Þjóðviljinn - 04.02.1984, Page 3

Þjóðviljinn - 04.02.1984, Page 3
Helgin 4.-5. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Munnhörpu- meistari jassins til íslands Þann 15. febrúar nk. mun belg- íski munnhörpusnillingurinn Toots Thilemans leika á tónleikum i Gamla bíói í boði Jazzvakningar. Þó Toots lifi góðu lífí á tekjum sín- um af hinu feikivinsæla lagi Blu- sette er hann ekki sestur í helgan stein. Hann hefur unun af því að blása góðan jazz með sveiflu og samþykkti því að leika eina kvöld- stund í Reykjavík með innlendri rýþmasveit. Hana skipa Guðmund- ur Ingólfsson píanisti. Árni Sche- ving bassaleikarí og Guðmundur Steingrímsson trommari. Jean Baptiste Thilemans fæddist árið 1922 í Brussel og byrjaði að leika á harmoniku þriggja ára gam- all. 17 ára tók hann að blása í munnhörpu og tvítugur bætti hann gítarnum við en á það hljóðfæri hafa belgísk fæddir jazzleikarar verið flestum fremri s.s. Django Reinhardt og Philip Catherine. 1950 lék hann með Benny Good- man og á árunum 1953-59 með Ge- orge Shearing, en síðan hefur hann leikið á eigin vegum og búið bæði í Bandaríkjunum, Svíþjóð og Belg- íu. Oftast þegar Quency Jones hef- ur samið nýja kvikmyndatónlist hefur hann sent eftir vini sínum To- ots Thilemans til að blása á munn- hörpuna og það gerir Jaco Pastori- us líka þegar hann þarf að fara í heimsreisur. Svo leikur Toots mikið á jazzhátíðum og hljóðritar þá gjarnan fyrir Pablo ásamt fé- lögum sínum, í þeim hópi eru bæði Oscar Peterson og Stephane Grappelly, Niels-Henning 0rsted Pedersen og Milt Jackson. Toots Thilemans er fyrst og fremst jazzleikari þó hann hafi á stundum samið vinsælar dægur- flugur og leikið sykursætt með strengjum. Rætur hans liggja í boppi Charlie Parkers (sem hann lék eitt sinn með) og af yngri tón- listarmönnum er John heitin Colt- rane honum einna kærastur. Hann hefur fullkomið vald á hljóðfæri sínu og það þarf mikla snilligáfu til að spinna í anda Parkers og Colt- ranes á litla krómatíska Hohner munnhörpu eins og Toots gerir. Það verður sterk sveifla í Gamla bíói miðvikudagskvöldið 15. febrú- ar hvort sem Toots blístrar og leikur samstíga á gítar eða blæs heita ópusa og ljúfsárar ballöður á munnhörpuna einsog honum er einum lagið. Forsala aðgöngumiða er hafin í Fálkanum á Laugavegi. Löng mynd- listarsýning Föstudaginn 3. febrúar opnaði Bessi Jónsson myndlistarsýningu á Laugaveginum, og nær hún frá Illemmi og niður á Lækjartorg. Á sýningunni eru 50 tússteikningar unnar á þessu og síðasta ári. Þetta er fyrsta einkasýning Bessa en síðasta haust myndskreytti hann bókina Snúningurinn eftir Kristin Sæmundsson. Sýningin á Lauga- veginum stendur til 21. febrúar og er opin allan sólarhringinn. Allar myndirnar eru til sölu. NÝTT SÍMANÚMER í NÝJU HÚSNÆÐI Á NÝJU ÁRI sföl ÍHÚMSMMM*"" LíS-I i r*l i* 687700 Við fluttum okkur um set í nýtt glæsilegt húsnæði, T/ eða yfir portið láttu sjá þig m tfc™ B Velkomin húsa vciKumm. smiojaisj Hafskíphf. styðuraukið 'átaktl útflutnings islensloar iðnaðarvöru Vegna aukins átaks í sölu á íslenskum iðnaðarvörum erlendis og í tilefni 25 ára afmælis Hafskips bjóðum við útflytjendum eftirfarandi aðstoð: 1. 2. 3. 4. Aukin umsvif Hafskips erlendis skapa okkar mönnum þekkingu á erlendum stað- háttum, einkum á sviði flutninga, viðskipta og markaðsmála. Þessi þekking stendurtil boða, m.a. með ráðgjöf og milligöngu. Fimm svæðisskrifstofur Hafskips erlendis; í Kaupmannahöfn, Hamborg, Rotterdam, Ipswich og New York og eigið flutningafyrirtæki, COSMOS Shipping Co. með skrif- stofur sínar í fimm borgum Bandaríkjanna, eru tilbúnar að veita enn frekari þjónustu. T.d. við ýmiskonar upplýsingaöflun, leit að viðskiptasamböndum, lækkun erlends milliliðakostnaðar, tilboðaleit í flutninga milli svæða erlendis, aðstoð við hráefnisöfl- un og útboð. Skipaður hefur verið sérstakur milligöngumaður á aðalskrifstofu Hafskips í Reykjavík, Þorsteinn Máni Árnason, til að sinna þessum verkefnum aukframangreindra aðila. Leitið til hans með frekari fyrirspurnir. Auk annarrar þjónustu sem að gagni gæti komið nefnum við síðast en ekki síst hvetjandi flutningsskilmála á iðnaðarhráefnum til landsins og fullunninni iðnaðar- vöru héðan. Aukið átak í útflutningi er íslensku þjóðinni lífsnauðsyn. Hafskip hf. gengur heilshugar til leiks. Okkar menn - þínir menn HAFSKIP HF.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.