Þjóðviljinn - 09.03.1984, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 09.03.1984, Qupperneq 10
18 SÍÐÁ — ÞJÓÖVILJINN Föstudagur 9. mars 1984 Mér hefir lengi virst sérstakan hæfileika þurfa til aö geta skrifað afmælisgreinar og eftirmæli. Þeim hæfileika er ég gjörsneydd - ég finn aldrei rétta tóninn. Eftir að ég skrifaði afmælisgrein um sextuga kunningjakonu mína fyrir rúmum 40 árum varð mér þetta ljóst. Ég fékk svo miklar skammir fyrir til- tæki mitt að ég hét því að gera slíkt og þvflíkt aldrei aftur. Meðal ann- ars var sagt við mig í ásökunartón að alveg eins hefði átt að skrifa um hana NN sem átti sextugsafmæli nokkru áður. Ég viðurkenndi fús- lega að sú kona hefði fyllilega átt skilið að einhver skrifaði afmælis- grein um hana, en mér hefði aldrei komið til hugar að gera það því ég væri henni ekki nægilega kunnug. Þetta 40 ára heit mitt braut ég reyndar í hittiðfyrra er ég setti sam- an afmælisgrein um eina samstarfs- konu mína í Kvenréttindafélagi ís- lands. Ég hætti á að verða minnt á aðrar félagskonur sem alveg eins hefðu átt það skilið að ég skrifaði um þær á sextugs-, sjötugs-, áttræðis- eða jafnvel níræðisaf- mæli. Að loknum þessum afsökun- arformála ætla ég að reyna í þriðja sinn að skrifa afmælisgrein, og nú er það aftur um sextuga konu eins og fyrir fjórum áratugum. Þá taldi ég mig vera að skrifa um gamla konu, enda var hún miklu eldri en ég. Nú finnst mér aftur á móti ég vera að skrifa um konu á besta aldri, því hún er svo miklu yngri en ég- Steinunn Finnbogadóttir á af- mæli í dag, 9. mars 1984. Hún veitir forstöðu dagvist fatlaðara í Hátúni 12 í Reykjavík. Fyrstu kynni mín af Steinunni Finnbogadóttur voru í orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík. Á fundi eftir að ég var kosin varamaður í nefndina sá ég Steinunni fyrst. Þar talaði hún svo skipulega, rólega og ræðumannslega að ég furðaði mig á því að ég skyldi aldrei hafa séð hana eða heyrt á kvennafundum í Reykjavík. Þetta var árið 1966, en nokkrum árum síðar var Steinunn komin út í pólitíkina og við borgarstjórnar- kosningarnar í Reykjavík 1970 var hún kosin borgarfulltrúi, efsti mað- ur á lista Samtaka frjálslyndra. f borgarstjórn Reykjavíkur á kjör- tímabilinu 1970-1974 lá Steinunn Finnbogadóttir sannarlega ekki á liði sínu. Hún bar fram tillögur um ýmis konar brejytingar til batnaðar í félagsmálum. Iársbyrjun 1971 bar hún t.d. fram tillögu um að félags- málaráð borgarinnar kannaði möguleika á að setja á stofn heimili þar sem einmana gamalt fólk gæti dvaiið hluta úr degi eða daglangt. Þrem árum síðar þegar borgar- stjórn hafði ekki borist svar frá fé- lagsmálaráði út af tillögunni, hóf Steinunn á ný að ræða um brýna nauðsyn þess að koma á fót dagvist fyrir aldrað fólk sem býr við ein- veru og öryggisleysi. Ekkert varð úr framkvæmdum. Tólf ár liðu þar til dagvist fyrir gamalt fólk komst á í Reykjavík frá því Steinunn hóf máls á því í borgarstjórn árið 1971. Fyrir fimm árum eða snemma árs 1979 setti Sjálfsbjörg landssam- band fatlaðra á stofn í húsi sínu Hátúni 12 dagvist fyrir mikið fatlað fólk sem býr eitt eða þarf að vera eitt mestan hluta dagsins á heimili fjölskyldu sinnar. Steinunni Finn- bogadóttur var falið að veita þessu dagvistarheimili forstöðu. Ef ég kynni að skrifa afmælis- grein í hefðbundnum stíl myndi ég fella saman í setningar mörg há- stemmd fögur lýsingarorð um hæfi- leika Steinunnar til að gegna þessu starfi, ekki með eigin orðum held- ur með þeim viðurkénningar- og þakklætisorðum sem ég hefi heyrt af vörum fólks sem dvelur í dagvist- inni. Ég býst við að ókunnugir geri sér litla grein fyrir því hvað þarna fer fram. Að þar sé glatt á hjalla dettur fólki varla í hug, hvað þá að þar sé sungið og dansað. Það á sér a.m.k. stað á föstudögum þegar kona kemur sem leikur fjörug söng- og danslög á píanóið sem Mæðrafélagið í Reykjavík gaf dag- vistinni. Steinunn Finnbogadóttir hefir þann hæfileika, sem oft er getið um karla, að vera þegar það á við hrókur alls fagnaðar. Það er engin uppgerð, hún syngur og