Þjóðviljinn - 13.03.1984, Page 4

Þjóðviljinn - 13.03.1984, Page 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN1 Þrigjudagur 13. mars 1984 DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Skrifstoíustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglysingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, ólafur Gíslason, Oskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Haukur Már Haraldsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglysingar: Sigríður Þorsteinsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guövarðardóttir. Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtum.: Brynjólfur Vilhjálmsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla og auglysingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Nýjar áœtlanir um árásarvígbúnað í árlegri skýrslu bandaríska varnarmálaráðuneytinu um höfuðmarkmið Pentagon fyrir árið 1984 er staðfest að hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum hafa mótað skýra stefnu um stórfellda hernaðaruppbyggingu á ís- landi. Markmið þeirra er að gera aukinn vígbúnað á íslandi að grundvallarþætti í árásargetu Bandaríkjanna á Norður-Atlantshafi. Þessi áform komu skýrt fram í yfirheyrslum sem fram fóru í bandaríska þinginu á síðasta ári og einstakir liðir þeirra eru tilgreindir í skýrslum og greinargerðum sem tengdar eru hernaðarútgjaldaköflum bandaríska fjár- lagafrumvarpsins. Sérfræðingar í vígbúnaðarmálum hafa einnig fjallað um þessar nýju vígbúnaðaráætlanir. í hópi þessara sérfræðinga er William Arkin en hann hefur m.a. gefið út handbók um kjarnorkuvígbúnað sem notuð er við kennslu í bandarískum herskólum. Vígbúnaðaráætlanirnar sýna að þær hugmyndir sem hershöfðinginn í Keflavík, Geir Hallgrímsson og Morg- unblaðið hafa komið á framfæri á undanförnum mán- uðum er allt hlekkir í uppbyggingarkeðju árásarkerfis- ins á íslandi. Bak við sakleysislegar skýringar á tilgangi nýrra vígbúnaðaráfanga á Islandi eru víðtækar áætlanir um styrkingu kjarnorkuvígbúnaðar Bandaríkjanna á Norður-Atlantshafi. Markmið þessara áætlana Pentagon er að koma á náinni samvinnu flughers og flota. Aformin um radar- stöðvar, Helguvík og aðrar framkvæmdir eru liðir í framkvæmd þeirra. Pegar áróðurinn um nauðsyn Helguvíkurfram- kvæmdanna hófst í málgögnum hérlendra vígbúnaðar- sinna var í fyrstu talað sakleysislega um mikilvægi mengunarvarna vegna vatnsbóla Suðurnesjamanna. Geir Hallgrímsson gafst upp á þeirri skýringu s.I. haust og fór að þylja tölur um fjölda sovéskra flugvéla. Nú sýna hin bandarísku skjöl að megintilgangur olíubirgðastöðvarinnar í Helguvík er að koma upp elds- neytisgeymum fyrir sprengjuflugvélar sem ekki heyra undir herafla NATO heldur eru eingöngu tengdar getu Bandaríkjanna einna til að heyja allsherjarstríð í 45 daga á norðurslóðum. Hér er m.a. tilgangurinn að geta gert út B-52 sprengjuflugvélar frá Keflavík en aðal- verkefni þeirra er að bera langdrægar kjarnorkueld- flaugar. Sömu áróðursblekkingarnar hafa verið bornar á borð til að réttlæta byggingu radarstöðva á Vestfjörð- um og Norðurlandi. Utanríkisráðherra og forsætisráð- herra hafa ásamt Morgunblaðinu verið eindregnir tals- menn þessara radarstöðva og notað sakleysislegt röksemdahjal um innanlandsflug Flugleiða og Landhelgisgæsluna. Nú sýna hin bandarísku gögn að megintilgangur þessara radarstöðva er að gera banda- rískum árásarflugvélum kleyft að miða út skotmörk í 2900 km fjarlægð. Radarstöðvarnar og Helguvík eru aðeins tveir þættir af mörgum í hinum nýju vígbúnaðaráætlunum um upp- byggingu árásarkerfis á íslandi. í bandarískum þing- skjölum er að finna tillögur um nýja neðanjarðarstjórn- stöð