Þjóðviljinn - 09.03.1984, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 09.03.1984, Qupperneq 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. mars 1984 Hneykslismál „alla italianau: 5 miljarða lausnargjald skiptist jafnt á milli Rauðu her- deildanna, Camorra-foringjans Cutolo og kosningasjóðs kristilegs borgarstjóra á S-Ítalíu Rauðu herdeildunum, nærri þrír miljarðar fóru til Cutolo- fjölskyldunnar og 800 milj- ónir Ifra höfnuðu í höndum borgarstjóra kristilega flokksins í bæ einum á S- Ítafíu, sem notaði féð meðal annars í kosningasjóð til þess að kaupa sér endurkjör. Hin hliðin á þessu hneykslismáli er svo hvaðan þessir miklu fjár- munir voru fengir: byggingarverk- takar á S-Ítalíu sem jafnframt eru hluti af einum armi mafíunnar sem mjólkað hefur þá opinbera sjóði sem safnað var til endurupp- ■ byggingar jarðskjálftasvæðanna á Ítalíu lögðu til einn og hálfan milj- arð, þar sem þeir töldu sig eiga fanganum skuld að gjalda. Milj- arðarnir þrír sem lentu í höndum Cutolo-fjölskyldunnar komu hins vegar frá Ambrosiano-bankanum, en banki sá komst í heimsfréttirnar er hann varð gjaldþrota ári síðar og bankastjórinn, Roberto Calvi, hafði fundist hengdur undir brú yfir ána Thames í London . Þessir þrír miljarðar, sem Roberto Calvi Ciro Cirillo fyrrverandi héraðsstjóri í Campania-héraði sést hér (lengst tii hægri) iféiagsskap með lífgjöfum sínum, Arnaldo Forlani ráðherra og (í miðju) Flaminio Piccoli, fyrrverandi formanni Kristilega lýðræðisflokksins. A svipnum má sjá að hér eru máttarstólpar þjóðfélagsins saman komnir. gaf úr banka sínum, voru hins veg- ar illa fengið fé, og til þess að hylma yfir þær ólögmætu fjármagnstilf- ærslur sem þar lágu að baki var annar banki í Napol fenginn til að hafa milligöngu gegn 200 miljón líra þóknun. Helstu milligöngumenn um greiðslu þessa hluta lausnargjalds- ins voru Flaminio Piccoli, þá- verandi formaður Kristilega lýð- ræðisflokksins, og Francesco nokkur Pazienza, fjárglæframaður sem síðar var ákærður fyrir aðild að mafíunni. Og maðurinn sem allar þessar peningagreiðslur snerust um var Ciro Cirillo, valdamesti maður Kristilega lýðræðisflokksins í Capania-héraði, sem er eitt fátæk- asta héraðið á S-Ítalíu. Orðrómur um þessi leynilegu tengsl Kristilega lýðræðisflokksins við hinn valda- mikla arm mafíunnar í Napoli sem kallaður hefur verið Camorra og við Rauðu herdeildirnar komst þegar á kreik fyrir kosningarnar í juní síðastliðnum, þegar Enrico Berlinguer formaður ítalska kommúnistaflokksins gaf þetta í skyn í kosningaræðu og krafðist þess aðPiccoli leiðtogi Kristilegra gerði hreint fyrir sínum dyrum. Síðan hefur málið verið í rannsókn, og ofangreindar upplýsingar hafa komið fram við vitnaleiðslur, þar sem mikilvægustu vitnin eru nokkrir félagar Rauðu her- deildanna sem hafa gert iðrun og leyst frá skjóðunn, mörgum sóma- kærum manninum til hinnar mestu hrellingar Þrjú tilboð Hinir iðrunarfullu byltingar- seggir Rauðu herdeildanna, sem á sínum tíma voru langt komnir með að gera Ítalíu að hreinu lögreglu- ríki, hafa jafnframt skýrt frá því að Camorra-foringinn Cutolo og glæpahirð hans, sem hafði milli- göngu um greiðslu lausnarfjárins, hafi gert Rauðu herdeildunum þrjú tilboð. í fyrsta lagi var það fimm miljarða staðgreiðsla. í öðru lagi var þeim boðið mikið magn vopna og í þriðja lagi bauðst Cutolo þessi til þess að koma þeim dómurum fyrir kattarnef sem Rauðu her- Jackson og McGovern á leið í Hvíta húsið? Hneykslismálin á Ítalíu eiga sér fá takmörk og erfitt mun nú orðið að koma mönnum á óvart í þeim efn- um. Nýjasta hneykslismálið kann þó að vekja nokkra furðu þeirra sem ekki þekkja til hinnar ítölsku hefðar í þessum efnum: eftir þriggja ára rannsóknir ítalska sak- sóknaraembættisins hefur komið í ijós að háttsettur