Þjóðviljinn - 09.03.1984, Page 16

Þjóðviljinn - 09.03.1984, Page 16
djúðvhhnn Föstudagur 9. mars 1984 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starlsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í algreiðslu blaösins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Grein í „Information“ um herbúnaðinn í Keflavík Atómstöðin endurbyggð til þess að þjóna langdrœgum sprengjuvélum Bandaríkjanna sem eru utan herafla Nato, segir bandarískur sérfrœðingur ísland gegnir lykilhlutverki í nýrri hernaðaráætlun Reagan- stjórnarinnarfyrirN- Atlantshafið, sem miðarað hernaðaryfirburðum Bandaríkj- anna á svæðinu með svokallaðri „counter-offensive" eðagagn- árásaráætlun. Samkvæmt henni treysta Bandaríkin ekki lengur á hernaðarjafnvægið, heldur stefna þau að algjörum hernaðaryfirburðum. Þetta kem- urfram í grein sem bandaríski stjórnmálafræðingurinn William Arkin skrifar í danska blaðið In- formations.l. miðvikudag. Hefur Arkin það eftir Lee Bagget aðmír- ál, yfirmanni bandaríska flotans, að ekki dugi lengur að loka GIUK-hliðinu á milli Grænlands, fslands og Skotlands, heldur þurfi Bandaríkin að geta eytt óvinaspreng- iflugvélum við flugtak, áður en þær komist í skotfæri við Bandaríkin. Arkin segir að yfirstjórn herafla Banda- ríkjanna hafi á árinu 1981 endurmetið hern- aðarviðbúnað Bandaríkjanna á íslandi og sett fram nýja áætlun um hernaðarupp- byggingu á Islandi, sem beri heitið „Varn- arkerfið í N-Atlantshafi“. Miðar þessi áætl- un að því að koma á nánari samvinnu flug- hers og flota og í þeim tilgangi á að koma upp hreyfanlegum radarstöðvum á íslandi, sem fylgt geti sveigju jarðar og miðað út skotmörk í 2900 km fjarlægð. Þá eiga AWACS-flugvélarnar hér á landi að stjórna gagnárásarflugvélum bandaríska flughersins, og eiga nýjar F-15 orrustuþotur að koma hingað til lands árið 1986 í þessu skyni. Síðan á að byggja neðanjarðar- stjórnstöð í Keflavík, sem geti staðist „fullt stríð“ í 7 daga. Jafnframt á að byggja ný og styrkari flugskýli og auka olíubirgðir, þann- ig að þær geti dugað flugvélum, sem ekki heyra undir herafla Nato, en þar er átt við sprengjuflugvélar af gerðinni B-52, sem bera langdrægar kjarnorkueldflaugar. Eiga olíubirgðirnar að duga þessum vélum í a.m.k. 45 daga. í greininni segir að varnarmálaráðuneyt- ið hafi lagt þessa áætlun fyrir bandaríska þingið árið 1983, og að hún sé enn staðfest í árlegri skýrslu ráðuneytisins um „Höfuð- markmið Pentagon fyrir árið 1984“. Upplýsingar þessar eru frekari staðfest- ing á því sem sagt var í Þjóðviljanum 10. janúar s.l. þar sem haft var eftir bandarísk- um þingtíðindum að Keflavíkurherstöðin þjónaði ekki bara Nato, heldur einnig þeim bandarísku sprengjuflugvélum sem geyma langdræg kjarnorkuvopn. Þar kom m.a. fram að olíubirgðastöðin í Helguvík ætti einmitt að þjóna þessum tilgangi með átt- földun olíubirgða og byggingu nýrrar stjórnstöðvar á Keflavíkurflugvelli. ólg. B/v Ögri missti trollið í „Rósagarðinum“ Slæddi upp hlust- unarkapal og dufl „Ég vil ekki ræða þessi mál nánar að sinni, en það er rétt að skip hafa fengið hérna upp kapla og dufl hér í garðinum. Það er allur fjandinn hér og skip hafa vcrið að missa troll hérna“, sagði Brynjólfur Halldórsson skipstjóri á Ögra RE-72, þegar Þjóðviljinn ræddi við hann þar scm togarinn var staddur í svonefndum „Rósagarði“ austur af Hornafirði. í síðasta rnánuði festi Ögri trollið þegar verið var að toga á Rósagarðinum, en þar eru góð og velþekkt karfamið. Trollið slitnaði frá og þegar skipverjar reyndu að slæða það upp aftur festu þeir í kapal sem dreginn var upp í skutrennu og sá þá í hlustunardufl á kaplinum. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans birtist herflugvél frá bandaríska hernum á miðunum nokkru eftir að Ögri festi í kaplinum og sveimaði urn tíma yfir togaranum. Brynjólfur Halldórrson skipstjóri á Ögra vildi hins vegar ekki ræða þessi mál frekar í samtali við Þjóðviljann í gær. „Það eru hérna leifar frá stríðsárunum sem liggja í botninum og maöur veit ekki hvað er hérna meira. Við eruin búnir að missa hér mörg troll. Við slæðum þetta upp, stundum með misjöfnunt árangri. Það er hér alls kyns dót, það má segja að þetta sé varasamur staður", sagði Brynjólfur. -lg. Tilraun í fjármálaráðuneyti Býður út ríkisvíxla að upphæð 30 miljónlr Ríkissjóður hefur ákveðið að bjóða út sk. ríkisvíxla og er ætl- unin með því að afla 30 miljóna króna til að koma til móts við greiðsluhallann sem hcfur farið vaxandi að Undanförnu. Víxlar þessir verða með sér- stöku sniði. Nafnverð þeirra verður samtals 30 miljónir króna með útgáfudegi 21. mars nk. og gjalddaga 21. júní í sumar. Hver víxill verður 50.000 kr. en þeir sem hafa áhuga á kaupum verða- að kaupa 10 víxla í knippi. Víxl- arnir eru ekki háðir neinum vax- taákvæðum, ekki okurlögum sem í gildi eru né falla þeir undir vax- taákvarðanir Seðlabankans. Öllum er því frjálst að bjóða hvaða verð sem er í víxlana, hvaða vexti sem slíkt tilboð felur í sér. Eins og áður sagði verður heildarútgáfa að þessu sinni tak- mörkuð við 30 miljónir króna en í frétt fjármálaráðuneytisins segir að takist tilraunin vel megi búast við að þessi leið verði reynd áfram. Hins vegar áskilur ríkis- sjóður sér fullan rétt til að hafna tilboðum í heild eða að hluta. í frétt ráðuneytisins segir einn- ig að um mörg undanfarin ár hafi það valdið vanda á fjármagns- markaði að ríkissjóður hafi orðið fyrir verulegum greiðsluhaila sem að mestu hafi verið fjár- magnaður með lántöku úr Seðla- banka. Með þesari tilraun nú sé ríkissjóður að reyna að finna aðra fjáröflunarleið. -c. Skoðanakönnun DV 50.3% fylgjandi kjarasamningunum í niðurstöðum könnunar sem DV birti í gær segjast 50.3 af hundraði aðspurðra vera fylgjandi nýgerðunt kjarasamningum ASÍ og BSRB, 20.5% segjast vera andvígir, 24.2% eru óákveðnir í afstöðu sinni og 5% neituðu að svara spurningu DV. Úrtakið í könnuninni var 600 manns, jöfn skipting milli kvenna og karla, en helmingur á Reykjavíkur- svæðinu og helmingur utan þess. „Landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins hefur vægast sagt hagað undir- búningi landsliðsins skringilega. Þá leiki sem hann hefur séð t.d. í fyrstu- deildarkeppninni í vetur mætti telja á fingrum annarrar handar“, segir m.a. í grein sem áhugamanneskja um íslenskan kvennahandknattleik skrifar og birtist á íþróttasíðu blaðsins í dag. Þar kemur einnig fram gagnrýni á val liðsins og fjölmenna fararstjórn sem fór í keppnisferðina til Bandaríkjanna á dögunum. Þá kemur fram að sú yfirlýsing var gefin út að enginn meiddur leikmaður færi með í ferðina en samt fór ein stúlkan út með 10 spor í andliti cftir að hafa orðið fyrir meiðslum nokkrum dögum áður en farið var. -VS Sjá bls. 19 Stöðugir samninga- fundir í Eyjum Samningaviöræður stóðu yfir í allan gærdag og í fyrradag í Vestmannaeyjum á milli atvinnurekenda og verkalýðsfélaganna þar, en ASÍ samningarnir voru felldir í Vestmannaeyjum með 83 atkvæðum gegn 37. Starfsmenn frystihúsanna í Eyjum beittu hægagangi í 3 frystihúsum á þriðjudag og 2 húsum á miðvikudag til þess að knýja á um samninga. Það er sérstaklega fólk sem vinnur í fiskvinnslunni sem hefur sett sig gegn ASÍ-samkomulaginu og þá sérstaklega því ákvæði að bónusvinnan reiknist af lægri taxta en lágmarkslaunum. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans hafa samningaviðræðurnar borið lítinn árangur, en viðræður áttu að hefjast að nýju kl. 10.30 í dag að beiðni atvinnurekenda. ólg.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.