Þjóðviljinn - 04.02.1984, Qupperneq 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Heigin 4.-5. febrúar 1984
daegurmál (sígiid?)
Þeir bestu
Nú eru liðin ein 13 ár síðan
söngvari hljómsveitarinnar
Doors dó eða hvarf og hún lagði
upp laupana. En ekkert lát virðist
vera á vinsældum hennar vestan
hafs. Safnplötur með hljóm-
sveitinni koma út annað slagið og
seljast þá mjög vel og lesefni um
söngvara hljómsveitarinnar Jim
Morrison rýkur út leið og það
kemur í verslanir.
Miklar sögusagnir eru til um
dauða eða hvarf Morrisons.
Hann er sagður hafa dáið í París
en ekkert dánarvottorð var
undirritað af lækni og enginn
ættingjanna sá líkið. Upp úr þess-
um sögnum fóru menn að leggja
saman tvo og tvo og bentu meðal
annars á að Morrison hefði verið
vel Iesinn í þýska heimspekingn-
um Nietzche og ofurmanna hug-
myndum hans. Var sagt að
Morrison hefði fyllst slíkri fyrir-
litningu á aðdáendum hljóm-
sveitarinnar og þessum skríl
öllum að hann hefði ákveðið að
hverfa af sjónarsviðinu. Enn
þann dag í dag má sjá greinar í
erlendum tónlistarblöðum þar
sem skorað er á Morrison að
koma aftur og sýna hver sé best-
ur. Hvað um það. Öllu líklegri er
sú skýring að hann hafi dáið úr
ofneyslu á heróíni.
Nú fyrir stuttu kom út platan
Alive She Cried með hljóðritun-
um sem ekki hafa heyrst áður.
Þær fundust eftir mikla og vel
skipulagða leit. Á þessari plötu er
að finna mörg af bestu lögum
hljómsveitarinnar eins og „Light
my fire“, „Love me two times“og
„Texas Radio and the Big beat“,
sem fyrir lifandi löngu er orðin
sígild og verða það um ókomin
ár. En mesti fengur plötunnar er
tvímælalaust lagið „Gloria" eftir
Van Morrison. Þetta lag léku
Doors gjarnan á tónleikum við
miklar vinsældir og í hinum ýmsu
útgáfum. Meðan hljómsveitin
var og hét vonuðust menn iðu-
lega eftir að fá þetta lag á skífur
hljómsveitarinnar en ekkert slíkt
gerðist. Því rætist 13 ára gamall
draumur með þessari plötu.
Þegar hlustað er á þessar
gömlu hljóðritanir skynjar mað-
ur snilldina og hversu stórkostleg
hljómsveit Doors var. Þetta er al-
veg meiri háttar plata, plata fyrir
unga jafnt sem aldna.
Ég segi nú eins og einn kunn-
ingi minn: „Sá maður hefur ekki
lifað til einskis sem hefur hlustað
á Doors“.
JVS
A fallandi fæti?
Það þóttu mikil tíðindi þegar
skipt var um gítarleikara í hljóm-
sveitinni Siouxie and the Banshe-
es og Robert Smith gítarleikari
Cure leysti John McGeoch af
hólmi. Þessi skipti komu í sjálfu
sér ekki svo mjög á óvart því
Smith ásamt Budgie trommu-
leikara björguðu hljómleikaferð
Siouxie and the Banshees fyrir
horn árið 1979 þegar þeir Kenny
Morris og John McKay hættu
skyndilega. Gert var tveggja
daga stans á ferðalaginu og nýju
mennirnir æfðir inn í skyndi.
Miklar vangaveltur voru þá í
bresku músíkpressunni um hvort
Budgie og Smith yrðu áfram í
hljómsveitinni eða hvort hún
myndi nokkuð halda áfram eftir
þessar miklu blóðtökur. Engar
hrakspár blaðamanna rættust.
Budgie sat sem fastast og í stað
Smiths sem hélt áfram með Cure
var fyrrum gítarleikari Magazine
John McGeoch fenginn í hópinn.
Þannig skipuð sendi hljómsveitin
frá sér sínar bestu hljómplötur:
Juju og A Kiss in the Dream-
house.
Því má svo bæta við að Steve
Severin og Robert Smith hafa
starfað saman og sendu frá sér
breiðskífu um mitt síðasta ár eða
um líkt leyti og Siouxie og Budgie
sendu frá sér hljómplötu undir
nafninu Creatures.
Þegar ég frétti af manna-
skiptum í hljómsveitinni hélt ég
að þetta væri hennar aðferð við
að feta inn á nýjar brautir í tón-
smíðum sínum. Því var ég tölu-
vert spenntur þegar ég heyrði að
von væri á nýrri hljómleikaplötu
með hljómsveitinni. Platan heitir
Nocturne og hefur að geyma öll
bestu lög Siouxie and the Banshe-
es. Það er skemmst frá því að
segja að þessi plata olli mér mikl-
um vonbrigðum, engin merki um
nýjungar eða breytingar hjá
hljómsveitinni.