embættismaður úr flokki Kristilega lýðræðisflokks- ins, sem Rauðu her- deildirnar höfðu í haldi í nokkra mánuðu sumarið 1981, var leystur úr haldi með greiðslu 5 miljarða líra (90 miljóna króna) lausnar- gjalds.sem stuðningsmenn hans úr kristilega flokknum lögðu fram. Samningar við Rauðu herdeildirnar um iausnargjaldið fór fram fyrir milligöngu Camorraforingj- ans Raffaeie Cutulo og fjöl- skyldu hans og var lausnar- fénu skipt í þrjá staðireinn og hálfur miljarður lenti hjá McGovern: - Lítil sigurvon, en þátt- taka þeirra skiptir samt máli. Frá Tryggva Felixsyni Það hefur verið sagt að ef Bandaríkin hósti þá fái allur heimurinn kvef. Víst er víða fylgst vel með því sem gerist í Bandaríkjunum. Allra þjóða fjölmiðlar birta fréttir um snjókomu og frost, bílafram- leiðslu og verðbréfaviðskipti og það helsta sem stjórnmálamenn láta frá sér fara þann daginn. Og ekki draga bandarísk stjórnvöld mátt sinn og meginn í efa. Daglegar fréttir frá Líbanon og Mið-Ameríku eru til vitnis um að heimsvaldastefnan lifir góðu lífi í Washington. Reikningskunnátta Við höfum lært að búa í nálægð þessa risa sem af minnsta tilefni tel- ur hagsmunum sínum ógnað. Við sættum okkur ekki fyllilega við það, en hversdagslega er þetta eðli- legur hlutur sem erfitt er að breyta. Það lyftist því á okkur brúnin þegar séra Jesse Jackson, einn átta demó- krata sem taka þátt í forkosningum til forsetaframboðs, heimsækir bæ- inn og boðar nýja mynd af Banda- ríkjunum í samfélagi þjóðanna. Með tilheyrandi handaslætti og ljóðrænum tilburðum sem blökku- mannaleiðtoganum einum er lagið segir Jesse: „Þegar forsetaframbjóðendur tala um utanríkismál virðist einföld reikniskunnátta gleymast. Helm- ingur jarðarbúa er í Asíu, áttundi partur í Afríku á meðan aðeins 6 prósent jarðarbúa á heima í Bandaríkjunum. Látum því ekki fjölmiðla blekkja okkur, fá okkur til að halda að við séum miðpunkt- ur jarðarinnar. Meiri hluti jarðár- búa eru svartir, gulir og brúnir, ekki kristnir, en fátækir og tala ekki ensku.“ Flokkarnir f samanburðarfræðum stjórn- málanna er ekki gott að henda reiður á bandarískum stjórnmála- flokkum. Kosningafyrirkomu- lagið, meirihlutakosningar í ein- menningskjördæmum, hefur skapað flokkum Republikana og Demókrata algjöra sérstöðu. Ótaldir smáflokkar hafa engin áhrif á stjórnmálalífið í Washing- ton. Flokkarnir tveir verða tæplega sundurgreindir á grundvelli hug- myndafræði. Báðir aðhyllast frjálst markaðskerfi og óskert athafnafr- elsi einstaklingsins. í flokkunum báðum eru þeir sem kallaðir eru íhaldsamir og frjálslyndir. í röðum Demókrata eru frjálslyndir og ríkisafskiptamenn fjölmennari en gengur meðal Republikana. Af þessu má helst aðgreina flokkana tvo. McGovern Þeir átta demókratar sem nú sækjast eftir útnefningu flokks síns til forsetaframboðs hafa óiíkar hugmyndir um mörg mál þó enginn boði til atlögu gegn frjálsu mark- aðskerfi. Einn af öðrum koma þeir í bæinn og bjóða uppá skemmtilega kosningafundi. Gamla kempan George McGovern, sá sem tapaði illilega fyrir Nixon hér um árið, lét sjá sig hér um daginn. Hann er 12 árunum eldri nú en er hann keppti við Nixon um forsetaembættið. McGovern segir það sem honum býr í brjósti og virðist ætla að sýna meiri tilþrif í þessari kosningabar- áttu en búist var við. Á meðan aðr- ir frambjóðendur deila um hvort útgjöld til hernaðar eigi að aukast árlega um 5 eða 7 prósent segir McGovern gott og vel ætla að draga hernaðarútgjöld saman um 25%. Á sínum tíma byggði McGovern kosningabaráttu sína gegn Nixon á algjörri andstöðu gegn hernaðar- þátttöku Bandaríkjanna í Viet- nam. í dag vill hann stoppa hernað- aríhlutunarstefnu Bandaríkjanna í Líbanon og Mið-Ameríku, kalla heim mestan hluta herliðs í Evrópu og Suður-Kóreu fyrir næstu alda- mót og „frysta" núverandi