Þjóðviljinn - 09.03.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.03.1984, Blaðsíða 3
,'^TOWÍ.V . !.>,« I -,■.%! ■ 'vm.'W.-A”, v*‘! * - ‘\ \t Föstudagur 9. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Fjárlagagöt ríkisstjórnarinnar Aukin útgjöld „Endurskoðuð áætlun um út- gjöld A-hluta ríkissjóðs á árinu 1984 sýnir að heildarútgjöld nemi 20.299 miljónum króna sem er 2 miljörðum og 15 miljónum króna hærri upphæð en fjárlög ársins 1984 áforma“, sagði Albcrt Guð- mundsson fjármálaráðherra á al- þingi í gær þar sem hann gerði = 2 miljarðar urðum geti reynst hærri en nemur fjárveitingu í fjárlögum. Albert sagði að alls gætu þetta orðið um 600 miljónir. Ríkisstjórn- in hefði ekki fallið frá markaðri stefnu í fjárlögum, en endanlegar ákvarðanir um nánari framkvæmd lægju ekki fyrir. -óg grcin fyrir stærstu götunum á fjár- lögunum sem samþykkt voru fyrir rúmum 2 mánuðum. I fyrsta lagi eru útgjöld sem ekki var að fullu gert ráð fyrir við af- greiðslu fjárlaga. Hér má nefna ál- mannatryggingar, sýslumenn og bæjarfógeta, grunnskóla o.fl. til þessa flokks má telja 500-600 m. kr. I öðru lagi eru útgjöld, sem alls ekki voru þekkt við afgreiðslu fjár- laga alls 500-600 m. kr. Hér má nefna lán vegna loðnudeildar Verðjöfnunarsjóðs frá 1981, sem fellur á Ríkisábyrgðasjóð, útgjöld vegna Straumsvíkurhafnar, o.fl. I þriðja lagi útgjöld ríkissjóðs sem áformað var við afgreiðslu fjárlaga að kæmu til lækkunar á ár- inu 1984, en óvíst er hvort næst. Hér eru m.a. útgjöld vegna al- mannatrygginga allsum300m. kr., Lánasjóður ísl. námsmanna 100 m. kr. o.fl. Þá eru horfur á að útflutn- ingsuppbætur af landbúnaðaraf- Súgfirðingar sam- þykkja ASÍ/VSÍ samkomulagið Nauð- ugur kostur segir í ályktun fundarins hjá verklýðs- og sjómannafélaginu Mjög fjölmennur fundur var haldinn í gær hjá verkalýðs- og sjó- mannafélagi Súganda- fjarðar. Miklar umræður urðu á fundinum og stóðu þær í rúma tvo klukku- tíma. í lok fundarins var samþykkt ályktun sem hér birtist orðrétt: „Þrátt fyrir verulega annmarka á nýgerðum kjarasamningum ASÍ og VSÍ telur fundur í verkalýðs- og sjómannafélaginu á Súgandafirði að honum sé nauðugur sá kostur að samþykkja þá við núverandi að- stæður. Fundurinn skorar á þá að- ila sem ábyrgð bera á samnings- gerð á Vestfjörðum að hefja nú þegar viðræður um leiðréttingu á verstu göllum þessara samninga áður en þeir valda alvarlegum byggðavandamálum sem greini- lega geta af þeim hlotist. Fundur- inn skorar á verkafólk í fiskvinnu að íhuga alvarlega hvursu mikið vit sé í að vinna sig á fleygigerð í bónus í átt til atvinnuleysis sem óhjá- kvæmilega blasir við í sjávarpláss- um vítt og breitt um landið. Fund- urinn skorar á stjórn félagsins og stjórnir annarra félaga að athuga rækilega hvort breyttar forsendur í fiskvinnu vegna aflakvóta séu ekki næg ástæða til að endurskoða rétt-. mæti bónusvinnu yfirleitt. Sam- kvæmt 14. kafla urn ákvæðis- og bónusvinnu í gildandi samningum um kaup og kjör landverkafólks á Vestfjörðum." UMFERÐARMENNING Ökum jafnan á hægri rein á akreinaskiptum vegum. UOÐVIUINN Betra blað Gelr Haarde aðstoðarráðherra Alberts og formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, var flokki sínum til halds og trausts í baksölum þingsins í gær. (Ljósm. —eik). Steingrímur Hermannsson: Gatið hans Alberts Fjármálaráðherra mun koma með tillögur til að koma á jafnvægi hjá ríkissjóði, sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í umræðunum á alþingi í gær. Albert Guðmundsson fjármálaráðherra kvað hins vegar ríkisstjórnina alla vcra að fást við vandann. -óg Atómstöðin Frumsýning á Akureyri í dag Atómstöðin, sem sýnd hefur verið við góða aðsókn í Austurbæj- arbíói frá því á laugardag, verður frumsýnd í Borgarbíói á Akureyri kl. 17 í dag. Sýningar hefjast í Vestmannaeyjum á fimmtudag í næstu viku. Kvikmyndin er byggð á samnefndri skáldsögu Halldórs Laxness og virðist eins og hún veki fólk til umhugsunar um sögu þjóð- arinnar. Benda viðtökurnar til þess að kvikmyndagestir kunni að meta listaverkin. Þeir hafa ekki bent á neina leið ennþá Fjármálaráðherra hef- ur sagt að gatið mikla á fjárlögunum, verði ríkis- stjórn, Alþingi og þjóðin öll að stoppa í, öðruvísi verði málið ekki leyst. Þjóðviljinn spurði Ragn- ar Arnalds, fyrrverandi fjármálaráðherra að því hvernig hann teldi að málið ætti að leysa. „Að sjálfsögðu verður fjármálaráðherra að gera tillögur til lausnar þessum vanda, til ríkis- stjórnarinnar, hann getur ekki velt því yfir á neina aðra. Ríkisstjórnin mun síðan að sjálfsögðu koma með þær tillögur til Alþingis". Liggur ekkert fyrir hvernig ríkisstjórnin hyggst leysa málið? „Ég hef ekki heyrt neitt um það en mér finnst að stjórnin hefði átt að gera stjórnarandstöðunni grein fyrir því þegar hún kallaði okkur til viðtals útaf málinu. Ég á von á því að það verði bið á því að lausn finnist, sem stjórnin öll get- ur sæst á, kannski þeir láti bara reka á reiðanum. Annars er vita- skuld aðeins um tvær leiðir að ræða, minnkandi útgjöld, eða auknar tekjur ríkissjóðs. Ef ég væri fjármálaráðherra, myndi verða mitt fyrsta verk að hætta við boðuð skattfríðindi til fyrir- tækja og hálaunafólks. Auk þess hafa átt sér stað allskonar skatta- lækkanir frá því þessi stjórn tók við, sem eiga lítinn rétt á sér, koma takmörkuðum hópi til góða en munar um fyrir ríkissjóð. Hér er um að ræða tekjutap fyrir ríkissjóð uppá nær 400 milj. kr. Það er eins og hver önnur della að lækka skatta hér og þar, án þess að útgjöld ríkissjóðs minnki sem því nemur. Hér hefur hreinn leikaraskapur verið í gangi á mörgum sviðum," sagði Ragnar Arnalds. -S.dór Ragnar Arnalds. Fyrsta verkið ætti að vera að hætta við boðuð skatt- fríðindi til fyrirtækja og hátekju- fólks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.