Þjóðviljinn - 04.02.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.02.1984, Blaðsíða 12
12 SIÐA - ÞJÓBVILJINN Helgin 4.-5. febrúar 1984 helgarsyrpa Thor Vilhjálmsson skrifar Það er endalaus fróðleikur um fólk og atburði tímans, allskonar kynni í sjálfsævi Klaus Mann: krökkt af lýsingum á forvitni- legu fólki, ýmsu af helzta andans fólki tíðar- innar; einkum lýsir Klaus sinni kynslóð og heimsmynd hennar sem nasisminn ógnaði um sinn, og síðan annar háski, þegar átti að vera lag að skapa betri veröld. Furðumargir honum nátengdir gáfust upp á að lifa, styttu sér aldur í svartsýni, vonbrigðum og sárs- auka. Víða eru skarplegar lýsingar á fólki í stuttu máli, ljósu og lifandi. Barátta þeirra systkina fyrir friðarins málstað og útlaganna kom þeim í ótal sam- bönd, tímarit sem þau gáfu út tengdu blóm- ann af andans fólki álfunnar við sig,og náði enda til Ameríku, ráðstefnur. Nasistar köll- uðu í innblæstri sínum Eriku: friðarhýenu með plattfót. urar. Gissur hafi leikið á als oddi; og hefur beitt óspart persónutöfrum sem hann mun hafa átt ærna ef hann vildi beita því (líkt og Jónas frá Hriflu). Sturla reið áfram, og kom sér ekki tii að drepa karl. Sem gefur auga- leið að hann átti að gera úr því hann vildi ná íslandi undir sig, segja hernaðarsérfræðing- arnir og síðari tíma sálkönnuðir í víðernum Sturlungu, í nútíð, eða kannski frá því í fyrragær: En sá auli. Og svo lesa þeir kafl- ann um stríðni Sighvats við son sinn þegar hann er að kallsa með það hver þjónustu- hlutverk Sturla myndi fá helztu höfðingjum landsins í búskap sínum. Rammíslenzk ertni eða heimabrúksháð. Og var þessi son- ur svo kær að Sighvatur fylgdi honum alla leið í dauðann. Klaus víkur stundum að háði föður síns,' hve fjarlægur hann hafi verið og háðskur. Æskuhátterni þeirra systkina hafi vakið mjög kaldur, intellektúal, andkaldur. Svo sá ég Lawrence Olivier seinna í sama hlut- verki, það var allt annar handleggur; miklu hiýrri, hlýr. Þetta er auðvitað hárrétt hjá Bríeti. Og mátti ég muna það sjálfur að égsá nafn hans auglýst hástöfum í Hamborg utan á leikhús- inu við járnbrautarstöðina, rétt við Munka- hamarsstræti þar sem landar okkar leita á- kaft í búðirnar, - eða gerðu áður en leiftur- sókn núverandi ríkisstjórnar hófst til að tæma vasa okkar, almúgans. Þetta er eingöngu mér að kenna, og mun- af margfrægum sýningum Peter Brook í París? l’Argent eftir hinn aldna stórmeist- ara Bresson? Eða Danton eftir Wajda sem við þekkjum frá fyrri hátíðum? Nei, varla. Ekki veit ég það svo gerla hvaða myndir verða. Nema eftir Cassavetes verða þrjár, og ein þeirra var á fyrstu kvik- myndahátíðinni: Woman under the in- fluence, ógleymanleg. Svo verða sex franskar. Þar á meðal falleg mynd eftir André Tessiné: Hotel des Amériques. Ég hef líka séð aðra eftir Tessiné sem mér þótti vænt um, um þær Brontésystur og bróður Erika og Klaus Mann. Úr Hotel des Ameriques eftir André Tessine. Lárus Ymir. Eftirhreytur um Mann Hún vildi líta á sig sem leikkonu. Það væri meira en nóg af rithöfundum í fjöl- skyldunni. Og komst þó ekki undan þessum fjölskylduálögum: Að skrifa. Föður þeirra varð allt að yrkisefni. Allt varð honum að bókmenntum, hann breytti öllu sem bar fyrir hann og hans nánustu líka í bókmenntir, líkt og Mídas kóngur breytti öllu sem hann snerti í gull. Samband þeirra feðganna var löngum undarlegt og verður brátt að því vikið. I bók sinni Kind unserer Zeit segir Klaus frá Carl Zuckmayer rithöfundi sem hann kynntist gegnum vinkonu sína