú er þetta auðvitað allt gott og blessað og alveg
ægilega gaman úr því svona mörgum finnst þetta
kynferðisbrengl svona bráðskerrrmtilegt.
Og þá kem ég einu sinni enn að henni ömmu minni.
Hún skyldi þó aldrei hafa haft á röngu að standa,
þegar hún hélt því fram, að vegir guðs væru órann-
sakanlegir.
Ég er að minnsta kosti farinn að hallast að því, að
kynhvörfin séu guðleg forsjón og fyrirkomulag, sem
skaparinn hefur úthugsað, til að stemma stigu við
offjölguninni, mestu ógn sem mannkynið stendur
andspænis í dag.
Auðvitað er það öruggasta getnaðarvörnin að kon-
ur sofi hjá konum og karlar hjá körlum og jafnvel
kvenkarlar hjá karlkonum og þeir sem háþróaðasta
hafa anatómíuna sofi hjá sjálfum sér. Slíkt fyrirkomu-
lag mundi geta gert alla svo ósköp glaða og stuðlað að
því að fækka jarðarbúum, án þess þeir þyrftu að hefja
stórslátrun í atómstríði.
Næsta skrefið er svo að kynhverfa þriðja heiminn
og Indverja í leiðinni. Þá kemur væntanlega að því að
allir fái nóg að borða.
En umfram allt verður að gæta þess að hinn sið-
menntaði heimur lendi ekki í sama farinu og í gamla
daga, þegar karlarnir voru eins og hrútar um fengi-
tímann nótt og nýtan dag, en kvenfólkið blæsma allan
ársins hring.
Hún segir raunar talsvert, gamla góða heims-
ósómavísan:
Vernhar^ur kveður:
Guðríður! Guðríður!
gasalega ertu þur.
Guðríður svarar:
Vernharður! vertu kjur!
vertu karl eða kvenmaður.
skráargatid
Síðastliðinn
mánudag skýrði norskur leyni-
þjónustumaður frá því í sjón-
varpsviðtali í Noregi að leyni-
þjónustan hefði lengi haft grun
um að starfsmenn bílainnflytj-
enda í Drammen, sem flytja inn
Lödu-bílana, væru á snærum
KGB. Þetta leiðir hugann að því
hvort Rússar hefðu ekki líka
reynt að fá Lödu-innflytjendur
hér á landi til liðs við sig. Það eru
Bifreiðar og landbúnaðarvélar
sem flytja inn Lödu á íslandi.
Forstjórinn Gísli Guðmundsson
en hann er kvæntur Bessí Jóhann-
esdóttur sem mikið hefur látið að
sér kveða í Sjáifstæðisflokknum
og hlýtur því að vera eftirsótt
bráð fyrir KGB.
Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir og fleiri verka-
lýðsleiðtogar hafa kastað fram
þeirri hugmynd hvort ríkið eigi
ekki að taka láglaunafólkið á
framfæri sitt og borga því sem á
vantar að það hafi 15 þúsund
króna lágmarkslaun. Nú hefur
komið fram önnur hlið á þessu
máli og ekki síður athyglisverð.
Hún er sú að ríkið taki þau fyrir-
tæki á framfæri sitt með styrkjum
sem ekki geta borgað starfsfólki j
sínu mannsæmandi laun.
Albert
Guðmundsson hótar nú hvað
eftir annað að segja af sér emb-
ætti ef farið verði út fyrir þann
launaramma sem ríkisstjórnin
hefur gefið eftir. Kallar hann
Steingrím Hermannsson tækifær-
issinna fyrir að ljá máls á öðru.
Mun Albert nú alvarlega vera
farinn að íhuga að Iáta verða al-
vöru úr hótunum sínum og er nú á
nýjan leik farinn að gæla við þá
hugmynd að fara í forsetafram-
boð en hann var orðinn afhuga
því á tímabili. Telur hann sig vera
vinsælasta mann þjóðarinnar og
eiga því mikla möguleika.
Tíminn
hyggur nú á miklar breytingar.
Akveðið hefur verið að gera
blaðið að kvöldblaði í tilrauna-
skyni og er stefnt á þá breytingu
frá og með apríl og á tilraunin að
standa til áramóta og þá að taka
ákvörðun um hvort haldið skuli
áfram eður ei. Þá hefur verið
ákveðið að fjölga blaðamönnum
allverulega og nú leitað logandi
ljósi að þeim og óspart boðið í þá.
Auk Elíasar Snælands Jónssonar
ritstjóra hafa nú þrír aðrir blaða-
menn ákveðið að hætta á blað-
inu. Agnes Bragadóttir fer á
Morgunblaðið,.Friðrik Indriða-
son á DV og Gunnar Trausti út-
litsteiknari hefur líka sagt upp.
Þegar hefur verið ákveðið að
Kristín Þorsteinsdóttir verði
ráðin að helgarblaði Tímans en
hún hefur verið á DV. Fjármagn
sem Tíminn hefur í þessar
breytingar allar eru 15 miljónir
króna.
Nú
eru að hefjast kjarasamningar
blaðamanna við útgefendur og
munu þeir síðarnefndu ekki telja
sig geta hækkað kaup neitt að
Bessí: Eftirsótt bráð?
Alhert: Aftur orðinn volgur
ráði fremur en aðrir atvinnurek-
endur. Skýtur það skökku við er
litið er á stórkostlegar fjárfesting-
ar blaðanna. Má þar nefna fram-
angreindar breytingar á Tíman-
um og þátttöku Morgunblaðsins
Aðalheiður: Ný hlið á málinu
Hannes: Handritið velkist milli
manna
og DV í nýja fjölmiðlarisanum,
ísfilm h.f.
Hannes
Hólmsteinn Gissurarson var fyrir
nokkrum árum ráðinn sagnritari
Sj álfstæðisflokksins og átti hann
að fjalla um sögu flokksins frá
upphafi til þessa dags. Skráargat-
ið hefur hlerað, að Hannes
Hólmsteinn hafi skilað frá sér
handriti fyrir margt Iöngu og telji
sig hafa Iokið verkinu. Handritið
velkist nú milli manna í Sjálfstæð-
isflokknum og kannast þar eng-
inn við sinn flokk.
Kvikmyndahátíð
hefst í dag með sýningu á kvik-
myndinni Hrafninn flýgur eftir
Hrafn Gunnlaugsson. Ymsir hafa
furðað sig á að önnur ný íslensk
kvikmynd Atómstöðin eftir Þor-
stein Jónsson sem nú er að fullu
tilbúin skuli ekki einnig vera sýnd
á þessari hátíð. Það mun hins
vegar hafa staðið til, en aðstand-
endur Atómstöðvarinnar munu
ekki hafa sætt sig við þá skilmála
sem þeim voru settir og því ekki
tekið boði um að vera með.
Framkvæmdastjórn kvikmynda-
hátíðar mun lengi hafa stefnt að
því að frumsýning Hrafnsins yrði
aðalnúmerið og því fór sem fór.
Svo
var það maðurinn sem var að
Ieita sér að endurskoðanda til að
gera fyrir sig skattframtalið.
Hann hringdi í ótal menn og fyrir
þá alla lagði hann sömu spurning-
una: Hvað eru tveir plús tveir?
Alltaf var svarið: Fjórir, og þá
lagði okkar maður á. Það var
ekki fyrr en eftir langa mæðu, að
hann lenti á þeim rétta. Hvað eru
tveir plús tveir? spurði maðurinn.
Hvaða tölu hafðirðu í huga? svar-
aði endurskoðandinn að bragði.