Þjóðviljinn - 18.02.1984, Page 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17. - 18. febrúar 1984
fréttaskyríng
Allt bendir til þess að á allra
næstu dögum sé að vænta
mikilla tíðinda af vettvangi
kjaramálanna. Virðastfor-
ystumenn verkalýðssamtak-
anna vera staðráðnir í að Ijúka
þeirri biðstöðu sem mál hafa
verið í um nokkurra mánaða
skeið og taka um þessa helgi
ákvarðanir sem marka þátta-
skil.
„Ástæðan fyrir þessari bið-
stöðu og einleik æðstu forystu-
manna ASÍ við fulltrúa atvinnu-
rekenda undanfarnar vikur, er
einfaldlega sú að okkar fólk hefur
ekki verið tilbúið að taka afstöðu
til þess hvað beri að gera. Menn
hafa verið varkárir og tortryggnir
hver gagnvart öðrum og ekíri vilj-
að axla þá ábyrgð að stíga afger-
andi skref í átt til samninga.
Margir hafa hins vegar verið til-
búnir að knýja þá Ásmund og
Björn til að semja upp á einhver
býti og gera þá síðan að blóra-
bögglum eftir á ef illa fer“, sagði
einn forystumanna og miðstjórn-
armaður í Alþýðusambandinu í
samtali við Þjóðviljann í gær er
hann var inntur eftir stöðu mála.
Knúin fram afstaða
Formannafundur ASÍ hefst á
morgun, sunnudag. Þar munu
mæta til leiks á annað hundrað
forystumenn hreyfingarinnar og
þar verður að öllum líkindum
knúin fram einhvers konar af-
staða. Þrír möguleikar í stöðunni
eru taldir koma til greina.
í fyrsta lagi að ganga til samn-
inga strax á þeim nótum sem 3ja
manna sendinefnd ASÍ hefur ver-
ið að ræða um við fulltrúa at-
vinnurekenda á síðustu vikum.
Fullyrða sumir að samkomulag
liggi tilbúið á borðinu til undirrit-
unar og frá því verði gengið með
formlegum hætti innan örfárra
daga ef formannafundurinn á
morgun gefur grænt ljós.
í öðru lagi er talað um þann
valkost að rjúfa einkaviðræður
forystumannanna og blása til
átaka á vinnumarkaðnum þegar í
næsta mánuði. Eru það einkum
róttækari forystumenn félaga
með góða samningsaðstöðu sem
vilja fara þessa leið með skír-
skotun til aukins þrýstings frá
verkafólki. Yrði þá takmarkið að
fylkja fólki til baráttu og endur-
heimta kaupmátt launanna á
skömmum tíma.
í þriðja lagi hefur sú hugmynd
oft skotið upp kollinum að taka
öll samningamálin úr höndum
ASÍ-forystunnar og vísa þeim
heim í héruð til einstakra félaga
og sambanda. Virðist ljóst að
þessi leið eigi sér nokkra fylgis-
menn, einkum hér sunnan heiða
og verið talað um Dagsbrún og ef
til vill samtök verslunarfólks í því
sambandi.
Forystumaður stórs félags úti á
landi, sem Þjóðviljinn ræddi við í
gær, kvaðst ekki í nokkrum vafa
um að á formannafundi ASÍ nyti
fyrsti valkosturinn yfirgnæfandi
fylgis. Menn væru orðnir þreyttir
á biðstöðunni og yfirlýsingar ein-
stakra ráðherra um að 4%
launarammi Alberts Guðmunds-
sonar væri úr sögunni, gæfi
mönnum vonir um að eitthvað
yrði hægt að saxa á kaupránið á
samningstímanum.
Hver eru
samkomu-
lagsdrögin?