Pamelu Wedekind; um þær mundir öskraði skáld þetta dögum oftar af kostulegum goðmóð hjálpræðis- herssálma í vinnustofu gamla Wedekinds; Zuckmayer skrifaði handa Klaus með- mælabréf þar sem hann getur þess að eitt sinn hafi þeir Rilke og Thomas Mann verið að ganga saman um enskar grasflatir, the English lawns, þá hafi Klaus komið undir. Ekki hefur þess enn verið getið í þessum pistlum að Wedekind var höfundur Lulu sem Louise Brooks var margfræg af að leika í kvikmynd forðum, og ætíð jafnsaklaus og spilltist ekki af gjálífi sínu né sukki; Alban Berg byggði óperu sína á þessu verki, sem nú er endurvakin í heimsborgunum við hylli og fögnuð og hófst í París sú endurvakning. Svo segir Klaus frá Pamelu sem ætti hún talsvert skylt við Lúlú þessa. Við lát Klaus Mann safnaði Erika systir hans efni meðal vina og kunnugra í hópi andans manna í Gedáchtnisbuch, minning- arbók, um hann. Og fékk föður þeirra til að skrifa formála að bókinni. Eftirmæli um son Ýmsir sem gefið hafa kost á viti sínu til að leggja út af Sturlungu þeirri miklu mannlífsnámu okkar hafa talið Sturlu Sig- hvatsson grannvitran mann. Og hafa eink- um tvennt fyrir sér til að sanna það. Annað það að hann skyldi ekki hafa vit á því að drepa Gissur Þorvaldsson á leið frá Apa- vatnsfundi þegar hann reið daglangt með Gissur fanginn. Segir sagan Sturlu hafa tal- að fátt, stanzað nokkuð oft og litið til Giss- áhyggjur í fjölskyldunni. En faðir hans hafi hlustað þolinmóður á varnarræður sínar. Átök þeirra feðga hafi aðeins staðið ár- langt. Þegar Klaus var allur skrifar faðir hans: ...ég trúi því í fullri alvöru að hann hafi verið einn hinna gáfuðustu sinnar kynslóð- ar, ef til vill sá allra gáfaðasti. Hann talar um vinnusemi sonarins fallna og dugnað. Enginn er svo iðinn út í bláinn, án knýjandi gáfna, án vissu um köllun, segir faðirinn: ... Vissulega féll hann fyrir eigin hendi, og ekki til að þykjast vera fórnar- lamb síns tíma. En það var hann í ríkum mæli... Hjarta mitt er án beiskju, vegna þess að hann gat ekki tekið tillit til okkar við endalokin. Það hæfir ekki að tala um van- þakklæti fyrir svo tvísýna og sakbitna gjöf sem lífið. Thomas Mann víkur að vanda þess sem lendir milli tveggja elda í sinni tíð. Hann vitnar í Klaus sem hefur eftir sænskum bók- mennta og heimspekistúdent þessi orð: Baráttan milli beggja Risaveldanna sem eru á móti andanum - ameríska fjár- magnsins og rússneska ofstækisins - gefur ekkert svigrúm lengur fyrir'; vitsmunalegt sjálfstæði og vammleysi (integritet). Við erum neydd til að taka afstöðu og einmitt þá til þess að svíkja allt það sem við ættum að standa vörð um og halda á loft. Og faðirinn heldur áfram: Maður sér að þetta á að þjóna sem réttlæting fyrir þrá hans eftir dauðanum, en auk þess er þetta satt, segir Thomas Mann; og bætir við: Hið sjúklega ( das Pathlogische) getur hæglega táknað sannleikann. Grundgen sleginn af fullsnemma Bríet Héðinsdóttir hringdi og benti mér á misritun í síðustu syrpu minni. Það standist ekki að Grúndgen hafi dáið 1951. Ég sá hann á sviði í Hamborg eftir það, sagði Bríet: á leið heim frá Vínarborg einhverju sinni. Það var áreiðanlega ekki draugur. Hvað sástu? The Entertainer eftir Osborne. Hann var ar einni tölu, heilum áratug. Ogexit Grúnd- gen.