Þjóðviljinn - 09.03.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 09.03.1984, Blaðsíða 15
Föstudagur 9. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA23 RUV 1 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar Jónssonar frá kvöld- inu áöur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Snorri Jónsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Leikur i laufi“ eftir Kenneth Grahame. Björg Árna- dóttir les þýöingu sína (28). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.) 10.45 „Mér eru fornu minnin kær" Einar Krist- jánsson frá Hermundarfelli sér um þáttinn (RÚVAK). 11.15 Visindamaöur af Jökuldal. Vilhjálmur Einarsson ræðir við Stefán Aðalsteinsson; seinni hluti. 11.45 Tónleikar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 „Klettarnir hjá Brighton" eftir Graham Greene. Haukur Sigurðsson les þýðingu sína (18). 14.30 Miðdegistónleikar. Fílharmóniusveitin í Vín leikur „Prinz Methusalem", forleik eftir Johann Strauss og „Der OpernbaH'1, forleik eftir Richard Heuberger; Willi Boskovsky stj. 14.45 Nýtt undir nálinni. Hildur Eiríksdóttir kynnir nýútkomnar hljómplötur. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar. Alfred Brendel leikur á píanó með Fílharmóníusveitinni í Vin „Mal- édiction" ettir Franz Liszt; Michael Gielen stj. / Henryk Szeryng og Sinfóniuhljómsveit Lundúna leika Fiðlukonsert í d-moll op. 47 eftir Jean Sibelius; Gennady Rozhdestven- sky stj. 17.10 S/ðdegisvakan 18100 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvðldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn. Stjórnandi: Heiðdís Norð- fjörð (RÚVAK). 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thorodd- sen kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a) Kaupmannahafnar- þankar Sigurður Örn Sigurðsson tekur saman og flytur b) Sótt á brattann. Por- steinn Matthíasson segir frá eriiðri för Sal- bjargar Jónsdóttur Ijósmóður við Isafjarðar- djúp til konu í barnsnauð. Umsjón: Helga Ágústssdóttir. 21.10 Hljómskálamúsik. Guðmundur Gilsson kynnir. 21.40 Fósturlandsins Freyja. Umsjón: Hösk- uldur Skagfjörð. Lesari með honum: Lóa Guðjónsdóttir. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Lestur Passiusálma (17). 22.40 Traðir. Umsjón: Gunnlaugur Vngvi Sig- fússon. 23.20 Kvöldgestir - þáttur Jónasar Jónas- sonar. 00.55 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá Rás 2 hefst með veðurfregnum kl. 01.00 og lýkur kl. 03.00. RUV 2 ... ■ t tí 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ól- afsson. 14.00-16.00 Pósthólfið Stjórnendur: Valdís Gunnarsdóttir og Hróbjartur Jónatansson. 16.00-18.00 Helgin framundan Stjómandi: Jó- hanna Harðardóttir. 23.15-03.00 Næturvakt á RÁS 2 Stjórnandi: Ólafur Þórðarson. Rásir 1 og 2 samtengdar með veðurfréttum kl. 01.00 og heyrist þá í Rás 2 um allt land. RUVÓ 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.55 Skonrokk Umsjónarmaður Edda And- résdóttir. 21.25 Kastljós Þáttur um innlend og erlend málefni. Umsjónarmenn: Ingvi Hrafn Jóns- son og Ögmundur Jónasson. 