Þjóðviljinn - 09.03.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.03.1984, Blaðsíða 5
' FosfUdágur 9. ináfs 19ÍÍ4 PJÓÖVItJINN — NÍÐAi 5 íslenskir kennarar til Ghana á vegum AFS Samtökin AFS á íslandi taka nú þátt í þróunarverkefni Evrópu- sambands AFS í Ghana í V- Afríku með því að senda þang- að 2 kennara til eins eða tveggja ára starfs. Er áætlað að alls fari 25 kennarar frá Evrópu- löndum á vegum AFS til Ghana á þessu ári til þess að mæta gífurlegum skorti á kennurum þarílandi. Sólveig Karvelsdóttir fram- kvæmdastjóri AFS á íslandi sagði á blaðamannafundi í gær að samtök- in hefðu unnið í rúmt ár að fjár- mögnun þessa verkefnis og nýlega hefði fengist vilyrði menntamála- ráðherra fyrir því að ráðuneytið legði sem svaraði 2 kennaralaunum til verkefnisins. Hefur þegar verið auglýst eftir þátttakendum í þessu verkefni og rennur umsóknarfrest- ur út á föstudag, en 2 íslenskir kennarar verða valdir úr hópi um- sækjenda eftir helgina. Munu þeir fara utan í ágústmánuði og sækja 7 daga undirbúningsnámskeið í London áður en flogið verður til Accra. Mikill skortur ríkir nú á öllum sviðum í Ghana, sem lýsir sér með- al annars í því að stór hluti kennar- astéttarinnar hefur flúið til nær- liggjandi ríkja þar sem betri kjör á Islandi bjóðast. Kennarar AFS munu kenna í heimavistarskólum á fram- haldsskólastigi og munu þeir búa á skólunum og deila hlutskipti með innfæddum að öllu leyti. Þannig munu kennarar einnig fá inni hjá ákveðinni fjölskyldu í fríum og um helgar þar sem þeim gefst tækifæri til að kynnast lifnaðarháttum fólks- ins frá fyrstu hendi. Eygló Eyjólfsdóttir kennari, sem starfað hefur í Kenya, sagði á fundinum að markmið þessa verk- efnis væri tvíþætt: annars vegar að- stoð til þess að mæta þeim skorti sem þarna væri fyrir hendi, hins vegar væri hér um menningarsam- skipti að ræða, þar sem áhersla væri lögð á að kennararnir kynntust sem best menningu Ghanabúa, en lifðu ekki í einangr- uðum heimi við önnur lífskjör en þeir innfæddu, eins og oftast væri raunin með þá sem tækju þátt í þró- unaraðstoð. Eygló taldi áhuga íslendinga á þróunaraðstoð ábótavant, eins og sjá mætti á því að við veittum ein- ungis um 0,06% þjóðartekna í slíka aðstoð á meðan hliðstætt hlutfall væri mun hærra hjá hinum Norður- landaþjóðunum. Jón Hjörleifur Jónsson prestur, sem starfað hefur við trúboðsskóla í Ghana var mættur á blaðamann- Erfitt fyrir islendinga að ímynda sér þann skort sem ríkir i Ghana, segir séra Jón H. Jónsson, sem starfað hefur á trúboðsskóla þar í landi. (Ljósm. Atli). afundinum og lýsti hann þeim erf- iðleikum sem Ghanabúar stæðu nú frammi fyrir. Taldi hann að íslend- ingar ættu erfitt með að gera sér grein fyrir þeim skorti sem þarna ríkti en það væri hliðstætt því að sjá fyrir sér vöruhúsið.Miklagarð með allar hillur tómar. Engu að síður er landið auðugt að náttúrugæðum, en hann taldi að spilling í stjórnar- fari undangenginna ára hefði brot- ið niður siðferðisþrek þjóðarinnar. Samtökin AFS starfa fyrst og fremst að nemendaskiptum og hafa unnið að því verkefni hér á landi frá 1957. Á þessu ári fara 110 ís- lenskir nemendur til sumardvalar eða ársdvalar á vegum samtakanna til Evrópulanda, Bandaríkjanna, Kanada og S-Ameríku. Samtökin taka jafnframt á móti erlendum skiptinemum sem koma hingað til lands.. ólg. Dísarfell selt - frystiskip keypt í staðinn Sambandið hefur nú selt Dís- arfell. Kaupandinn er útgerð- arfélag í Grikklandi. Verður skipið væntanlega afhent hin- um nýju