Þjóðviljinn - 04.02.1984, Qupperneq 15
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 4.-5. febrúar 1984
Helgin 4.-5. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
Sveyk
í síðari
heimsstyrjöldinni
Hér er birtur annar kaf li úr
leikriti Þjóðleikhússins:
Sveyk í síðari heimsstyrjöld-
inni eftir Berthoid Brecht, en
það verður frumsýnt laugar-
dag í næstu viku. Þorsteinn
Þorsteinsson er þýðandi. í
aðalstöðvum Gestapó í Pets-
ékbanka stendur Sveyk
(Bessi Bjarnason) ásamt
Brettsnæder leynilögreglu-
manni (Baldvin Hall-
dórssyni) frammi fyrir Lúð-
vík Búllinger stormsveitar-
foringja (Gísla Rúnari
Jónssyni). Einn SS-maður
bakatil.
Búllinger: Já veitingakráin Bikar-
inn virðist vera þokkahreiður fyrir
niðurrifspöddur, ha?
Búilinger (að bragði): Engan veg-
inn, herra sveitarforingi. Kopetska
veitingakona er mesta reglumann-
eskja og skiptir sér ekki af pólitík; í
hópi fastagestanna er Sveyk þessi
hættuleg undantekning, og ég er
búinn að hafa auga með honum í
talsverðan tíma.
(Síminn á borði Búllingers hringir.
Hann tekur upp tólið og við heyrum
ásamt honum rödd úr því).
Símrödd: Árásarsveit. Krúsja
bankastjóri kveðst ekki hafa sagt
orð um banatilræðið, hann hafi
ekki getað lesið um það í blöðun-
um því það hafi verið búið að hand-
taka hann áður.
Búllinger: Er hann Verslunar-
bankinn? Láta hann fá tíu yfir þjó-
hnappana. (Við Sveyk). Jæja,
svona ertu þá, skarfurinn þinn.
Fyrst legg ég fyrir þig spurningu. Ef
þú gatar á henni, svínið þitt, þá
tekur Múller 2 - (bendir á SS-
manninn) - þig með sér niðrí kjall-
ara og kennir þér lexíu; skilurðu
það? Spurningin hljóðar: Skíturðu
hörðu eða linu?
Sveyk: Tilkynni auðmjúklegast,
herra sveitarforingi, ég skít eins og
þér óskið.
Búllinger: Rétt svar. En þú hefur
viðhaft ummæli sem ógna öryggi
þýska ríkisins, kallað varnarstríð
Foringjans árásarstríð, gagnrýnt
matvæladreifinguna osfrv. osfrv..
Hvað hefurðu um þetta að segja?
Sveyk: Þetta er ansi mikið. Það er
vandratað meðalhófið.
Búllinger (með þungu háði): Gott
að þú hefur skilning á því.
Sveyk: Ég hef skilning á hverju
sem er. Agi verður að vera, án aga
mundi enginn komast neitt einsog
liðþjálfinn okkar í nítugustuog-
fyrstu herdeildinni var vanur að
segja: „Ef maður pínir ykkur ekki
áfram þá munduði leysa onum ykk-
ur brækurnar og klifra uppí tré“.
Þetta sagði ég líka við sjálfan mig í
nótt þegar verið var að misþyrma
mér.
Búllinger: Svo þér var misþyrmt
já, þú segir fréttirnar.
Sveyk: í klefanum. Það kom inn
einhver maður úr stormsveitunum
og lamdi mig í hausinn með leður-
ól, og þegar ég fór að stynja þá lýsti
hann á mig og sagði: „Þetta er vit-
laus maður, þetta er ekki hann“.
Og brjálaðist svo ofsalega af því
Búllinger: „Brettsnæder! Tókuð þér ekki eftir því að maðurinn er fábjáni?".
Brettsnæder (særður): „Herra sveitarforingi, Sveyk talaði í Bikarnum einsog
fábjáni sem hagar ósvífni sinni þannig að ekki sé hægt að sanna neitt á
hann“. Gísli Rúnar Jónsson í hlutverki Búllingers sveitarforingja í SS og
Baldvin Halldórsson í hlutverki Brettsnæders Gestapómanns. Ljósm.: eik.
hann hafðifariðmannavilltað hann
lamdi mig líka yfir bakið. Mann-
skepnan er með þeim ósköpum
fædd að hún er að gera glappaskot
frammí andlátið.
