Þjóðviljinn - 04.02.1984, Page 22

Þjóðviljinn - 04.02.1984, Page 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 7.-«. janúar 1984 um helgina I Fjölskylduópera eftir Benjamin Britten frum- sýnd í óperunni í dag: Jónína Guðnadóttir sýnir leir í Gallerí Grjót: Orkin hans Nóa Á föstudag opnaði Jónína fjórðu einkasýningu sína.í Gallerí Grjót við Skólavörðustíg, en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og á m.a. verk á sýningunni Scandina- via Today, sem nú er í Finnlandi. Það er af sem áður var að leir- munir væru eingöngu penir skraut- Barna- og fjölskylduóperan Örkin hans Nóa eftir Benjamin Britten verður frumsýnd í dag, laugardag, í íslensku óperunni. Þetta er geysiumfangsmikið verk og taka m.a. hátt á þriðja hundr- að börn þátt í sýningunni en flest hlutverkin eru tvísetin. Benjamin Britten er óþarfi að kynna en þess skal getið að Litli sótarinn, sem sýndur var í óper- unni sl. vetur við mjög góðar undirtektir, er eftir hann. Tón- listaruppeldi barna er eitt af að- alsmerkjum í verkum Brittens, það er ofur skiljanlegt, því hann var sjálfur mjög fljótur til: fimm ára gamall var hann farinn að semja og árið 1923 er Britten var tíu ára, átti hann í pokahorninu 6 verk fyrir strengjasveit og 10 pí- anósónötur. „Örkin hans Nóa“ var samin árið 1957. Óperan er lýsandi dæmi um þann hæfileika Britt- ens, „að búa til óperu“, þar sem atvinnumenn og námsfólk, jafnt byrjendur og þeir, sem lengra eru komnir - að áheyrendum ó- gleymdum - fá allir að njóta sín. Langflestir þátttakenda í sýning- unni eru börn og unglingar, en þeim til aðstoðar eru fáir en reyndir atvinnumenn. íslenska óperan átti gott sam- starf við Grunn- og tónlistarskóla í Reykjavík og nágrannabyggð- um, en þaðan koma hinir ungu söngvarar og hljóðfæraleikarar. Einungis með samstilltu átaki þessara aðila er hægt að setja upp jafn umfangsmikið verk og Örk- ina hans Nóa: 56 börn syngja í kórnum, 10 einsöng, og um 60 hljóðfæraleikarar ásamt 2 döns- urum taka þátt í hverri sýningu. Flest hlutverk eru tvísetin, það eru því hátt á þriðja hundrað börn, sem hér leggja sitt af mörk- um. Að rekja söguna af Syndaflóð- inu og Örkinni hans Nóa, væri að bera bakkafullan lækinn, en þó er vert að geta þess, að Britten not- ar nær óbreyttan texta ensks undraleiks frá miðöldum, sem þá Jónína Guðnadóttir ásamt nokkrum sýningargripum, sem hún kallar „Leik með egg“. Ljósm.: -eik. brúkshlutir og brúkshlutir eins og öskubakkar, skálar og vasar og slíku er ekki til að dreifa á sýningu Jónínu. Þvert á móti eru sýningargripirnir skúlp- túrar og lágmyndir og eru óvenju- stórir um sig af leirmunum að vera. „Jú, það er erfitt að eiga við þessa hluti, - ég hef verið í hálfgerðum lyftingum auk þess sem myndunum hættir til að vindast í ofninum“, sagði Jónína. „Viðhorfið gagnvart leirlistinni hefur breyst mikið. Hér áður fyrr var lítið annað en Glit og Steinunn Marteinsdóttir en eftir að farið var að útskrifa leirlistamenn og líka eftir að Leirlistafélagið var stofnað eru menn farnir að líta þessa listgrein alvarlegri augum.“ Á sýningu Jónínu eru um 20 hlutir. Mikið ber á stórum kúlulaga formum sem Jónína segist 'í bili nefna „Leik með egg“. Skýring- in? „Jú, ég er mikill friðarsinni“, segir Jónína, „og þegar ég byrjaði að vinna þetta var ég að hugsa um hnöttinn og kúlu sem lendir á hon- um. Þetta þróaðist síðan og trúlega fylgir enginn þeirri hugsun nema ég, en ég vona að það komist samt til skila, einkum í lágmyndunum.