Þjóðviljinn - 18.02.1984, Síða 20

Þjóðviljinn - 18.02.1984, Síða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17. - 18. febrúar 1984 bæjarrött Okkur kerlingunum er ekki fisjað saman „Æ, mikið er ég fegin að bless- uð sólin skuli vera farin að hækka á lofti. Þessi vetur er hreint bara alveg að drepa mig“, sagði kerl- ing við aðra kerlingu í fiskbúðinni um daginn. „O, minnstu ekki á það“, svaraði hin. Ég tók undir í huga nu'num og hugsaði jafn- framt með mér: Svona mikil kerl- ing er ég þá orðinn. Snjór og dimmviðri eru farin að angra mig og ég stend mig að því að hlakka óstjórnlega til vors - hvernig svo sem það nú verður. Ekki lét ég svona meðan ég var ungur og allt lék í lyndi. Heimurinn er hverf- ull. Annars er ég þeirrar skoðunar að íslendingar séu meiri dýrk- endur sólarinnar en annarra guða. Sólin hefur verið lífgjafi alls í þeirra augum og ígildi sjálfs Guðs. Sjáið nú bara hvernig skáldin hafa látið um aldir: „Blessuð sólin elskar allt“ - „hvað er betra en sólarsýn?" - „Það er engin þörf að kvarta þeg- ar blessuð sólin skín“ og svo mætti lengi telja. Þetta er svo sem ekkert skrýtið á þessu kaldahryss- ingslandi þó að sóldýrkun sam- ræmist kannski ekki strangasta trúarskilningi kirkjunnar. En kristin trú er líka upprunnin í heitu miðjarðarhafslandi þar sem sólin er helvíti. Ég fann fyrst fyrir alvöru þenn- an djúpa fögnuð og frelsun andans, sem fylgir sólarkomunni, þegar ég bjó á ísafirði. Þar er skammdegið svartara en víðast hvar annars staðar vegna gríðar- stórra fjalla sem umlykja kaupstaðinn. Það er fyrst 23. jan- úar að sólin skríður yfir fjallsegg- ina á Eyrarfjalli, ef ekki er skýjað, og þá er hátíð í bænum, drukkið sólarkaffi. Ein gatan þar heitir Sólgata og er kaffið drukk- ið þegar sólargeislarnir eiga möguleika á að baða hana. Annars hefur sólin ekki látið svo lítið að sýna sig að ráði hér í henni Reykjavíkinni það sem af er árinu. Og enn eru firnastór snjófjöll hér og hvar þó að elsku- legt regn hafi miskunnað sig yfir okkur gamlingjana og hreinsað ókjör burtu af þessum hvíta óvini okkar - og bílanna. En það er orðið bjartara yfir og léttara um hjartarætur - okkar kerlinganna. Á þriðjudagskvöld var svo mikil asahláka að það byrjaði að flæða inn í vaskahúsið hjá mér - og vatnið var svo gruggugt að það stíflaði öll niðurföll. Ég var einn heima með tvö börn, 8 ára og 5 ára, því að konan var úti að vinna. Sem betur fór átti ég leið í vaskahúsið eins og sönn húsmóð- ir snemma kvölds og uppgötvaði hvað var á seyði. Og þá var nú handagangur í öskjunni. Ég skipaði börnunum í allar áttir, fjasaði einhver ósköp, greip kúst og óð út í flóðið til að finna niður- fallið. Það tókst og vatnsskaða var afstýrt. Okkur kerlingunum er ekki fisjað saman. -Guðjón Veistu... að Öræfajökull hefur gosið tvisvar síðan land byggðist? Seinna skiptið var árið 1727, og fórust þá þrjár manneskj- ur, 160 hross og 600 fjár. að árið 1856 er talið að 330 þús- und lundar hafi verið drepnir í Vestmannaeyjum? Tveimur árum síðar voru flutt um 26.700 pund af fiðri frá Vest- mannaeyjum til útlanda fyrir utan það sem selt var innan- lands. að byrjað var að útvarpa á Is- landi árið 1926 og voru það einkáaðilar sem fengu þá sér- leyfi til útvarpsrekstrar? Það var svo ekki fyrr en 1930 að ríkisútvarpið tók til starfa. að Veðurstofan var sett á lagg- irnar árið 1926? að fyrsta íslenska konan sem varð doktor var Björg Þor- láksdóttir Blöndal? Hún varði doktorsritgerð sína í líf- eðlisfræði við Parísarháskóla. að árið 1924 var Stefán skáld frá Hvítadal sleginn til riddara Krists eða „biskupaður" í ka- þólsku kirkjunni í Landa- koti? Guðfaðir Stefáns við þessa athöfn var Halldór Kilj- an Laxness. að fyrsta konan sem kjörin var á þing hér á landi var Ingibjörg H. Bjarnason, forstöðukona Kvennaskólans í Reykjavík? Það var árið 1923. að fyrsta flugslys á íslandi varð árið 1920? Þá náði flugvél Flugfélags fslands sér ekki á loft þar sem hún var að hefja sig til flugs í Vatnsmýrinni og urðu tvö börn fyrir henni. Annað lést, en hitt slasaðist mikið. að ekki eru mörg dæmi um fjöldamorðingja á íslandi? Éinn var þó Björn Pétursson bóndi á Öxl í Breiðuvík (Axl- ar-Björn). Hann var tekinn af lífi 1596, en þá höfðu verið sönnuð á hann níu manns- morð. Gróf hann Iíkin í heygarði sínum eða fjósi. að býíin á Hvallátrum í Rauðas- andshreppi í V-Barðastrand- arsýslu eru vestasta byggð í Evrópu? sunnudagskrossgátan nr.411 1 Z 3 22 v- S % 7 2 9 22 10 II IZ 52 13 )M // JZ 9 22 // 15' M? 9 22 /7 3 i8 l<í /7 22 20 /3 // ‘1 s? (p 2/ /7 /7 Zo 9 II J3 /6 /iT 22 8 JS J? /7 JS 22 J6J )<e IZ S2 II 12 9 /7 /7 J6~ 22 55 9 12 2! 13 ' y s 22 22 22> V 21? 15/ 2/ J(o 2J é> 22 /S' 13 2S isr Zsr 17 JS 6? 2? b Zl Z /5~ /3 22 (o 15' /? ZQ> 2¥ z? lj 9 53 21 J3 JZ V 2b ii JS 13 ' y 22 22 2? 2$ JSr 22 2á> 2 'V' 2/ jsr 2/ 2 JZ 22 9 /7 29 í Jhl J2 12 /T /3 22 55 /7 (o 22 7 /S' Jé? 9 6 V Jí' 9 2¥ 22 (? /7 /3 8 22 J(p \)3 9 U )/ J£T 22 2<Z 2/ )3 V /2 ú (> 1 2 2T i2 /3 2Q> u V 3o /3 15 9 22 ji 2á> | AÁBD ÐEÉ FGHlfjKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá karl- mannsnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðvilj- ans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 411“. Skila- frestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 1 /7 /3 5 1S /7 29 2J /3 Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér- hljóða og breiðum t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt. Verð- launin Verðlaun fyrir krossgátu nr. 408 hlaut Ársæll Valdimarsson, Espigrund 15, 300 Akranesi. Þau eru bókin Heimsstyrjaldarárin á íslandi 1939-1945. Lausnarorðið var Þorbjörn. Verðlaunin að þessu sinni er Myndabók Fjölva um Rokk.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.