Þjóðviljinn - 04.02.1984, Síða 7

Þjóðviljinn - 04.02.1984, Síða 7
Helgin 4.-5. febrúar 1984 ÞJÓÐVÍLJÍNN - SÍÐA 7 Þinglyndi Sunnlendingar: Athugið Viö seljum allar fáanlegar mjólkurvörur í verslun okkar, Austurvegi 65, Selfossi. Ennfremur brauðvörur, fjölbreytt úrval af hrökkbrauði, kexi, o.fl. Opið alla virka daga. Lokað í hádeginu. Opið laugardaga og sunnudaga kl. 10-12 árdegis. Mjólkurbú Flóamanna Allsherjar- ^ atkvæðagreiðsla Akveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu við kjör stjórnar og trúnað- armannaráðs fyrir árið 1984. Tillögur skulu vera um: formann, varafor- mann, ritara, gjaldkera, þrjá meðstjórnendur og þrjá til vara. Tólf trúnaðarráðsmenn og átta til vara. Tvo endurskoðendur og einn til vara. Tillögum, ásamt meðmælum hundrað fullgildra félagsmanna, skal skila á skrifstofu félagsins, Skólavörðustíg 16, eigi síðaren kl. 11 fyrir hádegi mánudaginn 13. febrúar 1984. Stjórn Iðju, félags verksmiðjufólks 'f Auglýsing Vegna væntanlegra nýrra reglna um stjórn botnfiskveiða 1984, vekur ráðuneytið athygli útgerðarmanna á eftirfarandi: a) Útgerðum nýrra skipa og skipa sem verið hafa skemur að veiðum en 12 mánuði á tímabilinu 1. nóvember 1980 til 31. októ- ber 1983, mun samkvæmt hinum væntan- legu reglum, gefinn kostur á að velja afla- mark eða sóknarmark reiknað samkvæmt sérstökum reglum þar um. b) Hafi á árinu 1983 orðið eigendaskipti eða skipstjóraskipti á skipi án þess að það hafi skipt um eigendur, skal samkvæmt hinum væntanlegu reglum gefa útgerð þess kost á að velja meðalaflamark eða sóknarmark eins og um nýtt skip væri að ræða eða halda því aflamarki sem skipið ellegar fær. Útgerðum þeirra skipa sem svo er háttað um eins og að ofan greinir og gæta vilja hagsmuna sinna í þessu efni, er hér með gefinn kostur á að gefa sig fram við ráðuneyt- ið fram til 10. febrúar nk. og kynna sér þá kosti, sem þær hafa um að velja. hær verða síðan að tilkynna ráðuneytinu val sitt, a.m.k. til bráðabirgða fyrir 17. febrúar nk. Einnig þarf sjávarútvegsráðuneytinu að berast vott- orð fógeta eða annars sambærilegs aðila til staðfestingar um eigendaskipti og vottorð lögskráningarstjóra til staðfestingar um skipstjóraskipti samkvæmt ofanskráðu. Sjávarútvegsráðuneytið, 2. febrúar. 1984.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.