22.25 26 dagar i lifi Dostojevskis Sovésk bíómynd frá 1981. Leikstjóri Alexander Zarkhy. Aðalhlutverk: Anatoly Solonitsyn og EvgeniaS. Simonova. Rússneski rithölund- urinn Fjodor Dostojevski (1821-1881) ræður til sín unga stúlku sem ritara. Skammvinn samskipti þeirra veita nokkra innsýn í hugarheim skáldsins og líf. 23.45 Fréttir í dagskrárlok. Það fór sem vænta mátti þegar farið var að nagga um verka- mannakaup hér að flest yrði í skötulíki. Það voru hástemmdar umræður um ranglætið sem er í launamuni. Nú yrði að rétta hlut láglaunafólksins. Það hefur heyrst áður. Og svo var staðið upp og allir sjáanlega hjartanlega sammála, þeim hafði heppnast eins og alltaf áður að færa þeim sem hæsta hafa kaupið líka hæsta viðbót. Láglaunafólkið sat að mestu leyti kyrrt niðri. Ekki er gott að sjá hvort þetta er gert af vanþekkingu eða van- hugsun. Þeir sem hér ráða og aðr- ir er um fjalla finnst að hér sé farið að strangasta réttlæti. En sé jetta skoðað opnum augum reynist þetta argasta ranglæti og mikill dýrtíðarvaldur. Þessi skað- frá lesendum Prósentureikningur á dýrtíSaruppbót er della valdur er prósentureikningur á dýrtíðaruppbót á laun. Krónutala í upphafi hefur þessi prósentu- reikningur verið tekinn upp án þess að leiða að því hugann hvert sú aðferð stefndi, eða þá þeirri ætlun sem lá að baki launabót- anna. Grundvöllur vísitölubótanna var einfaldur og augljós, aðeins að finna út hvað nauðþurftir hefðu hækkað frá síðustu ákvörð- un launa. Þegar sú tala var fundin sem kaup þyrfti að hækka til að kaupa sama magn af nauðsynjum og áður. Hér lá því hinn sanni og augljósi jöfnuður fyrir. Sú krónu- tala er þurfti til að halda kaup- mætti launa átti að koma jafnt á öll laun hvort sem þau voru há eða lág. Og engin sjáanleg ástæða Sjónvarp klukkan 22.25 26 dagar í lífí Dostojevskis Rithöfundurinn Fjodor Dostojevski. Rússneski rithöfundurinn Fjodor Dostojevski (1821-1881) gerir mjög óhagstæðan samning við útgáfufyrirtæki sem gerir það að verkum að hann verður að skila handritum fyrir ákveð- inn tíma. Hann ræður til sín unga stúlku sem ritara í tuttugu og sex daga. Myndin gefur áhorfendum nokkra innsýn inní hugar- heim skáldsins, líf hans og samskiptin við ritarann. til þess að hátekjumaðurinn þyrfti að éta margfalt meira en lágtekjumaðurinn, og þyrfti því að fá hærri vísitöluupphæð. Prósentureikningur En prósentureikningurinn bjargaði þessu við. Hátekjumað-' urinn fékk mörg þúsund krónur í dýrtíðaruppbót, þegar láglauna- maðurinn fékk nokkra tugi eða hundruð. Þetta er nú réttlætið og jöfnuðurinn í úthlutun kaupbóta. Og svo er hrópað um ójöfnuð í kaupi, og menn sjá ekki eða vilja ekki sjá þennan orsakavald. Tvöfaldur ójöfnuður Svo er margt fleira athugavert við prósentureikninginn á vísi- töluuppbótunum. Fær lægri launaflokkur fulla skerðingar- uppbót á laun? Ef ekki, þá er stolið af honum og ölium flokk- um þar til komið er að þeirri upp- hæð í launastiganum sem svarar til aukningar á verði nauðsynja. Ef þetta hefur verið þannig út- fært, þá er ójöfnuðurinn tvöfald- ur. Tekið er af þeim sem höfðu minna og fært til þeirra sem höfðu mest. Ef við gerum ráð fyrir að reiknuð prósentutala á lægsta launaflokk sé sú rétta hækkunartala sem á að koma á kaup, þá liggur í augum uppi að allar þær upphæðir sem koma fram yfir þá tölu á efri launa- flokka eru teknar ófrjálsri hendi í hærri launagreiðslur