Þjóðviljinn - 22.02.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.02.1984, Blaðsíða 10
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN' Miðvikudagur 22. febrúar 1984 Runólfur Jón Jónsson Fœddur 10.1. 1895 Dáinn 11.2. 1984 Þegar þessi aldni heiðursmaður er kvaddur og lagður til hinstu hvílu er vel viðeigandi að í Þjóð- viljanum komi minningarorð um hann, en blaðið og skoðanir þess voru alla tíð hans og studdi hann það jafnan. Runólfur Jón var fæddur á Skógi á Rauðasandi 10.1. 1895. Foreldr- ar hans voru Jón Runólfsson og Kristín Magnúsdóttir, heimilið var stórt, systkinin urðu 14 og getur maður séð að oft hefur verið erfitt að fæða og klæða svo marga munna. Allt gekk það og urðu systkinin öll myndar- og mann- kostafólk og hafa skilað dagsverki sínu af mikilli prýði. Jón var aðeins 13 ára er leiðin lá á sjóinn, fyrst á skútum svo á togurum og var hann háseti um 40 ára tíma, eftirsóttur í skipsrúm, harðduglegur og ósér- hlífinn, vel liðinn og virtur af sam- starfsmönnum sínum. Er í land kom hóf hann störf í Kassagerð Reykjavíkur, af störfum þar lét hann síðast liðið sumar. Hygg ég að fáir íslendingar hafi skilað svo langri starfsævi, 76 ár óslitið. Jón var alla tíð einhleypur, en hafði löngum herbergi hjá bræðrum sínum þeim Baldvini og Gunnlaugi. Fór vel á með þeim bræðrum, þeir voru miklir spila- menn á lomber og bridge ásamt Halldóri bróður sínum. Þegar ég kveð kæran frænda og vin í hinsta sinn, er gott að minnast hans, þakka honum samfylgdina og allt gott gegnum tíðina. Frændi, þegar fiðlan þegir, fuglinn krýpur lágt að skjóli, þegar kaldir vetrarvegir villa sýn á borg og hóli, sé ég oft í óskahöllum, ilmanskógum betri landa, Ijúflíng minn sem ofar öllum íslendíngum kunni að standa. H.K.Laxness Systkinum hans og öðrum vandamönnum votta ég samúð mína. Blessuð sé minning hans. Jón E. Baldvinsson. Már Gijbmundsson_____________ Athugasemd vegna skrifa um klofning í Fylkingunni stefnt að því leynt og ljóst að geta einn myndað ríkisstjórn á íslandi, og er jafnframt sá núlifandi stjórn- málaflokkur íslenskur, sem mest daðraði við þá hreyfingu alræðis- sinna, sem þekkt var fyrir gæsa- ganginn. Það er eins og Morgun- blaðið hafi fyllst taumlausri bræði við það að félagar Fylkingarinnar ákváðu að ganga í Alþýðubanda- lagið. Ekki á mála í Seðlabankanum í Tímanum 14. febrúar s.l. er ég undirritaður titlaður hagfræðingur Seðlabankans í grein sem fjallar annars um alls óskylt efni, þ.e. klofning Fylkingarinnar og inngöngu félaga hennar í Alþýðu- bandalagið. Síðast þegar ég vissi til var staða hagfræðings Seðlabankans laus til umsóknar. Mér brá því ekki lítið þegar ég sá að Tíminn var búinn að veita mér stöðuna, sérstaklega þar sem ég hafði ekki einu sinni sent inn umsókn. Þar sem ég vissi að þrýstingsmöguleikar Tímans og Framsóknarflokksins eru töluverð- ir um þessar mundir, grennslaðist ég fyrir um það, hvort mér hefði verið veitt staðan. Reyndist það ekki vera, enda hefði það verið eins og að vinna í happdrætti án þess að eiga miða. Þessi misskilningur verður lík- lega að skrifast á