Fréttir Þjóðviljans og Morgun-
blaðsins frá 24. janúar sl. um
ASI og VSI að
• Geti ráð fyrir að kauptnátturinn muuu i ->««/
• Fyrst 5% of> sítfan 8% ti! að náþví marktmði
• Verkfallsboðun i Straumsrík skaiiar pratsu
im áStMo i. scm v.ikó lcisui
h\*K>fx, mxo vM.komí* x5 ftýt
KJ»t««ex>K«W l»«l ASI Mt VSI<»
Vtririasa tt» tytit »9
kmpooxofian • (w«a tri »««:
t*-,\ kh «*«> •/>«• hxnl Kl S tv
bw*k»k5>tK Itni «* »''« t
ttStfU* í íatM.HfntaMurfii-
<«xb7(S*lns *«»xt tHci»
Ittí OKoti. ct ••.-rtt-;t:
• X'(.**»«ífct;.tyf>:JÚt>rt(t*x>-s<-«.
Valþór
Frétt Þjóðviljans frá 24. janúar sl. hefur verið kölluð „stóra bomban“
innan verkalýðshreyfingarinnar enda vakti hún mikla athygli en
misjafnar viðtökur.
Kjaramálin í brennidepli
Biðstöðunni erlokið
samkomulagsgrundvöll forystu-
manna ASÍ-VSÍ vöktu gífurlega
athygli. Fátt hefur komið fram í
fjölmiðlum síðan sem hrekur þær
tölur sem þar var slegið fram. Þó
gera menn sér vonir um eitthvað
stærri ávinninga í dag. Því veldur
m.a. aukinn loðnuafli og því
meira til skiptanna svo og hörð og
vaxandi andstaða fólksins í
landinu gegn frekari kjaraskerð-
ingu.
Miðað við verðbólguspár fyrir
yfirstandandi ár verða
kaupbreytingar næstu 12 mánaða
að vera 10-12% til að launin
skerðist ekki frá því sem er í dag.
Bæði forysta BSRB og ASÍ hefur
sett sér það mark að ná a.ip.k.
októberkaupmætti 1983. Ef það á
að vera unnt verða til að koma
5-6% launahækkanir umfram
verðbólgu og má segja að það sé
innan launaramma meirihluta
ríkisstjórnarinnar. Fullvíst má
telja að í samkomulagsdrögum
3ja manna nefndar ASlsé gengið
út frá þessum tölum en að auki
' komi hliðarráðstafanir. Má nefna
tryggingabætur fyrir þá allra
lægst launuðu, hækkun lág-
markslauna í 12.-13.000 krónur
og flokkatilfærslur sem komi
einkum félögum innan Verka-
mannasambandsins til góða.
15.000 kr. krafan úti?
Á þingi Verkamannasam-
bandsinssl. haust var ákveðið að
bera fram kröfuna um 15.000
króna lágmarkslaun. Einn for-
ystumanna í Verkamannasam-
bandinu hafði um það mál að
segja í viðtali við Þjóðviljann í
gær:
„Þessi samþykkt Verkamanna-
sambandsins, hvernig sem maður
veltir henni fyrir sér, var gjör-
samlega óraunhæf innan okkar
eigin vébanda. Það stafar af bón-
usfölkinu. Krafan þýðir um 30-
40% hækkun á bónusgrunninum
og menn eru einfaldlega ekkert
að tala um slíkar stærðir í samn-
ingunum núna. Auk þess hefði
það tilsvarandi hækkun í för með
sér fyrir uppmælingartaxta iðn-
aðarmanna og okkar forystu-
menn eru þekktir fyrir ýmislegt
annað en að vilja auka á hlut
þeirra“.
Dagblöðin greina frá því í gær
að í samkomulagsdrögum ASÍ
forystunnar sé búið að lækka lág-
markslaunin niður í um 12.000
krónur. Forystumenn Verka-
mannasambandsins eru því
greinilega í klípu og því trúlegt að
þeir reyni að leysa sig úr henni
með því að fara fram á launa-
flokkatilfærslur fyrir ýmsa hópa
hjá sér auk þess sem trygginga-
bætur ríkisstjórnarinnar koma
einhverju af þeirra fólki til góða.
Náist ekki samkomulag um þetta
má allt eins búast við því að
a.m.k. sterkustu félögin innan
Verkamannasambandsins rjúfi
samflotið og freisti þess að gera
sérsamninga.
