Þjóðviljinn - 09.03.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.03.1984, Blaðsíða 9
 Þ8CÍ .-.fcf.í .'■? - ///V. Föstudagur 9. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SH)A 17 Gæjar og píur s 1 æfíngu Æfingar standa nú yfir á söng- leiknum Gæjar og píur (Guys & Dolls). Eru nú yfir 30 leikarar á stífum æfingum daglega í Þjóöleik- húsinu og er mikil áhersla lögð á söng ojg glæsileg dansnúmer. Bene- dikt Arnason er leikstjóri ásamt Kenn Oldfield frá Bretlandi, sem semur dansana. Hljómsveitarstjóri er Terry Davies, sem stjórnaði hljómsveitinni í velheppnaðri sýn- ingu breska Þjóðleikhússins á þess- um söngleik í fyrra. Leikmynd ger- ir Sigurjón Jóhannsson, en Una Collins gerir búningana. Meðal leikenda eru Ragnheiður Steindórsdóttir, Egill Ólafsson, Bessi Bjarnason, Flosi Ólafsson (sem hefur líka þýtt verkið), Sig- urður Sigurjónsson og Sigríður Þorvaldsdóttir. Frumsýning er fyrirhuguð þann 6. apríln.k., enmargirteljaaðGæ- jar og píur sé einn besti dramatíski söngleikurinn sem saminn hefur verið. Frá æfingu á Gæjum og píum í Iþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar, sem Þjóðleikhúsið hefur til afnota. Fremst eru Sigurður Sigurjónsson, Bessi Bjarnason og Flosi Ólafsson. Aðstandendur sýningarinnar á „Kertalogi“. Kertalog að Laugarvatni Menntaskólinn að Laugarvatni frumsýnir „Kertalog“ eftir Jökul Jakobsson á morgun, laugardaginn 10. mars. Leikstjóri er Sigurgeir Scheving. Með aðalhlutverk fara Kristín Heiða Kristinsdóttir og Sigurpáll Scheving. Nemendur munu sýna Kertalog í Kópavogsleikhúsinu mánudaginn 12. mars, á Laugarvatni 13. mars, í Aratungu 14. mars, á Selfossi 15. mars og loks í Vestmannaeyjum 17. mars. Andardrattur aftur á Nú eru að hefjast aftur sýningar Alþýðuleikhússins á Andardrætti eftir David Mamet á Hótel Loft- leiðum. Sýningar hafa legið niðri um hríð út af Reykjavíkurskák- mótinu en hefjast nú aftur af full- um krafti. Andardráttur er samheiti svið tveggja einþáttunga: Kynóra og Tilbrigði við önd. Sýning verður í kvöld, föstudag, kl. 20.30. Sem fyrr býður Hótelið upp á Leikhússteik á undan sýningum og rauðvín og osta í hléi. Miðasala er á Hótel Loftleiðum, sími 22322 frá kl. 17 sýningardag. Tónleikar S 1 Valaskjálf Guðný Guðmundsdóttir kons- ertmeistari og Snorri Sigfús Birgis- son píanóleikari halda tónleika á vegum Tónlistarfélags Fljótsdals- héraðs í Valaskjálf n.k. laugardag þ. 10. mars og hefjast tónleikarnir kl. 17. Guðný og Snorri Sigfús flytja Rómönsu og Sónötu eftir Beetho- ven, lög eftir Kreisler, Havanaise eftir Saint-Saéns, Sónötu eftir Pag- anini og Tzigane eftir Ravel. Auk þess flytur Guðný Teikn fyrir ein- leiksfiðlu sem Áskell Másson til- einkaði henni. Guðný Guðmundsdóttir er Guðný Gu&mundsdóttir. konsertmeistari í Sinfóníuhljóm- sveit íslands og kennir auk þess við Tónlisíarskólann í Reykjavík. Snorri Sigfús Birgisson er píanó- leikari og tónskáld og starfar í Reykjavík. Nemendur Fjölbrautaskólans á Akranesi Sýna Terdieu og Ionesco í kvöld kl. 20.30 frumsýnir leiklúbbur N.F.F.A. einþáttung- ana Menn deyja ekki hér, eftir Jean Tardieu, í þýðingu Vigdísar Finn- bogadóttur og Sköllóttu söngkon- una, eftir Eugéne Ionesco í þýðingu Bjarna Benediktssonar. Leikstjóri er Hjalti Rögnvaldsson. í einþáttungnum Menn deyja ekki hér, er 2 leikendur, þeir Björn Malmquist og Geir Geirsson. Leikurinn gerist á upplýsingaskrif- stofu og fjallar á skemmtilegan hátt um samskipti tveggja manna, veitanda upplýsinga annars vegar og leitanda upplýsinga hins vegar. í Sköllóttu söngkonunni eru leikendur 6. Þeir eru Bjarnheiður Halldórsdóttir, Bjarni Þór Sigurðs- son, Guðfinna Rúnarsdóttir, Jón Páll Björnsson, Jón Sigurður Þórö- arson og Kristín Knútsdóttir. Leikurinn, sem er gamanleikur gerist á heimili hjóna í úthverfi Lundúna, Sýningar einþáttunganna fara fram á sal Fjölbrautaskólans. Sala aðgöngumiða hefst alla sýningar- daga kl. 19.00. Önnur sýning verð- ur sunnudaginn 11. mars kl. 20.30. Þriðja sýning verður þriðjudaginn 13. mars kl. 20.30. Úr elnþáttungnum Menn deyja ekki hér eftir Jean Tardieu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.