Þjóðviljinn - 18.02.1984, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 18.02.1984, Qupperneq 9
Helgin 17. - 18. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 helgarsyrpa Guð ætti að vera orðinn nógu gamall til að vita hvað hann er að gera. Til hvers skyldi kvikmyndahátíð eiga að vera? Ég hélt hún ætti að vera til þess að vekja hugina og tendra til átaka til þess að átta sig á því hver við erum og hvar við stöndum, sýna okkur verk snjöllustu lista- manna tímans sem bera vitni mannsandanum á þessu listsviði. Á fyrri listahátíðum höfum við fengið að sjá verk eftir mikla höfunda sem standa upp úr, jafnvel snillinga. Við höfum fengið að sjá kvikmyndir eftir Werner Herzog, Wim Wenders, Wajda, Carlos Saura, Tarkofski, Fellini, Satayajit Ray, Zanuzzi, Littin, Miz- ogushi, Osu, - svo fáir séu nefndir. Engin þeirra kvikmynda sem nú var sýnd á hátíðinni komst á tólf mynda úrvalslista International Film Guide í fyrra. Það er kannski ekki einhlítur mælikvarði heldur. Ekki verður því neitað að þessi hátíð olli vonbrigðum. Fátt var mynda sem áttu er- indi á hátíð kvikmyndalistar. Það var eins og forskeytið af fyrra orðinu hefði gleymzt og seinni hlutinn af því síðara. Sumar löfðu í því að vera laglegar til að eyða kvöldstund gremjulaust í kvikmyndahúsi, aðrar varla. Og sumt átti alls ekki erindi til íslands út úr skúmaskotum. Brautarstöð fyrir bæði eftir Riazanov: Manneskjuleg og geðug. Thor Vilhjálmsson skrifar skrifa þar langt mál um hvað hún sé frum- leg. Það er verið að segja ósköpbanal sögu, og í stað þess að láta fólkið tala eðlilega svo ekki fari milli mála hvað þetta er barnalegt tekur höfundurinn upp á því að láta syngja allan textann, rétt eins og það bjargi ein- hverju. Það hefur að vísu lánazt í óperum að lyfta flötum texta með listilegum tóna- fléttum. En þetta er heldur leiðinleg dægur- lagatónlist. Og endurtekinn fyrri leikur höfundar frá Regnhlífunum í Cherbourg, að sýna að Frakkar geta notað hið leiðin- lega ameríska söngleikjaform, ekki síður en Kanar. Heimurinn er meira en Evrópa og Bandaríkin. Og raunar fleiri löndin í Evr- ópu en Bretland, Frakkland, Norðurlönd og Vestur-Þýzkaland og Spánn sem ættu vissulega að koma til álitanna: Sviss, Ung- verjaland, Portúgal (de Oliveira) Júgó- slavía auk Pólverjanna frægu. Á fyrri hátíð- um hafa verið sýndar myndir frá Suður- Að lokinni kvikmyndahátíð Afgreitt mál eftir indverska leikstjórann Mrinal Sen: Hægstreym og áhrifaþung. Einu sinni var ort: Aldregi var því um Álftanes spáð/að ættjörðin frelsaðist þar. Það var á myrkum tímum íslandssögu. Nú er öllu meiri ljómi yfir þeim skaga. En þessi orð komu mér í hug í sambandi við stöðu Bandaríkjanna á sviði kvikmyndalistar. Iðnból Hollywood eru tengd órjúfanlega við mestu niðurlægingu þeirrar listgreinar. Að vísu kemur fyrir að í Bandaríkjunum geti orðið til ein og ein góð kvikmynd. Ein- stöku nöfn bæta um fyrir þeim eins og Altman, á stundum. Þegar Cassavetes er undanskilinn verður ekki sagt að kvik- myndahátíðin færi okkur forsendur til að endurskoða það litla álit sem við höfum á amerískum kvikmyndum, nema síður væri, miklu síður. Að vísu var Fljótandi himinn forvitnileg, enda eftir Rússa. Á fyrri listahátíðum hefur gefizt kostur á að sjá nokkrar myndir eftir sama höfund- inn, kynnast miklum listamönnum að marki frá mynd til myndar. Svo sem Wim Wenders sem var gestur á fyrstu listahátíð- inni, og kom sjálfur með fjórar myndir sínar, hinn mesti aufúsugestur. Síðar voru allmargar myndir eftir Wajda, sömuleiðis Saura, og fylgt eftir með fleiri myndum eftir þá. Eitt sinn kom líka flokkur mynda eftir Buster Keaton. Skyldi hafa verið reynt að fá nýjustu mynd Wenders: Hvernig hlutunum er hátt- að, Der Stadt der Dinge, hví fengum við ekki að sjá margrómaðar myndir Saura: Bodas de sangre, Blóðbrullaup (Lorca) ell- egar Carmen sem er alveg ný, full af flamenco-dansi, og ítrekar söguna eftir Prosper Merimée sem stundum vill feykjast burt í tónabylgjum Bizet sem allir þekkja. Eða Danton eftir Wajda sem hann gerði í Frans, og svo er alveg ný mynd eftir hann sem okkur brennur löngun til að sjá: Ást í •Þýzkalandi. Og hörmung var að ná ekki í Nostalgia eftir Tarkofski sem er gerð á Ítalíu í sam- vinnu við þarlenda, og óþarft að dextra So- vétmenn þessvegna. Og hvað um Fanny og Alexander eftir Bergman? Vissulega var mikilsvert að fá að sjá Cass- avetes myndirnar; að vfsu var Kona undir áhrifum sýnd á fyrstu Kvikmyndahátíðinni fyrir sex árum. Sé skrá kvikmyndahátíðar- innar flett mætti hinsvegar ætla strax að aðalgestur hátíðarinnar að þessu sinni væri maður að nafni John Waters sem ég hafði aldrei séð fjallað alvarlega um fyrr í ritum um kvikmyndalist. Ég sé ekki betur en að lang ýtarlegasta greinin fjalli um hann. Eftir þennan mann voru sýndar þrjár kvik- myndir, aftur og aftur og aftur. Og þegar hann kom sjálfur voru kastljósin sett á hann, ekki hafði hann mikilsvert að segja í fjölmiðlafæri. Ég lagði á mig að horfa á myndir hans til þess að það væri ekki hægt að segja að ég vissi ekki hvað ég væri að tala um, þegar að því kæmi að ég mótmælti því að rótað væri ofan af slíkum fyrirbærum á skamhaugum stórborgarjaðra í Bandaríkj- unum, og flutt hingað sem hátíðarmatur handa íslendingum. Hvernig sem ég leitaði í þessum myndum sá ég enga réttlætingu þess. Sú viðurstyggð var öll á eina bókina lærð: einhæf eitursjúk kukkfrekja hæfi- leikaleysisins í örvæntingarglennum eftir náðarsól sviðsljóssins. Ekki sagðist höfund- ur vera að gagnrýna heldur koma fólki til að hlæja að því sem ekki tíðkast að hlæja að. Fyrst og fremst óheyrilega leiðinlegt. Og að svo miklu leyti sem það var ekki náttúru- laust virtist allt miðað við sérþarfir ein- hverra í svo miklum kynferðislegum ógöngum að nær hefði verið að kalla á sjúkraliða en láta þetta baða sig í athygli okkar íslendinga, þegar heimsfrægð skorti illilega. Þeir sem gera sér til gamans að kveðja slíkan mann hingað og halda honum veizlur ættu að gæta að því að hér er nokkuð í húfi, og meiru hætt til en eigin tómstundum og annarra fjármunum. Hér er að veði orðstír hátíðarinnar, bæði gagnvart þeim sem áttu að njóta hennar, íslendingum, og út á við þar sem þetta kann að draga úr áhuga er- lendra listamanna að koma hér við sögu. Listahátíð ætti að gegna uppeldishlutverki, sýna filmsveltu fólki hér það bezta sem heimurinn býður af kvikmyndalist. Hér er tækifæri til að bæta okkur upp hvað við förum mikils á mis, hversu mikið af frábær- um kvikmyndum fer fram hjá okkur. Það þarf ekki að miða við árið í fyrra, þegar verið er að velja hátíðarkvikmyndir, þetta á ekki að vera tízkusýning. Hér gildir annað heldur en þegar verið er að kynna nýjustu tölvutækni í samkeppnisæði. Élzta myndin eftir óþarfa manninn úr fnykdyngjum Baltimore var tólf ára gömul. Þó ekkj sé tekið svo langt tímabil til álitanna við valið mætti hafa svo sem fimm sex ár undir og velja það bezta, það sem helzt mætti vekja hugi, veita listræn tækifæri. I hinu mikla hátíðarglamri út af Waters fór næstum eins og dulsmál að hér væri gestur frá Hollandi sem hafði gert kvik- mynd undir því hlédræga nafni Vatnsbragð. Hvað sem því nafni líður átti hann ekkert skylt við þann fyrri. Varla þurfti feimni út af myndinni því hún hafði fengið Gullljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum 1982, að- alverðlaunin fyrir frumsmíð. Höfundurinn heitir Orlow Seunke, geðþekkur maður, og kom og hvarf héðan án þess að væru nein læti; en kvikmynd hans var með allra at- hyglisverðustu myndum hátíðarinnar, og ein hinna fáu sem áttu erindi, mannlega og listrænt. Sterk og vönduð mynd. Sovézka myndin eftir Riazanov var manneskjuleg