Búllinger: Jæja. Og þú játar á þig
allt sem hér er haft eftir þér?
Sveyk: Ef þér óskið að ég játi,
yðar hágöfgi, þá játa ég, mér má
vera sama. Ef þér segið hinsvegar:
„Sveyk, ekki j áta neitt“ - þá skal ég
snúa mig útúr hverju sem er þang-
að til ég verð rifinn í tætlur.
Búllinger (öskrar): Haltu kjafti!
Burt með hann!
Sveyk (kominn frammað dyrum í
fylgd Brettsnœders, réttir fram
hœgri hönd og segir stundarhátt):
Lengi lifi Foringi vor Adolf Hitler.
Þessa styrjöld vinnum við!
Búllinger (dolfallinn): Ertu fá-
bjáni?
Sveyk: Tilkynni auðmjúklegast,
herra sveitarforingi - já. Ég get
ekki að þessu gert, ég var rekinn úr
hernum vegna heimsku. Lækna-
nefndin sem rannsakaði mig kvað
upp þann úrskurð að ég væri fáviti.
Búllinger: Brettsnæder! Tókuð
þér ekki eftir því að maðurinn er
fábjáni?
Brettsnæder (sœrður): Herra
sveitarforingi, Sveyk talaði í Bik-
arnum einsog fábjáni sem hagar
ósvífni sinni þannig að ekki sé hægt
að sanna neitt á hann.
Búllingcr: Og þér eruð þeirrar
skoðunar að það sem hann var að
segja hér núna áðan séu orð manns
með fullu viti?
Brettsnæder: Sú skoðun mín er
óbreytt, herra Búllinger. En ef þér
af einhverjum ástæðum viljið hann
ekki þá skal ég fara með hann aft-
ur. Ég vildi bara benda yður á að
við í leitardeildinni höfum ekki ó-
takmarkaðan tíma.
Búllinger: Brettsnæder, að mínum
dómi eruð þér kúkalabbi.
Brettsnæder: Herra sveitarfor-
ingi, ég þarf ekki á yðar hjálp að
halda tilað vita hver ég er.
Búllinger: Og mig langar til að þér
viðurkennið það. Það er ekki til
mikils mælst og yður liði betur á
eftir. Viðurkennið að þér séuð
kúkalabbi.
Brettsnæder: Ég veit ekki hvað
kemur yður til að hafa þetta álitá
mér, herra Búllinger, ég er sam-
viskusamur embættismaður
frammí fingurgóma, ég...
Símrödd: Arásarsveit, Krúsja hef-
ur lýst sig reiðubúinn til að taka
bróður yðar inní Verslunarbank-
ann sem meðeiganda en harðneitar
að hafa viðhaft umntælin.
Búllinger: Tíu í viðbót yfir þjó-
hnappana, ég þarf að fá ummælin.
(Við Brettsnceder, nœstum biðj-
andi). Heyrið mig nú, þetta eru nú
engin ósköp sem ég fer frammá við
yður. Það særir ekki að neinu leyti
sóma yðar þó þér játið þetta, það
er eingöngu okkar í milli, þér eruð
kúkalabbi, hversvegna ekki að
viðurkenna það? Ég sem næstum-
þvígrátbið yður? (Við Sveyk). Tala
þú um fyrir honum.
Sveyk: Tilkynni auðmjúklegast áð
ég vil helst ekki blanda mér í deilur
herranna þó ég skilji sosum hvað
þér meinið, herra sveitarforingi.
En þetta er sárt fyrir Brettsnæder
sem er svo góður sporhundur og
hefur nú ekki unnið til þess ef svo
mætti segja.
Búllingcr (hryggur): Þú ætlar þá
að bregðast mér líka, svínið þitt.