Fyrir einlæga Siouxie aðdáend-
ur er Nocturne mikið áfall. En ég
ætla ekki að gefa upp alla von
með hljómsveitina, alla vega ekki
fyrr en ég heyri næstu stúdíóplötu
hennar.
JVS
Táningar á
fimmtugsaldri
Stórtónleikar
Það er ekki á hverjum degi sem
bandarísk hljómsveit kemur
hingað til lands en von er á einni
slíkri í vikunni, Crucifix. Hljóm-
sveitin mun halda hér tvenna tón-
leika nk. föstudag og laugardag í
Félagsstofnun stúdenta við
Hringbraut og byrjar klukkan
22.00 - ekkert aldurstakmark!
Þetta með aldurstakmarkið er
skilyrði sem hljómsveitin setti.
Þeir félagar sögðust ekki leika á
tónleikum þar sem einhverjir
væru útilokaðir. Það samrýmdist
ekki skoðunum þeirra. Ekki
tókst mér að afla neinna upplýs-
inga um hljómsveitina og fyrri
afrek hennar. Eina sem ég veit
um hana er að þetta er amerísk
hljómsveit og ekki alls fyrir löngu
sendi hún frá sér plötuna Dchum-
anization. Það er kannski dæmi
um tímanna tákn að það skuli
vera útgáfufyrirtæki Crass, Corp-
us Christi, sem gefur hana út.
Hljómsveitin er skipuð fjórum
Bandaríkjamönnum og ef ráða
má eitthvað af plötualbúminu eru
þeir ættaðir frá vesturströnd
Bandaríkjanna. Alla vega eru
höfuðstöðvar þeirra skráðar í San
Francisco. Tónlist Crucifix er
hrátt kraftmikið rokk, alveg ótrú-
lega kraftmikið, og minnir um
sumt á fyrstu plötu Clash.
Skoðanir þeirra fjórmenninga
á heimsmálum eru augljósar og
flokkast undir anarkisma. Minna
um margt á anarkistahljómsveitir
í Englandi. Sumir textar þeirra
fjalla um bandarísk málefni en
flestir hafa þeir víðari skírskotan-
ir og eiga fullt erindi til allra hvort
sem þeir búa vestan eða austan
megin Atlantsála. Þeim er tíðrætt
um styrjaldir og afleiðingar
þeirra, hræsni og lygi landsfeðr-
anna, svo að nokkuð sé nefnt.
Einn áhrifamesti texti plötunnar
er „Three miles to oblivion“ og
þar er að finna þessar línur:
There is no environmental
protection
our earth is fucked from
exploitation
from strip mining to offshore
drilling
and industry created pollution
three miles to oblivion
three miles to death
three miles to extinction
the clear dangers of nuclear
power
are so imminent they can’t
be ignored
Ef einhverjir halda að Crucifix
sé eftirmynd Crass ætti sá hinn
sami að fá sér heilaþvott. Það
eina sem þessar tvær hljómsveitir
Það þykja ávallt mikil tíðindi
þegar Rolling Stones senda frá sér
hljómplötu. Fyrir jólin kom út
ein ný og heitir sú Undercover og
sver sig í ætt við síðustu plötur
hljómsveitarinnar. Rolling Ston-
es hafa fyrir löngu skapað sér á-
kveðinn sess í hugum okkar. Það
merkilega við hugmyndir manna
um „Stónsara" er sú íhaldssemi
sem ríkir í garð hljómsveitar-
innar.
Það kærir sig enginn um neinar
stórbreytingar hjá þessum gömlu
hefjum. Slíkt væri hið argasta
guðlast. Við viljum aðeins fá
„nýja góða og gamla“ Stones-
plötu. Þá eru allir ánægðir.
Undercover er þrælgóð plata.
Kraftmikil og sannkölluð Stones-
plata. Krafturinn álíka og í mynd-
inni sem sýnd var í Regboganum
fyrir nokkrum mánuðum. Þetta
er eihver kraftmesta Stones-plata
sem komið hefur út undanfarin
ár. Undercover svíkur engan
Stones-aðdáanda en það finnst
mér alltaf jafn merkilegt hve
vinsældir þeirra eru ótrúlega
miklar. Þetta eru „táningar" á
fimmtugsaldri!
eiga skylt er sameiginleg hug-
myndafræði. Það er engin ástæða
til að fyllast fordómum strax þó
einhverjum hafi mislíkað tónlist
og flutningur Crass á Yes, Sir I
Will á tónleikunum góðu síð-
astliðið sumar. Eins og endranær
eru allir hvattir til að mæta því
þetta verða örugglega sögulegir
tónleikar. Nú, svo má ekki
gleyma því að hljómsveitin Von-
brigði mun einnig koma fram og
flytja nýtt efni.
JVS