Þjóðviljinn - 22.02.1984, Side 3

Þjóðviljinn - 22.02.1984, Side 3
MiðVíkudagur 22.'febrúár tjÓÐN/’Il'jINIv'— SÍÐA 3 samkomulagið - samkomulagið - samkotnulagið - samkomulagið - samkomulagið - samkomulagið Guðmundur J. Guðmundsson: Mér líst illa á þessa samninga „Þessir samningar koma Dags- brún illa. Með þeim er verið að ncgla niður kjaraskerðinguna frá síðasta ári. Það er ekkert endur- heimt af henni,” sagði Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dags- brúnar í viðtali við Þjóðviljann í gærkvöldi. „Þeir duga ekki til að halda kaupmættinum eins og hann var í árslok 1983. Það verður óhugnanlega erfitt að ná aftur því sem tekið er af eftirvinnu- og næt- urvinnu með þessum samningum. Ef niðurgreiðslur verða lækkaðar til að afla fjár innan fjárlaga í bæt- ur til lágtekjufólks er einfaldlega verið að láta launamenn borga þetta sjálfa með hækkun á vöru- verði.“ „Mér líst illa á þessa samninga. Það var nauðsynlegt fyrir Dags- brún að fá verulegar tilfærslur á töxtum vegna þess að sams konar störf eru mun betur launuð hjá öðr- um félögum. Það var því brýn nauðsyn fyrir Dagsbrún að fá leiðréttingu til jafns við aðra. Þótt láglaunahækkunin vegna dagvinnunnar sé af hinu góða dreg ég mjög í efa að kaupið muni halda í við verðbólguna á þessu ári. Auk þess er mjög alvarlegt að eftirvinn- an lækkar úr 40% í 17% og nætur- vinnan úr 80% í 50%. Þetta er stórt skref aftur á bak“. Guðmundur J. Guðmundsson sagði að á félagsfundi í Dagsbrún annað kvöld yrði fjallað nánar um afstöðu félagsins. „Við höfum haldið fjölmarga vinnustaðafundi og fundi með kjörnum samninga- nefndum frá einstökum vinnustöð- um. Ósamræmi í kjörum er svo mikið að Dagsbrúnarmaður getur stórhækkað við að fara yfir í annað félag. Ég sé ekki að slíkt hafi með verðbólguna að gera. Það er bara verið að einangra eitt félag“. Guðmundur sagði að lokum: „Yfirlýsing framkvæmdastjóra VSÍ í sjónvarpinu var afar ein- kennileg. Við báðum hvað eftir annað um viðræður um einstök at- riði samninganna og taldi VSÍ að eðlilegt væri að um það yrði rætt þegar búið væri að gera heildar- samninga. Samt sem áður segir framkvæmdastjóri VSÍ nú að ekki verði frekari samningaviðræður. Þetta er furðuleg ósvffni. Ég trúi ekki að þetta standi.“ -óg Þeir Guðmundur J. Guðmundsson og Þröstur Ólafsson bera saman ráð sín í upphafi formannafundar ASI í húsi sáttasemjara í gær. - Ljósm. ólg. Ólafur Jónasson formaður kjaranefndar INSÍ: „Þetta er blekking Ungt fólk á aldrinum 16 til 18 ára ekki viðurkennt sem fullgildir launamenn ífyrsta skiptifrá 1937 u „Ég er mjög óhress með þetta samkomulag, þetta er blekking ein saman“, sagði Ólafur Jónasson for- maður kjaranefndar Iðnnemasam- bands íslands. „Það er blekking að lágmarks- laun í landinu séu 12.660 krónur. Samkvæmt 3. grein þessa samnings á ungt fólk á aldrinum 16 til 18 ára að fá 11.509 kr. á mánuði og þar með taldir iðnnemar á þessum aldri. Hér er verið að brjóta blað í verkalýðssögunni og hverfa marga áratugi aftur í tímann. Það þarf að leita allt til ársins 1937, til að finna svona kerfi, en þá varð viðurkennt að fólk hefði fullgild laun frá 16 ára aldri.“ „Svo eru þessir herramenn gja vegna borðsins, bæði frá ASlog VSÍ, að halda því fram að með samkomulaginu sé verið að gera einhverjar sérstakar umfram- bætur fyrir þá verst settu á launa- markaði. Alla vega hafa þær þús- undir ungs fólks, sem nú er sett á þrep neðan við lágmarkslaunin 12.660 kr. þurrkast út úr huga þess- ara manna þegar þeir voru að segja frá samkomulaginu í fjölmiðlum í gær. Frá 1981 hafa iðnnemar verið á lágmarkslaunum samkvæmt al- mennum kjarasamningum, en nú hefur því verið breytt í þetta óþol- andi forneskjulega horf“. „Ég tel að ASÍ sem fer með samningsréttinn fyrir Iðnnema- sambandið hafi gleymt bágum kjörum iðnnema í þessu samkomu- lagi þeirra við Vinnuveitendasam- bandið. Mér finnst persónulega að Ólafur Jónasson iðnnemi þetta samkomulag sé niðurlægj- andi fyrir launafólk - og sérstak- lega ungt fólk“, sagði Ólafur Jón- asson að lokum. - óg Steingrímur Hermannsson: Mikill sigur fyrir ríkisstjórnina „Ég tel að með þessum samning- um hafi unnist mikill sigur fyrir ríkisstjórnina og íslenskt þjóðlíf í heild“, sagði Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra í gær. Ráðherrann sagðist fagna því Bárður Jensson: Óánægjuraddir ósanngjamar „Formannafundurinn á sunnudaginn gaf ekki tilefni til annars en þess sem nú hefur verið frágengið því hljóðið var þannig í mönnum þá að ekki væri staða til að fara út í neina baráttu", sagði Bárður Jensson formaður Verkalýðsfé- lagsins Jökuls í Ólafsvík í gær. „Mér fannst líka koma fram þá að þessi 3ja manna samninganefnd Al- þýðsambandsins hefði ekki ýkja mikinn bakstuðning til að treysta á. Ég held því að árangur nefndarinnar sé góður og að hún hafi gert eins og hægt var að gera. Þær óánægjuraddir með nýja samning- inn sem heyrðust á fundinum í gær fannst mér ósanngjarnar því þær hefðu þá átt að heyrast áður en gengið var til samkomulags við atvinnurekendur", sagði Bárður Jensson úr Ólafsvík. mjög ef heildarsamningar næðust nú. Þeir yrðu vonandi til 15 mán- aða, sem væri ákaflega mikilvægt því þá skapaðist svigrúm til nýrrar sóknar tii bættra lífskjara. „Þessir samningar eru nokkru hærri en við höfðum talið skynsam- legt“, sagði Steingrímur, „og það er ljóst að þeir munu setja veru- legan þrýsting á þann efnahags- grundvöll sem við viljum halda. Það er alltaf spurning um hvað er sprungið og hvað ekki, - við mun- um ekki breyta genginu og um ára- mótin höfðum við náð betri árangri í baráttunni við verðbólguna sem hefur skapað dálítið meira svigrúm en ætlað var“. Steingrímursagði að þessi þrýstingur myndi hugsanlega koma fram í 1,5% viðskiptahalla á árinu í stað 1% og því að verðbólga yrði um 10%, en ekki undir 10% í árslok eins og ætlað hefði verið. „Það á eftir að athuga hvaðan framlag ríkissjóðs, allt að 330 milj- ónum króna, verður tekið“, sagði Steingrímur ennfremur. „Það er ekki ákveðið en það verður gert að höfðu samráði við aðila vinnu- markaðarins. Niðurgreiðslurnar hafa verið nefndar og það kann að þurfa að draga nokkuð úr þeim“. -ÁI Albert situr áfram segir Þorsteinn Pálsson - Þjóðviljinn spurði Þorstein Páisson formann Sjálfstæðisflokks- ins hvað Albert myndi gera í kjölfar þessara samninga. „Hann situr áfram. Ég sé ekki neina ástæðu til annars. Það eru engar breytingar í bígerð innan ríkisstjórnarinnar. Hún mun halda áfram á sömu braut“. Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra var staddur í London meðan lokalotan hjá ASÍ og VSÍ fór fram. Mun hann ekki hafa frétt um niðurstöðu samninganna fyrr en síðdegis í gær. Albert Guð- mundsson hefur hvað eftir annað lýst því yfir að hann muni segja af sér ef kjarasamningar fara yfir 4% markið. Síðast endurtók hann þá yfirlýsingu í umræðum á Alþingisl. miðvikudagskvöld - einum sólar- hring áður en hann hélt utan. Þjóðviljanum tókst ekki að ná í Albert Guðmundsson í gærkvöldi en samkvæmt yfirlýsingum fjár- málaráðuneytisins kemur hann til landsins í dag. -ÁI Verkamannafélagið DAGSBRÚN Áríðandi fundur um samningamálin verður haldinn í Austurbæjarbíói fimmtudaginn 23. febrúar kl. 17. Á fundinum verður skýrð staðan í samningamalunum og tekin ákvörðun um afstöðu Dagsbrúnar. Stjórnin skorar á alla félaga að koma beint af vinnustað á fundinn. STJÓRN DAGSBRÚNAR

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.