„Og haninn gól í þriðja sinn“ eins-
og stendur í júðabiblíunni. Brett-
snæder, einhverntíma skal ég
kreista þetta uppúr yður, en ég má
ekki vera að því núna að sinna
einkamálum, ég á eftir að afgreiða
97 tilfelli. Fleygið þessum fábjána
út og reynið nú einusinni að koma
með eitthvað skárra.
Sveyk (gengur til Búllingers og
kyssir hann á höndina): Guðlaun
þúsundfalt. Og ef yður skyldi ein-
hverntíma vanhaga um hundkríli
þá leitið vinsamlegast til mín. Ég
versla með hunda.
Búllinger: Fangabúðirnar.
(Pegar Brettsnœder ætlar öðru sinni
að fara að leiða Sveyk burt).
Stopp! Skiljið okkur eftir eina.
(Brettsnæder reiður út; SS-maður-
inn fer einnig).
Símrödd: Árásarsveit, Krúsja er
búinn að gangast við ummælunum
en bara því að sér standi á sama um
banatilræðið, ekki að það gleðji sig
og ekki að Foringinn sé trúður,
heldur aðeins að hann sé líka bara
maður.
Búllinger: Fimm til viðbótar þang-
aðtil það gleður hann og þapgaðtil
Foringinn er blóðþyrstur trúður.
(Við Sveyk sem brosir vinalega við
honum). Veistu að við slítum af þér
Brettsnæder (Baldvin Halldórsson): „Og þér haldiö því semsagt fram að Foringinn
ætli að leggja undir sig heiminn? Og þurfi ekki bara að verja Þýskaland fyrir óvinum
þess, júðunum og auðvaldsríkjunum." Sveyk (Bessi Bjarnason): „Þér megið ekki
taka þetta svoleiðis, hann meinar ekkert illt með þessu. Að leggja undir sig heiminn,
það finnst honum bara ósköp hversdagslegt einsog yður finnst að fá yður bjór-
glas.." Ljósm.: eik.
Sveyk (Bessi Bjarnason): „Herra sveitarfor-
ingi, leyfist mérað játaað vottorðiðerektaen
að ég var líka að gera að gamni mínu, einspg
kráareigandinn í Búdejovitse sem sagði: „Ég
er að vísu með niðurfallssýki en ég er líka
með krabba“, og ætlaði þannig að breiða yfir
það að hann var i rauninni gjaldþrota. Eða
einsog máltækið segir: Sjaldan er táfýia að-
eins af einni tá“.
skankana í fangabúðunum - hvern
á fætur öðrum - ef þú verður með
einhverja hrekki við okkur,
skepnan þín?
Sveyk: Það veit ég. Þar er það bara
kúla í gegnum hausinn áðuren
maður getur talið uppað fjórum.
Búllinger: Svo þú ert hundaprang-
ari. Ég sá þarna niðrá göngugötu
um daginn kynhreinan norrænan
fjárhund sem mér leist á, með blett
í eyranu.
Sveyk (grípur frammí): Tilkynni
auðmjúklegast að ég þekki gripinn
úr starfi mínu. Það hefur margan
manninn langað í hann. Hann er
með ljósgráan blett á vinstra eyra,
er það ekki, og er eign Vojta ráðu-
neytisfulltrúa. Hann er auga-
steinninn hans og étur ekki nema
hann sé beðinn um það á krjúpandi
knjánum og ekkert nema kvið-
vöðva af kálfi. Það sannar að hann
er af hreinum kynþætti. Kynblend-
ingar eru gáfaðri, en þeir kyn-
hreinu eru fínni og er frekar stolið.
Þeir eru flestir svo heimskir að þeir
þurfa tvo til þrjá þjóna sem segja
þeim hvenær þeir þurfi að skíta og
að þeir verði að opna kjaftinn tilað
éta. Það er einsog fína fólkið.
Búllinger: Ekki orð meira um kyn-
þætti, þrjóturinn þinn. f stuttu
máli: ég vil fá þennan hund.
Sveyk: Þér getið ekki fengið hann,
Vojta selur hann ekki. En hvað
segir þér um lögregluhund í stað-
inn? Svona hund sem þefar strax
allt uppi og rekur slóð glæpsins?