kjarn- orkuvopnaforða. Um Reagan for- seta segir McGovern: „Hann (Reagan) er þeirra skoðunar að hinir ríku séu guðs útvalda fólk og því eigi ríkisstjórnin framar öðru að vernda hagsmuni þeirra. Ég er hinsvegar þeirrar skoðunar að ríkisstjórnin eigi sérstökum skildum að gegna við þjáða og fá- tæka, atvinnulausa, börn og gamal- menni“. Peningar og sigurvonir McGovern og Jesse hafa ekki sambærilegt fjármagn til áróðurss- tarfsemi á við aðra frambjóðendur. En þeir taka upp hanska lítilmagn- ans og boða endalok heimsvalda- stefnu Bandaríkjanna. Málstaður þeirra er höggþéttur, en varla hag- stæður þeim sem hafa peningavald- ið. Og hér í höfuðvígi kapital- ismans skipta peningar miklu máli þegar kosningar eru annars vegar. Mondale, fyrrverandi varaforseta, hefur tekist að afla sér meiri pen- inga en öðum frambjóðendum og virðist að sama skapi vera nokkuð deildirnar tilnefndu. Byltingar- mennirnir tóku sér nokkurra vikna umhugsunarfrest að eigin sögn, en komust fljótlega að þeirri niður- stöðu að þeim væri lítill akkur í vopnunum, og að þá skipti litlu hvorum meginn grafar nokkrir dómarar lægju. Hins vegar töldu þeir peningana sætfengna að því tilskyldu að öruggt væri að þeir kæmu beint úr sjóðum Kristilega flokksins. Var þetta að lokum skil- yrði þeirra fyrir frekari samningum um frelsi Cirillo. Og samningarnir tókust, þar sem þessu skilyrði var fullnægt að þeirra mati. Það var á þessu stigi málsins sem Piccoli, for- maður Kristilega flokksins, fól fjárglæframanninum Pazienza að gera allt sem hægt væri til þess að fá Cirillo lausan. Og Pazienza notaði tengsl sín við hirðmenn Camorra- foringjans Cutolo til þess að ganga endanlega frá samningum um mál- ið ítalskt umburðarlyndi Þessar upplýsingar koma fram í nýlegri grein í ítalska vikublaðinu Espresso. Þær eru byggðar á niður- stöðum þeirra vitnaleiðslna sem átt hafa sér stað yfir fangelsuðum fé- lögum Rauðu herdeildanna, Camorra-glæpamönnum sem nú sitja inni og yfir háttsettum mönnum úr röðum Kristilega flokksins. Flaminio Piccoli, sem enn gegnir ábyrgðarstöðum fyrir flokk sinn á ítalska þinginu, þótt hann sé ekki flokksformaður lengur, hefur gefið út þá yfirlýsingu að hann „útiloki ekki“ að hafa gef- ið út fyrirmæli til fjárglæframanns- ins Pazienza í þá veru sem að ofan er getið. Ekki er enn séð fyrir endann á þessu máli, þar sem ákærur hafa ekki enn verið gefnar út, en ekk kæmi á óvart þó pólitísk- ur frami Piccoli sé senn á enda. Þó skyldi engu spáð í þeim efnum því langt er enn íland með að myrkvið- ir ítalskra fjárglæfra og undirheima hafi verið upplýstir og þaðan má jafnan vænta hinna ólíklegustu mótleikja. En umburðarlyndi ítölsku þjóðarinnar gagnvart böðl- um siðgæðisins er að sönnu undra- vert. -Ólg. Séra Jesse Jackson: Látlð ekkl fjöl- miðla telja ykkur trú um að við séum nafli heimslns... sigurstranglegur í forkosningun- um. En þó sigurvon McGovern og Jesse sé ekki mikil er kosninga- þátttaka þeirra mikilvæg. Málstað- ur þeirra fær umfjöllun og athygli og virðist sífellt hljóta betri undir- tektir. Hitt er ekki síður mikilvægt að Jesse hefur með þátttöku sinni stuðlað að meiri kosningaþátttöku meðal blökkumanna og annarra minnihlutahópa. Jesse hefur iðu- lega á orði, að Reagan hafi náð kosningu 1980 vegna atkvæða auðstéttamanna og þeirra sem ekki neittu atkvæðisréttar síns. Þá á hann við að í síðustu kosningum hlaut Reagan aðeins 25% atkvæða- bærra manna, Carter eitthvað minna, en rúmlega 50% létu kosn- ingarnar sig engu skipta. Aukin kosningaþátttaka blökkumanna og minnihlutahópa er helsta vopnið gegn Reagan í forsetakosningun- um í nóvember n.k.! Jesse og McGovern, þið eruð okkar menn. Mikið væri gaman að sjá ykkur í Hvíta húsinu í svo sem átta ár.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.