Þjóðviljinn - 04.02.1984, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 04.02.1984, Qupperneq 9
‘^W&WAWffA'i'iMWWMWAWNMWMWAW^WiWVWi I vefnaðarvörúversfun í porti JL — hússins Verið velkomin TAU OG TÖLUR (( JL-portinu i irinjibraut 121 Reykjavík Sími 23675 JiW'i'AViWi'iWiViS'iViWiVi'iVi'iSVi'.'iWi'iVAViWiVi'iVAVAWiVi'iViViViWi'AViViViVi'íVi'iViViV SNJÓMOKSTUR Fyrirtækir einstaklingar .... ’.O ° Höfum til leigu vel útbúnar gröfur til snjómoksturs, o % einnig vörubíla ef fjarlægja þarf snjó eða annað. ó KRAFTVERK HF. SÍMI 42763. 4.-5. febrúar 1984 ÞJÖÐVILJÍNN - SÍÐA 9 Ég tefli til þess að vinna segir Pia Cramling, alþjóðlegur meistari í skák, sem nú tekur þátt í alþjóðaskákmóti Búnaðarbankans. Það er keppnisandinn og möguleikinn á vinningi sem gerir skákina svo heillandi, segir Pia Cramling frá Svíþjóð, alþjóðlegur meistari og stiga-, hæst allra kvenna í heiminum í dag. Ljósm. eik. Hún er smávaxin og fíngerð, og í framkomu virkar hún bæði hlédræg og viðkvæm eins og brothætt gler. Þegar við tókum hana tali kom hins vegar f ram glampi í augun- um sem gaf til kynna stál- harðan vilja og einbeitni: Pia Cramling, tvítugur alþjóð- legur meistari í skák, sem borið hefur sigurorð af mörg- um stórmeistaranum og var efst á alþjóðlegu skákmóti Búnaðarbankans nú ívik- unni eftir að hafa sigrað bandaríska stórmeistarann Shamkovic og íslenska al- þjóðlega meistarann Jón L. Árnason. Það var bróðir minn Dan, sem I leiddi mig inn í skáklistina fyrir 10 J árum, segir Pia Cramling. Hann er fjórum árum eldri en ég. 1 Hann er líka alþjóðlegur meistari og betri skákmaður en ég, en hann j teflir ekki mikið nú orðið eftir að hann fór að vinna. Við búum sam- an og ræðum oft um skák saman, j en annars er ég að mestu sjálf- menntuð eins og flestir og hef aldrei gengið á neinn skákskóla. Allt frá því að ég var smábarn hefur það verið mitt líf og yndi að keppa og helst sigra. Hvers konar keppnisspil voru mitt líf og yndi, og skákin hefur veitt mér mikið, það er keppnisandinn og möguleikinn á því að vinna sem gerir skákina að heillandi íþrótt. Skákin er stór hluti í lífi mínu og ég held að það sé erfitt að hætta þegar maður er einu sinni byrjaður. Ég held að það gildi fyrir flesta. Þarf ekki mikinn fræðilcgan undirbúning og þekkingu til þess að ná jafn langt og þú hefur gert? Jú, sjálfsagt, en fræðilega þekk- ingin er satt að segja ennþá mín veika hlið. Ég byggi meira á reynslu en fræðimennsku í mínu tafli, og ég er stöðugt að tefla og hugsa um skák. Ert þú ekki ennþá í námi? Ég hef lítilsháttar lagt stund á rússneskunám í háskólanum, en skákin tekur nú mestan tíma minn. Hefur þú hugsað þér að verða atvinnuskákmaður? Ég veit það ekki ennþá. Mig langar til að tefla mikið, en ég verð að standa mig betur til þess að geta lifað af skákinni. Skákin gefur ekki mikla peninga í Svíþjóð. Stundum er sagt að sálfræðin skipti ekki minna máli en kunnátta í skák, þegar sest er að keppnis- borði. Krefst keppni eins og þessi ekki sálræns undirbúnings? Ég veit það ekki, ég held að hún krefjist