Þjóðviljinn - 18.02.1984, Page 26

Þjóðviljinn - 18.02.1984, Page 26
26 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17. - 18. febrúar 1984 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Hafnarfirði, Garðabæ og Seltjarnarnesi Þorrablót Sameiginlegt þorrablót Al- þýðubandalags-| félaganna í Hafnarfirði, Garðabæ og á Seltjarnarnesi verður haldið laugardaginn 18. febrúar á Garðaholti. Skemmtunin hefst með borðhaldi kl. 20.00. Miðaverð er 450.- kr. og eru miðar seldir hjá eftirtöldum félögum: Garðabær: Guðmundur 43956, Hafnarfjörður: ína, 51531, Sólveig Brynja 53642, Seltjarnar- nes: Gunnlaugur 23146. Hulda Runólfsdóttir, Bjarni Eiríkur Sigurðsson og Hallgrímur Hróðmarsson flytja blöndu af Ijóðrænu glensi og pólitískum djassi. Gestir blótsins verða Baldur Öskarsson og Guðrún Helgadóttir. Þeim sem ætla á þetta þorrablót er vinsamlega bent á að panta miða sem allra fyrst. Mætum öll hress og kát! - Skemmtinefndin. Hulda Bjarnl Hallgrfmur Alþýðubandalagið í Reykjavík: Spilakvöld Munið spilakvöldið að Hverfisgötu 105 n.k. þriðjudagskvöld, 21. febrú- ar kl. 20 stundvíslega. Þetta er annað kvöldið í þriggja kvölda keppni en allir geta verið með þó þeir hafi ekki mætt á fyrsta kvöldið. - í kaffihléi kemur Adda Bára Sigfúsdóttir og segir fréttir úr borgarstjórn- inni. .Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráð boðar til fundar sunnudaginn 19. febrúar kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Frumvarþ að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar fyrir árið 1984 verður kynnt. Mikilvægt er að allir félagar í nefndum flokksins mæti. Athugið breyttan fundardag. - ABA Alþýðubandalagið Dalvík Árshátíð verður haldin laugardaginn 18. febrúar nk. í Bergþórshvoli og hefst með borðhaldi kl. 20.30. Gestir skemmtunarinnar verða þeir Jónas Árnason og Stefán Jónsson. Þátttaka tilkynnist til Svanfríðar, s. 61460, eða Ing- vars, s. 61411. - Árshátíðarnefnd. Jónas Stefán Alþýðubandalag Borgarness og nærsveita Almennur félagsfundur verður haldinn sunnudaginn 19.febrúaríhúsi félagsins Brák- arbraut 3. Fund- grsfni: 1) Inn- taka nýrra fé- , 2) Skuli Al- ersson • fréttir frá Atþthg I. SkúU Vllborg 3^VHborg Harðardóttir varaformaður AB segir frá flokksstarfinu und- afafárið og framundan. 4) Halldór Brynjúlfsson ræðir atvinnumál í BÓrgarfirði og nágrenni. 5) Önnur mál. - Stjórnin. Halldór Atmennir fundir Siglufirði og í Hofsósi Aiþýðubandalagið boðar til almennra stjórnmálafunda á Norðurlandi ,vestra um næstu helgi: ' Alþýðuhúsinu, Siglufirði, n.k. laugardag 18. febrúar kl. 16.30. I Félagsheimilinu.Hofsósi, n.k. sunnudag 19. febrúar kl. 15. ijm Á Ketilási í Fljótum nk. laugardag 18. febrúar kl. 13.00. Hagnar Amalds alþingismaður hefur framsögu á þessum fundum. Fundirnir eru öllum opnir. Æsku lýðsf y I k i ng Alþýðubandalagsins Félagsmálanámskeið Félagsmálanámskeið hefst mánudaginn 20. febrúar kl. 20 að Hverfis- götu 105, Reykjavík. Námskeiðið er tvisvar í viku, sjö kvöld og lýkur 10. mars. Leiðbeinendur verða: Ræðumennska: Baldur Óskarsson Framsögn: Kristín Á. Ólafsdóttir Fundír og félagsstörf: Karl Rafnsson Hópefli: Gunnar Ámason. Þátttökugjald er kr. 200,- Mjög fáir komast að í þetta sinmog er fólk því beðið að skrá sig strax að Hverfisgötu 105 eða í síma 17500. -Stjórn AfAb. Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 23. febrúar kl. 20.30, í Flokksmiðstöð AB að Hverfisgötu 105. Állir félagar eru eindregið hvattir til að láta sjá sig á þessum fundi. - Stjórnin Hvenær kynnast fslensku börnin Jóni eldklerki Steingrímssyni í skólunum? (Mynd: Leifur) Hart deilt um sögu íslands á alþingi Tilbrigði við sögu þjóðarinnar Við verðum að standa uppúr moðsuðunni, / sagði Arni Johnsen! Drjúgur hluti umræðna á Al- þingi undanfarna daga hefur snúist um þingsáiyktunartill. Eiðs Guðnasonar ofl. um ís- landssögukennslu í grunn- skólum. I henni segir m.a.: ,rAlþingi ályklar að fela ríkis- stjórninni að hlutast til um að í grunnskólum verði kennsla í sögu íslensku þjóðarinnar aukin og við það miðuð, að nemendur öðlist ekki aðeins þekkingu og skilning á sögu þjóðarinnar heldur og trú á landið og vilja til að varðveita það menningarsamfélag, sem hér hefur þróast í 11 aldir". í raun og veru er ekkert undar- legt þótt verulegar umræður verði um tillögu sem þessa, bæði vegna þess, sem í henni segir og segir ekki og ekki síður vegna þess bak- grunns, sem ætla má að hún eigi. Blaðið hefur nokkuð skýrt frá þessum umræðum. Nú mun þó að-. eins bætt um betur og vikið lítillega að þeim umræðum, sem fram fóru um tillöguna í Sameínuðu þingi st. fimmtudag: Guðmundur Einarson kvaddi sér fyrstur hljóðs: í tillögunni stendur að efla eigi trú á landið og varðveita menningarsamfélagið. Skortir okkur þá „trú á landið?“ Skoðanakönnunin margumrædda laut að þekkingu fólks á íslands- sögu en snérist ekki um trú á landið. Hvað þarf maður að vita mikið í íslandssögu til þess að geta talist hafa trú á landið? Mér sýnist að búseta þjóðarinnar hér, oft við hin kröppustu kjör, sé einmitt besta sönnunin fyrir trú hennar á landið. Svona trúboð getur verið eðlilegt ef yfir vofði landflótti eða ef við værum í verulegri hættu af að ánetjast öðrum þjóðum. En er það svo? Kristín Halldórsdóttir: Flutn- ingsmenn segja till. mjög jákvæða. Mér finnst hún neikvæð í garð kvenna og tel þær ekki eiga það skilið. Hún minnir á viðhorf strangs föður til barna sinna. Við ætlumst til mikils af kennurum en búum laklega að þeim og skólun- um. Kennarar eru láglaunastétt. En þeir gegna störfum sínum af mikilli alúð. Fellst ekki á að tilefni sé til þeirrar umvöndunar við þá, sem mér finnst koma fram í tillög- unni. Nú er lögð meiri áhersla á þekkingu nemenda og skilning á námsefninu en utanbókarlærdóm. Eiður Guðnason: Mér koma á óvart viðbrögð þingmanna Kvennalistans og Alþbl. Málflutn- ingur þeirra byggist á útúrsnúningi. Til dæmis segir Kristín Halldórs- dóttir að í till. felist vantraust á kennara. Þeir eru ekki nefndir þar á nafn. Það er ekki vantraust á kennara þótt talað sé um að efla trú á landið. Ég sé ekki ástæðu til þess að tala hér um einhverja sérstaka kvennasögu. Einkennilegt að þeir sem oftast koma í þennan ræðustól til þess að tala um frið skuli einmitt efna til ófriðar milli kynja. Ég tal- aði við nokkra nemendur í grunn- skólum. Og hvað vissu þeir? Jú, þeir höfðu einhverja nasasjón af landnáminu, Jóni Steingrímssyni og Jóni Sigurðssyni. Einkennilegt að Alþb. skuli vera andvígt því að efla trú á