Þjóðviljinn - 18.02.1984, Qupperneq 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17. - 18. febrúar 1984
Helgin 17. - 18. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
Ingólfur H. Ingólfsson ásamt syninum Arnari (Ljósm. Atli).
Ingólfur H. Ingólfsson, félagsfrœðingur:
Ábyrgð verkalýðshreyf-
ingarinnar er
Haustið 1979 hrinti þýska
ríkisstjórnin af stað einum
aðgerðum af mörgum til
þess að vinna á atvinnu-
leysi og lamandi áhrifum
þess. Sett voru á fót nám-
skeið fyrir þá, sem höfðu
verið atvinnulausir lengi
en þá varorðið Ijóst, að
sumir atvinnuleysingjar
áttu við meiri vanda að
etjaen aðrir: Þeirvoru
orðnir fastir í atvinnu-
leysinu og tókst engan
veginn að fá sér aðra
vinnu.
Ingólfur H. Ingólfsson, félags-
fræöingur, var einn þeirra sem
hafði meö höndum námskeið af
þessu tagi í borginni Hannover og
nágrenni. Hann sagði okkur, að til-
gangur námskeiðanna hafi verið
tvíþættur, þ.e. annars vegar að
fræða fólkið um ástæður atvinnu-
leysis og ástandið og hins vegar að
koma því inn í hinn daglega 8 tíma
ryþma, sem fólk á vinnumarkaði
þarf að tileikna sér. „Starf okkar
hafði kannski ekki verulega mikið
að segja, nema kannski til að segja
þessu fólki, að það hafi ekki alveg
gleymst - að það væri verið að
reyna eitthvað," sagði Ingólfur.
„En atvinnulega séð hafði þetta
nær engan tilgang. Fæstir voru
búnir að fá vinnu hálfu ári eftir að
námskeiðinu lauk.“
Ingólfur kynntist náið hugar-
heimi atvinnuleysingjans gegnum
þetta starf og við báðum hann að
segja okkur frá því helsta, sem þjá-
ir fólk, sem stendur frammi fyrir
því að hafa lítið fyrir stafni.
mikil
Vinna -
mælistika á
tilverurétti
„Það alvarlegasta við atvinnu-
leysi er ekki fjárhagshliðin,“ segir
Ingólfur. „Sú hlið hefur í raun mis-
mikla þýðingu fyrir fólk; þannig
finnst millistéttarfólki sú hlið mun
verri en fólki úr verkalýðsstétt.
Millistéttarfólkið gerir sér meiri
vonir um frama í vinnu og ýmiss
konar lífsins gæði heldur en verka-
fólk. Þegar þessar vonir bresta
verða vonbrigðin mikil og þetta
fólk getur farið illa út úr þvi. En
alvarlegust verður þó sú staðreynd
að vera ekki lengur virkur þjóðfél-
agsþegn - vera einskis nýtur. Fólk
leggur yfirleitt ekkert af mörkum
til samfélagsins nema gegnum
vinnuna og vinnan verður mæli -
stika á tilverurétt manna.Þettagild-
ir einkum og sérílagi fyrir karl-
menn, sem miða tilveru sína alla
við það hvernig þeim gengur í
vinnu og hvernig þeim gengur að
draga í búið. Og þegar þessi mæli-
stika er tekin af þeim, standa þeir
ansi illa að vígi. Lífið hættir að hafa
tilgang.
Félagsleg tengsl rofna einnig
með tímanum. Hugtök eins og
samvinna og sammáttur tapa öllu
gildi. Fólk upplifir þessi hugtök
einna helst á vinnustað, en í
atvinnuleysinu er einstaklingurinn
aleinn - einstaklingurinn upplifir
atvinnuleysið, sem eitthvað sem
kemur við hann einan - og jafnvel,
að hann eigi sjálfur einhverja sök
þar á.“
Neikvæð áhrif
á fjölskylduna
Ingólfur segir, að atvinnuleysi
riðli gjarnan hlutverkaskipan
innan fjölskyldunnar. Hann segir
gamla austurríska rannsókn frá því
fyrir stríð sýna, að atvinnuleysið
snerti konur ekki jafn djúpt og
karla, einfaidlega vegna þess að
veruleiki kvenna er annar þar sem
rauði þráðurinn í lífi þeirra er ann-
ars staðar en í launavinnunni.