og beina dýrtíðaraukningu sem sífellt hleður utan á sig. Það má heita undarlegur sljó- leiki í þessum prósentuspeking- um að sjá ekki að þarna er sífellt verið að búa til verðbætur sem hafa engan grunn að hvíla á en kalla á hærri tölur næst. Pró- sentureikningur er góður á sínum stað, en við reikning á verðbótum á laun er hann miður góður. Dœminu snúið við Þá er best að snúa dæminu við og gera því skóna að verðlag hafi lækkað og nú þurfi færri krónur til að kaupa þennan ákveðna skammt nauðsynja en áður. Og nú sest kjaranefnd á rökstóla, en nú til að lækka kaup, allt réttlæti mælir með því að kaup fylgi verð- lagi. En hvað gera reiknings- meistararnir þá? Verða þeir jafnfúsir að nota prósentukvarð- ann í þessu viðviki? Skella þeir 4-5 falt meiri lækkun á kaup há- tekjumanna heldur en láglauna- fólks? Skyldu þeir ekki hika? Og þá með hvaða rökum? Lækkun á prósentunni er hér nákvæmlega jafnmikið réttlæti eða óréttlæti hér eins og við kauphækkun. Prósentureikningur á kaupupp- bót á laun er og verður alltaf stórt núll hjá þeim sem nota hann við að reikna út dýrtíðarbætur. 4.3. 1984 Glúmur Hólmgeirsson. Útvarp kl. 23.30 Kvöldgestir Jónasar Það verður um margt spjall- að í þætti Jónasar Jónassonar, Kvöldgestir, en hann er á dag- skrá kl. 23.20 í kvöld. Gestir hans að þessu sinni eru þau Hannes Hafstein fyrr- verandi stýrimaður m.m. en núverandi framkvæmdastjóri Slysavarnafélags íslands, og Sigrún Svavarsdóttir sem mun vera fyrsti kvenstýrimaður hérlendis. Hannes Hafstein og Sigrún E. Svavarsdóttir. spaugið Maður nokkur hér í borginni hringdi í lækni á Landspítalan- um til að fá fregnir af tengda- móður sinni, sem lá þar hættu- lega veik. Læknirinn var eitthvað ann- ars hugar þegar hann tók upp símtólið, þannig að maðurinn varð að bera spurninguna upp tvisvar sinnum, án þess að fá svar. Maðurinn, sem er bráð- lyndur, hreytti út úr sér í þriðja sinn, svo hvein í símanum: „Hvernig er þetta eiginlega! Ég var að spyrja hvort það væri nokkur von með hana tengda- móður mína!“ „Það fer nú eftir því,“ ansaði læknirinn loks, „á hvorn veginn þér vonið.“ bridge Nokkuð var um það á Bridgehá- tíð, að „venjuleg" spil gáfu mjög góða skor. Að „taka“ gameið sitt gaf vel yfir meðalskori, að talað sé nú ekki um slemmur, þær gáfu yfir- leitt rosaskor. Hér er dæmi: Spil úr 24. umferð: ÁDGx xx Áxxx KG10 x ÁKGxx K109x ÁGx Félagi í Austur vakti á 1 laufi (sterkt) og þú hættir ekki fyrr en i 6 gröndum, spiluð I Austur. Útspil Suðurs var smátt hjarta og þarmeð var sá vandi leystur. Makker hitti síðan ekki í laufið, spaðakóngur var „réttur", þannig að 12 slagir fengust nokkuð auðveldlega. Það gaf góða skor til A/V. Gestur Jónsson var einnig sagn- hafi í 6 gröndum, en Gestur virðist ekki kvenhollur, því hann fann hvor- uga dömuna (eða enga dömu, þvi tígulfraukan er rétt einnig) og fór því einn niður. Ekki stuðið með mínum manni í þessu spili. Tikkanen Dömur eru víst heimskari en konur. Gœtum tungunnar Sagt var: Hann réði fólk til starfa. Rétt væri: Hann réð fólk til starfa. FÓLKÁFERÐ! Þegar fjölskyldan ferðast er mikilvægt að hver sé á sínum stað — með beltið spennt. ufeUMFERÐAR Uf Práð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.