dansar með fólkinu,eins gera kon- Afmæliskveðja Steinunn Finnbogadóttir Sextug 9. mars 1984 urnar sem Steinunn hefir valið með sér til starfa. Ég hefi séð þetta með mínum eigin augum þegar ég hefi verið gestur þarna. Eitt er mér sérstaklega minnis- stætt af þeim málum sem Steinunn Finnbogadóttir vann að í borgar- stjórn. Það var um Arnarholt á Kjalarnesi. Steinunn barðist fyrir því að þeirri stofnun yrði komið í betra horf, svo ekki sé fastara að orði kveðið. í því máli kom fram sá hæfileiki Steinunnar að vinna með þrautseigju og lagni að takmarki sínu, enda hikaði hún ekki við að biðja um lokaðan fund í borgar- stjórn þegar þetta mál var að kom- ast á lokastig. Henni þótt það affara- sælast, þar sem málið var mjög við- kvæmt. Því miður gafst Steinunni ekki tækifæri til að vinna áfram um umbótamálum í borgarstjórn á næsta kjörtímabili 1974-1978, enda þótt hún væri löglega kjörin 1. varamaður á lista sem borinn var fram í samvinnu milli Alþýðuflok- ksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Það gerist margt furðulegt í pólitíkinni. Rúmu ári áður en Steinunn Finnbogadóttir lagði út á stjórnmálabrautina átti hún upp- tökin að þeirri baráttu sem konur um allt land háðu út af því hörm- ungarástandi sem ríkd á fæðingar- deild Landspítalans. En sú deild var jafnframtkvensjúkdómadeild og voru þrengslin þar slík að kon- ur, sem voru með krabbamein í þeim líkamshlutum sem karlmenn hafa ekki, urðu að bíða von úr viti eftir að komast þangað til upp- skurða eða annarra aðgerða. Nokkur hluti af þeirri baráttusögu íslenskra kvenna og „Landspítala- söfnun kvenna 1969“ kemur á prent í bókinni Ljósmæður á ís- landi. Steinunn Finnbogadóttir er fædd og uppalin í Bolungarvík. Hún fór ung til ljósmæðranáms og um tíma vann hún á Fæðingarheimili Reykjavíkur. Formaður Ljós- mæðrafélags íslands var Steinunn í 9 ár eða þrjú kjörtímabil 1971- 1979. Steinunn hefir hrint af stað og staðið fyrir útgáfu stéttartals ljósmæðra sem væntanlegt er áður en langt um líður. Ritið ber heitið Ljósmæður á ísland. Það er bók í tveim bindum með stéttartalinu, 60 ára sögu Ljósmæðrafélags íslands Norrœna húsið: Finnsk leikhúsplaköt Sunnudaginn 4. mars var opnuð sýning á leik- húsplakötum, sem finnski listamaðurinn Máns Hed- ström hefur gert. Líklega er Máns Hedström þekktastur fyrir leikhús- plaköt þau, sem hann hefur gert fyrir KOM-leikhúsið í Helsinki. Þessi plaköt mynda í raun einstæða heild í menningarlífi Finnlands á sl. áratug, því að þau má næstum kalla skjalfesta heimild eða sögu eins leikhúss, KOM-leikhússins. Plaköt Máns Hedströms hafa víðar vakið athygli en í heimalandi hans, því að hvarvetna þa sem KOM- leikhúsið hefur verið með sýningar á erlendri grund, á Norðurlöndum, í Þýskalandi, í Sovétríkjunum, hafa þau vakið umtal. Ilja Glazunov hafði þau orð um plakötin, að þau væru gagnorð. í ljóðrænu myndmáli sínu og einfaldleik hitta þau beint í mark. A sýningunni í Norræna húsinu má auk plakatanna sjá hluta af leikmynd þeirri, sem Máns Hedström gerði fyrir ballettgerð Sölku Völku, sem Raatikko- dansleikhúsið sýndi. Sýningin stendur til 25. mars og er opin daglega frá kl. 14-19. Þrjár systur eftir Máns Hedström. Bandalag Jafnaðarmanna með þingsályktunartillögu Þróunarstofiir landshluta Almenn markmið tiilagnanna eru þau að staðfesta frumkvæði heimamanna við gerð byggðaáætl- ana, umsjá þeirra með framkvæmd áætlana og ábyrgð þeirra á vörslu og veitingu fjármuna sem varið er til byggðastefnu úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Á þennan hátt má komast út úr þeim vítahring miðsóknar og mið- stýringar, sem einkennt hefur framkvæmd byggðastefnu og raun- ar flestöll samskipti stjórnvalda í Reykjavík og heimamanna úti um landið. Svo segir í greinargerð með til- lögu til þingsályktunar um þróun- arstofur landshlutanna, sem flutt er af þingmönnum Bandalags Jafn- aðarmanna: Guðmundi Ein- arssyni, Kristófer Má Kristinssyni, Stefáni Benediktssyni og Kolbrúnu Jónsdóttur. Tillagan hljóðar svo: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að skipa nefnd til að semja frumvarp til laga um þróun- arstofur landshlutanna. Frumvarp þetta feli m.a. í sér eftirtalin atriði: 1. Þróunarstofur hafi forgöngu um mótun byggðastefnu og veiti al- hliða ráðgjöf á öllum sviðum at- vinnulífs. 