Þjóðviljinn - 13.03.1984, Side 1
ÞlOÐVIUINN
Tveir andstæð-
inga íslands í
B-keppninni
leika samtals um
80 landsieiki
næstu 12 mán-
uði.
Sjá 9
mars
þriðjudagur
13. mars
1984
Fjármögnun hús-
nœðismálalána:
Allt í
óvissu
Eftir að fjárhags- og viðskiptanefnd Neðri-
deildar Alþingis hefur afgreitt frumvarpið til
lánsfjárlaga, er alveg sama óvissan ríkjandi
og fyrr um hvernig húsnæðismálakerfið í ár
verður fjármagnað. Eins og Þjóðviljinn
skýrði frá á dögunum vantar milli 800 og 900
miljónir króna til að endar nái saman. Á
lánsfjárlögum er gert ráð fyrir 1200 miljónum
króna til húsnæðismála en 3/4 hlutar þess
fjár eru í fullkominni óvissu.
Félagsmálaráðherra Alexander Stefánsson sagði í
samtali við Þjóðviljann í gær, að á ríkisstjórnarfundi í
dag myndi hann taka þetta mál upp.
„Það er ekkert nema sýndarmennska hjá félags-
málaráðherra að vera að vísa á lánsfjárlög í þessu efni,
hann veit full vel að það ríkir alger óvissa um hvernig
fjármagna á lánakerfið í ár“, sagði Svavar Gestsson
alþingismaður í gær, en hann á sæti í fjárhags- og
viðskiptanefnd Neðri-deildar.
í þessu sambandi benti Svavar á að þær 200 miljónir
sem koma eiga af fjárlögum séu í óvissu vegna þess
stóra gats sem á þeim er. Þá er áætlað að fá 525
miljónir frá lífeyrissjóðunum og svo mikla upphæð
geta þeir aldrei innt af hendi, hvað þá Atvinnuleysis-
tryggingasjóður, sem á að láta af hendi 115 miljónir,
af þeirri upphæð kemur ekkert í ár. Þá er eftir eigið fé
sjóðsins, sem er 480 miljónir króna.
Það er hald þeirra sem gerst þekkja til þessara mála
að engir peningar verði til á síðari hluta þessa árs til
húsnæðislána nema einhverjar sérstakar ráðstafanir
verði gerðar til fjáröflunar. -b.dór.
Albert Guðmundsson um Morgunblaðsmenn
Líður illa görmunum
,Já, ég virðist vera uppáhalds-
skotspónn þeirra um þessar mundir.
Um ástæðuna er mér ekki kunnugt
en greinilegt er að þeim líður
eitthvað illa görmunum, kannski
vegna þess hve mér líður vel“, sagði
Albert Guðmundsson fjármálaráð-
herra við Þjóðviljann í gær er blaðið
leitaði álits hans á linnulausum árás-
um Morgunblaðsins á hann, síðast í
Reykjavíkurbréfi um helgina.
Albert sagði að annars snertu slík
skrif hann ekki.
í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins
sl. sunnudag var ráðist að Albert vegna
þess að ekki væri búið að selja þau ríkis-
fyrirtæki, sem Albert boðaði á sínum
tíma sölu á. Um þetta tiltekna mál sagði
Albert, að hann hefði lagt fram þessa
tillögu og viljað selja fyrirtækin. Forsæt-
isráðherra Steingrímur Hermannsson
fékk málinu aftur á móti breytt á þann
veg að hver fagráðherra færi með og réði
sölu á þeim fyrirtækjum er undir þeirra
ráðuneyti féllu. „Þar nteð var búið að
taka málið úr mínum höndum og ekki
við mig að sakast, þótt fyrirtækin séu
ekki seld“, sagði Albert Guðmundsson.
-S.dór.
Ótrúlegt þrekvirki ungs Vestmannaeyings
Synti 5 km leið í
ísköldum sj ónum
eftir að Hellisey VE-503 fórst í fyrrinótt
Fjögurra skipverja er enn saknað
Ungur piltur frá Vestmannaeyj-
um, Guðlaugur Friðþórsson stýri-
maður á Hellisey VE-503, vann
ótrúlegt þrekvirki í fyrrinótt er
hann synti rúmlega 5 kílómetra leið
í köldum sjónum eftir að skip hans
Hellisey VE-503 sökk. Slysið varð
austsuðaustur af Heimaey. Fjög-
urra skipverja er enn saknað en leit
var haldið áfram í gær.