eigendum fyrir mars- iok. Söluverðið er tæpar 12 milj. kr. Dísarfellið var smíðað í Dan- mörku 1967. Burðargeta þess er 2000 tonn. Sambandið keypti það 1972 og hefur það annast vöruflutninga að og frá landinu. Sambandið á von á nýju og fullkomnu frystiskipi í okt. í haust. Er verið að smíða það í Bretlandi. Verður það jöfnum höndum hannað fyrir flutning í gámum og á frystum fiski á brettum. Á síðustu árum hefur Sam- bandið unnið að endurnýjun á skipaflota sínum. Er stefnan sú að eiga og reka skip, sem stand- ast ströngustu kröfur um flutn- inga. í undirbúningi er að kaupa sérhannað gámaskip, sem yrði í reglulegum flutning- um til og frá hélstu viðskipta- höfnum í Evrópu. Skipadeildin hefur nú stór- bætt aðstöðu sína á Holtabakka og er nú orðin aðstaða þar til að veita mjög góða þjónustu við vöruafgreiðslu, einkum á stykkjavörum og gámum. „Samvinnusöluboð“ í undirbúningi er hjá Birgða- stöð SÍS, í samvinnu við kaupfé- lögin ný söluhcrferð undir nafn- inu „samvinnusöluboð“. Er gert ráð fyrir að hún hefjist upp úr miðjum þessum mánuði. Ætlunin er að Birgðastöðin bjóði fram hálfsmánaðarlega 4-6 vöruteg- undir á stórlækkuðu vcrði, undir þessu nafni. Margir aðilar hafa lagst á eitt með að ná niður vöru- verðinu með sérstökum afslátt- um: framieiðendur, tryggingar, skipafélag og Birgðastöðin. Birgðastöðin gerir ekki tillögur um verð, heldur ákveða kaupfé- lögin það hvert um sig. Því verður þó að treysta, að verðlækkunin reynist allveruleg. Birgðastöðin mun fljótlega senda kaupfélögunum ýtarlegar upplýsingar um framkvæmd, uppsetningu og auglýsingar í sambandi við „samvinnusölu- boðið“. -mhg Kanna Japansinarkað Tveir starfsmenn Sjávaraf- urðadeildar, Ólafur Jónsson aðstoðarframkvæmdastjóri og Sæmundur Guðmundsson fisk- tæknir eru nýkomnir frá Japan, þar sem þeir kynntu sér mark- aðsmöguleika fyrir sjávaraf- urðir. Raunar höfum við um árabil selt Japönum frystar loðnuafurðir, bæði hrogn og heilfrysta loðnu. . Ólafur Jónsson sagöi að Sjávarafurðadeild hefði einnig síðustu árin verið að reyna fyrir sér með sölu á öðrum sjávaraf- urðum í Japan, svo sem á sölt- uðum og frystum þorskhrogn- um og karfa, bæði heilfrystan og flök. Vonandi yrði ferð þeirra félaga til þess að treysta enn frekar tengslin við þennan markað, sem tvímælalaust get- ur orðið mjög þýðingarmikill í framtíðinni. í ferðinni gerðu þeir félagar rammasamning við stórfyrir- tækið Mitsui og Co um sölu á allt að 500 tonnum af frystum loðnuhrognum, sem fyrirhugað er að framleiða á þessari loðnu- vertíð. Ólafur taldi engum vandkvæðum bundið að ná samningum um sölu á frystri loðnu í Japan næði hún tilskil- inni stærð eða a.m.k. 20 gr., en fyrir því er víst vart gerandi ráð að þessu sinni. -mhg Verkalýðsmálaráð Sj álfstæðisflokksins Stuðningur við hárskeranemana Verkalýðsmál Sjálfstæðisflokks- ins hefur lýst yfir fullum stuðningi við málstað hárgreiðslu- og hár- skeranema og segir í ályktun stjórnarfundar ráðsins að nemarn- ir séu eini launþegahópurinn í landinu sem ekki njóti umsaminna lágmarkslauna. I frétt frá Verkalýðsmálaráðinu segir að ástæðan fyrir bágunr kjörunt hárgreiðslunema nú sé sú að hárgreiðslu- og hárskerameist- arar hafi einir aðildarfélaga VSÍ fellt rammasamning' aðila vinnu- markaðarins í nóvember 1981. Skorar Verkalýðsmálaráð Sjálf- stæðisflokksins á viðkomandi félög vinnuveitenda að semja við ASl fyriy hönd nemanna um kjör sem ekki séu lakari en annarra iðn- nema. —v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.