Óeining innan VSÍ
Atvinnurekendum hefur tekist
að koma fram út á við sem ein
heild undir forystu Páls Sigur-
Hlöðversson
skrifar
jónssonar og Magnúsar Gunnars-
sonar. Þar er þó ekki allt eins slétt
■ og fellt undir yfirborðinu. Hafa
iðnrekendur lýst sig fúsa að
hækka verulega laun til sinna
starfsmanna miðað við þá sem
vinna við vinslu sjávarafurða og í
landbúnaði. Segja þeir að vaxtar-
broddur atvinnulífsins sé í iðnað-
inum og því sé nauðsynlegt að
gera hann samkeppnisfærari í
baráttunni um „gott vinnuafl“
eins og þeir orða það. Einnig beri
fólk í iðnaðinum sig saman við
kollega sína í stóriðjunni og hafi
því uppi hærri kröfur um launa-
hækkanir. Eðlilegt sé að mæta
þeim kröfum að einhverju leyti,
segja iðnrekendur.
Óánægja
iðnaðarmanna
Þegar ríkisstjórn Steingríms
Hermannssonar setti hin
illræmdu bráðabirgðalög í fyrra,
frestuðust öll ákvæði kjarasamn-
inga. Er þau höfðu öðlast laga-
gildi á Alþingi féllu hins vegar
allir kjarasamningar úr gildi.
Samkvæmt kjarasamningi
iðnaðarmanna frá árinu 1982 áttu
þeir að fá kauphækkanir umfram
aðra á s.l. ári auk aldurshækk-
ana. Segja talsmenn iðnaðar-
manna að þess vegna hafi þeir
orðið fyrir meiri kjaraskerðingu
miðað við síðustu samninga en
aðrir launamenn. Verði þeir að fá
um 4% umfram aðra nú til að
umsamið launabil raskist ekki
frekar. Hljómgrunnur er ekki
fyrir þessari kröfu þeirra innan
Álþýðusambandsins.
Teikn á lofti
Það er fullyrt í upphafi þessar-
ar greinar að mikilla tíðinda sé að
vænta af vettvangi kjaramálanna
á allra næstu dögum. Innan
verkalýðshreyfingarinnar eru
mörg viðhorf og margs konar
hagsmunir enda skiptir félaga-
fjöldinn tugþúsundum. Margvís-
leg teikn eru á lofti um að samn-
ingar verði undirritaðir í næstu
viku eða svo, annaðhvort fyrir
alla félaga ASÍ eða þá stóran
hluta þeirra. Enginn dómur skal
á það lagður hér hvort samkomu-
lagsdrög ASÍ forystunnar eru
viðunandi eða ekki en fólkið í
landinu mun fella sinn dóm áður
en langt um líður. Dómsorðin
munu lesin gaumgæfilega.
ritsijórnargrein
íslandssagan á Alþingi
Undarleg þingsályktunartil-
laga hefur verið til meðferðar á
alþingi undanfarna daga: hún er
um að auka kennslu í Iandssögu
meðal annars í þeim tilgangi að
efla trú nemenda á landið. í fljótu
bragði virðist hér um að ræða
markmið sem ekki þarf um að
deila. En allur aðdragandi þessa
máls og málstilbúnaður er með
þeim hætti, að það er ljóst að
mikill blekkingarleikur er hafður
í frammi í þágu íhaldssamra afla
af ýmsu tagi, sem hafa jafnan haft
hom í síðu þeirra breytinga á
skólakerfi og kennsluháttum sem
unnið hefur verið að á undan-
fömum áratug og lengur.