2. Stjórnir þróunarstofa séu skip- aðar fulltrúum lýðræðislega kjör- inna landshlutasamtaka. 3. Þróunarstofur hafi sjálfsforræði til áætlanagerðar, ákvarðanatöku og fjármagnsútvegunar. 4. Þróunarstofur starfi í nánum tengslum við Byggða- og áætlana- deild (núverandi Framkvæmda- stofnunar) sem verði sjálfstæð stofnun undir umsjón félagsmála- ráðuneytisins. 5. Þróunarstofur skuli m.a. a) sjá um gerð og framkvæmd byggðaáætlana; sé leitað til Al- þingis eftir fjármagni til stuðn- ings byggðaáætlunum og það fjármagn samþykkt á fjárlögum skuli þróunarstofur bera ábyrgð á veitingu fjárins í samræmi við áætlanir; b) vera sameiginlegur vettvangur þess ráðgjafarstarfs sem þegar fer fram á ýmsum sviðum; c) varðveita iðnþróunarsjóði landshlutasamtaka; d) starfa í tengslum við landshluta- stofur ríkisfyrirtækja. -mhg og fleiru, og átti hún að koma út á árinu 1979 þegar Ijósmæðrafélagið átti 60 ára afmæli. Ég vonast nú til þess að geta glaðst með Steinunni og ritnefndinni yfir útkomu þessa ritverks um sumarmálin. Á meðan Steinunn Finnboga- dóttir var aðstoðarmaður félags- málaráðherra 1971-1973 var henni ásamt fjórum öðrum konum falið að endurskoða lögin um orlöf húsmæðra. Steinunn hafði þá um nokkurra ára skeið séð um rekstur orlofsheimilis á vegum orlofs- nefndar húsmæðra í Reykjavík og í samvinnu við nágrannabyggðir. í 20 ár var hún í orlofsnefndinni í Reykjavík og lengi formaður henn- ar. Ég get ekki látið hjá líða að geta þess að orlofsnefndarkonur fá eng- in laun. Formaður Landsnefndar orlofs húsmæðra hefir Steinunn verið frá því að lögin voru endur- skoðuð. Á þeim árum sem Steinunn var aðstoðarmaður prófessors Péturs H.J. Jakobssonar við ráðleggingar- stöð um fjölskylduáætlanir flutti hún erindi um þau mál hjá ýmsum félögum, m.a. á fundi sambands norrænna kvenréttindafélaga sem haldinn var á Þingvöllum 1968. Og greinar um ýmis áhugamál hennar hafa birst í Húsfreyjunni, Ljós- mæðrablaðinu, 19. júní og blöðun í Reykjavík. Steinunn Finnbogadóttir var sæmd riddarakrossi hinnar ís- lensku Fálkaorðu 17.júni 1982. Hér skal staðar numið þótt margt fleira mætti nefna af því sem Steinunn hefir fengist við. Ég lýk máli mínu með því að óska Steinunni Finnbogadóttur allra heilla í nútíð og framtíð. Anna Sigurðardóttir E.S. Steinunn tekur á móti gestum í Fé- lagsheimili Skagfirðinga, Síðumúla 35, upp úr kl. 7 í kvöld. Ný þjónusta hjá Pósti og síma Síma- telex Frá 1. mars býður Póst- og síma- málastofnunin upp á nýja þjónustu við sendingu og móttöku telexrit- ana, svokallaða símatelexþjón- ustu. Með henni opnast öllum símnotendum auðveld og ódýr leið til að taka á móti og senda telexrit- un til sérhvers telexnotanda innan- lands og utan. Enginn telexútbúnaður er nauðsynlegur. Til að senda telex þarf aðeins að hringja í 07 en til að taka á móti símatelexi er nauðsyn- legt að vera áskrifandi að símatel- exþjónustunni. Allar nánari upp- lýsingar um þessa nýju þjónustu eru veittar í síma 91-16411. Vorljóð Huga Hraunfjörð Vorljóð heitir ný ljóðabók eftir Huga Hraunfjörð sem höfundur hefur gefur út. Hugi Hraunfjörð er fæddur á Hellissandi, pípulagningarmaður að iðn og bóndi í allmörg ár. Hann fór ungur að leggja stund á kvæða- gerð og fyrsta ljóðabók hans kom út 1948. Vorljóð er sú fimmtaí röð- inni. Bókin er fáanleg hjá nokkrum helstu bókaverslunum og hjá höf. iundi, Hamraborg í Kópavogi. Hugi Hraunfjörð yrkir mest í hefðbundnum stíl - ádrepur og ástavísur, orðsendingar til nafn- kenndra manna, hann yrkir um kreppu, þjóðrækni, verkfallsvakt, glímuna við guð og margt fleira. í kvæði sem heitir Flug kemst hann svo að orði: Sólarströnd segir fólkið og siglir Fögur lönd, segir fólkið og flýgur Klakasker segir fóikið og fer.... Bókin er 102 bls..

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.