fyrst og fremst þjálfunar. Ég hef aldrei teflt á móti, sem er jafn sterkt og þetta mót Búnaðar- bankans, og því fylgir vissulega nokkur taugaspenna. Hins vegar virkar það líka róandi á taugarnar að hafa sterkan andstæðing, því þá hefur maður engu að tapa en allt að vinna. Þú segir að þetta sé sterkasta skákmót sem þú hefur teflt á. Engu að síður hef ég frétt að þú sért stiga- hæst allra kvenna í heiminum sam- kvæmt ELO-skala. Þýðir það ekki að þú hafir teflt við marga sterka skákmenn með góðum árangri? Jú, en þetta skýrist fyrst og fremst af því að margar konur tefla mest við aðrar konur sem ekki eru stigaháar, og því fá þær aldrei mörg stig. Ég tefli hins vegar nær ein- göngu á venjulegum mótum, og það gerir mér auðveldara fyrir að ná í ELO-stig. Kvennaskákmót eru fátíð í Svíþjóð, og mér finnst að skákin ætti ekki að vera kyngreind. Konur ættu að taka þátt í venju- legum skákmótum til jafns við karlmenn. Tefla konur öðruvísi en karlar? Því er erfitt að svara, ég hef í rauninni aldrei velt þessu fyrir mér. En ég held að ég tefli oft betur þegar ég tefli við karlmenn. Það verður mér hvatning til að sýna að ég standi þeim jafnfætis. Er eitthvað í skáklistinni sem gerir hana eiginlegri fyrir karl- menn en konur? Nei, það held ég ekki. Því er stundum haldið fram að karlmenn hugsi af meiri rökvísi en konur, en það held ég að sé ekki rétt. Hins vegar eru strákar aldir upp í meiri keppnisanda frá bernsku, heldur en stúlkur. Það kann að vera skýr- ingin á því að karlmenn eru oft sterkari keppnismenn. í Svíþjóð eru tiltölulega fáir sem kunna eitthvað fyrir sér í skák, og mun færri konur en karlar leggja skákina fyrir sig. Krefst það ekki mikillar líkam- legrar og andlegrar áreynslu að taka þátt í móti eins og þessu? Jú, það er erfitt að taka þátt í mótum. Ég er vön að taka þátt í mótum með 9 umferðum, en 11 umferða mót er nokkuð mikið fyrir mig. Það er þó bót í máli að við höfum nokkuð margá frídaga hér. Hefur þú einhverja aðstoð hér á mótinu? Nei, hér er ég ein. Það er of dýrt að hafa aðstoðarmann. Það er bara þegar ég tefli fyrir hönd Svíþjóðar eins og á Évrópumeistaramóti ungra skákmanna, sem haldið var í Noregi í fyrra, þá var mér gefinn kostur á aðstoðarmanni og bróðir minn kom með. Annars er ég oftast ein þegar ég tefli erlendis. Hver heldur þú að verði erfiðasti andstæðingur þinn hér á þes'su móti? Ó, þeir eru allir erfiðir. Ég get varla gert upp á milli þeirra og ég er smeyk við þá alla. Hefur þú teflt við einhvern þeirra áður? Já, ég hef teflt við Jóhann Hjart- arson, en hann er víst sá eini. Hver er sterkasti skákmaðurinn sem þú hefur sigrað í keppni? Það er erfitt að segja... ætli það sé ekki Lasse Carlsson, segir Pia Cramling eftir langa umhugsun. - En það var fyrir löngu síðan. Ég hef náð jafntefli við kappa eins og Korstnoj, Hort og Keene, en það er kannski ekki svo erfitt að ná jafntefli, því þeir geta jú ekki alltaf unnið. Annars er erfitt að tala um styrkleika í þessu sambandi, því skákstíll manna hentar andstæð- ingnum misjafnlega vel og því er styrkleikinn meðal annars háður andstæðingnum. Þú talar um skákstfl, hvernig skákstíl hefur þú sjálf? Þegar ég var yngri, þá tefldi ég mest eftir tilfinningunni, byggði upp stöðu og tefldi svo fyrir ánægj- una. Nú tefli ég eins konar bland- aðan stíl sem er betur úthugsaður. Hvar ertu sterkust, í byrjunum, miðtafli eða endatafli? Allir þessir þættir eru mikilvæg- ir, og byrji maður illa lendir maður alltaf í erfiðleikum í lokin. Ég þarf að leggja meiri áherslu á fræðilegt nám, en mér finnst miðtaflið og endataflið vera skemmtilegra, því þá reynir meira á mann sjálfan á meðan byrjanirnar byggja meira á fræðilegri kunnáttu. Hvernig þjálfar þú þig á milli þess sem þú tekur þátt í mótum? Ég sit heima yfir skákum og skákdæmum og velti þeim fyrir mér frá öllum hliðum. Svo ræði ég við Dan bróður minn um skák. Ég held að það sé eins í Svíþjóð og víðast annars staðar, menn verða að þjálfa sig upp á eigin spýtur. Er mikið um að vera í skákinni í Svíþjóð? Nei, mér finnst skákinni yfirleitt ekki vera gert hátt undir höfði í Svíþjóð, og til hennar er veitt frek- ar litlum peningum. Það eru haldin „Grand Prix“ keppnismót fyrir unglinga undir 18 ára aldri, en stærri skákmót fyrir fullorðna keppendur eru afar fátíð, nema þá helgarskákmót. í skólanum er boð- ið upp á skákkennslu í frístunda- starfi nemenda eftir skólatímann, og veita sveitarfélögin nokkra fjár- muni til taflkennslunnar. Ég hef kennt nokkuð á slfkum námskeið- um. Hér er veitt meira af peningum til skákíþróttarinnar og hún fær einnig mun meiri umfjöllun í fjöl- miðlum. Ég held að þeir Ulf And- erson og Lars Carlsson séu þeir einu.sem fá stuðning frá sænska ríkinu. Aðrir skákmenn í Svíþjóð verða að bjarga sér sjálfir. Hefur þú teflt við Ulf Anderson? Nei, Anderson vill bara tefla á sterkum skákmótum og við höfum engin slík mót í Svíþjóð. Hann tefl- ir því nær eingöngu erlendis, og ég held til dæmis að enginn í sænska landsliðinu hafi nokkurn tímann teflt við hann. Átt þú ekki stutt í það að komast í sænska landsliðið? Nei, mig vantar talsvert upp á það. Það eru góðir skákmenn í sænska landsliðinu. En stefnir þú ekki að því að kom- ast í landsiiðið? Jú vissulega væri það skemmti- legt... Það væri hreint út sagt stór- kostlegt að komast í landsliðið, segir Pia og bros færist yfir andlitið. - En þá verð ég líka að bæta mig talsvert. Hvað tekur við hjá þér eftir að þessu móti lýkur? Þá verð ég með í alþjóðlegu móti Taflfélags Reykjavíkur sem byrjar í næsta mánuði. Hverjum spáir þú sigri í Búnað- arbankamótinu? Það er ómögulegt að segja fyrir um það, en Helgi Olafsson er einn þeirra sem koma til greina. Átt þú ekki möguleika? Það vil ég ekkert segja um. Ég; læt mér nægja að hugsa um hvern j dag fyrir sig. i Þegar við kvöddum Piu Cram- ling var hún að búa sig undir að mæta Jóhanni Hjartarsyni í annað sinn við taflborðið. Það mátti sjá það á svipnum að hún var staðráðin í að gera sitt besta og sýna karla- veldinu á þessu alþjóðlega skák- móti í tvo heimana. ólg.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.