Sjálfsímynd þeirra er ekki jafn háð
starfi utan heimilis og karla. „Þetta
kann þó að hafa breyst, þótt ég geti
ekki fullyrt um það,“ segir Ingólf-
ur.
„En ef við höldum okkur við
hina gömlu rullu karlmannsins að
vera fyrirvinna og sá sem dregur í
búið. Þá er ljóst að hann verður
fyrir gífurlegu áfalli þegar rullan er
búin. Þá verður þessi riðlun á hlut-
verkaskipan alls ekki til góðs, því
henni er þvingað upp á fólk - hún
kemur utan frá og er nauðung. Og
gamla rullan um húsbóndahlut-
verkið lifir áfram eins og draugur á
heimilinu."
Þá nefndi Ingólfur einnig, að
sjálfstæði fjölskyldunnar vildi glat-
ast við atvinnuleysi. Fjölskyldan
sér sér ekki lengur farborða ein og
verður að vera upp á aðra komin.
Þá á sér oft stað meiriháttar félags-
leg röskun, t.d. vegna búferlaflutn-
inga en vinnumiðlunarskrifstofur í
Þýskalandi geta a.m.k. undir viss-
um kringumstæðum krafist þess,
að fólk flytji til staða, þar sem
vinnu er að fá.
Einkalíf fólks missir einnig gildi
sitt. Hið opinbera líf fólks er vinn-
an og allt sem í kringum hana er.
Einkalífið er þá sá tími dagsins,
sem er til frjálsra afnota. Þegar all-
ur tíminn fer að verða til frjálsra
afnota verður frítíminn að
nauðung.
Ingólfur S. Sveinsson, geðlœknir:
Áhrifin verri en fólk ímyndar sér
Rannsóknir í Bandaríkjun-
um sýna, aö sjálfsmorö
aukastum4,1 prósentviö
hverja prósentu í atvinnu-
leysisstigi. Morðaukast
um 5,7 prósent viö hverja
prósentu í atvinnuleysis-
stigi. Ofdrykkja vex.
Áfengisneysla vex. Líkam-
legri heilsu fólks hrakar.
Barnadauöi vex. Fjárútlát
þjóöanna vegna atvinnu-
leysis og fylgikvilla þess
eru gífurleg.
Þegar atvinnuleysi hér á landi er
komið í 3 prósent af vinnufæru
fólki í landinu og ekki útlit fyrir að
ástandið fari batnandi, hlýtur að
vera tímabært að fjalla um áhrif
þessa ástands á opinberum vett-
vangi. Hvaða áhrif hefur atvinnu-
leysi á atvinnuleysingjann - fjöl-
skyldu hans - samfélagið í heild?
Ingólfur S. Sveinsson er geð-
læknir að menntun og starfar hjá
geðdeildum ríkisspítalanna og á
Reykjalundi. Hann flutti erindi á
ráðstefnu Lífs og lands, sem haldin
var sl. haust undir kjörorðinu Þjóð
í kreppu og nefndi erindið „Spenna
og kreppa. Andstæður og and-
hverfur".
í erindinu komu fram mjög fróð-
legar upplýsingar um áhrif atvinnu-
leysis. Við leituðum á fund Ingólfs
og fengum góðfúslegt leyfi hans til
að fella saman í eina grein upplýs-
ingar úr erindi hans og nokkur
meginatriði úr samtali við hann.
Upplýsingarnar í aðfaraorðum
þessarar greinar eru fengnar úr er-
indi hans.
Drykkjuskapur,
hjartasjúkdómar -
sjálfsmorð
í erindi sínu studdist Ingólfur við
rannsóknir sem gerðar hafa verið í
Bandaríkjunum og í Evrópu, aðal-
lega Þýskalandi. Sálfræðingar fóru
fyrst að velta fyrir sér í einhverjum
mæli sálrænum áhrifum atvinnu-
leysis um og upp úr Kreppunni
miklu upp úr 1930 og síðan hefur
þekking þeirra og annarra þjóðfé-
lagsvísindamanna aukist verulega.
