Þjóðviljinn - 09.03.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.03.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. mars 1984 OJOÐVIUINN Málgagn sósfalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvœmdastjóri: Guörún Guömundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglýsingastjóri: ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. •Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Blaðamenn: Auður Stvrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglysingar: Sigríður Þorsteinsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Vörn snúið í sókn Frá því ríkisstjórnin tók við hefur margt höggið riðið á almenning í landinu og verulega verið þrengt að launafólki. Fram að þessu hefur hin skipulega verka- lýðshreyfing verið máttlaus í mótmælum sínum og ekki reynt á mátt sinn og megin. En nú hefur brugðið svo við að hin einstöku verkalýðsfélög og baráttumenn hafa brugðið brandi gegn ríkisstjórninni og Vinnuveitenda- sambandinu - og sækja nú fram. Vinnuveitendasam- bandið og ríkisstjórn þess hafa síðustu vikur hörfað undan, enda mega þau hagsmunasamtök sín lítils gagnvart réttlætinu og reiðinni sem þau hafa verið að ávinna sér á síðustu vikum og mánuðum. Landsbyggðin mót- mœlir unglinga- taxtanum Meðal þeirra atriða í samkomulagi ASÍ og VSÍ sem mesta andúð vekur er sérstakur unglingataxti fyrir neð- an lágmarkslaun. Á landsbyggðinni vekur þessi auðmýkjandi taxti enn meiri andúð en í þéttbýlinu, máske fyrir þær sakir, að ungt fólk í námi á heimavistar- skólum fjarri heimabyggð er enn háðara eðlilegum launatekjum í leyfum en ungt fólk sem býr í foreldra- húsum allt árið. Hér er því um viðbótarskerðingu á mannréttindum fólks á landsbyggðinni að ræða. Verkalýðsfélög í bæjum úti á landi hafa því snúist eðlilega öndvert gegn þessum sérstaka krepputaxta á ungt fólk. Á Austfjörðum hefur til að mynda mörgum verkalýðsfélögum tekist að fá munnlegt vilyrði fyrir því að taxtinn verði ekki brúkaður í raun. Og á Norðfirði liggur fyrir bókun um að unglingataxtinn sé kominn út. Hrafnkell A. Jónsson formaður verkalýðsfélagsins í Eskifirði segir að sér komi á óvart ef atvinnurekendur á staðnum uppá því að greiða sérstakan unglingataxta. Á Húsavík var samið um að taxtinn færi út úr samn- ingnum einsog á Norðfirði. Og hjá verkalýðsfélögum sem enn standa í samningum er þetta fyrsta krafan einsog til dæmis í Vestmannaeyjum og á Hornafirði. Það er einnig athyglisvert í þessu sambandi, að við- mælendur Þjóðvilja á landsbyggðinni hafa sagt frá því að atvinnurekendur þar séu á móti þessum sérstaka unglingataxta, að þeir hafi ekki verið inntir álits. Þetta er semsagt krafa frá höfuðstöðvum VSÍ í Reykjavík sem er verið að þröngva uppá landsbyggðina. En ljóst er af því hversu víða unglingataxtanum hefur verið hafnað formlega og óformlega, að þeir sem undir- rituðu samkomulagið í upphafi hafa ekki gert sér grein fyrir hinu trausta baklandi og skýlausa vilja fólks út um allt land. Dagsbrún vinnur sigra Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík hafnaði ASI-VSI samkomulagi á átta hundruð manna fundi. Dagsbrúnarmenn fengu kaldar kveðjur frá ríkisstjórn- inni og Vinnuveitendasambandi íslands þegar þeir felldu ASÍ-samkomulagið.VSÍkvaðstmundu halda utan um samningaviðræður og hopa hvergi. Hin ýmsu stór- fyrirtæki höfnuðu sérkjaraviðræðum við Dagsbrúnar- menn og vísuðu á höfuðstöðvarnar hjá VSÍ. Frá því hin ýmsu fyrirtæki vísuðu kröfum Dagsbrúnarmanna frá sér, hafa þau nú hvert af öðru verið rekin að samninga- borðinu; viðræðurnar eru komnar úr höndum VSÍ-valdsins og hin ýmsu fyrirtæki, Mjólkurstöðin, Eimskip, Hafskip og fleiri, ræða við Dagsbrúnarmenn einsog vera ber. Þá má ekki gleyma samningi Ðags- brúnar við fjármálaráðuneytið.