Kjötkaupmaður í Virsovitse á svo-
leiðis hund og beitir honum fyrir
kerruna hjá sér. Þessi hundur hefur
lent á rangri hillu einsog sagt er.
Búllinger: Ég er búinn að segja
þér að ég vil þann norræna.
Sveyk: Bara Vojta ráðuneytis-
fulltrúi væri gyðingur, þá gætuð þér
einfaldlega tekið hundinn og basta.
En hann er aríi, með ljóst skegg,
ögn rytjulegt.
Búllinger (fullur áhuga): Er hann
Tékki í húð og hár?
Sveyk: Þér skuluð ekki halda að
hann vinni skemmdarverk og út-
húði Hitler, þá væri nú málið ein-
falt. í fangabúðirnar með hann
einsog mig, afþví ég var misskilinn.
En hann er samstarfsmaður og
meirasegja farið að kalla hann
kvisling, það er fjandans ólán uppá
hundinn að gera.
Búllinger (dregur skammbyssu
uppúr skúffunni og fer að hreinsa
hana með ögrandi tilburðum): Ég
sé þú ætlar ekki að útvega mér
hundinn, spellvirkinn þinn.
Sveyk: Tilkynni auðmjúklegast að
ég skal útvega yður hundinn. En ef
það yrði nú farið að spyrja yður útí
hvar þér hafið fengið hann, þegar
bletturinn sést á eyranu á honum?
Búllinger: Ég held ekki að ég verði
spurður hvar ég hafi fengið hund-
inn minn. (Hann hringir bjöllu).
Sveyk: Það er kannski rétt hjá
yður, það býst enginn við að hafa
neitt uppúr því.
Búllinger: Og ég held þú hafir ver-
ið að gera gys að okkur með sög-
unni um fávitavottorðið; en ég ætfa
samt að hlífa þér, af því í fyrsta lagi
að Brettsnæder er kúkalabbi og í
öðru lagi ef þú kemur með hundinn
handa konunni minni, glæpafant-
urinn þinn.
Sveyk: Herra sveitarforingi, leyf-
ist mér að játa að vottorðið er ekta
en að ég var líka að gera að gamni
mínu, einsog kráreigandinn í Bú-
dejovitse sem sagði: „Ég er að vísu
með niðurfallssýki en ég er líka
með krabba“, og ætlaði þannig að
breiða yfir það að hann var í raun-
inni gjaldþrota. Eða einsog mál-
tækið segir: Sjaldan er táfýla að-
eins af einni tá.
Símrödd: Árásarsveit 4. Múdra
krambúðarkerling neitar að hafa
brotið ákvæðin um að opna ekki
verslanir fyrir klukkan 9 á morgn-
ana og segist meirasegja ekki hafa
opnað sína búð fyrren klukkan 10.
Búllinger: í steininn með hana
lygatæfuna í nokkra mánuði fyrir
að halda ákvæðin of stíft! (Við SS-
manninn sem kominn er inn og
bendir um leið á Sveyk). Laus í bili!
Sveyk: Áðuren ég kveð endanlega
langar mig að tala máli eins manns
sem bíður fyrir utan innan urn hina
fangana og mælast til að hann þurfi
ekki að sitja með þeim, hann kærír
sig ekkert um að á sig falli grunur
vegna þess að hann situr á sama
bekk og við þessir pólitísku. Hann
er hér bara vegna þess að hann
reyndi að ræna og myrða bónda frá
Holitse.
Búllinger (öskrar): Út!
Sveyk (hnarreistur): Til þénustu!
Ég kem með hundinn um leið og ég
næ honum. Gangi yður allt í hag-
inn. (Ut ásamt SS-manninum).
E ©
'3
oi
m
— £L
*>Ǥ
Q>
3 >
z ■*-*
c
(ö V>»
* w
„Spurnlngin hljóðar: Skíturðu hórðu eða linu?“ Sveyk: Tilkynni auðmjúklegast, herra sveitar -
foringi, ég skít einsog þér óskið.“
„Ekki orð meira um kynþætti, þrjóturlnn þinn. f stuttu máli: ég vil fá þennan hund.“ Ljósm.: eik