í rannsóknum þessum ber allt að
sama brunni; atvinnuleysi getur
haft - og hefur í flestum tilfellum -
mikil áhrif á bæði andlega og
líkamlega heilsu fólks. Sé atvinnu-
leysið viðvarandi geta áhrif þess
komið fram nokkuð löngu eftir að
það hófst. Rannsóknirnar hafa
sýnt, að innlögnum á geðsjúkrahús
fjölgar mjög á krepputímum, en
fækkar þegar efnahagslífið batnar.
í Bandaríkjunum aukast inn-
lagnir á gcðsjúkrahús um 3,4 prós-
ent fyrír hvert prósentustig í
atvinnuleysi. Því má bæta við, að
þessi tala þyki fulllág ef eitthvað er.
Sjálfsmorð aukast um 4,1 prós-
ent við hverja prósentuaukningu í
atvinnuleysisstigi, eins og áður
sagði. Ingólfur segir í erindi sínu,
að hérlendar tölur gætu stutt þetta.
Greinileg aukning sjálfsmorða hafi
orðið frá miðju ári 1965 til 1967, en
þá var atvinnuleysi talsvert hér.
Því má bæta við að skv. Töl-
fræðihandbókinni voru sjálfsvíg
9,8 af hverjum 100 þúsund á árabil-
inu 1961-65,13,0 á árabilinu 1966-
70 og 9,4 á árabilinu 1971-74. Á
árabilinu 1967-70 var einmitt um-
talsvert atvinnuleysi hér á landi.
(Tölfræðihandbókin 1974, bls. 53-
54).
Ofbeldishneigð vex og morðum
fer fjölgandi: í Bandaríkjunum
verður að minnsta kosti 5,7 prós-
enta aukning á morðum samtímis
hækkun á atvinnuleysisstigi um eitt
prósentustig. Ofdrykkja vex mjög.
Afengisneysla vex almennt. Fleiri
ökumenn eru teknir ölvaðir við
akstur. Dauðsföllum af völdum
skorpulifur fjölgar. Innlögnum á
drykkjuhæli fjölgar.
Líkamlegri heilsu hrakar einnig
og dauðsföllum fjölgar af völdum
hjartasjúkdóma, heilablóðfalls,
nýrnasjúkdóma og annarra sjúk-
dóma.
Barnadauði vex einnig í kjölfar
viðvarandi atvinnuleysis. Verð-
andi mæður, atvinnulausar eða
giftar atvinnuleysingjum, búa við
þrengri kost, bæði andlega og
líkamlega, og meiri hætta er því á
fósturlátum og ungbarnadauða.
Fjárútlát samfélagsins vegna
atvinnuleysis virðast smávægileg
miðað við andlega og líkamlega
líðan þegnanna. En benda má á, að
talið er að atvinnuleysisaukning í
Bandaríkjunum um 1,4 stig árið
1970 hafi kostað þjóðina minnst 21
bil(jón dollara á árabilinu 1970-
1975 í atvinnuleysisbótum, trygg-
ingagreiðslum, fjölgun fanga og
geðsjúkra sem vista þurfti á við-
komandi stofnunum auk tekju-
missis vegna veikinda og dauðs-
falla. Atvinnuleysið óx eftir 1970,
en talan hér að ofan vísar einungis
til kostnaðarins vegna atvinnu-
leysisins árið 1970.
Tekið skal fram, að fyrrnefndar
rannsóknir sýna enga fylgni milli
verðbólgu og andlegrar heilsu -
þ.e. ekki í þeim löndum þar sem
þetta hefur verið rannsakað. Þau
lönd hafa búið við litla verðbólgu á
íslenskan mælikvarða.
Líöan
atvinnuleysingja
Ingólfur S. Sveinsson lýsti við-
brögðum einstakra atvinnuleys-
ingja þannig í erindi sínu:
- Sjálfstraust og sjálfsmat
minnkar mjög við að missa starf og
geta ekki fengið nýtt.
