Þjóðviljinn - 18.02.1984, Síða 4

Þjóðviljinn - 18.02.1984, Síða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17. - 18. febrúar 1984 Stefán í vinnustofu sinni: Hekla úr Hekluvikri. Ljósm.: Atli. Vikruð málverk Uppi á efstu hæð í stóru skrifstofu- og verksmiðjuhúsi að Ármúla 5 er stór og bjartur salur, heimili og vinnustofa listamannsins Stefáns Gunnlaugs- sonar. Hann hefur að undanförnu verið með sýningu á verkum sínum og einn dag í vikunni brugðum við okkur í heim- sókn. í öðrum enda stof unnar er eld- húskrókur, lítil setustofa og svefn- krókur, en í hinum endanum eru mál- verkin hengd upp og þar eru líka trönur og tunna með krukkum og penslum. Víða má sjá forna muni, svo sem stór- an mjólkurbrúsa, forna vatnsfötu úrtré, gömul trésmíðaáhöld og fleira. Við spyrjum Stefán um þessa gömlu muni. - Já, trésmíðaáhöldin eru frá afa mínum, Stefáni Richter skipasmið, en vatnsfatan er frá Kaldbaksvík á Ströndum. Það var kona sem gaf mér hana þar. - Ertu kannski norðan af Ströndum? - Nei, ég er frá ísafirði. Par fæddist ég 1941 og bjó þar til 23 ára aldurs. Þá fór ég til Reykjavíkur og hef búið þar síðan, fyrir utan 5 ár sem ég bjó í Svíþjóð. Það var 1968-1973. - Starfarðu ekki við eitthvað annað en myndlistina? Stutt heimsókn til listamannsins Stefáns Gunnlaugssonar - Ég vinn nú eingöngu við myndlist þó að ég sé húsasmiður að mennt. Ég læt það eftir mér að prófa þetta af því að ég bý nú einn. - En þú hefur lært til myndlistar? - Ég stundaði nám hjá Jónasi Jakobssyni myndhöggvara og Guðmundi frá Miðdal. - Hvernig stóð á því að þú fórst að læra hjá Guðmundi? - Fyrsta myndin mín var máluð eftir einni af hans myndum. Svo kom hann til ísafjarð- ar með sýningu og þá gekk ég á fund hans og bauð honum heim. Það var upphafið að okkar kynnum. Ég fór svo í málaratúra með honum, lóðsaði hann um Djúpið og aðstoð- aði hann í laxveiðum. Þegar ég kom suður heimsótti ég hann oft og gisti stundum hjá honum. - En þú hefur ekki farið í myndlistar- skóla? - Nei, en dóttir mín sem sýnir hérna 5 pastelmyndir sem gestur sýningarinnar er hins vegar í myndlistarskóla. Hún heitir Petra. - Þú'kallar myndir þínar þrívíddarmynd- ir. Hvað felst í því? - Þær eru kannski ekki beint í þrívídd, en ég nota vikur í þær og hann gefur þeim ákveðna dýpt. Landslagið er mótað í mynd- unum og eru þær því svipaðar lágmyndum að því Ieyti. - Hvernig ferðu að því að nota vikurinn? - Ég rissa fyrst upp teikningu og ber síðan vikurinn á, ýmist grófan eða sigtaðan eftir því sem við á. Síðan penslá ég yfir með griplími og mála svo yfir. - Hvernig datt þér í hug að nota vikur í myndir þínar? - Það var nú dálítið sérstakt. Ég var á sínum tíma að innrétta kaffistofu Lands- bankans við Laugaveg og þar höfðu þá múr- arar verið að störfum og voru múrslettur út um allt. Mér datt í hug að raða þeim saman á spjald og sá þá ákveðið myndmunstur út úr þessu. Þetta var fyrsta myndin mín en hún var dálítið þunglamaleg, enda úr steypu og grjóti. Sumarið eftir fór ég upp í Þjórsárdal og sá þá vikur sem mér fannst sniðugt að nota. - Þú ert líklega eini myndlistarmaðurinn sem notar vikur í myndir sínar? - Já, líklega, en þetta er náttúrulegt efni. - Ég sé að Hekla er á einni myndinni. Það eru kannski áhrif frá Hekluvikrinum? - Já, kannski. Þú sérð að í forgrunni myndarinnar er nótnaborð. Ég gerði hana meðan ég hlustaði á Tsjækofskí og fannst því verðugt að nótnaborðið sæist. - Svo eru skúlptúrar á gólfinu? - Ég sagaði jólatréð niður í búta og raðaði því saman. Ég tímdi ekki að henda þeim. Og þarna eru drög að verki sem átti að heita Efnið og andinn. En það er bara efnið sem er komið, þetta er unnið úr bólstrabergi. - Hefurðu haldið sýningar áður? - Fyrsta sýningin mín var í Gautaborg 1972 og árið 1979 varönnurhaldin íHvera- gerði og þar seldust allar myndirnar upp á fyrstu tveimur dögum sýningarinnar. Við kveðjum nú þennan sérstæða lista- mann, en hann biður blaðamann að lokum að benda á þá mynd sem honum líki best og það var gert. Ást mín er dauð en hið liðna lifir í Ijúfum söknuði mínum. Látum oss dreyma það sem gœti hafa orðið. Dostójefskí Árið 1907 var minnis- varði Jónasar Hall- grímssonar skálds af- hjúpaður í Lækjargötu á 100 ára afmælishátíð skáldsins hinn 16. nó- vember og er myndin tekin við það tækifæri. , Minnisvarðinn var gerðurafEinari Jónssyni og stendur nú í Hljómskálagarðinum „Dýpsta sœla og sorgin þunga“ Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum (1857-1933) var á sínum tíma talsvert þekkt fyrir skáldskap sinn og er það raunar enn. Hún var gjarnan í and- stöðu við umhverfi sitt vegna list- hneigðar sinnar og menntunarþorsta en fékk þó hvoru tveggja svalað að nokkru Ieyti með námsdvölum í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Lengst af var hún húsmóðir á Hlöðum í Glæsi- bæjarhreppi í Eyjafirði. Hér eru sýnis- horn af kveðskap hennar: Tárin Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. Sólbráð Sólbráðin sest upp á jakann, sest inn í fangið á hjarni. Kinn sína leggur við klakann, kát eins og augu í barni. Seytlan úr sporunum sprettir, spriklar sem glaðasta skrýtla. Gutlandi, litlir og léttir, lækirnir niðr eftir trítla. Sumarkvöld 1908 Sest í rökkurs silkihjúp sæll og klökkur dagur. Er að sökkva í sævardjúp sólarnökkvi fagur. Fjöruboga bröttum í bárur soga, renna. Öll í loga eru ský, áll og vogur brenna. Ungamóðir út á vog æfir jóðin hljóðu. Værðaróður, vatnasog verða að Ijóði góðu. Nótt hið góða kyssir kveld, kemur rjóð á völlinn. Blárri móðu, bjarma af eld, bregður hljóð á fjöllin. Dimmblátt heiðisdjúpið á drauma- breiðir tjöldin. Öllu seiðir svefn á brá. í sæng hún leiðir kvöldin. Ólöf frá Hlöðum. 100 ára minníng Jónasar Hallgrímssonar

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.