í Keflavík sem á að starfa áfram þótt stríðsrústir séu allt í kring. Fjölga skal hinum sérstaklega styrktu flugskýlum og nýjar F-15 orustuþotur eiga að koma til íslands árið 1986. Auk þess á að efla starfsemi AWACS-flugvélanna en þeim er m.a. ætlað að stýra árásaraðgerðum bandaríska flugvélaflotans. Þessar víðtæku vígbúnaðaráætlanir um stóraukna hlutdeild íslands eiga að stuðla að yfirburða árásargetu Bandaríkjanna á Norður-Atlantshafi. Þær eru nú þegar grundvallarstefna stjórnvalda í Washington. Yfirlýs- ingar Geirs Hallgrímssonar og Steingríms Hermanns- sonar benda eindregið til að ríkisstjórn Framsóknar- flokksins og Sjálftæðisflokksins ætli að samþykkja að þessar vígbúnaðaráætlanir komi til framkvæmda á næstu árum. klippt Kálfarœkt neyðarstjórnar Andrés Kristjánsson hefur tekið að sér það þarfa hlutverk að hirta ríkisstjórnina í helgarpistl- um í Tímanum. Þessar greinar vekja að vonum mikla athygli vegna þess hve rækilega þær stinga í stúf við heldur svona á- mátlegt söngl blaðsins um frammistöðu þeirrar hreinrækt- uðu hægristjórnar sem Fram- sóknarflokkurinn hefur fengið það hlutverk að vera í forsæti fyrir. Andrés gerir í síðasta pistli sín- um nú um helgina Albertsskarðið í fjárlögunum að umtalsefni. Hann ræðir fyrst loforð og fyrir- heit stjórnarinnar og rekur síðan af grimmu háði frammistöðu hennar: „Ríkisstjórnin lýsti sjálfri sér sem neyðarstjórn við valdatök- una, björgunarsveit sem ætlaði að forða þjóðinni frá 130% verð- bólgu. Það var góð stefnuyfirlýs- ing. Baráttan var hafin með stór- skerðingu launa, afnámi dýrtíð- arbóta að hluta, en jafnframt séð um að hygla hálaunamönnum með því að borga þeim tvisvar eða þrisvar sinnum fleiri krónur en ýmsum öðrum til þess að mæta verðhækkunum lífsnauðsynja. Sparnaður var heimtaður af al- menningi og ýmsum stofnunum í ríkiskerfi og utan, en jafnframt efnt til veislu í stjórnarráðinu og fátt til sparað. Bíladýrð og bíl- stjóraþjónusta var efld til muna. Aðstoðarráðherrar ráðnir úr flokksfjósum með hraði og ör- læti. Utanferðum ráðherra og embættismanna ríkisins fremur fjölgað en hitt. Yfirvinna og sporslur blómstruðu sem sjaldan fyrr. Neyðarstjórnin sem inn- heimti finnskattinn í verðbólgu- stríðið með oddi og eggju af al- menningi, settist sjálf að dýrlegri veislu og bauð meira að segja ýmsunt hlöðukálfum sínum til borðs með sér. Frægt var þegar byrjað var á því að gefa útlendum sirkusi eftir lögboðna skatta og síðan haldið áfram í þeim dúr. Verslunarpranginu í landinu voru gefnir allir skankar frjálsir, og verðlagi hreint og beint sleppt lausu. Helstu opinber þjónustu- fyrirtæki fengu lausan taum til þess að láta greipar sópa um heimili almennings. Petta voru verðbólguráðstaf- anir neyðarstjórnarinnar í heima- húsum, þar sem hið lýsandi for- dæmi skyldi sýnt. Þetta er satt að segja ófögur stjórnmálasaga - á neyðartímum. Almenningur í landinu bar sinn kross með þolinmæði og þjónustu við hinn góða málstað, meðan dansinn dunaði í stjórnar- ráðinu og hlöðum þess, þar sem kálfarnir voru aldir." Fjárlögin góðu Þessu næst rekur Andrés sögu þeirra fjárlaga sem lýst var fjálg- lega í ræðum sem raunhæfustu og bestu fjárlögum sem nokkur ís- lensk ríkisstjórn hefði sett sam- an. Og síðan áfram þau tíðindi sem blöð hafa verið full með und- anfarna daga og viku: Hvernig óveður mikið skall á allt í einu eftir að mikil og sjálfumglöð frið- sæld hafði um tíma ríkt innan hins þétta fjárlagaramma. Og nú er ntikið fjör í hugmynd- abanka stjórnarráðsins um það hvernig fylla eigi í Alberts- skarðið, segir Andrés Kristjáns- son, og eins og að ílíkum lætur eru viðraðar hugmyndir urn að láta flaum þann