- Kvíði vex. Minnkað sjálfsör-
yggi þýðir að fólk verst kvíða verr
en ella af hverju sem kvíðinn staf-
ar.
- Óvissa í gildismati. Óvissa um
hvað er rétt/rangt, viðeigandi/
óviðeigandi leiðir til getuleysis að
taka afstöðu, sem aftur hamlar
virkni.
- Sjálfsásakanir, þunglyndi.
Tilfinningin að hafa mistekist, vera
misheppnaður (uð), verður áber-
andi. Sektartilfinning eða skömm
af því að hafa beðið ósigur að eigin
mati er oftast kjarninn í þeim til-
finningum, sem leiða til sjálfs-
morðs.
- Félagsleg einangrun. Fólk
dregur sig í hlé, fyrirverður sig fyrir
atvinnuleysi og fátækt, forðast fyrri
vini. Margir fá þó stuðning nýrra
vina í hópi atvinnulausra.
- Reiði og hatur út í fyrri at-
vinnurekanda eða allt samfélagið
er algeng.
- Tilhneiging til að vilja heldur
vera veik(ur) en atvinnulaus leiðir
til þess að ýmsir sjúkdómar verða
algengari.
- Álit fólks á faglegri hæfni sinni
minnkar, einkum hjá sérmenntuðu
fólki.
- Vinnuáhugi minnkar.
- Hjálparleysistilfinning. Trú
fólks á eigin getu til að stjórna lífi
sínu minnkar. f stað þess fer fólk að
trúa á heppni og óheppni.
- Loks má telja auknar líkur á
ótímabærum dauða vegna sjálfs-
morða eða sjúkdóma.
„Þeir sem halda vinnu sinni á at-
vinnuleysistímabilum," segir Ing-
ólfur í erindi sínu „sleppa heldur
ekki við kvíða og aukna streitu.
Kvíði þeirra sem óttast að missa
vinnuna er oft meiri en þeirra sem
búið er að segja upp. Állir þessir
þættir hafa áhrif á fjölskyldur við-
komandi fólks.“
í erindinu segir Ingólfur enn-
fremur: „Sem fyrr segir styðja
rannsóknir frá öðrum löndum
Vestur-Evrópu og jafnvel í Japan
þær bandarísku, enda er afstaðan
til vinnu og gildi vinnu fyrir ein-
staklinginn svipuð í öllum þessum
löndum.
Ein athyglisverð rannsókn frá
Þýskalandi frá því um 1975 bendir
til að atvinnuleysi og kvíði því
tengdur sé líklegt til að stytta ævi
fólks, um 5 ár, hafi það verið
atvinnulaust í eitt ár eða meira."
Vinnan gefur
lífinu gildi
„Það er vinnan, sem gefur lífinu
mikið af sínu innihaldi,“ segir Ing-
ólfur S. Sveinsson. Hann bendir á
aldrað fólk sem dæmi. Það missir
heilsuna oft ótrúlega hratt eftir að
það lætur af störfum.
„Það sem á að vera réttur fólks-
ins er orðinn að rétti atvinnurek-
andans," segir Ingólfur. „Fólk á
rétt á því að minnka við sig vinnu
eða láta alveg af störfum þegar það
hefur náð ákveðnum aldri. En
þetta hefur snúist upp í rétt at-
vinnurekenda til að segja fólki upp
störfum þegar það hefur náð
ákveðnu aldursmarki.
Það sem segir hér að framan um
líðan atvinnuleysingja má í mörg-
um tilfellum einnig heimfæra upp á
aldrað fólk, sem ekki hefur undir-
búið sín verkalok, eða er fullfært
um að vera á vinnumarkaði, vill
vera þar en er meinað um það. Ég
held við ættum að hætta að tala um
velferðarþjóðfélag hér á landi, því
velferðarþjóðfélag getur vart það
þjóðfélag talist sem borgar full-
frísku fólki laun fyrir að gera ekki
neitt. Tryggingar sem taka frá okk-
ur frelsi og mannréttindi um leið og
þær gefa einhvers konar efnahags-
öryggi eru ekki góðar tryggingar.“
Hvað er
framundan?