landið. Árni Johnsen: Ég fagna þessari till. Kvennalistinn boðar alþjóða- flatlendishyggju. Hann er undir áhrifum frá Alþbl. Yfir landið flæða allskonar kenningar af ýmsu bergi brotnar. Því þurfum við að halda vöku okkar og standa upp úr moðsuðunni. Við sitjum uppi með, skólakerfi sem í engu sinnir okkar höfuð atvinnuvegum að fomu og nýju. Sighvatur Björgvinsson: Eðlilegt að rætt sé um skólamál almennt en þessi till. gerir ekki ráð fyrir því. Enginn getur verið því andvígur að aukin sé kennsla í Islandssögu. Margt í grunnskólalögunum er gott og þarft, annað síður. Stundum tökum við upp það, sem annars- staðar er verið að hætta við eins og mengjakennsluna. íslandssaga skrifuð af f slendingi hlýtur alltaf að vera hlutdræg. Þar getur ekki átt sér stað nein núttúrulaus óhlut- drægni. Sigríður Dúna Kristmundsdótt- ir: Enginn er því andvígur að aukin sé kennsla í íslandssögu. Spurning- in er hinsvegar sú hvernig kennslan eigi að fara fram. Hvar eru konur yfirleitt nefndar á nafn í íslands- sögunni? Það á ekki bara að binda kennsluna við hluta þjóðarinnar. Árið 1884 boðuðu konur til fundar í Reykjavík í því skyni að efna til sjóðstofnunar er stuðla skyldi að stofnun Háskóla íslands. Hvar er það nefnt í kennslubókum í ís- landssögu? Hjörleifur Guttormsson: Skóla- mál mættu vera til umræðu af meira tilefni en þessari tillögu, og kemur mér þá í hug frv. til laga um framhaldsskóla, sem enn hefur ekki séð dagsins ljós. En ef auka á sögukennslu á þá að lengja skóla- tímann, á að hætta við einhverja þætti í þeirri sögukennslu, sem nú fer fram til þess að rýma fyrir nýj- um og þá hverjum, eða á að draga úr öðru námsefni? Það er sífellt að koma fram nýtt námsefni, sem sinna verður. Hvar á að koma því fyrir? Helmings íslendinga er að engu getið hjá Söguþjóðinni. Er það jafnaðarstefna þegar kven- fólks er aðeins getið þegar það gengur í störf karla, sbr. Ólöf ríka? Það er sagt að ég telji þessa tillögu bera keim af galdraofsóknum. Þar átti ég við þátt Mbl. eins og berlega hefur komið fram í máli mínu hér áður. Sighvatur talaði um að stað- reyndir sögunnar væru tíndar til handa kennurum en nemendunum væri ætlað að leita. En hvað eru staðreyndir í sagnfræði? Menn deila jafnvel um það hvort kristni hafi verið lögtekin hér árið 1000 eða ekki. Auðvitað er það rétt að sögukennsla getur ekki verið hlut- laus. En skólinn einn saman hefur hér ekki úrslitaáhrif. Fleira kemur þar til svo sem fjölmiðlar. Það er margt skrifað á reikning skólanna, sem þeir eiga enga sök á. Jón Baldvin Ilannibalsson: Jú, jú, við viljum auka kennslu í ís- landssögu. En hvernig? Glæða trú á landið. Jú, við viljum það, en er yfirleitt unnt að gera það í skólum? Ætli það séu ekki ýmsir utan skól- anna, sem þar verða einnig og ekki síður að koma við þá sögu? Varð- veita menningarsamfélagið? Jú, en það samfélag, sem hér ríkti um aldir, er bara liðið undir lok. Éghef mínar efasemdir um gagnsemi þessarar tillögu og sennilega leiða þessar umræður ekki til neinnar niðurstöðu. Það er talað um hvað gera þurfi en engin grein gerð fyrir því hvemig eigi að framkvæma það. Við megum ekki gera of mikl- ar kröfur til skólanna, þeir eru ekki almáttugir. -mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.