Dylgjiir og fáfrœði
Ritstjórar og blaðamenn
Morgunblaðsins hafa gengið á
undan að draga þessa umræðu á
það ömurlega plan þar sem mæt-
ast dylgjur, fáfræði og illgirni. í
þeim skrifiim hafa breytingar
þær, sem unnið hefur verið að í
íslenska skólakerfinu að því er
varðar samfélagsfræði - og þá
sögu, landafræði og fleirra - verið
túlkaðar sem laumusamsæri
marxista gegn þjóðerni og menn-
ingu. Hafi breytingunum ýmist
verið laumað inn undir fölsku
flaggi eða kennarar neyddir til að
taka upp nýja siði og niðurstaðan
hafi orðið dæmalaus fáfræði yngri
kynslóðarinnar. Allt hefur þetta
verið með þeim endemum að
Hjörleifur Guttormsson hefur að
vonum líkt moldviðrinu við
galdrafár. Hjörleifurhefureinnig
í umræðum á alþingi dregið
einkar skýrt fram, á hve hæpnum
forsendum staðhæfingar um al-
menna fáfræði um fslandssögu
eru reistar. Auk þess sem menn
hafi ekki gefið gaum að því, að
þær breytingar sem flutnings-
menn ofangreindrar þingsálykt-
unartillögu telja sig vera að
vinnna gegn eru að mjög litlu
leyti komnar til framkvæmda:
séu menn fáfróðir um íslands-
sögu, eru þeir það fyrst og fremst
af því þeim hefur ekki nýst betur
en raun ber vitni það gamla og
hefðbundna námsefni, sem
Morgunblaðsskrifarar virðast
telja allra meina bót.
Firrur hraktar
Dr. Wolfgang Edelstein hefur
átt mikinn þátt í að leggja drög að
þeirri samfélagsfræði sem vill
reyna að standa við markmið
grunnskólalaga um að skólinn
vilji ala nemendur upp til að
verða betri og skilningsríkari
þegnar í lýðræðisþjóðfélagi.
Hann hefur ritað í Morgunblaðið
ágæta grein þar sem firrur um
samsæri og þvingun eru mjög
rækilega kveðnar niður. Af máli
hans er ofur ljóst að „fáar ákvarð-
anir í skólamálum hafa fengið
eins rækilega, almenna og lýðr-
æðislega umfjöllun og þær sem
teknar voru um endurskoðun og
nýskipan samfélagsgreina - og að
fáar ákvarðanir hafa veitt kenn-
urum sjálfum eins mikið svigrúm
um framkvæmd. Enginn sem
ekki kaus svo sjálfur, var skyld-
aður til að taka upp nýtt efni eða
nýja aðferð“.
Hlutur
þingmanna
Það er ýmislegt óljóst um þetta
íslandssöguupphlaup - en að því
er næst verður komist býr þar að
baki einhver aukinn forræðisvilji
afturhaldssamra stjórnmála-
manna, einver órökvís ótti
íhaldsmanna við breytingar og
tilraunir. út út öllu saman kemur
svo þingsályktunartillaga fram á
Alþingi sem gengur þvert á
margskonar fagurgala um valda-
dreifingu og lýðræði: nú vilja
þingmenn skipa fyrir um kennslu
í einstökum námsgreinum grunn-
skóla. Kannski eru það sömu
þingmenn sem kvarta yfir minnis-
leysi ungs fólks á merkileg ártöl,
sem hamast í leið fyrir margföld-
un poppaðrar fjölmiðlaneyslu.
Þeir mega hinsvegar vita, að það
er nokkuð samdóma álit skóla-
manna í ótal löndum, að ofneysla
sjónvarps sé að verða einhver
helsti þrándur í götu árangursríks
skólastarfs. Eftir því sem meira
verður um frjálsar og óháðar afr-
þeyingarrásir í heimi barna, þeim
mun þrengra verður um íslands-
söguna í vitund þeirra - hvort
sem sú saga er skrifuð af Jónasi
frá Hriflu eða starfsfólki Skóla-
rannsóknardeildar.
Það er út af fyrir sig lofsvert ef
þingmenn vilja efla trú nýrrar
kynslóðar á landið. En þeir gera
það ekki með tilskipunum til
kennara, heldur með því að tala
af sæmilegu viti og stjórna
landinu með þeim hætti að
mönnum þyki þar gott að búa.