Ingólfur segir, að þær rannsókn-
ir, sem vitnað hefur verið til hér að
framan í greininni, segi manni í
raun það sem mann grunar al-
mennt um áhrif atvinnuleysis á
geðheilsu; en ef eitthvað er, þá eru
þau áhrif verri en fólk almennt
ímyndar sér, a.m.k. yngra fólk.
„Við vitum það af okkar reynslu
hér á spítalanum og annars staðar
að þegar kreppir að, myndast
aukið álag á áfengisdeildir. Það fer
að verða erfitt að koma fólki út
aftur. Hinn verndaði vinnustaður
„Við fundum þarna á námskeið- þjóðfélögum eru einu aðilarmr,
inu, að það skipti verulegu máli sem haft geta stjórn og ábyrgð með
fyrir fólkið að hafa eitthvað fyrir hlutum, einmitt hinir kjörnu full-
stafni í 8 tíma á dag og að það voru trúar.“
S'SiH'SSÍSuíl Ábyrgð verkalýðs-
allt aðra mynd, eins og þegar fólk
er í vinnu“.
Áhrifin á
einstaklinginn
Fyrstu viðbrögð fólks, sem sagt
er upp vinnu, eru þau að fyllast
vonbrigðum. Sjálfstraustið
minnkar og við tekur ótti við fram-
haldið og jafnvel örvænting. Síðan
byrjar einstaklingurinn að fyllast
vantrú á borgaraleg gildi. Hug-
tökin eins og dugnaður, atorka og
fórnfýsi, glata allri tiltrú - sem eðli-
legt er. „En það kemur ekkert ann-
að í staðinn,“ segir Ingólfur. Þeir
sem trúa því að atvinnuleysið
skerpi stéttaandstæðurnar, hafa á
röngu að standa. „Niðurstaða at-
vinnuleysingjanna er í eðli sínu
ákaflega neikvæð.“
Atvinnuleysingjar fyllast gjarn-
an vantrú á samfélagið í heild.
Stjórnendur glata tiltrú og kjörnir
fulltrúar eru jafnvel álitnir fjötur
um'fót breytinga og tákn um sila-
gang. Þeir hafa a.m.k. sýnt lítinn
dug við að framkvæma. Og þá er
orðið stutt í trú á hina sterku
stjórn, sem þorir. Raunar er sú trú
ekki bundin við atvinnuleysisá-
stand, heldur virðist hún skjóta
upp kollinum, þegar verulegir erf-
iðleikar steðja að.
„Vantrú á þingið er kannski það
mest ógnvekjandi af þessu öllu.“
segir Ingólfur, „því hjá lýðræðis-
okkar, Bergiðjan, er nú farin að
fyllast af fólki utan frá. Það er að
segja: þeir sem hafa útskrifast frá
okkur leita aftur hingað í von um
vinnu. Og ég hef heyrt, bæði sem
almennur borgari og sem læknir,
að sjálfsmorðum hafi fjölgað mjög
frá því um og fyrir áramót hér á
landi.“
Þannig eru áhrif atvinnuleysisins
líklega farin að koma fram hér á
landi, þótt kannski í litlum mæli sé
enn sem komið er. Ingólfur S.
Sveinsson varar við afleiðingum
verulegs atvinnuleysis á eftirfar-
andi hátt:
„Samdráttur eða sparnaður
hlýtur að teljast raunhæf leið til að
leiðrétta verðbólgu og vonandi get-
ur það einnig leiðrétt ringlaðan
lífsstíl og ruglað verðskyn frá verð-
bólguáratugnum. En hvort sem
kreppa með verulegu atvinnuleysi
er óumflýjanleg eða ekki er hætt
við að svo harkaleg reynsla sem
hún yrði yki hættuna á sveiflum -
kreppu og verðbólgu til skiptis í
framtíðinni. Á ég þar við, að til-
finningaleg viðbrögð við miklu
hungri geta orðið langvarandi ótti
við fátækt og hungur. Sá ótti getur
birst í græðgi, nýjum troðningi í
næstu verðbólgu."
