Þjóðviljinn - 15.02.1984, Síða 9

Þjóðviljinn - 15.02.1984, Síða 9
Miðvikudagur 15. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Glæpurinn og eigendur hans Núverandi nkisstjórn finnst spít- alareksturinn í landinu dýr, og það hefur mörgum fundist á undan henni. Þessi ríkisstjórn datt hins vegar ofan á þá afleitu spamaðar- hugmynd að láta sjúklinga greiða einhvern hluta kostnaðar sjálfa með beinum hætti, í stað þess að hingað til hafa allir landsmenn greitt þennan kostnað með fram- lögum til almannatrygginga. Þetta er einn af hornsteinum velferðar- þjóðfélagsins, og það fór að vonum að fólkið í landinu kvað þessa hug- mynd niður. Rangtúlkun Þorsteins Sumum vinum ríkisstjórnarinn- ar þótti vont að láta drepa mál fyrir henni með þessum hætti, og finnst þeir verði að hefna ósigursins. Þor- steinn Pálsson og síðar Morgun- blaðið völdu þá leið að veitast að Svavari Gestssyni fyrir að hafa ætl- að að láta gamalmenni borga fyrir sig á spítölum, ekki bara nokkra daga heldur ævina á enda. Þarna er verið að rangtúlka ákvæði í lögum um málefni aldraðra, sem fjallar um dvalarkostnað á stofnunum fyrir aldraða. Lögin um málefni aldraðra eru hin mætustu lög, og ég get ekki unnt Svavari þess, þótt mér sé meinalaust til mannsins, að eiga þennan glæp einn. Ég vil að við hin sem áttum þátt í honum, fáum að eiga okkar hlut. Upphafs mennirnir Upphafsmennirnir voru í nefnd, sem samdi það frumvarp, sem varð að lögum í árslok 1982. Það voru Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir for- maður Sóknar, tilnefnd af Alþýðu- sambandi íslands, Þórarinn V. Þórarinsson, tilnefndur af vinnu- veitendasambandi íslands. Hrafn Sæmundsson, prentari, Pétur Sig- urðsson alþingismaður og Páll Sig- urðsson ráðuneytisstjóri tilnefndir af heilbrigðisráðherra, Gunnhildur Sigurðardóttir hjúkrunarforstjóri tilnefnd af Öldrunarfræðafélagi ís- lands og Adda Bár Sigfúsdóttir til- nefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þessi hópur á höfundarrétt að glæpnum. Næst kemur ríkisstjórn- in, sem ákvað að leggja frumvarpið fram, síðan allir þeir sem fengu frumvarpið til umsagnar og gerðu ekki athugasemdir við umrædda grein og loks þingheimur allur, sem samþykkti frumvarpið samhljóða. Hvað er það svo, sem allt í éinu nú rúmi ári eftir samþykkt laganna er svo skelfilegt, að það er verra en nokkur sjúklingaskattur? Veruleg hœkkun á vasapeningum Það eru ákvæði 26. gr. sem kveða svo á að sjúkratrygginga- deild Tryggingastofnunar ríkisins eða ríkissjóður skuli greiða kostn- að við vistun á dvalarstofnunum aldraðra, en þessar stofnanir eru samkvæmt skilgreiningu laganna: Dvalarheimili, hjúkrunarheimili eða hjúkrunardeildir og sjúkra- deildir. Að fengnu umboði frá vist- manni á Tryggingastofnunin síðan að innheimta hjá lífeyrissjóði vist- manns eða vistmanni sjálfum upp í dvalarkostnaðinn, en þó með þeim takmörkunum að vistmaður á dval- arheimili haldi alltaf eftir 25% Svavar Gestsson á ekki heiðurinn einn af ,,glæpnuni“. tekna eða fái 1950 kr. á mánuði, sé ekki um tekjur að ræða eða svo lágar að 25% þeirra nái ekki þess- ari upphæð. Á sama hátt skal vist- maður á hjúkrunarstofnun halda Adda Bára Sigfúsdóttir skrifar: eftir 15% tekna eða fá til eigin þarfa 1330 kr. sem lágmarksupp- hæð á mánuði. Hér er um verulega hækkun á svokölluðum vasapen- ingum að ræða úr 742 kr. á mánuði í 1950 kr. eða 1380 kr. og því var ákveðið að taka þá hækkun í áföng- um, og láta lagagreinina ekki taka gildi, fyrr en hækkun vasapeninga væri að fullu komin fram. Af hálfu ASÍ á Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir höfundarrétt á „glæpn- um“. Vanefndir núverandi stjórnar Fyrsta áfangahækkun var ákveð- in um líkt leyti og Svavar Gestsson lét af störfum heilbrigðisráðherra, og síðan ekki söguna meir. Núver- andi ríkisstjórn hefur greinilega ekki heimilað sínum heilbrigðis- ráðherra