reikning þess, að höfundur hennar, OÓ, játar í upp- hafi hennar, að það sé margt sem honum gengur erfiðlega að skilja í þessum heimi. Ekki gefst færi á því hér að eltast við allan þann mis- skilning og ruglanda sem kemur fram í grein hans varðandi klofn- inginn í Fylkingunni, en vonandi hefur honum þó nú skilist, að það er óravegur frá því að vera bara einhver hagfræðingur í Seðlabank- anum og hagfræðingur Seðlabank- ans. Það auðveldar honum kannski skilninginn ef ég upplýsi, að þessi mismunur var alls ekki fundinn upp af „theológum" marxismans. Frétt Þjóðviljans Rætur þessa misskilnings liggja í upphaflegri frétt Þjóðviljans af klofningnum í Fylkingunni. Með viðtali við mig birtist flennistór mynd og undir henni texti þess efn- is, að myndin sé tekin af mér við vinnu mína í Seðlabankanum. Þessi myndbirting er þannig til komin, að blaðamaður Þjóðviljans taldi blaðið ekki hafa neina fram- bærilega mynd af mér og vildi því senda á mig Ijósmyndara. Fram- reiðsla efnisins í Þjóðviljanum bendir hins vegar eindregið til þess, að markmiðið hafi ekki verið að taka frambærilega mynd af mér, enda sú mynd sem birt var verri en önnur þeirra mynda sem Þjóðvilj- inn hafði af mér fyrir, heldur að taka mynd af skrifborði mínu og auglýsa að ég ynni í Seðlabankan- um. Mér detta helst í hug þrjár skýr- ingar á þessu athæfi blaðamanns Þjóðviljans. f fyrsta lagi venjulegt menntasnobb og valdsdýrkun, og var þá markmiðið að auglýsa að hagfræðingur í Seðlabankanum hafði gengið í Alþýðubandalagið. í öðru lagi, að blaðamaður hafi haft samúð með fjórmenningunum sem klufu sig út úr Fylkingunni, og hafi viljað nota þá slæmu ásýnd sem Seðlabankinn hefur meðal margra vinstri manna til að veikja málstað meirihlutans. í þriðja lagi er hugs- anlegt að blaðamaðurinn hafi sjálf- ur ekki komið nálægt uppsetningu efnisins og gerð myndtexta. Frétt Morgunblaðsins f frétt Morgunblaðsins af klofn- ingnum í Fylkingunni, sem birtist 11. febrúar, er ekki minnst á að ég vinni í Seðlabankanum. Hins vegar er það rækilega undirstrikað í Stak- steinum sama dag. í þeim sömu Staksteinum er því haldið fram, að Fjórða alþjóðasambandið, sem Fylkingin er aðili að, stefni að „marxísku alræði" um allan heim. Eg er nú búinn að vera meðlimur í þessu alþjóðasambandi í nær 10 ár, en hef þó aldrei heyrt um þetta markmið fyrr en ég les um það í Morgunblaðinu nú, enda felst í því álíka mikill hugtakaruglingur og ef rætt væri um „hayekískan sósíal- isma“ eða „friedmanískar boms- ur“. Ekki eru tök á því hér að út- skýra markmið Fjórða alþjóða- sambandsins en vonandi gefast mér tómstundir til að skrifa um það blaðagrein á næstunni ásamt því að útskýra markmið inngöngu félaga Fylkingarinnar í Alþýðubandalag- ið og starf trotskyista í breska Verkamannaflokknum, en um þetta rugla þeir báðir hreint ótrú- lega, höfundur Staksteina og OÓ á Tímanum. „Alræði eins flokks“ Það er ljóst hvað höfundi Stak- steina gengur til þegar hann tengir saman „hagfræðinginn í Seðla- bankanum“ og ' „marxíska al- ræðið“. Það verður jafnvel enn Ijósara þegar Staksteinar 15. febrú- ar