Opnari umræða
nauðsynleg
„Fæstir ísiendingar þekkja
atvinnuleysi í raun, og það er því
ókunnugt ástand. Eg hef áhyggjur
af tvennu aðallega.
I fyrsta lagi: Langvarandi kvíði
verður auðveldlega að þunglyndi.
Orðið „depression“ í ensku máli
getur merkt efnahagskreppu þjóð-
ar eða það að vera dapur eða niður-
dreginn, en getur einnig merkt
þunglyndisástand, sem, í sumum
tilfellum, verður að kallast geð-
veiki, þegar raunhæft mat á um-
hverfinu og sjálfum sér ruglast.
Orðið „bömmer“ er eina orðið,
hreyfingarinnar
Verkalýðshreyfingin í Þýska-
landi sýndi lítið frumkvæði að því
að komið hefur verið á fót ýmsum
námskeiðum fyrir atvinnuleys-
ingja. „Menn voru afskaplega illir
út í það í Þýskalandi hvað verka-
lýðshreyfingin virðist máttlaus
gagnvart atvinnuleysinu,“ sagði
Ingólfur. „Hún kom fram með al-
mennar tillögur til úrbóta, svo sem
styttingu vinnutímans, lengingu or-
lofs, lækkun ellilífeyrisaldurs
o.s.frv. En hreyfingin missir alveg
af atvinnuleysingjunum. Einstakl-
ingarnir hverfa inn í atvinnuleysið
sem einstaklingar, en ekki sem
hópur. Þess vegna er ákaflega erfitt
að fá atvinnuleysingja til að skipu-
leggja sig. Fyrir þá er ekkert pláss í
verkalýðsfélögunum og ekkert
skipulagt af hálfu félaganna. Þess
vegna er ákaflega erfitt fyrir verka-
lýðshreyfinguna að ná til þessa
fólks, ef á þyrfti að halda. Ég get
ekki séð betur en að þetta sé hættu-
legt fyrir verkalýðsfélögin og
verkalýðshreyfinguna í heild.
Þarna tapar hún af stórum hóp af
fólki og veit hvorki hvað það er að
hugsa né getur virkjað það til
starfa. Verkalýðshreyfingin hlýtur
að verða að staldra við og athuga
sinn gang í þessum málum - einnig
hér á landi, því við virðumst vera
að sigla inn í svipað eða sama
ástand og grannríki okkar.“
sem virðist nothæft í íslensku máli í
dag til að lýsa því ástandi einstakl-
ings þegar sjálfstraust hans
minnkar og hann hefur til-
hneigingu til að draga sig í hlé. Það
1 að viðurkenna fyrir sjálfum sér og
öðrum að maður-sé þunglyndur er
minnkun í jokkar menningu. Við
gætum sagt áð hér væru fordómar.
Fyrst og fremst finnst mér þó um
menntunarskort að ræða í þjóðlíf-
inu: þetta nær jafnvel svo langt að
sorg er útskýrð í burtu með öllum
ráðum þegar hún er í hæsta máta
viðeigandi og eðlilegt ástand. Þessi
menntunarskortur held ég að sé
hættulegur og því er mér í mun að
almenningur viti um aðstöðu hins
atvinnulausa manns, sem ein-
kennist líklega af vonleysi og van-
mætti og kannski þeirri tilfinningu,
að enginn hafi þörf fyrir hann.
Þetta eru ógöngur, sem fæstir sjá
fyrir áður en á reynir, og þá getur
skilningur og aðstoð næsta manns
verið virkasta hjálpin.
í öðru lagi: sjálfsmorð eru
feimnismál hér á landi. Það tel ég
að sé rangt mat á raunveruleikan-
um, en auk þess hættulegt. Það
þykir sjálfsögð frétt að kvikmynda-
stjarna í Bandaríkjunum eða
heimspekingur í París hafi framið
sjálfsmorð, en á íslandi er pískrað
um þetta í hornum og hægt er að
lesa blaðsíðu eftir blaðsíðu í minn-
ingargreinum, án þess að það sé
nefnt, sem öllum er efst í huga.