“ Sýning Jónínu eropin kl. 14-18um helgar og kl. 12 - 18 á virkum dögum. Henni lýkur 16. febrúar. Synir Nóa, þeir Guðmundur Hafsteinsson, Lárus ísfeld og Júlíus Páls- son telja móður sína (Hrönn Hafliðadóttir) á að koma um borð. Aftar skrafskjóður, þær Ellen Símonardóttir, Marta Halldórsdóttir, Bryndís Ingimundardóttir og Elizabeth H. Marlies. Ljósm.:-eik. hét Noyes Fludde, sem á nútíma- máli er skrifað „Noha’s Flood" eða Nóaflóðið. Hlutverk Nóa syngur Halldór Vilhelmsson og konu hans frú Nóa syngur Hrönn Hafliðadóttir. Rödd Guðs flytur Róbert Arnfinnsson. Syni Nóa syngja Guðmundur Hafsteinsson, Lárus ísfeld og Júlíus Pálsson. Tengda- dætur Nóa syngja Hrafnhildur Björnsdóttir, Bergdís Ey- steinsdóttir og Þórunn Lárus- dóttir. Skrafskjóður syngja Ellen Símonardóttir, Marta Halldórs- dóttir, Bryndís Ingimundardóttir og Elizabeth H. Marlies. Dansar- ar eru Jarþrúður Guðnadóttir og Guðmundur Eyfells. Hljómsveitarstjórn annast Jón Stefánsson og leikstjóri er Sig- ríður Þorvaldsdóttir. Leikmynd gerði Gunnar Bjarnason og bún- inga Hulda Kristín Magnúsdótt- ir. Brynhildur Þorgeirsdóttir hannaði dýrin. Danshöfundur er Ingibjörg Björnsdóttir, lýsing er í höndum Árna Baldvinssonar og sýningarstjóri er Guðný Helga- dóttir. Þýðingu gerði Jón Hjör- leifur Jónsson en undirleik ann- ast hljómsveit og barnahljóm- sveit íslensku óperunnar. -GFr Engir „Þetta er ekki vonlaus barátta, en allt tekur þetta sinn tíma“, sagði Jónína Guðnadóttir leirlistarmað- ur og formaður Leirlistafélagsins, þegar hún var spurð hvort menn væru farnir að líta á leirmunagerð sem listgrein, fremur en iðn hér á landi. myndlist Gallerí Langbrók: Kynning á verkum Sigurlaugar Jó- hannesdóttur vefara er framlengd til sunnudagskvölds. Verk Sigurlaugar eru unnin úr hrosshári og eru flest til sölu. Opið kl. 14-18 laugardag og sunnudag. Listasafn ASÍ: Pétur Már sýnir 56 akrylmyndir og nefnir sýninguna „Kveikjur". Þetta er fyrsta einkasýning Péturs Más. Hún er opin kl. 14-22 um helgina en 16-21 á virkum dögum. Gallerí Lækjartorg: Sýning Björgvins Pálssonar mynda- smiðs hefur verið framlengd til sunnu- dagskvölds, Á sýningunni eru 48 myndir sem unnar eru með svokallaðri gumbicromat-tækni. Björgvin hefur fengist við Ijósmyndun 117 ár og starfar við sjónvarpið. Sýningin er opin kl. 14-22 um helgina. Akureyri: Jóhanna Bogadóttir heldur helgarsýn- ingu í Iðnskólanum á Akureyri og sýnir 25 verk, grafíkmyndir og málverk. Sýn- ingin stendur aðeins laugardag og sunn- udag kl. 14-22. Laugavegurinn: Bessi Jónsson sýnir 50 tússteikningar frá Hlemmi niður á Lækjartorg. Þetta er fyrsta einkasýning Bessa en hann myndskreytti bók Kristins Sæmunds- sonar, „Snúningurinn". Sýningin stend- ur til 21. febrúar. Allar myndirnar eru til sölu. Listmunahúsiö: Síðasta sýningarhelgi á verkum Helga Þ. Friðjónssonar. A sýningunni eru 60 verk og er hún opin kl. 14-18 laugardag og sunnudag. Gallerí Grjót: Jónina Guðnadóttir sýnir relíf og skúlptúr unnið í steinleir og postulín. Sýningin er opin kl. 14-18 um helgar og 12-18 á virkum dögum. Henni lýkur 16. febrúar. leiklist Leikfélag Reykjavikur: Tröllaleikir: Leikbrúöuland fer aftur af stað með 4 einþáttunga sem eru Ástar- saga úr fjöllunum, Búkolla, Eggið og Draumlyndi risinn. Sýningar kl. 15 á sunnudögum í Iðnó, miðasala á sama stað. Forsetaheimsóknin, 35. sýning kl. 23.30 á laugardagskvöld. 15 þúsund manns hafa séð sýninguna sem fjallar um heimsókn Frakklandsforseta til „venjulegrar" fjölskyldu. Miðasala í Austurbæjarbíói. Hart i bak eftir Jökul Jakobsson veröur sýnt á laugardag kl. 20.30. Guð gaf mér eyra verður sýnt á sunnu- dag kl. 20.30. Þjóðleikhúsið: Tyrkja-Gudda eftir sr. Jakob Jónsson, laugardag kl. 20. Lína Langsokkur, tvær sýningar á sunnudag kl. 15 og kl. 20. Næst síðasta sýningarhelgi. Skvaldur, miðnætursýning kl. 23.30 á laugardag. Stúdentaleikhúsið: Jakob og meistarinn eftir Milan Kund- era í leikstjórn Sigurðar Pálssonar, 5. sýning laugardag kl. 17, 6. sýning sunn- udag kl. 20.30 í Tjarnarbæ. Kundera er landflótta Tékki búsettur í París og eru verk hans mjög í sviðsljósinu um þessar mundir. 