Þjóðviljinn - 04.02.1984, Side 20

Þjóðviljinn - 04.02.1984, Side 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 4.-5. febrúar 1984 bæjarrölt stað hraunsins Einu sinni fór ég til Ameríku og flakkaði dálítið um hana. Ég fór bílakandi um Massachussets, Connecticut, New York, New Jersey, Delaware, Maryland og District of Columbia. Eg horfði galopnum augum á þetta mikla heimsríki og naut ferðalagsins fram í fingurgóma en prísaði mig jafnframt sælan fyrir að búa í litlu og skikkanlegu þjóðfélagi eins og á Islandi. Margt sá ég skemmtilegt og stórkostlegt en tvennt fór þó á- kaflega í taugarnar á mér á þjóð- veginum. Annað voru tollhliðin sem hvarvetna eru á bandarísk- um þjóðvegum. Það er tekinn vegatollur af öllum sem aka veg- ina. Það eru nefnilega einkafyrir- tæki sem leggja þessa vegi og eiga þá. Hitt sem fór í taugarnar á mér voru auglýsingaskiltin sem mjög víða eru meðfram þessum vegum og byrgja útsýn til landslags og húsa. Maður kemur kannski ofan í fallegt dalverpi þar sem kúrir lítið þorp og kannski nokkrir sveitabæir. En þar er lítið hægt að *sjá því auglýsendur keppast við að yfirbjóða hver annan með risastórum skiltum, sumum margra mannhæða háum. Þar er Pepsi, General Motors, ITT eða Johnsons. Skiltin eru svo þétt og há að það er í mesta lagi hægt að sjá dalverpið fyrir horn eða glytta í það inn á milli Coca Cola og General Electrics. Sem betur fer erum við hér á íslandi að mestu laus við svona ófögnuð og í lögum ku það víst standa skýrum stöfum að ekki megi reisa auglýsingaskilti með- fram þjóðvegum. Hér stendur í mesta Iagi: Velkomin til Blöndu- óss eða Hafnarfjarðar. Þó er ekki laust við að örli á tilhneigingu hér í Reykjavík til að setja upp svona skilti og auglýsingar á húsgöflum eru nokkuð algengar. Það er þó allt í lágmarki. Þó var ekki laust við að mér brygði í brún þegar ég átti leið upp í Breiðholt um Reykjanes- brautina nú í vikunni. Gömlu Fákshesthúsin standa þar rétt við þessa miklu hraðbraut og á hlið þeirra sem vísar að brautinni mátti sjá upplýst stórt skilti þar sem auglýstir eru kæli- og frysti- skápar og sjónvörp og þess jafn- framt getið að með því að kaupa viðkomandi tæki væri verið að fjárfesta í gæðum og þau væru margfait ódýrari (ódýrari en hvað var ekki getið um). Þarna er kominn vísir að ame- rískri vegaómenningu og eins gott fyrir yfirvöld að vera vel á verði. Einn góðan veðurdag gæti verið komin röð risaskilta með- fram allri Reykjanesbraut og þá gæti svo farið að vart sæi niður til Elliðaánna nema svo sem rétt í sjónhendingu milli ísal og Trop- ikana, ITT og Axminster. I stað hraunsins og kjarrsins upp Ellið- aárdalinn lægi þar fáklæddur kvenmaður sex sinnum stærri en við viljum hafa hann. - Guðjón Veistu.. ? að Auðunn Sæmundsson togara- skipstjóri frá Vatnsleysu eignaðist fintm syni sem allir urðu togaraskipstjórar? að árið 1949 komu hingað um 300 Þjóðverjar til að vinna, og voru flestir þeirra stúlkur? að þegar Albert Guðmundsson var atvinnuknattspyrnumað- ur með liðinu Nancy í Frakk- landi var oft boðið í hann hátt verð af öðrum liðum? Voru tilboðin gjarnan á bilinu 4-6 miljónir franka. að Þórunn Jóhannsdóttir, eigin- kona píanósnillingsins Asken- así, var undrabarn í pínaó- leik? Hún var aðeins 8 ára gömul þegar hún lék einleik með Sinfóníuhljómsveit Lundúnaborgar undir stjórn Ernests Reed. að árið 1948 veiddist óhemju- mikil síld í Hvalfirði? Stóð vertíðin í 4 mánuði og varð aflinn alls 1100 þúsund mál síldar. að í Heklugosinu 1947 féll 150 gramma þungur vikursteinn í Geiradal í A-Barðarstranda- sýslu en loftlínan þaðan til Heklu er um 220 kílómetrar? að bein Jónasar Hallgrímssonar skálds voru grafin upp í Kaup- mannahöfn árið 1946, flutt til íslands og j arðsett á ný á Þing- völlum? að Erling Blöndal Bengtson var aðeins 4 ára gamall er hann fyrst vakti athygli sem selló- leikari? að íslenski rithöfundurinn Guð- mundur Kamban var skotinn til bana í Kaupmannahöfn í stríðslok? að eitt sérkennilegasta lagafrum- varp sem samþykkt hefur ver- ið á alþingi var árið 1944? Þá var samþykkt að taka Hótel Borg leigunámi að kvöldi 18. júní og tilefnið var veislufagn- aður vegna lýðveldisstofnun- ar. að fyrsta íslenska forsetafrúin var dönsk? Hún hét Georgina Hansen. að árið 1943 fórst Frank M. And- j rew, yfirmaður alls herafla Bandaríkjamanna íEvrópu, í flugslysi hér á landi? sunnudagskrossgatan nr. 409 J 2 3 V 5 (p 1 9 9? )0 H // J2 8 13 9? )1 J8 V )2 V? )ts? n- )8 Z 2? )9 20 2/ Z )6 JH- 9? )1 13 21 22 22 9? 23 H 21 20 9? 20 2 /6 )3 22 2/ 2£ ý )0 5, 21 V 12 2 20 vp Vo 2h b J2 22 V )S 20 JZ 18 )Z 99 21 JS 3 )8 8 )2 9? 9 í0) 20 J2 20 )2 )3 22 V )S V 22 21 V 20 ZJ S )2 18 H J2 T~ 26 2 2) 8 2h )<? 8 21 2 23 )2 9 L JS 21- V v- J(í> 1? It V b JS 20 /9 T~ 8 28 20 S 2J )1 23 12 2b 20 2 J2 ¥ 2 28 2<i )2 18 V J2 )3 20 12 18 12 y T~ 2 H 10 V 3 2(p 2 J2 )8 V 'sft *L ]^F 92 25 21 92 18 30 9? z H 12 2S )8 92 31 2 )2 13 /y !Z y /6 /? /8 2! 8 Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá bæjarnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðu- múla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 409“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér- hljóða og breiðum t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt. A Á B D O E É FGHlfJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Verð- launin Verðlaun fyrir krossgátu nr. 405 hlaut Soffía Ásgeirsdóttir, Hörgshlíð 20, 105 Rvík. Þau eru bókin íslandsferð 1857 eftir Nils 0:son Gadde. Lausnarorðið var Svanhvít. Verðlaunin að þessu sinni er skáldsagan Og sagði ekki eitt ein- asta orð eftir Böll. ■ ■ I mai mPKHI wm og? %lS sagöl ekkíeitt einasta orö

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.