sem um skarðið fer skella á almenningi. Andrés bætir við: „En við skulum umfram allt ekki minnast á hálaunaskatta. gróðaskatta af verslun og við- skiptum eða tolla á vörum sem hálaunamenn kaupa og alls ekki draga neitt úr stjórnarráðsveisl- unni, enda hefur ekki heyrst minnst á það í nýja hugmynda- bankanum." Lít sjálfum þér nær Að lokum fyllir Andrés lungu sín spámannlegum anda og blæs réttlátri heift í hrútshornið með svofelldri ádrepu: „En að slepptu öllu gaspri verður að segja það í blákaldri alvöru, að nú verður veislu neyðarstjórnarinnar að linna. Þegar búið er að blekkja þjóðina með „raunhæfum" fjárlögum, sem milljarðaskörð brotna í eftir tvo mánuði, og lagt er til að fylla þau með bakreikningum á allan almenning - og auðvitað þarf ein- hvern veginn að fylla - þá verður að segja það í blákaldri alvöru, að fyrstu reikningana á að senda til ráðherranna sjálfra og hlöðu- kálfa þeirra í stjórnarráði og utan. Veislunni þar verður að linna. Það er ósvífni og ekkert annað að ætlast til þess af þjóð- inni, jafnt fátækum sem ríkum, að hún greiði þessa bakreikninga fyrr en tekið hefur verið til hendi í veislusal stjórnrráðsins, og ráð- herrar hafa sýnt viðunandi ford- æmi um aðhald hjá sjálfum sér. Þeir gætu byrjað á því að segja upp einkaþjónum sínum og draga úr bifreiðafríðindum, svo að eitthvað sé nefnt, áður en al- menningi eru sendir bakreikning- ar fjárlaganna". og skorið Morgunblaðið og Nicaragua Eins og oft er á minnst hér í blaðinu hefur Morgunblaðið nokkra sérstöðu meðal dagblaða sem telja sig hafa nokkurn metn- að. Hún kemur fyrst og síðast fram í ofurviðkvæmni gagnvart bandarískum stjórnvöldum og orðstír þeirra. Það er engu líkara en heimsmynd þeirra sem í blaðið skrifa standi og falli með því að bandarískur forseti, bandarísk stjórnvöld, geti ekki haft á röngu að standa í neinu sem máli skiptir og alls ekki á alþjóðavettvangi. Þetta birtist í margvíslegustu myndum upp á hvern dag: Það má ekki einu sinni segja frá því í útvarpinu að bandarískir frétt- askýrendur áhrifamiklir eða keppinautar Reagans í forseta- slag gagnrýni stjórnina hart fyrir eitt eða annað, þá skal einhver Staksteinn velta sér fram og spyrja með þjósti, hvort frétta- menn útvarps séu sérstakir hat- ursmenn Reagans. Og á næsta leiti svífa kaldastríðsdylgjur um að ríkisútvarpið sé laumu- kommastofnun sem best væri að slátra að hluta. Eitt dæmi af mörgum: Edga Velez frá Nicaragua kom við hér á dögunum og sagði m.a. frá væntanlegum kosningum sem fram eiga að fara í Nicaragua. Um þessa heimsókn segja Stak- steinar á dögunum: „Talsmenn einræðisstjórnar- innar í Nicaragua láta sem svo að hernaður stjórnarinnar á hendur landsmönnum og nágrannaríkj- unum og efnahagsöngþveitið í landinu, sem leitt hefur til hung- ursneyðar, sé Bandaríkjunum að kenna.“ Það er ótrúlega mikið af lýgi samankomið hér í stuttum frasa. Þegar Bandaríkjamenn gera út málaher frá Honduras til áhlaupa inn í Nicaragua er það kallað „hernaður á hendur nágranna- ríkjun". Bardagar nálægt landa- mærum Honduras og Costa Rica eru að verulegu leyti framhald af borgarastríði því sem Sandinistar og bandamenn þeirra háðu gegn alræmdri einræðisstjórn banda- ríkjavinarins Somoza: Það heitir nú „hernaður á hendur lands- inönnum"! og í þriðja lagi er það ítrekað, að fátækt og skortur í Nicaragua, sem hefur ekki fengið sæmilegan frið til uppbyggingar síðan Somoza var úr landi hrak- inn, sé einmitt Sandinistum að kenna, en ekki meira en fjörutíu ára blóðveldi Somozaættarinnar. Svo sannarlega hefur Morgun- blaðið sérstöðu - djúpt fyrir neð- an allar hellur. ÁB

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.