og geðug; þar var ljóstrað upp þeim óttalega leyndardómi að þar eru til vasaþjófar á járnbrautarstöðvum, svart- ur markaður; hrottaskapur og óbilgirni, jafnvel yfirgangur; og sumir drekka of mikið brennivín. Það er ástæðulaust að amast við frönsku myndunum Ameríkuhótelið eftir André Techiné og Örlög Júlíu eftir Aline Isserman sem voru báðar snotrar og laglega gerðar myndir; einkum sú síðari sem sagði mikla sögu með áhrifaríkum hætti, fallega filmuð og eftirminnileg fyrir augað, og hugsunina. Öllu magnaðri hefði kynningin á franskri kvikmyndalist orðið hefði fremur verið horft til hinna stóru - þótt þetta sé sízt vanþakkað - þeirra Bresson, Godard, Resnais, Truffaut, Pialat og Rohmer; sem allir hafa nýlega gert myndir. Hinar frönsku myndirnar sem komu hefðu getað dugað á vikulegum sýningum áhugamanna um frönsku. Það var nú reyndar eftir öðru að opna hátíðina á æsi- myndinni Áhættuþóknun, eftir Yves Boiss- et, og ekki nóg tilefni að höfundurinn væri gestur hér. Það nægir ekki að þetta var hinn sinnugasti maður, og viðræðugóður með heilbrigð viðhorf, óhræddur maður. Eftir að hafa séð Herbergi úti í bæ eftir Jacquez Demy skil ég ekki hvað þeir láta mikið með þessa mynd úti í Frakklandi, og Ameríku og Mið-Ameríku, frá Afríku svo sem eftir Sembene frá Senegal og Chahine frá Egyptalandi, frá Hong Kong, Japan, Sri Lanka, Ástralíu og víðar. Með beztu mynd- unum á þessari hátíð voru indverska mynd- in eftir Mrinal Sen, hægstreym og áhrifa- þung, og svo gullfalleg mynd frá Kína, eftir Wu. Querelle eftir Fassbinder þótti mér leiðinlegasta mynd þessarar hátíðar, þeirra sem ekki er hægt að afgreiða með selbita. Auðvitað gerði Fassbinder stórmerka hluti meðan hann var og hét. Efni þessarar myndar var of mikið einkamál hans til að ég hafi áhuga á því. Þegar hér var komið var Fassbinder sýnilega fast bundinn í blind- götu. Sagan er runnin frá skáldinu Jean Genet sem var vissulega furðulegt fyrir- bæri; Sartre dró hann upp úr mannsorpinu og auglýsti sem helgan mann: Saint-Genet, comedien et martyr, Heilagur Genet, leikari og píslarvottur. Síðan er mikið með hann látið, ég hef ekki smekk fyrir kukkrós- ir hans. Reyndar galt ég hæversku minnar á sýningu myndarinnar, því ég lét það aftra mér að ég sat á miðjum bekk frá því að ganga út frá þessum yfirvættisleiðindum. Sjaldan hef ég séð eins hugvitsamlega leiðindavellu síðan ég sá Sang d’un Poete eftir Jean Cocteau, blóð skálds; sem nú er reynt að vekja upp frá réttmætri gleymsku. Ein fegursta mynd þessarar hátíðar var spánska myndin El sur eftir Victor Erice: Suðrið. Hún er mild á ytra borði, lagðist djúpt; angurvær; sár og ljóðræn; og svo myndfögur að unun er að horfa á mynd- skeið eftir myndskeið, innblásið af gömlum meisturum málverks, í góðum skilningi. Samspil föðurins og dóttur hans gengur gegnum myndina, hrífandi samleikur, inni- legur og tær. Ein persóna þessarar myndar, hnellin og ör kelling frá Andalúsíu segir: Guð er nógu gamall til að vita hvað hann er að gera. P.S-Vel fór á því að hefja hátíð með því að sýna Hrafninn fljúga. Það er satt hjá Hrafni, þetta er hans bezta mynd. Mikið gekk á innanhúss og úti bylur. Mestu kann maður þó að hætta til með því að svara sendisveinum síðdegisblaðsins sem hlaupa með írafári að krefja þig jafnharðan sagna um hvernig þér hafi þótt myndin, með blokk á lofti. Ég sagði að ég hefði nú haft gaman af myndinni, hefði fallið hún vel, og væri bæði glaður og bjartsýnn. Þegar ég las blaðið daginn eftir sá ég að þessum ólík- (inda)lega pressuvíkingi hefur sollið móð- ur, þótt mitt orðafar rislágt fyrir sitt blað, og í (of)rausn sinni seilzt í sitt eigið vopnabúr eftir því sem mætti hrífa; hann sést ekki fyrir og lætur mig segja: Mér þótti ofboðs- lega gaman. Það er ekki mitt mál.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.