- Heraus Schauspieler. Hátíö kvikmynda Mephistomyndin í Regnboganum var eins konar forsmekkur að Kvikmyndahá- tíð, aperitív, lystauki. Og í dag hefst hátíðin með kvikmynd sem framundan er að sýna á einni helztu kvikmyndahátíð heimsins, þeirri í Berlín sem nú gengur einna næst aðalhátíðinni í heiminum sem er á vorin í Cannes. Það er líka í fyrsta sinn sem okkar unga Kvikmyndahátíð hefst á íslenzkri kvikmynd: Hrafninn flýgur eftir nafna sinn Gunnlaugsson. Það segir líka nokkra sögu um það hve vel okkar eigin kvikmyndalist sé komin á veg til þroska á fáum árum sem eru liðin frá því að kunna ekki stafrófið, að sú mynd skuli vera valin til sýningar á hátíð- inni í Berlín í sérflokki fimm mynda,og verður nú forvitnilegt að sjá hvað þeir hafa fyrir sér í Berlín. Sízt verður Hrafni brugðið um kjarkleysi, vogun vinnur vogun tapar. Góða vakt Hrafn. Allir hljóta að hafa glaðzt hér að frétta að landi okkar Lárus Ýmir Óskarsson var val- inn einn af tólf heiðurshöfundum í ársritinu International Film Guide á síðasta ári fyrir kvikmyndina sem hann gerði í Svíþjóð, Andra dansen, og var sjötti í röðinni. Þarer í efsta sæti Nostalgía sem Tarkovskí gerði á Ítalíu, í öðru sæti Fanny og Alexander eftir Bergmann, hin þriðja var Camminacam- mina, Gakkgakk, eftir Ermanno Olmi. Ég hygg að fá dæmi séu þess að ungur höfundur hljóti í upphafi ferils síns slíka viðurkenn- ingu hjá virtasta uppsláttarriti sem kemur árlega út um kvikmyndir eins og Lárus Ýmir hefur nú hlotið fyrir sína fyrstu kvik- mynd, eftir að námi sleppti. Það er vonandi að íslendingar beri gæfu til að tryggja sér starfskrafta þessa unga atgervismanns. En hvað skyldum við nú fá að sjá á hátíð- inni? Tarkovskí? Eitt mesta skáld kvik- myndalistar nú. Bergmanmyndina? Olmi? Carmcn eftir fornvin hátíðarinnar Carlos Saura? Ellegar Carmen eftir Godard sem leyfir sér að nota tónlist eftir Beethoven? Eða eina af þrem kvikmyndum sem spruttu þeirra. Svo leikur mér mjög forvitni á að sjá nýja mynd eftir Jacques Demy: Une chambre en ville sem er talin með frumleg- ustu myndum ársins í Frakklandi, skyld fyrri mynd Demy, söngvamyndinni Regn- hlífarnar í Cherbourg. Ennfremur mynd eftir ágæta konu Aline Tisserman: Örlög Júlíu. Chantal Ackerman sem átti tvær myndir á hátíðinni um árið er enn í boði með myndina: Toute une nuit, Heila nótt. Hún ætlaði reyndar að gera mynd eftir sögu Isaak Bashevic Singer en fékk ekki peninga til þess. Það tók tuttugu mínútur að bursta skó f mynd hennar Jeanne Dielman. Hin myndin var miklu betri: Stefnumót Önnu. Satyajit Ray hefur verið tákn indverskrar kvikmyndalistar og er sjálfur á svo háu stigi að hann er einn af mestu filmurum heimsins. Það er komið hátt á annan tug ára síðan ég sá Tónlistarhcrbergið eftir hann á listahátíð í Mið-Finnlandi þar.sem almenn- ingur talaði bara finnsku. Þessi hæggenga kvikmynd með sínum mikla þunga seið hef- ur aldrei horfið úr hug mér, mig hefur alltaf langað til að sjá hana aftur. En nú eru komnir nýir filmarar. Á síðustu hátíð var ein mynd eftir Ray: nú er sá sem talinn er ganga næstur honum, Mrinal Sen: Afgreitt mál. Eitthvað er frá Spáni og þá helzt Suðr- ið eftir Victor Erice: el Sur, ágæt mynd. Og loksins kemur hingað mynd eftir þann for- vitnilega mann á Filipseyjum Lino de Broca: myndin heitir Bona. Ég hugsa að Sovétmyndin sé nokkuð góð: Brautarstöð- in eftir einn þeirra betri manna Riazanov. Annars er til skammar Sovétríkjunum hvað þeir gera lítið stall með sinn bezta mann núna, Tarkovskí. Ekki má gleyma Goretta frá Sviss: Dauði Mario Ricci. Loks er Quer- elle eftir Fassbinder, samkvæmt sögu Ge- net, ætli þeir megi ekki eiga hana fyrir mér. Og fleira, og fleira.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.