Þjóðviljinn - 04.02.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.02.1984, Blaðsíða 13
Helgin 4.-5. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Búnaðarbankamótið í skák: Helgi erefstur Pia missti af vinningi í tímahraki Rauður: þríhymingur = Viðvörun Gera aukaverkanir lyfsins sem þú tekur þig hættulegan í umferðinni? yUMFERÐAR RÁD Tímahrak var einkennandi fyrir sjöttu umferð Búnaðar- bankaskákmótsins. Síðustu mínúturnar í mótinu minntu satt að segja meira á hraðskákir en kappskákir. Þannig átti Jón Kristinsson aðeins sex mínútur eftir af tíma sínum í skák sinni við Helga Ólafsson, til að leika tíu leiki. DeFirmian lenti í svipuðu tímahraki í skák sinni við Piu Cramling og var asin á honum svo mikill að hann hafði ekki tíma til að skrifa niður leikina hvað þá meira. Pia var einnig í nokkru tímahraki og sást henni yfir vinningsleið í óðagotinu. Áhorfendur þyrptust að þeim Piu og DeFirmian líkt og járn að segulstáli enda lék De- Firmian eins og hann ætti lífið að leysa síðustu mínútuna og tókst honum að ná fjörutíu leikja markinu á síðustu stundu. Biðskák þeirra er mjög tvísýn' en hún verður tefld á morgun. Jóhann Hjartarson lenti einnig í tímahraki í skák sini við L. Shamkovich en náði þó Biðstöðurnar úr 6. umferð Skák nr. 1) Hvítt: Pia Cramling. Svart: DeFirmian. Hvítur lék bið- leik. fjörutíu leikja markinu en staða hans er þó nokkru lakari. Sitthvað gekk á í skák Mar- geirs Péturssonar við Lev Al- burt en hún fór í bið. Alburt á þrjú peð gegn biskup hjá Marg- eiri og líkur eru á jafntefli. Skák Jóns Kristinssonar og Helga var mjög jöfn en Jón lék af sér í miklu tímahraki. Hann átti eftir þrjá leiki en átti innan við hálfa mínútu eftir af tíma sínum þegar hann gaf. Jón L. Árnason og Guð- mundur Sigurjónsson sömdu jafntefli án þess að lenda í tíma- hraki merkilegt nokk. Einnig sömdu Sævar Bjarnason og Knezevic jafntefli. Staðan í mótinu að loknum sex umferðum, er þá þessi: í ef- sta sæti er Helgi Ólafsson með fjóra vinninga, í öðru sæti er Pia Cramling með þrjá og hálfan vinning og tvísýna biðskák, í þriðja sæti er Knezevié með þrjá og hálfan vinning, í fjórða til sjötta sæti eru þeir: Jóhann Hjartarson, DeFirmian og Margeir Pétursson allir með þrjá vinninga og biðskák. í sjö- unda sæti er Guðmundur Sigur- jónsson með þrjá vinninga, í áttunda sæti Samkovich með tvo og hálfan vinning og bið- skák, í níunda sæti Jón L. með tvo og hálfan vinning, tíunda sæti Sævar Bjarnason með tvo vinninga, í ellefta Lev Alburt með einn og hálfan vinning og biðskák og í tólfta Jón Kristins- son með einn og hálfan vinning. Biðskákirnar verða tefldarj dag,laugardag. Á sunnudaginn verður tefld sjöunda umferð að Hótel Hofi kl. 14.00. Skák þeirra Piu Cramling og Helga Ólafssonar vekur líklega mesta athygli. Aðrar skákir eru: Knezevic - DeFirmian, Shamkovich - Sævar, - Jóhann - Jón L., Al- burt - Jón Kr., Guðmundur - Margeir. HHjv/HBA Skák nr. 2) Hvítt: L. Shamkovich. Svart: Jóhann Hjartarson. Svartur lék biðleik. Skák nr. 3) Hvítt: Margeir Péturs- son. Svart: L. Alburt. Svartur lék biðleik. Svart-hvít Ijósmyndaþjónusta sf. Auóbrekku 14,200 Kópavogi, P.O. Box301, Sími 46919 Bilasýning í dag *kl. 10-5 ** Nýir og notadir bílar til sýnis og sölu sem sterkir, öruggir, gangvissir, ódýrir í innkaupi, með lítið viðhald og ódýra varahluti (könnun verðlagsráðs) og ekki síst fyrir hátt endursöluverð. Nú hefur útliti og innréttingum verið breytt svo um munar: mælaborð, stýri, stólar, aftursæti, grill, húdd, stillanlegir speglar innanfrá, stuðarar o.fl. o.fl., en sífellt er unnið að endurbótum er lúta að öryggi og endingu bílsins. 6 ára ryðvarnarábyrgð. Verð við birtingu auglýsingar kr. 199.500.- Bifreiðar & Sifelld þjónusta Landbúnaðarvélar hf. SUÐURLANDSBRAUT 14, SÍMI 38600 Söludeild sími 312 36 VERÐLISTI Lada 1300 .........163.500.00 Lada 1300 SAFÍR ...183.000.00 Lada 1200 station .175.500.00 Lada 1500 station .196.500.00 Lada 1600 .........206.000.00 Lada SPORT 4x4 ....294.000.00 IJ 2715 sendibíll .109.500.00 UAZ 452 frambyggður 298.100.00 UAZ 452 m/S-kvöð ....234.100.00

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.