Að sögn Sigurðar Einarssonar
hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja
er ekki vitað með vissu með hvaða
hætti báturinn fórst. Helst er hall-
ast að þeirri skýringu að troll skips-
ins hafi fest í botninum og því
hvolft í togi. Gott veður var á slys-
stað.
Eins og áður sagði tókst einum
skipverja að synda í land og er
mönnum óskiljanlegt hvernig hon-
um tókst að vinna það þrekvirki.
Ekki aðeins að honum hafi tekist
að synda um fimm kílómetra leið í
ísköldum sjónum heldur gekk
hann allnokkra kílómetra yfir
egghvasst hraunið áður en hann
náði til byggða í gærmorgun. Guð-
laugur, sem er fæddur árið 1961,
var strax fluttur á Sjúkrahúsið í
Vestmannaeyjum og leið vel eftir
atvikum er síðast fréttist.
Hellisey VE-503 var smíðuð í V-
Þýskalandi árið 1956. Hér var um
75 tonna stálskip að ræða og hét
það áður Sigurvon SH 121 gert út
frá Stykkishólmi en selt til
Vestmannaeyja í fyrra.
Skipverjarnir sem enn er saknað
heita: Hjörtur R. Jónsson, Ás-
hamri 63 Vestmannaeyjum, fædd-
ur árið 1958; Pétur Sigurðsson 1.
vélstjóri, Sæviðarsundi 9 Reykja-
vík, fæddur árið 1962; Engilbert
Eiðsson 2. vélstjóri, Faxjistíg 4
Vestmannaeyjum, fæddur árið
1964; og Valur Smári Geirsson
matsveinn, Herjólfsgötu 8
Vestmannaeyjum, fæddur árið
1957.
Sigtúnsfundur í dag
Klukkan hálf fjögur í dag,
þriðjudag, hefst fundur kennara í
Sigtúni um kjarasamninga BSRB
og ríkisvaldsins.
Kennarar á suðvesturhorni
landsins boðuðu til fundarins og
bjóða til hans öllum opinberum
starfsmönnum og áhugafólki. í
fréttatilkynningu frá hópnum er
greint frá gífurlegri óánægju meðal
kennara vegna lélegra kjara þeirra.
Á fundinum verða flutt stutt ávörp
og fleira. Gert er ráð fyrir að hann
standi í tvær klukkustundir. Val-
gerður Eiríksdóttir setur fundinn.
Jóhann Karlsdóttir, Þórdís Móses-
dóttir, Guðlaug Teitsdóttir og
Bjarni Ansnes flytja ávörpin en
fundarstjóri er Gísli Baldvinsson.
-óg-
Lýðveldið 40 ára er yfirskrift sýningar sem öll
börn í Fossvogsskólanum hafa unnið að sl.
hálfan mánuð.
Sjá opnu
Mótmœlin gegn kvótakerfinu:
Risafundur!
„Við stefnum að því að halda fundinn hér í Reykjavík um næstu helgi og
ætlum að stefna sjómönnum og útgerðarmönnum af öllu landinu til fund-
arins. Við höfum unnið að þessu máli nokkrir síðan fyrir helgi og allsstað-
ar fengið afar góðar undirtektir“, sagði Jón Magnússon, útgerðarmaður
og skipstjóri frá Patreksfirði, cn hann er einn af forgöngumönnum mót-
mælafundar gegn aflakvótanum, sem Þjóðviljinn greindi frá í helgarblað-
inu.
Jón sagði enn ekki ákveðið hvar
fundurinn yrði haldinn í Reykja-
vík, né hverjir yrðu ræðumenn, en
frá þessu öllu yrði gengið næstu
daga.
Hann benti á að nú fyrst væru
menn að átta sig á hve alvarlegt
þetta kvótakerfi er. Fjöldinn allúr
af bátum er að verða búinn með
kvótann sinn og þá tæki ekkert við
nema auðn og atvinnuleysi. Þá sjá
menn einnig að nógur fiskur er í
sjónum og vel aflast á öllum mið-
um.
Jón Magnússon tók skýrt fram
að þessi fyrirhugaði fundur væri
haldinn fyrir utan öll samtök. „Ég
tel að bæði samtök sjómanna og
útgerðarmanna, LÍÚ, hafi brugðist
í kvótamálinu og því koma engir
forsvarsmenn frá þeim inní þetta
mál“. -S.dór.