Þannig hefur hinskel- egga sveit Dagsbrúnarmanna unnið hvern sigurinn á fætur öðrum; gefið öðru fólki og félögum von um betri árangur. Um leið gefið okkur öllum hollt fordæmi um samstöðu og harðfylgni í baráttunni gegn fjandsamlegu ríkisvaldi og atvinnurekendum. klippt Where íthey stand I The economy I Government spending: for trimming Health-care costs, farm subsidies for increasing Education spending, environmental programmes, nutrition programmes Spending on roads, sewers and .waterways, nutrition prógrammes, programmes for the disabled Education spending, nutrition programmes, ■* job-training Defence Against B-1 bomber. MX missile; real spending increase to be held to 4% a year Against B-1, MX, chemical weapons, nuclear aircraft-carriers and submarines; real spending increase to be held to 4i-5% a year Against MX and rapid deployment force, for B-1; real spending increase to be held to 6% a year Tax increases For 10% surtax on incomes over $100,000, anda 15% minimum corporate income tax For extra taxes on business and the rich For 10% surtax on business and the rich, just to get deficit down Government-spo'nsored industrial policy For Against ("Let markets decide”) Against on any large scale Domestic-content legislation (read: protectionism) For Against For, but unenthusiastic Foreign policy Soviet relations For annual summits For regular summits Unenthusiastic about summits Arms control For nuclear freeze, if "mutual and verifiable" + universal test-ban treaty + ratification of Salt-2 + conditional moratoriums on For a mutual and verifiable nuclear freeze, + 50% reduction in multiple- warhead land-based systems For a mutual and verifiable nuclear freeze, + reductions; not in favour of any unilateral gestures Hart barist í USA Forkosningar standa nú yfir í Bandaríkjunum og er hart barist meöal Demókrata. Hart hefur kippt fótunum undan Mondale í biíi og Glenn er kylliflatur. f breska vikuritinu Enonomist er birt skrá yfir afstöðu þessara heiðursmanna til aðskiljanlegra hluta, og er ljóst að veruleg stefn-' ubreyting yrði í Bandaríkjunum ef einhver þeirra sigraði Reagan í forsetakosningunum í nóvember n.k., sem virðist harla ólíklegt eins og stendur. En það skipast skjótt veður í lofti bandarískra stjórnmála og allt getur skeð. Þeir demókrata vilja allir skera niður kostnað í heilbrigðiskerf- inu og Mondale vill einnig lækka niðurgreiðslur til bænda. Þeir vilja hinsvegar auka ríkisframlög á ýmsum sviðum. Mondale vill eyða meiru í menntun, umhverf- isáætlanir og næringarverkefni. Hart er mikill áhugamaður um vega- og áveitugerð, og vill setja meira fé í aðstoð við hungraða og öryrkja. Glenn er á svipuðum nótum en bætir við starfsþjálfun. Prósentumunur í varnarmálum vill Mondale 4% aukningu framlaga á ári, Hart 4'/2-5% og Glenn 6%. Mondale og Hart eru á móti B-1 sprengjuvélinni og MX- eldflaugakerfunum, en Glenn er með B-1 en á móti hinum nýju íhlutunarsveitum Bandaríkja- hers. Allir vilja þeir koma á aukinni skattlagningu á fyrirtæki og ríkt fólk. Mondale er með ríkisafskiptum af iðnaðarstefnu, Hart vill láta markaðsöflin ráða, en Glenn skipar sér mitt á milli þessara sjónarmiða. Mondale er með verndarstefnu fyrir banda- ríska framleiðslu, Hart er á móti, Glenn með en áhugalítill um slík mál. Með frystingu Mondale, Glenn og Hart eru- allir með frystingu kjarnorku- búnaðar á núverandi stigi ef hún yrði gagnkvæm og sannanleg. Þeir hafa síðan ýmsar mismun- andi afvopnunartillögur á oddi- num. Mondale vill hafa árlegan fund æðstu manna Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, Hart vill hafa þá reglulega, en Glenn er áhuga- laus um slíka