Þjóðviljinn - 09.03.1984, Síða 7

Þjóðviljinn - 09.03.1984, Síða 7
Föstudagur 9. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Deilurnar í Landeyjum: Rætt við Þóri Ólafsson og Ásdísi Kristins- Tímarit MM um Sigurð Nordal Fyrsta hefti Tímarits Máls og menningar á þessu ári er tileinkað Sigurði Nordal, ekki „til að jarða hann og kenningar hans,“ eins og segir í forspjalli, heldur til að sýna hvað hugmyndir hans eru enn frjó- ar. Fimm fræðimenn skrifa um Sig- urð sem bókmenntafræðing, sagnf- ræðing, heimspeking, skáld og Námskeið í kvikmynda- töku Samtök áhugamanna um kvikmyndagerð gangast fyrir námskeiði í kvikmyndatöku n.k. laugardag 10. mars. Nám- skeiðið hefst kl. 10 f.h. og stend- ur fram á dag og það er haldið í Álftamýrarskóla. Leiðbeinandi verður Snorri Þórisson, kvikmyndagerðar- maður. Námskeiðið er öllum opið, jafnt félagsmönnum sem öðrum og er aðgangur ókeypis. menningarfrömuð, þeir Vésteinn Ólason, Gunnar Karlsson, Páll Skúlason, Árni Sigurjónsson og Páll Valsson. Auk þess er skemmtileg frásögn Steinunnar Eyjólfsdóttur af því þegar hún var í vist hjá Sigurði og Ölöfu Nordal í Kaupmannahöfn.. Af öðru efni í heftinu má nefna Tvær dæmisögur eftir Guðberg Bergsson og ljóð eftir Þuríði Guð- mundsdóttur, Magnús Jóhannsson og Kristján Kristjánsson. Þorgeir Þorgeirsson skrifar grein sem hann nefnir Um þýðingarleysi og fjallar um styrjöld þá upp á líf og dauða milli tveggja tungumála sem við köllum í daglegu tali „að þýða bók“. Önnur grein er eftir tékkneska andófshöfundinn Milan Kundera og heitir í þýðingu Péturs Gunnars- sonar Ef skáldsagan leggur upp laupana. Þar rekur höfunur í stuttu máli sögu evrópsku skáldsögunnar og veltir fyrir sér möguleikum hennar á framhaldslífi. Ritdómar eru Á heftinu um bækur Ingibjargar Haraldsdóttur, Guðbergs Bergssonar og Péturs Gunnarssonar. dóttur, konuna sem séra Páll Pálsson kærði Vegna framkomu prests er fjöldi fólks í Landeyjum, sem ekki leitar til hans með prestsþjónustustörf, svo sem jarðarfarir. Hafa utanað- komandi prestar verið fengnir til að jarða fólk. Hefur séra Páll klagað þessa presta fyrir að taka þessi störf af sér. Svona væri hægt að tína og telj a upp fj ölmörg dæmi. Aðspurð um hvort fólk teldi fullreynt að ná sáttum milli stríð- andi hópa, töldu þau að svo væri. „Ég tel enga möguleika á að ná sáttum í sveitinni meðan prestur situr“, sagði Þórir. Þau voru sam- mála um að ná mætti sáttum ef séra Páll léti af prestsskap, en því færi fjarri að hann hygði á slíkt. Aftur á móti væri andrúmsloftið í sveitun- um orðið illbærilegt. Æskufélagar og vinir töluðust ekki við og á milli bæja, þar sem alltaf hefur verið vinátta væri nú rígur. Þetta ástand væri óþolandi, en svo mikið hefði prestur gert á hluta margra í sveitinni að sættir tækjust ekki meðan hann sæti í embætti. Varðandi sáttafund biskups á dögunum, sögðu þau að ekkert hefði komið útúr honum. Biskup tæki ekki á málinu, virtist veigra sér við að taka á því, og enda þótt hann hafi vísiterað í nágranna- sveitunum, hefur hann ekki vísiter- að í Landeyjum, síðan deilan kom upp. Við teljum að yfirvald kirkju- mála verði að taka á þessu máli. Aðspurð hvort þau héldu að fólk myndi flytjast á brott úr sveitunum vegna þessa máls, sögðust þau vona að svo yrði ekki. Það yrði með öllum ráðum að fá fólk til að leysa þetta mál og það fyrr en seinna. -S.dór Betokem SUM gólfílögn Betokem golílögnin harðnar svo fljótt að þú getur gengið eða lagt teppið á gólfið eftir 24 tíma. SUM gólfílögn hefur verið í þróun i Þýskalandi, Svíþjóð og Noregi sl. 15 ár og hefur sýnt að hún stenst fyllilega allar þær gæða-, þol- og styrkleikakröfur, sem settar voru í upphafi og síðar hafa komið fram. Það hefur enda sýnt sig á söluþróuninni sl. 7 ár að þarna er á ferðinni algjör bylting i gólfílögn, salan hefur nánast þotið upp og ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn fyrr en nú. samskeyti FILLCOAT EPOXY - GÓLF gúmmiteygjanleg samfelld húð fyrir málm- þök. Er vatnshelld. Inniheldur