eru lesnir, en þar er undirritaður sakaður um að vilja koma á „alræði eins flokks" hér á landi og jafnvel gengið svo langt að tala um „gæsa- gang alræðisins“. Ég held að langt Flugferðir hjá Arnarflugi Ekkert látá utan lands- ferðum í janúar 1983 komu um það bil 5.500 farþegar til landsins. Þetta er nú lítil breyting frá fyrra ári. í janúar komu 3.335 íslendingar til landsins en 3297 í sama mánuði í fyrra. Komur útlendinga hafa staðið í stað, tæplega 2.200 manns. íslend- ingarnir eru álíka margir og 1982. Flestir farþegar koma frá Banda- ríkjunum og síðan frá Bretlandi og V-Þýskalandi. - rsm. Farþegar í áætlunarflugi Arnar- flugs urðu alls 22,341. Ef bornir eru saman mánuðirnir júlí til desember 1982 og 1983 er aukningin 71%. Vöruflutningar urðu rúmlega 273 tonn á árinu. Flutningur í byrjun árs 1984 Farþegar í janúar urðu 959 á leiðinni Reykjavík-Amster- dam-Reykjavík. Þá er aukningin 48% miðað við 1983. Vöruflutn- ingur á sama tíma jókst um 128%. Ný þjónusta Hollenska flugfélagið K.L.M. býður nú þeim farþegum sem ferð- ast á „Normal fargjöldum“ og á „buisnessklassa" rétt á að hafa 30 kg af farangri. Arnarflug býður nú að þeir sem ferðast með „buisn- essklassa" í áframflugi með K.L.M. fái sömu þjónustu þ.e.a.s. að hafa 30 kg af farangri. Sama gildir um þá, sem bókaðir eru er- lendis frá í áframflugi með Arnar- flugi til íslands. J.R. Staðreyndin er hins vegar sú, að höfundum Staksteina og mörgum skoðanabræðra hans finnst fullkomlega óeðlilegt að yfirlýstur sósíalisti vinni sem hagfræðingur í Seðlabankanum. En til að fá aðra til að finnast hið sama verða þeir að hylja þessa ólýðræðislegu skoðun sína á bak við þá röngu kenningu að marxískir sósíalistar stefni að því að skerða lýðréttindi almenn- ings. Hér er hlutum auðvitað stillt algjörlega á haus, því sósíalistar stefna að því að stórauka lýðrétt- indi almennings og þátttöku hans í ákvarðanatekt á öllum stigum sam- félagsins, þ.m.t. í efnahagslífinu og í fyrirtækjunum, en í þeim efnum þurfa þeir að takast á við Morgun- blaðið og þá sem fylgja skoðunum þess. Miðað við þessa áróðursherferð Morgunblaðsins er það nánast smámál þótt OÓ hafi ruglast á „hagfræðingi í Seðlabankanum" og „hagfræðingi Seðlabankans". Innan Seðlabankans fer hins vegar aldrei á milli mála hvor er hvað. Vestur-Þýskaland: Már Guðmundsson: Aldrei heyrt um markmiðið „marxískt alræði“. sé síðan annar eins sóðaskapur hef- ur sést í íslenskri stjórnmálaum- ræðu, og dæmalaus kokhreysti í málgangi flokks sem hefur lengi Saab-Turbo besti bíllinn Lesendur stærsta bílablaðs í Vestur-Þýskalandi „Auto motor und sport“ völdu Saab turbo besta bílinn í flokki bíla með vél allt að 2,5 lítrum. Saabinn fékk 38,3% greiddra atkvæða, næstur kom Volvo turbo sem fékk 20,9% og þriðji Citröen CX GTI sem fékk 11,8%. Á hverju ári eru lesendur beðnir að velja besta bílinn í mismunandi flokkum. í ár skiluðu 88,014 les- endur inn seðlum. Og reyndist Saabinn vera sterkastur í sínum flokki enda valinn sigurvegarinn af 33,674 lesendum. R.S.M.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.