Ég álít að þessi tepruskapur sé
hættulegur, því hann einangrar
þann mann, sem kominn er í vand-
ræði, sér ekki leið út og þarf að
taka stóra áhættu með eigin sjálfs-
virðingu ef hann ætlar að leita sér
hjálpar. Það helsta sem almenning-
ur veit, eða telur sig vita, um sjálfs-
morð er að þeir sem reyna eða
ræða um sj álfsmorð muni ekki gera
alvöru úr. Þetta er í öfugu hlutfalli
við staðreyndir. Það er hins vegar
staðreynd, að hægt er að koma í
veg fyrir sjálfsmorð - að vísu ekki
alltaf - ef aðstoð berst í tíma.“
-ast
Atvinnu-
leysi sem
streitu-
valdur
Atvinnuleysi - það að vera sagt upp vinnu og
fá ekki aðra - veldur yfirleitt miklu álagi (streitu-
ástandi) í lífi venjulegs manns, eða litlu minna
álagi en slys eða alvarleg veikindi hans sjálfs
myndu valda honum eða dauði einhvers ná-
komins myndi gera. Atvinnumissir veldur tals-
vert -meiri streitu en vinnulok fyrir aldurssakir.
Höfundarnir Holmes og Rahe sem eru geð -
læknarvið University of Washington í Seattle
hafa á undanförnum 20 árum unnið merka vinnu
til mats á því hvað breytingar í lífi fólks valda
mikilli streitu og þar með hve þessar breytingar
eru líklegar til að hafa neikvæð áhrif á heilsufar.
(Journal of psychosomatic research, 11: 213-
218, 1967).
Menn þessir skilgreina streitu sem þau ytri
skilyrði er krefjast breytingar á atferli eða lífs-
háttum.
Mœlikvarði á álag
við að aðlagast breytingu
Alburður: Ahrif:
Dauði maka 100
Hjónaskilnaður 73
Skilnaður að borði og sæng 65
Að fara í fangelsi 63
Dauði einhvers nákomins í fjölskyldu 63
Meiðsli eða sjúkdómur 53
Að giftast 50
Að vera sagt upp vinnu 47
Verulegir hjónabandserfiðleikar 45
Vinnulok (vegna aldurs) 45
Heilsubrestur einhvers í fjölskyldunni 44
Þungun 40
Erfiðleikar í kynlífi 39
Nýr meðlimur bætist í fjölskylduna 39
Breyting á fjárhagsstöðu 38
Dauði náins vinar 37
Lántaka yfir 10.000 dollara 31
Breytt ábyrgð á vinnustað 29
Sonur eða.dóttir fer að heiman 29
Erfiðleikar gagnvart tengdafólki 29
Meiriháttar persónulegur ávinningur 28
Eiginkona byrjar eða hættir að vinna úti 26
Byrjun eða lok skólagöngu 26
Erfiðleikar gagnvart eiginmanni 23
Breyt. á vinnutíma eða vinnuskilyrðum 20
Aðsetursskipti 20
Skipt um skóla 20
Breyting á svefnvenjum 16
Breyting á matarvenjum 15
Frí 13
Jóí (amerísk jól)* 12
Smávegis lögbrot 11
Til skýringar á þessum lista og mögulegri þýð-
ingu hans má nefna að læknar hafa fundið að
dauði maka sem hefur töluna 100 hefur þá þýð-
ingu heilsufarslega að 10 sinnum fleiri ekklar og
ekkjur deyja á fyrsta ári eftir dauða maka sins en
annað fólk í sömu aldursflokkum. Fráskilið fólk
er tólf sinnum líklegra til að verða veikt á fyrsta
árinu eftir skilnað en gift fólk. Athyglisvert er að
breytingin í sjálfu sér er álag, jafnvel breyting til
góðs er einnig álag væntanlega vegna þess að
hún krefst breytingar á lífsmynstrinu. Eins og sjá
má er atvinnumissir með töluna 47 á þessum
lista.
* Sjálfur giska ég á að íslensk jól ættu að hafa
tölugildi milli 30 og 50.