20 manns koma fram í sýning- unni. Leikfélag MK: Vorið vaknar eftir Frank Wedekind. Frumsýning á sunnudag í Félagsheimili Kópavogs kl. 20.30. Leikstjóri Hávar Sigurjónsson. Leikritið ersamið 1891 og fjallar um kynslóðabilið fræga og sam- skipti fullorðinna og unglinga, Leikendur eru 15 talsins og lýsingu annaðist Egill Árnason. Upplýsingar í síma 43440. Miðaverð kr. 150,- Leikfélag Akureyrar: My Fair Lady, söngleikurinn víðkunni verður sýndur kl. 20.30 á laugardag. Mjög góð aðsókn hefur verið að þessari sýningu sem 50 manns koma fram í en sýningum fer nú fækkandi. Leikklúbbur Kjósverja: Músagildran eftir Agöthu Christie í Fé- lagsgarði, Kjós. önnur sýning kl. 20.30 á sunnudag. Leikstjóri er Jón Hjartarson og leikendur eru átta talsins. tónlist Islenska óperan: Örkin hans Nóa, frumsýning kl. 15 á laugardag, uppselt. Önnur sýning á sunnudag kl. 15. La Traviata eftir Verdi, sýnd á sunnu- dagskvöld kl. 20.30. Ath. breyttur sýn- ingartími. Akranes: Anna Guðný Guðmundsdóttir pianó- leikari og Sigurður Ingvi Snorrason klarinettuleikari halda tónleika á vegum Tónlistarfélags Akraness kl. 16 á sunnu- dag i Fjölbrautaskólanum. Á efnisskrá eru verk eftir Loeillet, Léfevre, Poulenc, Weber og jazzprelúdíur Gershwins. Wiener Blockflötenensemble: Tónleikar í Áskirkju kl. 17 á laugardag á vegum Musica Antiqua og á mánudag kl. 20 í Bústaðakirkju á vegum Musica Nova Námskeið á vegum tónlistarskól- ans í Reykjavík laugardag kl. 10-12 og sunnudag kl. 15-17. Námskeiðið er öllum opið og er í Stekk, húsi Tónlistar- skólans, Laugavegi 178. ýmislegt Akureyri: Reykjavikurkynning í Sjallanum sunnu- daginn 5. febrúar. Leikarar, söngvarar og dansarar koma fram en fyrirliði Reykvíkinganna sem að kynningar- kvöldum þessum standa er Davíð Odds- son, borgarstjóri. Kynningin er á vegum samstarfsnefndar um ferðamál i Reykja- vík. Kvenstúdínur: Aðalfundur Kvenstúdentafélags Islands og Félags íslenskra háskólakvenna verður í Kvosinni á laugardag kl. 14. Norræna húsið: Runebergsvaka: Suomi-félagið heldur sína árlegu Runebergsvöku á sunnudag kl. 20.30. Flutt verður dagskrá í orðum og tónum sem byggist á Ijóðum og grein- um um og eftir finnska þjóðskáldið J.L Runeberg og konu hans Frederiku. Norrænn biblíufundur: Hið íslenska bibliufélag gengst fyrir fundi kl. 5-7 á mánudag 6. febrúar í tilefni 400 ára af- mælis Guðbrandsbiblíu. Gestir fundar- ins verða þrír framkvæmdastjórar nor- rænna biblíufélaga. Mír-salurinn: Kvikmyndin „Móðir María", gerð 1983 af Sergei Kolosov verður sýnd í Mír- salnum, Lindargötu 48 kl. 16 á sunnu- dag. Aðgangur er ókeyþis og öllum heimill. Enskur skýringartexti. Sovét- menn buðu þessa mynd fram til sýningar á kvikmyndahátíðinni nú en fram- kvæmdastjórnin hafnaði henni á þeirri forsendu að hún stæðist ekki þær list- rænu kröfur sem gera yrði til kvikmynda á hátíðinni. í myndinni segir frá rússnesku skáldkonunni Elisabetu Kúzminu-Karavaévu. Hún gerðist nunna í París á fjórða áratugnum, tók virkan þátt í störfum frönsku andspyrnu- hreyfingarinnar í stríðinu og var tekin af lífi 1945. Leikbrúður í Iðnó Á sunnudaginn kcmur, 5. febrú- ar hcfjast aftur sýningar Leikbrúðulands í Iðnó, og verða þær framvegis þar á sunnudögum kl. 15. Sýndir verða 4 einþáttungar sem bera saman heitið: „Trölla- leikir“. Þættirnir eru: Ástarsaga úr fjöllunum, Búkolla, Eggið og Draumlyndi risinn. Sýningin er bæði fyrir börn og fullorðna og því kjörin fjölskyldusýning. Brúður og leikmyndir gera þær Bryndís Gunnarsdóttir, Hallveig Thorlacius og Helga Steffensen. Miðasala er í Iðnó.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.