toppfundi. Gegn Reagan-stefnu í Mið-Ameríku Þeir eru allir á móti aðstoð við skæruliða sem berjast gegn Sand- ínistastjórninni í Nicaragua. Þeir eru allir á móti hernaðaraðstoð við E1 Salvador meðan dauða- sveitir eru þar enn við lýði. Mondale og Hart eru á móti því að Bandaríkjastjórn hafi her í Honduras, en Glenn er því ekki algjörlega mótfallinn. Allir styðja þeir ísrael dyggi- lega, Mondale og Hart eru sam- mála því að draga bandarískar hersveitir að fullu og öllu frá Lí- banon, en Glenn er á móti því, komi þær að einhverju gagni. í félagsmálum eru þessir herra- menn allir sammála um að styðja jafnréttisáform, sömu laun fyrir sömu vinnu og fóstureyðingar á ábyrgð foreldra. Ekki verður sagt að þeir Mondale, Hart og Glenn séu sér- stakir byltingarseggir en svo vel þekkja menn Reagan-stefnuna að ljóst má vera að hér er ekki um sama „grjónagraut“ að ræða og hjá Reagan stjórninni. - ekh. og skorið Peysuverð og þræla- hald í sjónvarpi var vakin athygli á því fyrir skömmu, hve gífurlegur munur væri á útsöluverði á ís- Ienskum ullarpeysum í sérversl- unum í Bandaríkjunum og því verði sem gildir hér á landi - að ekki sé talað um þá peninga sem konur fá fyrir að prjóna peysur. Þetta dæmi er partur af kerfi sem kemur fram með herfilegust- um hætti í því nútíma þrælahaldi sem komið hefur verið upp í ýms- um ríkjum þriðja heimsins, þar sem börn þræla fyrir ótrúlega lágt kaup m. a. við fatagerð fyrir versl- unarhús hins iðnvædda hluta' heims. Og þrælahald þetta er að sjálfsögðu beint og óbeint haft til að halda niðri kauplagi í fataiðn- aði í þeim vörum þar sem varan er seld. Fyrir skömmu fóru menn frá breska vikublaðinu New States- man í könnunarferð til Bangkok, höfuðborgar Thailands. Dæmi- gerð lýsing á fyrirtæki sem þeir finna þar er á þessa leið: Fortunate Garment heitir verksmiðjan, framleiðir peysur og pils úr acryl. 250 stúlkur vinna þar, barnungar. Þær byrja vinnu kl. 8 á morgnana og vinna tii klukkan ellefu á kvoldin, sjö daga vikunnar. Þær sofa á gólfinu Barnungar stúlkur í Thailandi fá 45 krónur á dag fyrir að framleiða flík- ur af þessu tagi. Verksmiðjan fær svo tæp fimm pund fyrir flík sem er seld á tuttugu pund í breskri versl- unarkeðju. í illa hirtum og loftlausum svefn- skálum. Fyrir þetta fá þær um það bil 45 krónur á dag og það er helmingi minna en lögboðin lág- markslaun í Thailandi. Yfir- vinnugreiðslur eru ekki til (alloft er unnið alla nóttina). Eigand- inn, sem þeir hjá New Statesman kalla heiðarlegan mann (hvað þá um aðra verksmiðjueigendur?) er jafnan alllangt á eftir með kaupgreiðslur - það gerir hann til að stúlkurnar, sem fæstar eru orðnar 15 ára, strjúki síður. Stúlkurnar koma úr fjarlægum sveitum og eru fákunnandi og ólæsar. „Þær kvarta ekki“, segir eigandinn. Og við þær eru ekki gerðir neinir samningar. Verk- smiðjueigendur stinga öðru hvoru saman nefjum um hvað þeir eigi að borga þrælunum. Fimm og tuttugu Eigandi Fortuna Garment er sjálfsagt auðugur maður á thai- lenska vísu. En nú er frá því að segja, að breska verslanakeðjan GUS (Great Universal Store) kaupir af honum „dress“ fyrir 4,70 pund. Það eru þeir peningar serh eftir verða í Thailandi. En GUS selur sömu vöru í Bretlandi fyrir tuttugu pund! Það er mikil saga á bak við þessar tölur og ekki beinlínis fall- eg. Meðal annars felst í henni skýring á því að það virðist engin takmörk fyrir því hve mjög sölu- kerfi og auglýsingaiðnaður geta þanist út - einnig í kreppuríkinu Bretlandi - þar sem löngu er búið að senda heim stóran hluta þeirra sem þar í landi unnu á prjónastof- um og saumafabrikkum, - vegna þess að það fólk gerði „óraunsæj- ar kaupkröfur“ eins og það heitir. - áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.