cinkromat og hindrar ryðmyndun. Ódýr lausn fyrir vandamálaþök. Ábyrgð - greiðslukjör. LAUSN ER ENDIST ÓTRÚLEGA VEL: Við erum með fjölmargar gerðir af gólf- ílagningarefnum sem þola ótrúlegt álag. Það er sama hvort um er að ræða gólfið í sturtuklefanum, matsalnum eða á bílaverkstæðinu. Vandamálið leysum við á fljótan og öruggan hátt. HAFNARFIRfll SÍMI 5M38 Hinar hatrömmu deilur í V- Landeyja og A- Landeyjahreppum milli þeirra sem styðja séra Pál Pálsson sóknarprest á Berg- þórshvoli og hinna sem eru andvígir honum, eru komnar á alvarlegt stig, þar sem nú er svo komið að hóparnir talast ekki við. Eins og sagt var f rá í Þjóðviljanum fyrir nokkru kærði sóknarpresturinn, séra Páll Pálsson, eitt sókn- arbarna sinna fyrir að hafa ætlað að aka á sig út á þjóð- vegi, en hætt við það, og grett sig framan í prest um leið og það ók f ramhjá. Það var húsfreyjan í Miðkoti, Sættir nást ekki meSan prestur situr Ásdís Kristinsdóttir, sem prestur kærði, og ræddi Þjóðviljinn við hana og eigin- mann hennar Þóri Óiafsson um þessi hatrömu deilumál og afleiðingar þess. Einföldun Þau sögðu að það væri mikil ein- földun á málinu að segja það til komið vegna deilna séra Páls og Eggerts Haukdal. Það væri fjarri lagi að fólk skiptist í flokka eftir því hvort þeir fylgdu presti eða Egg- erti. Vissulega hefðu þeir deilt, sem alþjóð vissi, en það væri þeirra mál en ekki annarra. Deilan um prestinn og störf hans öll hófst um leið og hann kom í sóknina. Auk preststarfa sinnti hann kennslu til að byrja með. Þá lögðu sig allir fram við að greiða götu hans, út- vega honum íbúð, með því að hreppsnefndin lét flýta byggingu kennaraíbúðar. Síðan beitti hreppsnefndin sér fyrir því, með Eggert Haukdal, sem oddvita, að hraðað yrði sem kostur væri bygg- ingu nýja prestbústaðarins að Bergþórshvoli. Fljótlega eftir að prestur hóf kennslu byrjaði óánægjan. Margir sem nú teljast til stuðningsmanna hans, pólitískir andstæðingar Egg- erts Haukdal, voru í fararbroddi í að kvarta undan presti þá. Þá var Eggert Haukdal átalinn fyrir að halda hlífðarskildi yfir presti sem kennara, alltof lengi. Loks var honum gefinn kostur á að segja upp kennarastöðunni. Fjölmörg dæmi sögðust þau geta nefnt frá þessum tíma, en það er liðið og því ef til vill ekki ástæða til að rifja það upp nú. Flokkapólitík Eftir að prestur lét af kennslu og stundaði einungis prestskap, hélst áfram óánægja með störf hans og samskipti hans við sóknarbörnin. Þegar svo deila hans og Eggerts Haukdal kom upp, þá breytti um. Pólitískir andstæðingar Eggerts sáu sér leik á borði og tóku til við að styðja séra Pál og hafa þeir ekki síst magnað upp þessar deilur, sem nú ná til flestra hluta í Landeyjum. í hópi stuðningsmanna Páls í dag eru fjölmargir, sem hvað harðast kvörtuðu undan honum, fyrst sem kennara og síðan áfram sem sókn- arpresti. Þau Ásdís og Þórir tóku fram að það sem að þeim snéri væri fyrst og fremst óánægja með séra Pál sem sóknarprest. Framkoma hans í garð sóknarbarna sinna væri með þeim hætti að óþolandi væri. Hann segði við messur að fólk geti leitað til hans hvenær sem eitthvað ami að. Síðan væri reyndin sú að hann svaraði ekki síma, jafnvel opnaði ekki heima hjá sér ef barið væri. Hann talar ekki við stóran hluta sóknarbarna sinna og nú væri svo komið að stór hópur fólks í báðum Landeyjahreppum sækti ekki messur til hans. Kærumálin Þau bentu á að allir þekktu kær- umál hans og Eggerts. Við það bættist svo kæra hans á Ásdísi fyrir að hafa ætlað að aka á bifreið prests út á vegi. Ásdís tók fram í því sambandi að enda þótt þessi kæra segði meira um séra Pál en mörg orð, því hverjum dettur í hug að leggja líf sitt í hættu með því að aka viljandi á aðra bifreið, þá virtust kærumál hverskonar vera hans ær og kýr. Nú hefur hann kært héraðs- lækninn fyrir hollustunefnd í Reykjavík fyrir að sjá ekki til þess að skolpfrárennsli sé í lagi í Land- eyjum. Ásdís Kristinsdóttir og Þórir Ólafsson.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.