frekari hækkun vasapen- inga. Ef hér væri um það að ræða, að gamalmenni ættu samkvæmt þessum lögum að greiða stærri hlut í rekstrarkostnaði dvalarstofnana en þeir nú gera, gæti ríkisstjórnin sparað með því að láta þessa grein koma til framkvæmda þegar í stað, og engin gæti skammað hana fyrir það. Þetta væri óskaleið til sparn- aðar. Þessi leið er þó ekki reynd vegna þess að það hallar á ríkissjóð en ekki hina öldruðu í þessu dæmi. Allur vafi tekinn af Pétur Sigurðsson alþingismaður hafði framsögu fyrir nefndaráliti heilbrigðis- og trygginganefndar neðri deildar þegar lögin voru til afgreiðslu. Hann sagði m.a.: „Það kom fram athugasemd um að skilja mætti 26. gr. þannig, að ef aldraður einstaklingur þyrfti á sjúkrahúsvist að halda þyrfti hann að borga fyrir þá vist sjálfur. Til að taka af allan vafa um að til þess sé ekki ætlast var bætt inn í frumvarpið þessum orðum „Um dvöl á spítaladeildum sem ætlaðar eru til skammtímavi- stunar gilda ákvæði laga um al- mannatryggingar“.“ Þ.e. sú vist er sjúklingi að kostnaðarlausu. Hinn aldraði hafi rýmri fjárráð Tvær ástæður lágu til þess að Pétur Sigurðsson varði „glæpinn“ á Alþingi. nefndin sem samdi frumvarpið vildi breytingu á greiðslu kostnað- ar á dvalarstofnunum aldraðra. í fyrsta lagi er það óeðlilegt að ein- staklingur þurfi að reita hvern sinn eyri til að greiða dvöl á dvalarheim- ili, en verði hann síðan svo las- burða að hann þurfi á hjúkrunar- vist að halda þá skuli hann fá til sín óskert þau eftirlaun eða aðrar tekj- ur sem hann kann að hafa. Gamal- mennið í körinni hefur venjulega litla ánægju af peningum til eigin þarfa, en auðvitað vænkast hagur væntanlegra erfingja við flutning gamalmennis á sjúkradeild, og það getur verið hagur stofnana að hafa vistmenn sína á sjúkragjaldi. Nefndinni fannst réttara að hinn aldraði sjálfur hefði rýmri fjárráð meðan heilsa væri það bærileg að hann gæti dvalist á venjulegu dval- arheimili og notið nokkurs af því sem lífið hefur uppá að bjóða, fremur en að viðhalda núverandi fyrirkomulagi. Greiðslumátinn sé hinn sami í öðru lagi er eðlilegast að greiðslumátinn á öllum dvalar- stofnunum sé sá sami, og þegar fram líða stundir og lífeyris- greiðslur hækka er eðlilegt að líf- eyrisgreiðslur standi undir kostn- aðinum við það að lifa lífinu svo lengi sem lifað er, og að því marki sem þær greiðslur nægja. Ég held enn að nefndin, ráðherr- ann, umsagnaraðilarnir og þing- mennirnir hafi haft rétt fyrir sér og ég vil að við eigum þennan glæp sameiginlega um alla framtíð. „Lögin um málefni aldraðra eru hin mœtustu lög, og ég get ekki unnt Svavari þess, þótt mér sé meinlaust til mannsins, að eiga þennan glcep einn. Ég vil að við hin, sem áttum þátt í honum, fáum að eiga okkar hlut. “ Höfðingleg gjöf til hjartasjúklinga: 205 þús. kr. til tækjakaupa Fimmtudaginn 9. febrúar af- henti formaður Lionsklúbbsins Víðars, Landssamtökum hjartasjúklinga gjöf að upphæð 205 þús. kr. í Lionshúsinu við Sigtún að viðstöddum forsvars- mönnum beggja aðila ásamt blaðamönnum. Gjöf þessi er sú stærsta sem Landssamtökum hjartasjúklinga hefur borist frá einum og sama aðilanum. Fjárhæðarinnar öfluðu Lionsmenn með merkjasölu dagana 10. og 11. desember s.l. Um það bil 20 klúbbfélagar tóku þátt í merkjasölunni og þegar upp var staðið höfðu rúmlega 6000 merki verið seld. Þess má geta að Lionsklúbbur- inn Víðarr er einn yngsti klúbb- ur sinnar tegundar hér í borg- inni. Stjórn Landssamtaka hjarta- sjúklinga notar kærkomið tæki- færi til að þakka þessa höfðing- legu gjöf og flytur Lionsklú- bbnum Víðari bestu óskir um bjarta framtíð og góða sigra í baráttunni við sjúkdóma þá sem mannskæðastir eru í dag. -V.A. Egill Thorarensen formaður Lionsklúbbsins Víðars afhendir Ingólfi Viklorssyni formanni Landssamtaka hjartasjúklinga gjöfina.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.